Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Blaðsíða 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 20. MARS1986. Markos til Panama? Haft er eftir heiniildum innan ríkisstjórnar Panama í morgun að Markos, fyrrum forseti Filippseyja, og flölskylda hans hafi fengið hæli í Panama „af mannúðarástæðum1' og verði séð fyrir öruggum viöveru- stað. Sömu heimildir segja að búist sé við formlegri tilkynningu stjórn- valda innan skamms. Ekkert hefur verið gefið uppi um hvenar Markos og fjölskylda muni ætla að koma til Panama né hvar í landinu þau muni dveljast. Forsetinn fyrrverandi dvelst nú sem kunnugt er ásamt fjölskyldu á Hawaii í góðu yfirlæti eftir flótta frá heimalandinu um borð í banda- rískri herflugvél í síðasta mánuði. Bandarískir embættismenn hafa sagt að Markos sé orðinn lang- þreyttur á því fjölmiðlafári er hann hefur valdið í Bandaríkjunum, þar sem meint fjármálasvindl forsetans fyrrverandi er í sviðsljósinu, og hafi hann ekki síst þess vegna viljað leita að öðrum dvalarstað en Bandaríkjunum. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að það hafi haíl samband við ríkisstjórnir fjöl- margra ríkja og kannað grundvöll- inn fyrir hæli fyrir Markos. Markos, fyrrum Filippseyjaforseti, er orðinn þreyttur á öllu fjölmiðla- fárinu í kringum fjármál sín i bandariskum fjölmiðlum og vill nú fá hæli annars staðar en í Banda- ríkjunum. Árás á ísraelska sendiráðsmenn í Kaíró Upplýsingar þýðingarmesta vitnisins stóðust ekki Hans Holmer, Iögreglustjóri í Stokk- hólmi, á ekki sjö dagana sæla. Nú stendur lögreglan í svo til sömu spor- um og í byijun leitarinnar að morð-. ingja Palmes. OPEC-fundurinn í Genf: Rætt um fjórðungs minnkun olíuframleiðslu Ráðherrar samtaka olíufram- leiðsluríkja, er enn funda í Genf um leiðir til að bregðast við ört lækkandi heimsmarkaðsverði á olíu, ræddu um það á fundi sínum í gær að minnka olíuframleiðslu sína um fjórðung til að draga úr framboði og hækka olíu- verð á ný. Með þessu telja OPEC-ríkin sig geta aukið eftirspumina það mikið að ol- íuverð hækki upp i allt að 20 dollara fyrir tunnuna. „Nú er olíuframleiðsla OPEC-ríkj- anna um 17 milljónir tunna á dag og ef okkur tekst að minnka framleiðsl- una ætti okkur að takast að hækka olíuverðið upp í 20 dollara fyrir tunn- una á nokkrum vikum,“ sagði Ril- wánu Lukman, olíumálaráðherra Nígeríu, á blaðamannafundi í gær, eftir fjórða dag skyndifundar OPEC í Genf. Olíuframleiðsluríki innan OPEC binda vonir við almenna samstöðu sem flestra olíuframleiðsluríkja um minnkandi framleiðslu eftir að full- trúar fimm olíuríkja utan OPEC, Mexikó, Malaysíu, Egyptalands, Óman og Angóla, áttu viðræður við ráðherra OPEC-ríkjanna í gær. Búist er við formlegum tillögum oliuframleiðsluríkjanna í dag um allsheijar samdrátt í framleiðslu. Fram að þessu hafa allar tilraunir OPEC-ríkjanna þrettán til að koma á framleiðsluþaki innan hvers aðildar- ríkis, þar sem heildarframleiðsla OPEC á dag færi ekki yfir 16 milljónir tunna, misheppnast vegna ósamstöðu og falsaðra framleiðslutalna. rásinni. Annar bíllinn lokaði öku- leið Peugeot-bifreiðar fsraelsmann- anna, þannig að hún var neydd til að stöðva, á meðan annað ökutæki þeirra bar að með mönnum vopnuð- um hríðskotarifílum er létu skot- hríðina dynja á vagni ísraelsmann- anna. Heimildir frá Kaíróflugvelli herma að fsraelsmenn hafi sent sérstaka sjúkraflugvél frá