Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1986, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1986, Qupperneq 26
26 DV. I’RIÐJUDAGUR 4. MARS1986. Utvarp Sjónvarp Kristbjörg Richter dagmamma: Of mikið endursýnt fyrir krakka Bamatíminn var ágætur, krakkam- ir hafa gaman af honum en of mikið er um endursýningar. Það er kannski sýnt sama efni tvisvar í sömu vikunni. Það væri þá nær að sýna gamla, góða þætti eins Línu Langsokk sem vom sýndir þegar ég var bam en krakkar nú hafa aldrei séð. En annars er bamatíminn ágætur að öðm leyti. Fréttir eru að mínu mati komnar í mannlegra horf og mér þykir mjög til bóta að sjá í lok frétta hverjir unnu að þeim, ég t.d. hefði ekki getað ímyndað mér að það væm svona margir með hvem fréttatíma. Ég gleypi ekki alitaf allt sem er að gerast, en morðið á Palme er agalegt. Glæpimir em að færast meira og meira í okkar lönd. Mér líst ágætlega á Poppkorn og yfirleitt það að meira er orðið af íslensku efhi í sjónvarpinu, oftast góðir þættir og eiga ömgglega eftir að verða betri. Ég sá enska þáttinn um konumar sem fóm út í viðskipti um 1920 og ég verð að segja að ég er fegin að vera uppi í dag en ekki þá. Þetta var ansi sterkt karlasamfélag sem mér líst ekki á. Þessi mynd lýsti vel tíðar- andanum og hún var vel ágætlega leikin. Sigríður Dúna stóð sig ágætlega en ég get ekki sagt það sama um spyrlana, það var á mörkunum að þeir kynnu almenna mannasiði. Mér finnst þetta of mikið af því góða, það er allt í lagi að spyrja stjórnmála- menn en það má ekki gleyma því að J>eir eru manneskjur. Eg heyrði lítið af útvarpsdag- skránni í gær en ég held að útvarpið sé nokkuð gott. Ég nefhi tvo þætti sem ég heyrði í gær, morgunútvarp- ið, mjög hressandi, og svo þátt sem er milli hálftvö og tvö, viðtöl við fólk sem er að einhverju leyti for- dæmt. Það mætti vera meira af slík- um viðtölum, t.d. við fanga, ég er alfarið á móti fordómum gagnvart \ fólki. Nú, sjónvarpið hefur batnað að undanförnu, en mér fyndist að ætti að sýna meira af góðum amerískum þáttum, það er til meira en þessar sápuóperur um ekki neitt. Það má nefha t.d. Rætur og Gæfa og gjörvi- leiki. Björnlaug Marta Albertsdóttir lést 24. febrúar á sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju fimmtudaginn 6. mars kl. 14. Jarðsett verður að Melstað. Frú Sesselja Jóhannesdóttir lést 24. febrúar sl. Foreldrar hennar voru Vigdís Björnsdóttir og Jóhannes Hannesson frá Akranesi. Sesselja var fædd 19. mars 1907 og átti lengst af heima á Óðinsgötu 20a. Útför hennar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 5. mars kl. 15. Þóra Tómasdóttir frá Barkarstöðum lést 23. febrúar sl. Hún fæddist 2. maí 1893. Foreldrar hennar voru Tómas Sigurðsson og Margrét Ámá- dóttir. Þóra giftist Magnúsi Hannes- syni, en hann lést árið 1972. Þeim hjónum varð ekki bama auðið. Útför Þóru verður gerð frá Fossvogskirkju ídagkl. 13.30. Margrét Steinarsdóttir andaðist í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 1. mars sl. Minningarathöfn verður í Lang- holtskirkju fimmtudaginn 6. mars kl. 13.30. Jarðsett verður frá Akureyrar- kirkju laugardaginn 8. mars kl. 16. Valgerður Halldórsdóttir frá Lundi, Akranesi, síðast til heimilis að Dval- arheimilinu Höfða, lést í sjúkrahúsi Akraness 1. mars sl. Aðalsteinn Skúlason, Hornstöðum, andaðist á Vífilsstöðum 3. mars. Ástvaldur Bjarnason, fv. skipstjóri, Suðurgötu 30, Akranesi, lést í sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 1. mars sl. Haraldur Pálmason, Grenimel 40, Reykjavík, lést á Grensásdeild Borg- arspítalans 15. febrúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Tómas Gíslason frá Melhóli í Með- allandi, Reykjamörk 12, Hveragerði, lést laugardaginn 1. rhars. Fanney Björnsdóttir, Réttarholts- vegi 1, sem lést 27. febrúar, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 6. mars kl. 10.30. Magnús B. Magnússon, skósmíða- meistari frá Isafirði, verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu mið- vikudaginn 5. mars kl. 15. Útför Reynis Markússonar Strand, Stigahlíð 22, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 5. marskl. 