Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Side 39
DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986.
39
V.'
Sandkorn Sandkorn
Helgi Bergs.
Helgi Bergs
til UA
Helgi Bergs, bæjarstjóri á
Akureyri, er sagður hafa
mikinn áhuga á að verða
næsti forstjóri Útgerðarfé-
lags Akureyringa. Núver-
andi forstjórar eru tveir:
Vilhelm Þorsteinsson og
Gísli Konráðsson. Senn
styttist í að Gísli láti af
störfum fyrir aldurs sakir.
Gísli er framsóknarmaður
og Helgilika.
Falcon Crest
Sjónvarpsþátturinn Á
fálkaslóðum hefur slegið í
gegn. Það er sérstaklega
Haukur frændi sem þykir
skemmtilegur. Hann er
með allt á tæru í ferðalag-
inu við Mývatn.
Nú er búið að skira þátt-
inn upp norðan heiða. Fal-
con Crest - hvað annað?
Hesturá
mannsbaki?
Víkurblaðið leiðrétti ný-
lega myndatexta í blaðinu
hjá sér. Á umræddri mynd
voru þrír hestar og einn
maður. f myndatexta var
einn hestanna nafngreind-
ur. Hann var sagður heita
Þyrill og ,,að hann kæmi
ríðandi í hlað.“
Vikurblaðið sagði í leið-
réttingu sjaldgæft að hestar
riðu mönnum.
Dallas-pylsur
Sláturfélagið hefur aug-
lýst Dallas- pylsur stíft að
undanförnu. Þær eru sagð-
ar áleggspylsur. Oft hefur
verið tcflt djarft í Dallas -
en ekki svona.
Kmmpvél
Og svo var það nýja
krumpvélin sem var aug-
lýst um daginn. Hún ku
spara 50% í pökkun. Ekki
meira?
Jarðsungið
Við látum svo eina létta
úr fréttablaðinu Feyki
fljúga.
Sagan er af börnum sem
fóru og jörðuðu kettling.
Þegar þau komu heim aftur
voru þau spurð hvernig
hefði gengið og hvort þau
hefðu ekki sungið eitthvað
yfir kettlingnum:
„Jú við sungum allt sem
við kunnum," svöruðu
börnin. „Við sungum bæði
Faðirvorið og Gamla Nóa.“
Sjallinn seldur
Lífseigar sögur eru á
Akureyri um að verið sé að
selja sunnanmönnum Sjall-
ann. Staðan ekki seinna en
hér og nú er sú að Sjallinn
hefur hvorki veriö seldur
né leigður. En eigi einhver
„monninga“ og vilji
kaupa...
Ekkertslys
Á forsíðu eins norðan-
blaðanna stóð ekki fyrir
margt löngu: „Ekkert slys
um helgina.“ Haft í feitu
letri og á áberandi stað.
Segið þið svo að maður sé
ekki á norðurvígstöðvun-
um hér á Akureyri.
Nýr leikfélagi
Signý Pálsdóttir hættir í
vor sem leikhússtjóri hjá
Leikfélagi Akureyrar.
Margir hafa áhuga á starf-
inu. Einn er þekktur blaða-
maður sem starfar nú í
Reykjavík. A-ha, getið þið
nú!
Þórsarar skora
Leikmenn 1. deildar liðs
Þórs á Akureyri í knatt-
spyrnu þurfa ekki að kvíða
skorti á mannskap í fram-
tíðinni. Sagt er að unnustur
sex leikmanna, sem léku
með liðinu síðasta sumar,
eigi von á barni. Greinilega
mörk og sætir sigrar hjá
Þórsurum. Og gleymum
ekki slagorðinu: Á eftir
bolta kemur barn!
Salome Þorkelsdóttir.
„Sjálfstæöis-
stelpur"
Hún hefur vakið athygli
margra, auglýsingin „Sjálf-
stæðisstelpur“ sem birst
hefur í Morgunblaðinu.
Orðið er innan gæsalappa í
auglýsingunni. Menn vita
ekki alveg til hvaða aldurs-
hóps er verið að höfða.
Skiptir ekki máli. Auðvitað
eru þær Salome Þorkels-
dóttir og Ragnhildur Helga-
dóttir sjálfstæðisstelpur.
Og Þorvaldur Garðar,
Matti Bjarna og Eggi Hauk-
dal sjálfstæðisstrákar.
Ragnhildur Helgadóttir.
