Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Page 45

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Page 45
DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986. 45 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Michael Jackson hœttur í tónlistinni? Goðsögn í lifandalífí, nú þarf ég aldrei að vinna neitt framar, Af hverju er hann ekki lengur í sviðsljósinu? Eitt sinn var náið samband milli Brooke Shields og Michaels en nú er hún ekki lengur samboðin honum. Ehzabeth Taylor er ein af fáum manneskjum sem Michael Jackson vill láta sjá sigmeð. Michael segi við vini sína: „Ég er orðinn goðsögn nú þegar, ég þarf ekkert að vinna framar, að- dáendur mínir dýrka mig enn, ég bíð bara eftir því að einhver með jafnmikla hæfileika og ég komi fram á sjónarsviðið.“ Þó Michael sé boðið að taka þátt í einhverjum verkefnum þá svarar hann iðulega eitthvað á þessa leið: „Þetta er allt svo venjulegt, ég verð frekar heima og hugsa um dýrin mín. Það er ekkert sem ég á eftir að gera.“ Það er sagt að hann kæri sig ekki um að vera innan um fólk sem hann telur sér ekki samboðið. Af því hann er goðsögn vill hann bara láta sjá sig með þeim sem eru það líka, svo 'sem Elizabeth Taylor, Katharine Hepburn og Liza Minn- elli. Ástæðan fyrir því að hann er hættur að sjást í fylgd með Brooke Á hljómleikaferð með bræðrum sínum, Michael í miðið, enda eru þeir bara smánúmer í samanburði við hann. hann er ekki enn byrjaður að taka hana upp. Söngvarinn Lionel Richie, vinur Michael’s segir: „Ég hef reynt að fá Michael til að vera meira á meðal fólks en hann er orðinn fangi eigin stórmennskuæðis. Hann virt- ist mjög áhugasamur um að hjálpa Afríkumönnum þegar við vorum að vinna að We are the world plöt- unni. En þegar kom að Live-aid hljómleikunum þá var ekki að ræða það að hann yrði með. Hann gat ekki hugsað sér að deila at- hyglinni með öðrum. Hvað er orðið af Michael Jackson? Fyrir rúmu ári var hann meira í sviðsljósinu en flestir aðrir, nú heyrir til undantekninga ef sést til hans. Michael Jackson hefur ekki komið fram á tónleikum í 15 mán- uði og ekki heldur gert neinar video-upptökur. Þó ótrúlegt megi virðast hefur hann ekki sent frá sér sóló-stúdíóplötu frá því árið 1982 og er ekki byrjaður að vinna að annarri. Eftir að Jackson bræður luku hljómleikaferð sinni 1984 hefúr Michael aðeins tekið þátt í smáverkefnum, svo sem að semja ásamt Lionel Richie lagið We are the world, syngja bakrödd með Diana Ross og koma fram í 7 mínút- ur í Disneylandsþætti í sjónvarpi. Hvar hefur Michael verið? Kunn- ingjar segja að hann sé yfirleitt að finna í villunni sinni í Los Angeles, hann lifi á fomri frægð og velti auðæfum sínum. Shields er sú að frami hennar er ekki lengur sá sem hann var. „Bro- oke er falleg stúlka, en hún er engin Elizabeth Taylor,“ segir hann. Þannig hefur Michael smám saman losað sig við alla sína vini sem eru stórstjömur. Emmanuel Lewis, sem eitt sinn var hans nánsti vinur, segir: „Ég bauð honum í veislu nýlega og hann sagðist myndi koma. En hann kom ekki, hringdi ekki og bað ekki afsökun- ar. Hann sat víst heima og las nýjustu fréttir af verðbréfamarkað- inum. Hann dreymir um að verða mesti viðskiptajöfur í heimi. Að- aláhugamál hans eru fjármál og viðskipti. Michael keypti fyrir nokkru einkarétt á næstum öllum Bítlalög- unum á tæpar 50 milljónir dollara. Eftir að hafa svo selt réttindin að laginu Got to get you into my life til sjónvarpsstöðvar einnar fékk hann Paul og Yoko upp á móti sér. En hann svaraði þeim: „Þetta eru bara viðskipti." En af hverju er Michael orðinn svona merkilegur með sig? Jú, svarið er, að sögn þeirra sem þekkja hann best: Áð síðustu hljómleikaferð lokinni varð hann gripinn miklum ótta við að frægð- arsólin myndi síga. Einnig óttaðist hann miklar og vaxandi vinsældir Prince. Hann brást við með því að telja sér trú um að hann væri og yrði ávallt mestur af öllum og þyrfti ekkert að hafa fyrir því. Enginn getur sagt um það hvenær aðdáendur hans fá að heyra í hon- um aftur. Áformað var að ný plata kæmi út í mars, en tilfellið er að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.