13.30. Snjólaug Sveinsdóttir, Mávanesi 25, var jarðsungin í kyrrþey þann 28. febrúar. Janos Starker hjá Tónlistarfé- laginu I dag, þriðjudag 4. mars, kl. 20.30 mun Janos Starker, sellóleikari og Alain Planes, píanóleikari halda tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbíói. Janos Starker er talinn með fremstu sellóleikurum í heiminum í dag og enn er í fersku minni heimsókn hans til íslands í október 1983, er hann var einn á ferð. Á efnisskrá í dag eru verk eftir Couperin, Boccherini, Beethoven, Cassadó, Debussy og Bartók. Lausa- miðar verða seldir eingöngu við innganginn. Fundir 80 ára afmælisfagnaður kven- félags Fríkirkjunnar í Reykjavík verður haldinn á Hótel Sögu, Átt- hagasal, þann 6. mars nk. Borðhald hefst kl. 19.30. Aðgöngumiðar eru seldir í versl. Brynju að Laugavegi 29. Vinsamlegastkaupið miða í dag. Kvennadeild Skagfirðingafé- lagsins í Reykjavík er með góukaffi og tískusýningu í Drangey, Síðumúla 35, miðvikudag- inn 5. mars kl. 20.30. Ymislegt Reglugerð um hækkun bóta almannatrygginga Heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra hefur í dag gefið út reglugerð um hækkun bóta almannatrygginga. Um er að ræða ákvörðun um 5% hækkun allra bóta frá 1. mars 1986 frá því sem þær voru í febrúar. Upphæðir einstakra bótaflokka verða frá 1. mars 1986 sem hér segir: kr. Elli- og örorkulífeyrir 5.790 Hjónalífeyrir 10.421 Hálfur hjónalífeyrir 5.211 Full tekjutrygging einstakl. 8.484 Full tekjutrygging hjóna 14.342 Heimilisuppbót 2.552 Barnalífeyrir vegna 1 barns 3.545 Mæðralaun vegna 1 barns 2.222 Mærðalaun vegna 2 barna 5.821 Mæðralaun vegna 3 barna 10.326 Ekkjubætur 6 mánaða og 8 ára 7.254 Ekkjubætur 12 mánaða 5.440 Fæðingarorlof 25.888 Vasapeningar samkv. 19. gr. 3.569 Vasapeningar samkv. 51. gr. 3.000 Sérstök lífeyrisuppbót, kr. 3.000.-, verður greidd með aprílbótum, þeim elli- og örorkulífeyrisþegum, sem njóta óskertrar tekjutryggingar. Þeir, sem njóta skertrar tekjutrygg- ingar, fá hlutfallslega lægri lífeyris- uppbót. Með júníbótum verður greiddur síðari hluti lífeyrisuppbótar, kr. 3000,-. Gefin verður út reglugerð um þá greiðslu síðar svo og um hækkun bóta 1. júní nk. í samræmi við ný- gerðan kjarasamning ASÍ annars vegar og VSÍ og VSS hins vegar. Afmæli 70 ára afmæli á í dag, 4.mars, Bergur V. Sigurðsson verkstjóri, Stafnesvegi 2, Sandgerði. Hann mun taka á móti gestum laugardaginn 8. mars nk. eftir kl. 19 í húsi Slysavarnafélagsins <Si*«SflBí»í'Samlgerði. Ný fyrirtæki Jón Ingi Ólafsson, Laugavegi 142, Reykjavík, og Jóna Sigríður Bjama- dóttir, s.st., reka í Garðakaupstað sameignarfélag undir nafninu Raf- tengi sf. Tilgangur: alhliða rafverk- takastarfsemi. Kristján G. Ragnarsson, Hraunhálsi, Helgafellssveit, rekur alhliða verk- takastarfsemi á byggingarsviði að Hraunhálsi, Helgafellssveit undir nafninu Höfuð-verk Kristjáns Ragn- arssonar. Hlynur Þór Magnússon, Mennta- skólanum á ísafirði, Sigríður Bjöms- dóttir, Sundstræti 28, Isafirði, Smári Haraldsson, Hlíðarvegi 3, ísafirði, og Svavar Bragi Jónsson, Hafnarstræti 7, fsafirði, öll kennarar við Mennta- skólann á ísafirði, reka