Umsjón: Jón G. Hauksson
Kvikmyndir Kvikmyndir
Háskólabíó - Kairórósin ★ ★ ★ ★
Töfraveröld Woody Allen
Kairórósin (The Purple Rose OF Cairo)
Leikstjóri og handritshötundur: Woody
Allen.
Kvikmyndun: Gordon Willis.
Tónlist: Dick Hyman.
Aöalleikarar: Mia Farrow, Jeft Daniels
og Danny Aiello.
Það er ekki ný hugmynd að gera
kvikmynd um kvikmynd. Margir
hafa reynt en fáum tekist. Woody
Allen hefur með nýjustu kvikmynd
sinni, Kairórósinni, tekist að full-
komna þetta form svo ekki verður
betur gert. Hugmynd um að blanda
saman persónum úr óraunveru-
leika bandarískra kvikmynda á
fjórða áratugnum við persónur í
veruleikanum, er lifa við kreppu-
ástand, er snjöll en hefði í fyrstu
mátt ætla að væri óframkvæman-
leg. Hjá Woody Allen fer saman
hugmyndaauðgi og fullkomin
þekking á því listformi sem hann
vinnur við. Því verður Kairórósin
ein eftirminnilegasta kvikmynd
síðari ára.
Við kynnumst fyrst kúgaðri hús-
móður í smábæ í Bandaríkjunum,
Cecilíu (Mia Farrow), sem hefur
aðeins eitt svar við ömurlegum
raunveruleikanum, þar sem eigin-
maðurinrt, Monk (Danny Aiello),
treður á sjálfsvirðingu hennar og
nýtir hana eingöngu í eigin þágu,
að fara í kvikmyndahús og lifa sig
inn í rómantískar en innihalds-
lausar kvikmyndir. The Purple
Rose Of Cairo heitir kvikmynd sem
Cecilia hrífst af. Þar er áðalpersón-
an Tom Baxter sem er myndarlegur
ævintýramaður og milljónamær-
ingur að auki. Cecilia, sem lifir sig
inn í kvikmyndina, verður ekki
lítið undrandi þegar Baxter hoppar
út úr myndinni og ávarpar hana.
Hann segist hafa tekið eftir henni
og sé nú orðinn ástfanginn og sé
til í að fara með henni hvert sem
er. Cecilia verður eins og aðrir
kvikmyndahúsgestir undrandi en
hrífst með Baxter og saman hverfa
þau á brott.
Eins og nærfi má geta geta per-
sónur kvikmyndarinnar ekki hald-
ið áfram með kvikmyndina þar sem
eina aðalpersónuna vantar og setj-
ast persónurnar niður við spil og
umræður um það hver þeirra sé
aðalpersóna kvikmyndarinnar.
Áhorfendur fara nú að gerast óró-
legir og heimta að kvikmyndinni
sé haldið áfram. Hefst nú mikið
rifrildi milli persóna kvikmyndar-
innar og áhorfendanna.
Á meðan Cecilia og Baxter eiga
saman rómantískt ástarævintýri
kvartar kvikmyndahúseigandinn
við framleiðendur kvikmyndarinn-
ar. Lögfræðingar framleiðandans
vilja að haft sé upp á Baxter strax
svo enginn skandall verði og þeir
fara ásamt leikaranum Gil Shepard
(Jeff Daniels) til smábæjarins til
að koma hlutunum í lag.
Það á eftir að gerast margt
spaugilegt áðúr en Baxter fæst til
að fara á sinn stað í kvikmyndina.
Cecilia, sem heillast hefur bæði af
sögupersónunni Baxter og leikar-
anum Shepard, hjálpar til en lætur
um leið blekkja sig og við skiljum
við hana þar sem hún er aftur
komin í eigin draumaheim í kvik-
myndahúsinu og á tjaldinu dansar
frægasta par þessa tíma, Fred Ast-
air og Ginger Rogers.
Það er alveg ótrúlegt hversu vel
Woody Allen hefur tekist að koma
þessari absúrd hugmynd frá sér svo
úr verður heilsteypt kvikmynd.
Það eru skýr mörk á milli raun-
veruleikans og skáldskaparins sem
birtist meðal annars í því að Baxter
veit ekkert meira en smábarn urri
eðli mannlífsins. Hann kann aðeins
hlutverk sitt og ekkert meira og
er grátbroslegt atriðið þegar hann
í sakleysi sínu lendir á hóruhúsi.
Cecilia aftur á móti er orðin svo
leið á hlutverki sínu í raunveru-
leikanum að gegn betri vitund
lætur hún, ein^ persónan í mynd-
inni, hrífast af því sem er að gerast.
