Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR 20. MARS1986. 5 Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Háskólamenntaður karlmaður á miðjum aldri með störf hjá hinu opinbera að baki: shk lýsing á við margan alþingis- manninn. ingur á við sjávarútveginn hvað mannafla snertir - nema á þinginu. Þar snúast hlutföllin við. Sem kunnugt er gegnir sjávarút- vegurinn enn lykilhlutverki í verð- mætasköpun þjóðarbúsins. Um tutt- ugu af hundraði vergra þjóðartekna koma úr sjávarútveginum en um sjö- tíu af hundraði af útflutningstekjum landsmanna. En á þingi er sjávarút- vegurinn ekki slíkt stórveldi. Hlutur hans í þingmannatölunni nær ekki sjö af hundraði, en landbúnaðarins rúmlega þrettán af hundraði. Fleiri úr atvinnulifinu 1963 Þegar litið er á töfluna um aðalstarf fyrir þingmennsku 1963 sést að þeim sem höfðu aðalstarf sitt fyrir þing- mennsku hjá opinberum aðilum hefur fjölgað á síðustu tuttugu árunum en þingmönnum úr almennu atvinnulífi fækkað. Þannig komu sjö þingmenn úr störf- um í sjávarútvegi árið 1963, sjö úr landbúnaði, níu úr viðskipta- og bankastarfsemi og einn úr iðnaðin- um. Þetta þýðir að í „bændaflokknum" er nú einum þingmanni fleira en árið 1963, en hins vegar þremur færra í „sjávarútvegsflokknum“. Fimm þing- mönnum færra er úr viðskiptalífinu og einum færra úr iðnaðinum. Rúmur helmingur „syðra“ Á pappírnum eru tuttugu og þrír alþingismenn búsettir í Reykjavík og átta í Reykjaneskjördæmi, en samtals tuttugu og níu í landsbyggðarkjör- dæmum. Að vísu hafa sumir þeir þingmenn, sem skráðir eru með heimili úti á landi, starfað í höfuðborginni árum saman áður en þeir urðu þingmenn og búseta þeirra úti á landi því vænt- anlega lítið annað en formið tómt. En við lögheimili verður samt að miða. Landsbyggðarkjördæmin eru hins vegar misjafnlega sett hvað búsetu þingmanna snertir, eins og meðfylgj- andi tafla ber með sér. í Norðurland- skjördæmi eystra eru þannig skráðir sjö þingmenn og sex á Vesturlandi. Á Vestfjörðum búa hins vegar aðeins tveir af þingmönnum kjördæmisins. Ef litið er til ársins 1963. sést að þingmönnum með heimilisfang í Reykjavík hefur fækkað síðan þá um sjö, en aftur fjölgað um þrjá í Reykja- neskjördæmi og tvo bæði á Vesturl- andi og Norðurlandi eystra. En á Vestfjörðum bjuggu þá aðeins tveir af þingmönnum þess kjördæmis eins og nú. Þegar á heildina er litið er nú fimm- tíu og einn þingmaður skráður heim- ilisfastur í þeim kjördæmum þar sem þeir eru kjörnir, en níu utanhéraðs. Þetta er svipað og oft áður, en samt nokkur breyting frá árinu 1963. Þá voru fjörutíu og fimm þingmenn skráðir sem innanhéraðsmenn en fimmtán utanhéraðs. Flestir á „miðjum aldri“ Það er lítið um mjög unga þing- menn á því Alþingi er nú situr. I þingkosningunum 1983 var yngsti þingmaðurinn tuttugu og sjö éra (fæddur árið 1955), en sá elsti sjötug- ur. Flestir þingmennirnir eru á miðjum aldri sem kallað er: á kjördegi 1983 voru tuftugu milli fertugs og fimm- tugs