sameignarfé- lag þar í bænum undir nafninu Gull- hóll sf. Tilgangur félagsins er greiða- sala, gistiþjónusta og skyld starf- semi, svo og lánastarfsemi. Samningarnir samþykktir Kjarasamningar ASf og VSf vom einróma samþykktir í Þorlákshöfh og með einu mótatkvæði í Hveragerði nú um helgina. f gærkvöldi vom þeir síðan samþykktir á félagsfundi Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur með 117 atkvæðum gegn 12. í dag hefur verið boðað til félags- fundar í Iðju, félagi iðnverkafólks í Reykjavík, og á morgun verða samn- ingamir bomir undir félagsmenn í Dagsbrún. Búist er við að atkvæðagreiðslur fari fram um kjarasamningana í flest- um verkalýðsfélögum í þessari viku og um næstu helgi. -APH Margrét Danadrottning. Verður hún heiðursdoktor við H.f.. Danadrottning heiðursdoktor víð Háskólann? „Það er verið að leita með logandi ljósi að heiðursdoktorum, bæði innan lands og utan. Háskólarektor hefur beint þeim tilmælum til allra deilda Háskólans að þær tilnefni hugsanlega heiðursdoktora," sagði Júlíus Sólnes prófessor í samtali við DV. Tilmæli háskólarektors em tilkomin vegna 75 ára afmælis Háskóla íslands er haldið verður hátíðlegt fyrstu tvær vikurnar í október í ár. Heimspekideild háskólans hefur lagt til að Margrét Danadrottning verði gerð að heiðursdoktor og hefur tillag- an verið send háskólaráði til umsagn- ar. Þá er ráðgert að væntanlegir heið- ursdoktorar komi fram í sjónvarpi þar sem heimsmálin verði rædd á breiðum grundvelli. Er fyrirmyndin sótt til hringborðsumræðna sem fram fara meðal verðlaunahafa að lokinni veit- ingu Nóbelsverðlauna. -EIR Þuríður L. Árnadóttir lést 24. febrúar sl. Hún fæddist 4. september 1931. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Júlíus Benediktsson. Þeim hjónum varð fjögra bama auðið. Útför Þur- íðar verður gerð frá Langholtskirkju í dag kl. 13.30. luiumnivju gtoou ma Baráttufundur í tilefni alþjóö- legs baráttudags kvenna Konur efna til baráttufundar 8. mars í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna. Nú á vordögum standa konur einn ganginn enn frammi fyrir því að hafa verið sviknar við gerð kjarasamninga. Konur hafa fyllt og fylla enn láglaunahópana. Nýgerðir kjarasamningar breyta í engu þeim veruleika að fjöldi kvenna nær ekki að framfieyta sér þrátt fyrir meira en fulla vinnu. Verkalýðsforystan og ríkisstjórnin hafa með samningum staðfest að svo skuli vera. Þessum staðreyndum verðum við konur að mótmæla. Konur, lýsum stríði á hendur kvenfjandsamlegu samfélagi og þeim sem þar ráða ríkjum. Fund- urinn hefst með göngu fré Hljóm- skálanum kl. 13.30. Gengið verður fylktu liði á fundarstað í Hlaðvarp- anum, Vesturgötu 3. Fundurinn hefst kl. 14. Ræðumenn verða: Birna Þórð- ardóttir skrifstofumaður, Björk Vil- helmsdóttir nemi, Kristín Ölafsdóttir félagsfræðingur. Upplestur, söngur o.fl. Fundarstjóri: Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi. Konur, sýnum sam- töðu mætum allar kýlum út gmn. Leit liggur niðri á Breiðafirði Leit að skipstjóra vélbátsins Áss Re-112, sem sökk á Breiðafirði í gær- morgun, mun að mestu liggja niðri í dag. „Varðskip er á svæðinu en þar er ört versnandi veður. Ég er svartsýnn á að varðskipið leiti mikið í dag,“ sagði Sigurður Ámason, skipherra hjá Landhelgisgæslunni. „Það er frekar ólíklegt að fjörur verði gengnar í dag. Það verður þó kannað," sagði Leifur Jónsson, svæð- isstjóri Slysavarnafélagsins á Vestur- landi. „Slysið varð djúpt úti. Litlar líkur eru á að nokkuð hafi rekið á land ennþá. En það verður örugglega leitað n,“ sagðiLeifur. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.