Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1986, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1986, Qupperneq 9
DV. DRIÐJUDAGUR 4. MARS1986. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Þjóðarhamwr án skipaðrar þjóðarsorgar Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DV í Lundi: lngvar Carlsson, hinn nýi forsætis- ráðherra Svíþjóðar, hélt frétta- mannafund í gær og vakti þá mikla athygli, ekki síst útlendu frét.ta- mannanna, fyrir mjög skýr og grein- argóð svör, sama hvort spurt var á sænsku, ensku eða þýsku.. „Opið þjóðfélag er forsenda lýð- ræðisins," sagði hann aðspurður hvort morðið á Palme mundi ekki leiða til aukinnar öryggisgæslu og lokaðra þjóðfélags. - „Ég er sama sinnis og Olof Palme um að stjórn- málamenn verði einnig að eiga sitt Ingvar Carlsson, eftirmaður Olofs Palme, umkringdur lífvörðum. Segist sammála Palme: stjórn- málamaður verður að fá að eiga sitt einkalíf. einkalíf í friði og geta hreyft sig án þess að vera með lífverði stöðugt á hælumsér." Carlsson sagði að þó væri óhjá- kvæmilegt að öryggisgæslan yrði aukin svona fyrsta kastið eftir morð- ið á Palrne. Engin opinber þjóðarsorg hefur verið boðuð af hálfu sænskra stjórn- valda. Þau telja enga þörf á því, þar sem þjóðarharmur ríkir þegar án afskipta þess opinbera. Hins vegar hafa stjórnvöld í þrem löndum, Arg- entína, Nicaragua og Víetnam, lýst yfirþjóðarsorg. Palmes var minnst víða i gær og á fjölmörgum vinnustöðum var vinna lögð niður í fimm mínútur og Palmes minnst með hljóðri stund. Utför Palmes verður gerð 15. mars og er búist við gífurlegum fjölda þjóðarleiðtoga alls staðar að úr heiminum. Hún verður ekki kirkju- leg athöfn. Prinsinn þarfekkiað betia Haukur Lárus Hauksson, fréttaritari DV í Kaupmannahöfn: Henrik prins, eiginmaður Margrét- ar Danadrottningar, þarf ekki lengur að „betla vasapeninga“ af konu sinni, eins og hann orðaði það í fyrra þegar hann viðraði óánægju sína vfir því að vera launalaus sem prins. Danska þingið sá sitt óvænna og samþykkti viðbótartillögu við fjár- lögin ’86, sm gengur út á að prins Henrik fái sem nemi 10% af heild- arfjárveitingu til dönsku hirðarinn- ar, þannig að Henrik prins fær litlar 2,9 milljónir d.kr. i sinn hlut. Þannig verður það framvegis. Það var í blaðaviðtali í fyrra sem prinsinn lét í ljós óánægju sína með þá lítilsvirðingu sem honum þótti sér sýnd með því að vera meðhöndlaður eins og ófjárráða unglingur sem þyrfti að rella sér eyðslufé af hús- freyjurmi. - Danir brugðu við og hófu sumir samskot í bauka sem flestit létu eitthvað renna í en kannski með skökku brosi á vör. Norðurpóllinn kvenmannsiaus Fyrsta leiðangrinum til Norð- urpólsins, sem eingöngu var skipaður konum, hefur verið af- lýst. Mjög slæm veðurskilyrði með 40 gráða frosti bundu enda á leiðangurinn. Konurnar höfðu lagt af stað til pólsins frá Spitz- bergen fyrir 12 dögum og var gert ráð fyrir að leiðangurinn tæki 100 daga. Nokkrar kvenn- ana hafa þurft læknismeðferð vegna kals. Sýningarbanni afíétt Kvikmynd um líf Rolando Gal- man, sem sagður var hafa myrt Benigno Aquino, þáverandi stjórnarandstöðuleiðtoga á Filippseyjum, hefur nú aftur verið tekin til sýninga á Filipps- eyjum. Mynd var bönnuð af stjórn Markosar sem sagði Gal- man hafa myrt Aquino að undir- lagi kommúnista. Fáir Filipps- eyingar trúðu þessu og var al- mennt álitið að hermenn stjórn- arinnar hefðu skotið Aquino. Verkfaiisátök Til átaka kom á nokkrum stöð- um á Norður-írlandi rneðan á sólarhringsverkfalli mótmæl- enda stóð. Verkfallsmenn réðust að lögreglunni með grjótkasti, kveikt var í bílum og rúður brotnar. Sums staðar greip lög- reglan til þess ráðs að skjóta plastkúlum að ntannfjöldanum ' til að dreifa honum. ILögreglan hefur verið harka- lega gagnrýnd fyrir að halda ekki opnum öllum vegum eins og lofað hafði verið, til þess að gera þeim kleift sem vildu að sækja vinnu. EINNIG &»£CLpÆL tZSB} YAIMIM TAY AWAB VERKFÆRI TJAKKAR HOSUKLEMMURIOLLUM STÆRÐUM SKIÐABOGAR, Vegna hagstæðra innkaupa erlendis frá getum við boðið mjög hagstætt verð á LYDEX pústkerfum í flestar gerðir bifreiða. KYNNTU ÞÉR OKKAR VERÐ ÁÐUR EN ÞÚ LEITAR ANNAÐ HVER BYÐUR BETUR?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.