Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Síða 48
FRETTASKOTIÐ 68*78*58 Ritstjóm - Auglýsingar - Áskzift - Dreifing: Sími 21022 Hafijr þú ábendingu eða vitn- eskju nm frétt - hringdn þá í BÍma 687858. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri vikn greiðast 3.000 krónur. FnUrar nafnleyndar er gætt. Við töknm við fréttaskotum allan sólarhringinn. MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1986. Prófkjör Alþýðubanda- lagsins á Húsavík: Kristján í í.sæti Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: Prófkjör Alþýðubandalagsins á Húsavík, vegna bæjarstjórnarkosn- inganna í vor, fór fram um helgina. Prófkjörið var opið og var kosið á laugardag og sunnudag. Alls kusu 114, þar af voru 8 atkvæði ógild. Urslit urðuþessi: 1. sæti: Kristján Ásgeirsson, 2. sæti: Valgerður Gunnarsdóttir, 3. sæti: Örn Jóhannsson og 4. sæti: Hörður Arnórsson. Úrslit prófkjörsins voru bindandi fyrir fyrstu níu sætin. „Þlð verðið að svara kalli strax” — sagði Ásmundur Stefánsson á verka- lýðsfundi á Akureyri viðbrögðin eru jákvæðari." T RAUSTIR MENN 25050 SEIlDIBiUtSTÖÐin LOKI Mjólk-eróð. Óvissuástand í samningamálunum; BSRBHAFNAU NYJU TILBOÐI Samninganefnd BSRB hafnaði nýju tilboði ríkisins um launaliði samningsins sem lagt var fram í gærvöldi á samningafundi sem stóð framyfirmiðnætti. í tilboðinu er gert ráð fyrir sömu prósentuhækkunum launa og í fyrra tilboði ríkisins: 3% við undir- ritun, 2,5% 1. júní og 1,5% 1. októb- er. Hins vegar er gert ráð fyrir nýjum ákvæðum um kaupmáttar- tryggingar. Verði hækkun fram- færslukostnaðar meira en einu prósentustigi hærri en hækkun meðallauna félaga í BSRB á ákveðnu tímabili skulu launataxt- ar hækka um allt að 1% frá byrjun næsta mánaðar. Þessu ákvæði hafnaði samninganefnd BSRB al- farið. Þá er hægt samkvæmt tilboði ríkisins að segja upp samningum með viku fyrirvara ef reynir á áðumefnt ákvæði. Samninganefiid BSRB telur að þetta megi ræða frekar. Svar samninganefndar BSRB við þessu tilboði er eins konar gagntil- boð án talna um launahækkanir. sjá einnig bls. 4 Þar kemur fram að laun skuli hækka fiórum sinnum á árinu: við undirritun, 1. júní, 1. september og 1. desember. Gerð skuli áætlun um framfærsluvísitöluna á þessum tímapunktum. Þá fer samninga- nefndin fram á að launastigi BHM verði tekinn upp þar sem við á. Samningamenn beggja megin samningaborðsins eru sammála um að nú ríki mikið óvissuástand í samningamálunum. Hvort þessi leið verður valin, sem nú er rætt um, ætti að ráðast á næstu dögum. Boðaður hefur verið sáttafundur í kvöld klukkan 20.30. -APH Stórmeistar- arnir íslensku í ef ri sætunum Stórmeistararnir okkar 4, sem tefla á Reykjavíkurskákmótinu, Jóhann Hjartarson, Guðmundur Sigurjóns- son, Helgi Ólafsson og Margeir Pét- ursson eru allir ofarlega á mótinu með 3 1/2 vinning eftir 5 umferðir og í 5.-18. sæti. Kurt Hansen frá Danmörku hefur ótvíræða forystu með 5 vinninga af 5 mögulegum. Hann vann Rússann Salov í biðskák sem tefld var í gær- kveldi. Með 4 vinninga og í 2.-3. sæti eru Byme frá Bandaríkjunum og Júgó- slavinn Nikolic. De Firmian er í 4. sæti með 3 1/2 og biðskák þar sem hann hefur betri stöðu. Tal, Seirawan, Larsen, Benjamin, Gheorgiu, Geller, Federowitz, Saltz- man og Utut Adianto frá Indónesíu eru í 5.