en tuttugu og einn milli fimm- F // A T f Fiat Regata ’85 ,S\ sjálfskiptur lúxusbíll á mjög hagstæðu verði ^r* 384.300,- m/ryðvörn Búnaður m.a.: sjálfskipting, framhjóladrif, rafmagnsrúðuupphalarar, rafmagnslæsingar, lúxusinnrétting, veltistýri, mjög rúmgott farangursrými. Fáeinir bílar af árg. 1985 til afgreiðslu strax. / i umboðið, r Skeifunni 8, s. 688850. tugs og sextugs. Þrettán voru innan við fertugt, en sex yfir sextugt. Þingmenn voru nokkru eldri yfir- leitt árið 1963. Þá voru aðeins níu yngri en fjörutíu ára, en tólf voru yfir sextugt. Þrjátíu og níu þingmenn voru milli fertugs og sextugs. Þing batnandi fer? Hverjar eru þá samandregið helstu breytingamar á þessum rúmlega tveimur áratugum? Þessar eru mikilvægastar: 1. Konum hefur fjölgað verulega á þingi eða úr einum þingmanni í níu. 2. Þingmönnum, sem koma beint úr sjávarútvegi, viðskiptalifi og iðn- aði, hefur fækkað en opinberum starfsmönnum afýmsu tagi fjölgað. 3. Lögfræðingar eru mun færri á þingi en áður. Þótt háskólamenntaðir menn séu svipað hlutfall þingsins og áður þá er fjölbreytni námsgreina miklu meiri. 4. Þingmenn em yngri en áður þótt nú (1986) sé enginn þingmaður innan við þrítugt. Sumar þessara breytinga em vafa- laust til góðs, aðrar ekki. Og enn skortir verulega á að þingheimur sé spegilmynd þjóðarinnar hvað mennt- un, kyn, aldur og starfsval snertir. Dæmi: Konur eru enn í miklum minni- hluta. Það vantar ungt fólk á þingið, og reyndar líka þá öldruðu (nú er enginn þingmaður yfir sjötugt). Það vantar fulltrúa fjölmennra stétta sem vinna að hvað mestri verð- mætasköpun í landinu, svo sem í sjávarútveginum og iðnaðinum. Engu að síður virðist þróunin hafa miðað í rétta átt, þótt hægt fari. ESJ. BBC Master Enn á ný kemur Acorn Computers með tölvu á markað sem uppfyllir kröfur þeirra vandlátu. Tölva sem er kjörin fyrir: ★ Tölvugrúskara ★ Skóla ★ Fyrirtæki BBC Master 128 með skjá og drifi Grunntölvan, Master 128 er með 65C12 CMOS 8 bita örtölvu sem gengur á 2MHz, 128kb, RAM, 128kb ROM, með sérstakt talnalyklaborð, innbyggðri ri- tvinnslu, áætlanagerðarforriti, sam- skiptaforriti, teikniforriti, BBC basic, stýrikerfi og tveimur diskstýrikerfum, með 12" grænum skjá og 650kb disk- stöð. Kr. 42.900.- BBC Master 512 MSDOS Master 128 er stækkanlegur og fyrir aðeins kr. 29.900,- ertu kominn með Master 512 MSDOS 80186 16 bita ört- ölvu sem gengur á 8MHz, með 512kb RAM minni og allt að 256kb ROM. Innifaliðert.d. a. Dos+ diskstýrikerfi sem gefur sam- ræmanleika við MSDOS 2,1 og CP/M86 b. Acorn mús. c. GEM hugbúnaður: GEM Desk Top, GEM Paint, GEM Write. Forrit: Fjárhags- og viðskiptamannaforrit. Lager- og verðútreikningar, tollaforrit. Yfir 16 þúsund kennsluforrit ásamt fjölda íslenskra kennsluforrita. Fyrsta flokks forritunarþjónusta. Forritunarmál: íslenskt LOGO, PASCAL, PROLOG, LISP, FORTRAIN 77, BASIC (innbyggt), PCPL. Hafnarstræti 5, - sími 19630 - 29072.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.