Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Blaðsíða 30
30 DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986. fLAUSAR SIÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Sumarstarfsmenn óskast á slökkvistöðina í Reykjavík á sumri komandi. Skilyrði er að viðkom- andi sé á aldrinum 20-28 ára og hafi meira bif- reiðapróf. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Tryggva Ólafssyni á Slökkvistöðinni í Reykjavík, sími 22040. Umsóknareyðublöðum þarf að skila fyrir 1. mars nk. flAUSAR SIÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Staða fulltrúa er annast ráðgjöf á vistheimilum. Félagsráðgjafamenntun og starfsreynsla áskilin. Staða fulltrúa við eina af hverfisskrifstofum fjöl- skyldudeildar. Félagsráðgjafamenntun eða sambærileg starfs- menntun áskilin. Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar i síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 24. febrúar. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Hjúkrunarframkvæmdastjóra við heimahjúkrun. Hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á dag- og næt- urvaktir. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur í síma 22400. Deildarmeinatækni í fulit starf á rannsóknarstofu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri heilsu- gæslustöðva í síma 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 3. mars nk. LAUSAR STÖÐURHJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Forstöðumannsstaða við dagheimilið Suðurborg. Umsóknarfresturtil 28. febrúar. Fóstrustöður við eftirtalin heimili: Dagheimilin Suðurborg og Laugaborg. Dagheimilið/leikskólann Hraunborg. Leikskólann Leikfell. Skóladagheimilið Völvukot. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjón- arfóstrur á skrifstofu dagvistar í síma 27277 og forstöðumenn viðkomandi heimila. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 28. febrúar nk. Athugasemd frá götusafnara Þar sem ég hefi tekið að mér götu- söfnun fyrir sjúkrastöð í Santa Barbarahéraði í E1 Salvador brennur á mér að vekja athygli á leiðréttingu að gefnum tilefnum á götum úti og nú nýverið í frétta- flutningi íslenska Ríkisútvarpsins afskyldumáli. ísland í beinni áskrift að heimsmynd USA? í fréttum sjónvarpsins á laugar- dagskvöldið sl. (þ. 8.febr.) var frétt um ástandið í E1 Salvador. Þar máttum við Mörlandarnir enn einu sinni hlusta á heimsmynd banda- rískra sjónvarpsstöðva um ástand þessara mála og sjá á litaskjánum til sannfæringar „óhæfuverk skæruliðasveitanna“ þarí landinu. Af fréttinni mátti heyra að skæruliðar hefðu ráðist á banda- ríska hernaðarráðgjafa og her- menn ógnarstjórnar Duartes for- seta við lyfjadreifingu þeirra fyrr- nefndu í tilteknu sveitaþorpi ná- lægt höfuðborginni San Salvador! - Ekki annað en það. Bandarískir hernaðarráðgjaf- ar til að dreifa lyfjum...? Heldur fréttastofa Mogga-ríkis- sjónvarpsins virkilega að banda- rískir hernaðarráðgjafar séu stadd- ir í E1 Salvador eða öðrum mið- og suður-amerískum ríkjum til að dreifa lyfjum og öðru góðgæti þar á meðal til fátækra bænda rétt eins og jólasveinninn? Af fréttinni var ekki annað að skilja. Eða hvað? - Nei, takk fyrir. Málið er ekki svona einfalt, og því síður svona fallegt. Bandarískir hernaðarráðgjafar á þessum svæðum eru til lítils annars en að halda að völdum spilltum og gerspilltum ríkisstjórnum herfor- ingja og annarra strengjabrúða sinna í þessum heimshluta. Bæði í formi skefjalauss tækjaausturs í vopnabúr þeirra og þjálfunar hinna svokölluðu stjómarhermanna m.a. til meðhöndlunar á hinum full- komnu vopnum sem nú streyma þangað frá Bandaríkjunum. Sjald- an meira en nú í tíð hins friðel- skandi forseta Bandaríkjanna, hr. Reagans. Það má nú sannarlega segja að hann sitji á friðarstóli þar Kjallarinn MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON FYRRV. VAGNSTJÓRI SVR vestra, sem og annars staðar. Og einnig líklegt að hann geri út af örkinni hámenntaða hemaðarráð- gjafa til E1 Salvador til að dreifa nauðþurftum og lyfjum. (???) - Ef við tökum fréttir Ríkis-Moggans við Laugaveginn bókstaflega, þá hlýtur það að vera. Ekki satt? Stundum flökrar það að manni að það væri hægt að ljúga gagn- rýnislaust nánast hverju sem er að okkur. Aðeins ef