Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1986, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1986, Síða 12
12 DV. I’RIÐJUDAGUR 4. MARS1986. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLT111 Prentun:ÁRVAKUR HF.-Áskriftarveröá mánuði450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Þjóðinni tilsóma Götur tæmast. Nær allir, sem fá því við komið, setjast við sjónvarp eða hlýða á rás tvö, þegar beinar lýsingar eru frá leikjum íslendinga í heimsmeistarakeppninni í handknattleik. Þjóðin sameinast í stuðningi við ís- lenzka liðið. Hvarvetna fagna menn, þegar Islending- arnir skora. Sjaldan eða aldrei hefur íslenzka þjóðin sýnt jafneindreginn áhuga á íþróttaviðburðum. Þetta er eðlilegt. íslendingar hafa staðið sig afburðavel í þessari heims- meistarakeppni. Lítum á það, að við erum smáþjóð, sem etur kappi við stórveldi. Löngum hafa Austur-Evrópu- ríkin haft forystu í handknattleik. En við sjáum nú, að við höfum í fullu tré við þessar þjóðir. Okkar lið hefur sigrað Tékka g Rúmena og tapað með eins marks mun fyrir Ungverjum. Sigurinn yfir Rúmenum, sem fjórum sinnum hafa orðið heimsmeistarar, var einhver stærsti íþróttasigur íslendinga frá upphafi. Islenzka liðið fór illa af stað og beið ósigur fyrir Suður-Kóreumönnum, nær óþekktu liði. En síðan hefur íslenzka liðið sýnt og sannað, að það er í hópi hinna allra beztu. Gifta ræður, hvar liðið lendir. Greinilega er ísland meðal tólf beztu handknattleiksianda á þessari stundu. Við sjáum ekki enn fyrir, hversu ofar í röðinni við gætum hafnað. En full ástæða er til að fagna, þegar hér er komið. Varla er hægt að fara fram á miklu meira en að vera í röð hinna tólf efstu. Engu síður gera landsmenn enn meiri kröfur til liðsins. Mikið vill meira. Þjóðin mun enn sameinast til að styðja íslenzka liðið í baráttunni við frændur okkar Dani og Svía. Við vitum, að íslend- ingarnir geta unnið þá leiki án sérstakrar heppni. Sumir hafa tekið tapinu gegn Ungverjum illa og verið með ásakanir í garð landsliðsþjálfarans, Bogdan Kowalczyk. Þetta er ástæðulaust. í fyrsta lagi ber að hafa í huga, að frönsku dómararnir voru okkar mönnum óhagstæðir. Útkoman var, að við hefðum allt eins getað unnið þennan leik. 1 leiknum stóðu íslendingarnir Ungverjum fyllilega á sporði. Vörn íslendinga var góð, en nokkuð skorti á sóknina þessu sinni. En íslendingar þurfa ekki að lasta þjálfarann, þótt svona færi. Landsliðsþjálfarinn pólski hefur lyft Grettistaki í íslenzkum handknattleik. Við skyldum sameinast um að lofa hann eins og hann verðskuldar. Okkur er öllum ljóst, að frammistaða landsliðsins verður ekki bara metin á sviði íþrótta. Þetta er geysigóð landkynning. Islenzka landsliðið hefur notið vinsælda í Sviss. í blöðum þar hafa verið langar greinar um liðið og birtar myndir af liðsmönnum. I þeim löndum öðrum, þar sem handknattleiks er í einhverju getið, hljóta frásagnir af góðri frammistöðu Islendinga að vera mikil landkynning. Við leggjum mikið upp úr þessu, að hið litla land okkar verði þekkt af góðu sem víðast. Það mun síðar bera arð. Við eigum einnig að meta framlag þessara afreks- manna til íþróttalífs hér heima. íþróttir snúast auðvitað ekki fyrst og fremst um fáa afreksmenn, heldur sem almennasta þátttöku, öllum til heilsubótar og lífsfyll- ingar. En afreksmenn eru gjarnan fyrirmyndir, sem aðrir líta til, einkum hinir ungu. Við