-18. sæti með íslensku stór- meisturunum. -KB Sjá skákfréttirá bls. 20 Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri „Þið verðið að svara kalli strax, hafa fundi fljótt í vikunni og afla verkfallsheimildar. Þetta verður að ganga í gegn sem allra fyrst. Staða okkar gagnvart atvinnurekendum fer niður fyrir núllpunktinn dragist verkfallsheimildir á langinn." Þetta voru lokaorð Ásmundar Stef- ánssonar, forseta ASÍ, á fundi með stjórnum allra verkalýðsfélaga inn- an Alþýðusambands Norðurlands á Akureyri á laugardag. Þetta var ekki eini fundur forseta ASÍ um helgina. Hann fór ásamt fylgdarliði hringinn í kringum landið, blés í herlúðra og útskýrði tilboðVSÍ. Ásmundur lagði ríka áherslu á . tímann, verkfallsheimildir yrðu að fást fljótt. Hann notaði orðið „strax“. „Verði kalli ekki svarað strax og verkfallsheimilda aflað fellur allt í sama farið aftur.“ Forseti ASÍ sagði ennfremur: „Það er komið annað hljóð í atvinnurek- endur eftir að við fórum að tala um verkföll. Þeir eru orðnir áheyrilegri, Beið bana við útafakstur ökumaður bifreiðarinnar kastaðist í gegnum framrúðuna. DV-mynd S. íslensku f lugf élögin slást um Hsastórt f lugverkef ni: Alsírmenn hafa ekki gert neinn samning sagði Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri, Arnarflugs í morgun Flugleiðamenn tilkynntu í gær að þeir hefðu náð samkomulagi um helgina við ríkisflugfélag Alsír um pílagrímaflug og áætlunarflug. Samningurinn ætti að geta fært Flugleiðum allt að einn milljarð króna, um 24 milljónir dollara, í tekjur, að sögn Sæmundar Guð- vinssonar blaðafúlltrúa. „Þetta kemur okkur mjög spánskt fyrir sjónir," sagði Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Arnarflugs er DV hringdi í hann til Parísar í morgun. „Við fengum staðfest í gærkvöldi frá formanni samninganefndar Air Algerie, Ammar Boukhill, að við séum boðaðir til fundar næstkom- andi sunnudag og að Air Algerie hafi ekki gert neinn samning," sagði Agnar Friðriksson. Hann sagði að tilboðsfrestur í Alsírflugið hefði runnið út 31. jan- úar. Amarflug heföi verið boðað til fundar við Alsírmenn eftir að tilboð voru opnuð. Alsírflugið er stærsta verkeíhi sem íslenskt flugfélag hefúr fengið, sé það raunin. Fjórar þotur þarf til að flytja 100 þúsund pílagríma og aðrar fjórar þotur í umfangsmikið áætlunarflug í heilt ár milli Alsír og Evrópu. I fyrra stóðu íslensku flugfélögin saman að Alsírfluginu sem þá var helmingi minna. Flugleiðir sömdu þá um tvær þotur en leigðu þær af Amarflugi. Amarflug samdi auk þess beint um tvær þotur. -KMU w 4 4 4 4 4 4 Kona um fimmtugt beið bana í umferðarslysi á Reykjanesbraut skammt sunnan við Straumsvík síð- degis á laugardag. Konan var öku- maður bifreiðar á leið til Reykjavík- ur. Missti hún stjórn á bifreiðinni þannig að hún kastaðist suður fyrir veginn. Kastaðist konan í gegnum framrúðu bifreiðarinnar. Slasaðist hún mikið og lést skömmu síðar á Borgarspítalanum. Karlmaður um sjötugt var farþegi í bifreiðinni. Slapp hann að mestu ómeiddur. Orsakir slyssins eru enn óljósar. Þó er vitað að skömmu fyrir slysið fór áætlunarbifreið fram úr bifreiðinni. Farþeginn hefúr borið að konunni hafi brugðið við það og misst stjóm á bifreiðinni. Ekki er hægt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu. 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 i t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.