það kæmi frá nógu „virtri" fréttastofu „í Bandaríkjun- um“. Við í E1 Salvador-nefndinni hér á íslandi, sem undanfarið höfum verið að safna á götum úti og víðar, erum bæði undrandi og sár yfir svona fréttum. Þvi við vitum betur. Bæði höfum við verið þarna sjálf og erum einnig í stöðugu sambandi þangað símleiðis og bréfleiðis. Og nota bene: Heimildarmenn okkar eru ekki „fréttaritarar" ABC, CBS eða NBC risasjónvarpsstöðvanna bandarísku þarna á staðnum, í velvild og vinfengi stjórnarinnar svokölluðu. Til að reka sjúkrahúsið í Santa Barbarahéraði Við höfum verið að safna fyrir sjúkrastöðinni í Santa Barbara sem er í 27 km fjarlægð frá höfuð- borginni San Salvador. Þar er neyðin gífurleg. Linnulausar loft- árásir stjórnarhersins hafa gert svo út af við allt mannlíf á flestum svæðum landsins að engin fjöl- skylda stendur ósködduð úr hildar- leiknum. Verst af öllu er þó, eins og alltaf i öllum styijöldum, að mest bitnar ógnin á óbreyttum borgurum. Sjúkrastöðin, sem við erum að safna fyrir og ætlum að reka, er einmitt ein slík fyrir fólkið á þorpssvæði Santa Barbara. Þorpssvæði, þar sem yfir 3000 manns verða algerlega að stóla á okkur íslendinga með læknisað- stoð þennan ársfjórðunginn nú. Einn læknir á hverja 25.000 íbúa. - Aðeins 62% læs Eftir meira en áratuga ógnar- stjórn Duartes forseta og Romeros, fyrrum forseta landsins, er nú þannig komið í sveitum landsins í þessu annars fallega landi að að- eins einn menntaður læknir er á hveija 25.000 íbúa. Og lestrar- kunnátta er aðeins komin í 62% íbúa landsins (réttast væri að segja niður í, því að þetta hlutfall ætti að vera miklu hærra). Enn vantar 100.000 kr. upp á Okkur í nefndinni barst reyndar erindi um að reka sjúkrastöðina í heilt ár. En til þess treystum við okkur ekki enn. Þá hefðum við þurft að safna á stuttum tíma 1,5 milljónum ísl. kr. Við buðumst hins vegar til þess að reka stöðina a.m.k. fyrstu þrjá mánuði þessa árs, til að leggja okkar hönd á plóginn. Og við það erum við að reyna að standa. Við sendum 260.000 ísl. krónur fljótlega upp úr áramótun- um, sem við höfðum safnað þá þegar við tókum við rekstri stöðv- arinnar. En áætlað er að þessir fyrstu þrír mánuðir kosti í rekstri um 400.000 kr. Nú erum við komin upp í tæp 300.000 kr., svo að enn vantar okkur 100.000 krónur til að standa við fyrirheit okkar. í þessu skyni höfum við verið að leita til almennings um framlög til þessa verkefnis og verið vel tekið. Ég er að skrifa þessa grein til að skýra út hvers vegna við erum að safna fyrir sjúkrahúsi handa þessu fólki. Því heyrt hefi ég að okkur komi ekkert „þessi uppreisnarlýð- ur“ við, eins og hnaut út úr einum viðmælanda mínum niðri í bæ um áramótin. En hugarfar okkar er einungis það að styðja þetta fólk í þrengingum þess. Og hver vill vera svo pólitískur eða kaldlyndur að sá hinn sami fari að spyrja helsært eða deyjandi fólk um stjórnmála- skoðanir þess áður en því verði hjálpað? En við þig og aðra viljum við segja þetta: Ef þú hefur þær tilfinn- ingar og metnað, sem við erum alltaf að reyna að kenna börnum okkar í samskiptum þeirra við aðra, styddu þá okkur vinsamleg- ast í þessari baráttu. Leiðirnar eru margar. Ein þeirra er til dæmis að leggja framlög, há eða lág, inn á gíróreikning söfnunarinnar sem er 303-26-10401. Leggja má inn í hvaða banka sem er eða pósthús. Hinar Jarjár fréttastofur Mogg- ans á Islandi Svo væri einnig ágætt ef fólk vildi koma fréttastofum Morgunblaðs- ins niðri í Aðalstræti og útibúunum á Skúlagötu 4 og á Laugavegi 176 í skilning um hveijir haldi hveij- um í helgreipum stríðsárása á þessum svæðum í E1 Salvador; bandarískir hemaðarráðgjafar og stjórnarhermennirnir með nýju, fínu bandarísku þyrlumar eða skæmliðarnir sem búa úti í sveit- unum og beijast fyrir lífsviðurværi fyrir sig og fátækar bændaijöl- skyldur sínar. Magnús H. Skarphéðinsson. „Bandarískir hernaðarráðgjafar á þessu svæði eru til lítils annars en að halda að völdum spilltum og gerspilltum ríkisstjórnum her- foringja...“ „Stundum flökrar það að manni að ^ það væri hægt að ljúga gagnrýnis- laust nánast hverju sem er að okkur. Aðeins ef það kæmi frá nógu „virtri“ fréttastofu „í Bandaríkjunum“.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.