Tel Aviv til að sækja hina særðu og sé þeim nú hjúkrað í ísrael. Þetta er þriðja árásin á ísraelskt sendiráðsfólk á tveim árum í Kaíró, einu höfúðborg arabaríkis þar sem ísraelsmenn hafa erlent sendiráð. ------------------- Illa útleikin Peugeot bifreið ísra- elsku sendimannanna í morgun eftir skotárás arabísku hryðju- verkamannanna. Ein ísraelsk eig- inkona sendiráðsmanns var vegin og þrír félagar hennar úr sendiráði ísraels helsærðir. Símamynd Polfoto í morgun Gunnlaugur Jónsson, fréttaritari DV íSvíþjóð: Sænska lögreglan sleppti í gær manninum sem í heila viku hefur setið í vörslu hennar grunaður um morðið á Olof Palme. „Þýðingarmik- ill hlekkur í sönnunarkeðjunni hefur brostið," sagði Holmer lögreglustjóri í gær. Yfirlýsing hans kom geysilega á óvart þar sem flestir fjölmiðlar í Svíþjóð voru orðnir sannfærðir um að hinn handtekni væri morðingi Palmes. Ekki kom síður á óvart sú staðhæfing lögreglunnar að annar maður hefði undanfarna daga einnig setið í vörslu hennar en að hann yrði sömuleiðis látinn laus. Holmer lögreglustjóri lét í ljós mikla óánægju sina bæði með verj- endur mannsins, sem gáfu fjölmiðlum upplýsingar, svo og þau þijú sænsku dagblaðanna sem birtu mynd af manninum og nafn hans. Blöðin þurfa að greiða skaða- bætur „Blöðin í Svíþjóð, sem hafa birt nafn mannsins og mynd af honum, koma til með að þurfa að greiða honum háar skaðabætur," sagði Leif Silbersky, einn kunnasti og reyndasti lögfræðingur Svíþjóðar. Hann bætti því hins vegar við að þetta myndi ekki gilda um þá fjölmörgu erlendu fjölmiðla sem birtu mynd af mannin- um. Silbersky sagði að hefði þetta gerst í Bandaríkjunum hefði maður- inn orðið milljónamæringur, svo háar skaðabætur væru dæmdar þar í landi. Hann giskaði á að dagblaðið Arbetet, sem .fyrst birti mynd af manninum í fyrradag, kæmi til með að þurfa að greiða um það bil tvö hundruð og fimmtíu þúsund íslenskar krónur. Maðurinn fer huldu höfðu og hefur ekki treyst sér til að snúa aftur til fyrri starfa en hann var kennari í Stokkhólmi. Hann liggur að ein- hveiju leyti undir grun ennþá þó skort hafi sannanir til að fá framleng- dan gæsluvarðhaldsúrskurð. Verj- endur mannsins hafa hins vegar ekkert viljað gefa út á það hvort maðurinn kunni að verða handtekinn áný. Byssumenn sátu fyrir sendiráðsbíl ísraelska sendiráðsins í Kaíró, höf- uðborg Egyptalands, í morgun. Ein ísraelsk kona, starfsmaður sendi- ráðsins, var skotin til bana og þrír aðrir sendiráðsmenn alvarlega særðir í árásinni. Israelsmennimir vom að koma frá kynningarbás sínum á alþjóðlegri vömsýningu er nú fer fram í Kaíró og vom á leið til dvalarstaðar síns er árásarmennimir létu til sín taka. Svonefnd „Byltingarsamtök Egyptalands" hafa lýst ábyrgð á hendur sér vegna ódæðisins og hafa varað alla bandaríska og ísraelska ríkisborgara í Egyptalandi við svip- uðum örlögum ef þeir komi sér ekki úr landi hið fyrsta. Að auki er þess krafist að egypsk stjómvöld slíti þegar í stað öllum samskiptum við ríkisstjóm ísrael. ísraelsmenn senda sjúkravél Að sögn lögreglunnar tóku tvö ökutæki byssumannanna þátt í á- Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Ekki bara Ijósmyndavörur, einnig hljómtæki á hreint ótrúlegu verði inmmrnrrmnnminmi ILJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF|| LAUGAVEG1178 - REVKJAVÍK. - SÍMI 685811 m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.