þekkjum þetta ekki sízt frá skáklistinni, þar sem afreksmennirnir hafa vakið almennan áhuga, sem er ungmennum til góðs, þótt skemmra komist. Andsvarsem eftir verður tek- ið og ettft dugar Kjallarinn „Enn fáránlegri þykja mönnum hinir axlablóðugu niðurskurðar- menn í ljósi þess ótrúlega örlætis, sem þeir hinir sömu sýna ákveð- inni framkvæmd á Miðnesheiði, gæluverkefninu góða, sem tekur til sín nær sama fjármagn og allar heilsugæzlustöðvar, hafnir, dagvistarheimili og skólabyggingar á öllu landinu til samans.“ í vor verður kosið til sveitarstjóma hvarvetna um land og er ekki að efa að hart verður barizt víða, þó athyglin beinist eflaust að Reykja- vík fyrst og síðast og þeim pólitísku áherzlum fólks, sem lesa má út úr þeim úrslitum, er þar verða. Hið sama má raunar segja um flesta stærstu staðina, þar sem þéttbýlið er mest, fólkið flest. í Reykjavík virðast línur að því leyti til skýrar, að þar verður kosið milli íhaldsins og Alþýðubanda- lagsins, milli einveldis eða vald- dreifingar um leið, því engum dylst að framboðslisti íhaldsins og skip- an hans skiptir flesta litlu. Það er Davíð sem blívur og óneitanlega er það afrek að hafa einmitt í skjóli einræðis náð slíkum árangri. Ihaldsliðinu í borgarstjórn lætur greinilega mjög vel að láta stjórn- ast og unir vel að standa í skugga HELGI SELJAN ALÞINGISMAÐUR FYRIR ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hins mikla einvalds - eða er standa mákse of sterkt? Einn ræður Fólkinu í Davíðsborg finnst greinilega líka býsna gott að láta einn ráða og ráðskast með sig á öllum sviðum, ef marka má skoð- anakannanir og er það eitt út af fyrir sig ærið umhugsunarefni. En skoðanakannanir segja raunar annað líka, þó ekki beri eins mikið á því. Andsvar andstöðunnar finn- ur fólk ekki annars staðar en í Alþýðubandalaginu, þar er sú eina viðspyrna, sem fólk finnur nú gegn ofurveldi einvaldsins. Það er iíka greinilegt að einingin um framboð Alþýðubandalagsins kemur andstæðingunum óþægilega á óvart og er vonandi að þau óþægindi eigi eftir að aukast og margfaldast. En í þessum sveitarstjórnarkosn- ingum er tekizt á um fleira en Davíð og Reykjavík. Úti á landi verður víða tekizt á af hörku og vissulega koma heimamál hvers staðar ríkulega við sögu og per- sónubundin atriði vega líka þungt. Ég segi því rniður vegna þess að sveitarstjórnarmálin í heild nú eru mælikvarði á stjórnarstefnu eða stefnuleysi, hvort sem menn vilja kalla það. Og landsbyggðin, sem slík, þarf og á að gefa ákveðið og einarðlegt andsvar við óstjórninni og öryggisleysinu í atvinnumálum, við niðurskurði allra opinberra framkvæmda hverju nafni sem þær nefnast, við þeim fjármagnsáherzl- um ríkisstjórnarinnar að farvegir þess skuli allir opnir til óarðbærra framkvæmda í viðskiptum, verzlun og gerviþjónustu einkageirans, en grunnatvinnuvegirnir skuli á sama tíma sveltir svo sem raun ber vitni. Kvittun fyrir nauðungarupp- boð Fólk á landsbyggðinni þarf að kvitta fyrir nauðungaruppboðin á togurunum, það þarf að kvitta fyrir landauðnarstefnuna, sem felst m.a. í því að nær ekkert er byggt, að framkvæmdafé til hafnar, heilsu- gæzlustöðvar, dagvistarheimilis eða skóla er ekkert nema skuld- greiðslan ein, en á meðan rísa hallir einkagróðans við himin á Stór-Reykjavíkursvæðinu, hallirn- ar sem m.a. eru byggðar fyrir erfiði og strit landsbyggðarfólksins, sem horfir á eftir arði