Leikur Miu Farrow er hreint
afbragð. Þessi leikkona, sem var
aðallega þekkt fyrir hjónabönd sín
áður en hún hitti Allen og eitt
hlutverk í kvikmynd Roman Pol-
anski, Rosemarys Baby, hefur
blómstrað síðan, sérstaklega í sið-
ustu tveimur myndum Woody Al-
len, Broadway Danny Rose og
Kairórósinni. Tvö ólík hlutverk
sem hún fer snilldarlega með. Einn-
ig er Jeff Daniels mjög góður í
hlutverki Baxter/Shepard. Þótt
fáir muni þá lék hann eiginmann
Debru Winger í Terms Of Endear-
ment, vanþakklátt hlutverk og féll
hann í skuggann vegna stórleiks
aðalleikaranna. Hér blómstar hann
aftur á móti og kemur á óvart með
stórgóðum og skemmtilegum leik.
Woody Allen leikur ekki sjálfur
í Kairórósinni og er það vafalaust
viturleg ákvörðun hjá honum. Vel
er hægt að ímynda sér myndina
öðruvísi, þar sem Allen sjálfur
væri í hlutverki kúgaðs eigin-
manns og Mia Farrow stjaman í
kvikmyndinni. Sjálfsagt hefði
myndin orðið jafneftirtektarverð,
en hún hefði aldrei orðið betri én
þessi mynd.
Það er óhætt að fullyrða að í dag
er Woody Allen meðal fremstu
kvikmyndagerðarmanna í heimin-
um og þar að auki er hann svo
afkastamikill að undravert þykir.
Þegar þetta er skrifað fara bráð-
lega að hefjast sýningar á nýjustu
kvikmynd hans, Hannah And Her
Sisters, þar sem Mia Farrow er að
siálfsögðu aftur í aðalhlutverki.
Ohætt ér að segja að beðið er með
eftirvæntingu eftir þeirri kvik-
mynd.
- Hilmar Karlsson.
BORÐIÐ
KVÖLDMATINN
SNEMMA
early bird special....
FEBRÚARTILBOÐ:
HAMBORGARI-FRANSKAR &COKE
á 99,00-50% afsl.
(milli kl. 17,30-18,30)
alla daga síódegis í Febrúar
VEITINGAHUSIÐ
SFRENGISANDUR
Bústaóavegi 153 @ 6 88 0-88
Símatími veisluráðgjafa okkar er
milli kl. 13-16 mánudaga til föstudaga.
Ykkar veisla
í okkar umhverfi
Veitingahúsið í Glæsibæ leigir út sali fyrir veislur
og hvers konar mannfagnaði.
Góð aðstaða og glæsilegt umhverfi.
Látið veisluþjónustu okkar útbúa veislumatinn.
Fjölbreytt úrval heitra og kaldra rétta.
VEITINGAHÚSIÐ
í GLÆSIBÆ
sími: 686220
• ♦
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR1986
rÆK
þrlíki - S61
Tyrirtœkin i
emt könnun^HHuptadeildar
Háskóla ístaflK Deildin leitaði
til 34 a^pr tengdra atvinnu-
greinum£rog tilnefndu þeir að
hennarfBösk þau fyrirtœld, sem
teliamrmœttu frábœr. II fyrir-
Tengu flestar tilnefningar
Qöldi fyrirtœkja
F nefndur Í þessu sambandi.^
ekin 11, sem bezt komu út^
|ru: Smjörlíki — Sól hf., Hampiðjan
íhf., Eimskipafélag íslands hf.,
f Hilda hf., Hagkaup hf., Hekla hf.,
IBM á íslandi, B.M. Vallá hf, Mjólk-
, ursamsalan, Plastprent hf. og Iðn-i
^aðarbankinn hf. Samkvæmt upplý
um viðskiptadeildar Háskóla
í víða fram hjá mönnum í
4^i} nein frábærftgffe£ki á
í h1 an^||^ð|ÍT^^|j|fÍ^nerkingu,
frekar mættnau^imgóð fyrirtæki.
Meðal þeirra raka, sem þátttakend-
Rétt er að benda á, að 13
bílstjórar frá okkur eru í fullu
starfi hjá þessum fyrirmyndar
fyrirtækjum. Auk þess sem
önnur nota bíla frá okkur,
hluta úr degi.
Þeir annast „skutl" í banka og
toll, sölu á vöru úr bílum,
útkeyrslu í verslanir og heim-
keyrslu úr vöruafgreiðslum.
ssnDiBiLKTODin
Y