sinnar vinnu á vit fárra, fégráðugra aðila sem maka krókinn í skjóli ríkjandi stjórnarstefnu. Fyrir þetta og ótalmargt fleira þarf að kvitta og eins og í Reykja- vík verður það ekki gert nema með einum hætti, aðeins því að efla Alþýðubandalagið til áhrifa, flokk byggðastefnu, flokk atvinnuupp- byggingar á landsbyggðinni, flokk launafólks fyrst og síðast. Launafólkið hvarvetna um land á vissulega samleið. Fjármagns- flæðið rennur ekki í vasa hins almenna launaþræls í verksmiðjum borgarinnar, í sjúkrahúsum og öðrum þjónustustofnunum, eða hins almenna verkamanns við höfnina eða í fiskinum. Þetta gerir launafólk landsbyggðarinnar sér oft ekki ljóst og úlfuð og öfund milli fólks þar og hér er vatn á myllu þeirra, sem vilja fela það, hvert féð rennur í raun. Því er það ótæpilega stundað að etja launa- fólkinu saman eftir búsetu og oft heyri ég það hér, að fólkið á lands- byggðinni séu ómagar á þjóðinni. Og stjórnarherrar gróðaaflanna og frjálshyggjunnar geta brosað út að báðum, þegar slíkur tónn er sleg- inn. Hvar á að skera? Ég minnti áðan á framkvæmda- féð í hina ýmsu þörfu þætti, sem ótæpilega hafa verið sveltir í tíð þessarar ríkisstjórnar, en skipta sköpum um aðstöðu og þjónustu þegnanna á hinum ýmsu stöðum. Það eru erfiðir tímar og „ein- hvers staðar þarf að skera“, er hin algilda afsökun. Fólki finnst þetta orðið fátækleg afsökun, stöðugt áminnt um það, að fjórðungur launa þess hefur verið af því tekinn síðustu þrjú árin og þykir sem því megi fara að linna. Vinnandi fólki finnst þetta einnig undarleg viðbára eftir að hafa skil- að á land þriðja mesta aflaverð- mæti ti) þjóðarbúsins á liðnu ári. Enn fáránlegri þykja mönnum hinir axlablóðugu niðurskurðar- menn í ljósi þess ótrúlega örlætis, sem þeir hinir sömu sýna ákveðinni framkvæmd á Miðnesheiði, gælu- verkefninu góða, sem tekur til sín nær sama fjármagn og allar heilsu- gæzlustöðvar, hafnir, dagvistar- heimili og skólabyggingar á öllu landinu til samans. Ótrúlegt en satt, enda eiga „verndarar" okkar í hlut og vei þeim sem ekki gerir allt fyrir þá. 300 milljónirnar til flugstöðvar- innar á Miðnesheiði gætu heldur betur hjálpað sveitarfélögunum við sínar mörgu þörfu framkvæmdir, heilsugæzlustöð kæmist í gagnið hér, dagvistarrými gætu tvöfaldast þar, höfn verið byggð þar sem allt byggist á öflun sjávarfangs og svo mætti áfram halda utan enda. Fyrir þetta þarf svo sannarlega að kvitta. Það eru einmitt þessi atriði, sem skipta öllu í kosningum og úrslitum vorsins, ef þau endur- spegla algera blessun yfir þessum athöfnum, því þá verður ótrautt haldið áfram á sömu braut og höggvið rösklegar í sama knérunn- inn axlablóðugir niðurskurðar- menn geta þá hrósað sigri og haldið iðju sinni fram sem aldrei fyrr. Andsvar við helstefnu Ef ekki - ef fólk vill sinn réttláta skerf í kjörum, aðbúnaði og þjón- ustu, raunverulegan jöfnuð til allra megingæða lífsins, þá þarf það að veita þessari helstefnu andsvar, sem dugir til að kveða hana niður. Og andsvarið er eins og gegn Davíð aðeins eitt - sterkara og öflugra Alþýðubandalag um allt land, þar sem merkið er reist til sóknar og sigurs fyrrir nýrri lífs- kjarastefnu, nýrri öflugri byggða- stefnu, um þetta snýst baráttan í vor öllu öðru fremur. Hana þarf nú að hefja í hverju byggðarlagi af djörfung og reisn. Helgi Seljan Haukur Helgason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.