Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Blaðsíða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR 20. MARS1986. Sviósljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós ÓLYGINN SAGÐI... Sammy Davis setti alit á annan endann i Hollívúdd fyrir nokkrum áratugum þegar hann gerði sig líklegan til að næla í leikkonuna Kim Novak. Þetta varð stærsta hneyksli þeirra tíma og þegar það var í uppsigl- ingu giftist hann skyndilega þel- dökkri stúlku, Loray White að nafni. Núna segir í nýútkominni bók um Novak að Sammy hafi verið hótað - auöugir framleið- endur, sem fjárfest höfðu í Kim Novak, sendu nokkra mafíósa á Sammy og þeir fóru með hann á rúntinn. Eftir ökuferðina hafði skemmtikraftinum snúist svo hugur að hann forðaðist Novak alla ævi siðan Karl hinn breski var sendur í heimsókn til Houston í Texas. Þar eru sem kunnugt er allir hlutir stórir og svo var einnig um kúrekahattinn sem staðarbúar gáfu prinsinum við hátíðlega at- höfn. Hatturinn féll beint niður á nef og Kalli sýndi snilldartakta við að halda bæði andlitinu og hattin- um i sæmilegum skorðum, enda ekki óvanur slikum uppákomum því það er varla til það höfuðfat sem ekki hefur verið tyllt á koll Kalla, þar með talið fyrirbrigði eins og indíánafjaðrir, jurtaflókar og bananablöð. Donald Sutherland sat hinn rólegasti hálfan dag i matsal Balsachótelsins í Parísar- borg. Hann ræddi við gesti og gangandi um landsins gagn og nauðsynjar, sagðist vera að kaupa sér ibúð á staðnum fyrir fjölskylduna. „Annars er ég að koma frá Danmörku þar sem verið var að Ijúka tökum á kvik- mynd um ævi Gauguins og er á hraðferð heim þar sem bíða þrír synir, algjörir gaurar og lifandi eftirmynd föður síns.“ Eiginkon- an, Francine Racette, sat til hliðar og sagði ekki orð um máiið. Madonna komst að því nýlega að henni nægja ekki lífverðir af karlkyn- inu. Hún sat hin rólegasta í gufu- baði inni í miðri Hong Kong borg þegar konan við hliðina á henni upphóf mikið spurningaregn. Þetta reyndist vera kviknakin blaðakona í vinnunni og kostaði mikil læti að losna úr baðinu. Nú er Madonna að ráða til sín þrautþjálfaðar kvensur sem eru sérþjálfaðir og hraðvirkir blaða- mannabanar. p Fergie fyrr og nú Andrew Bretaprins og Sarah ýmislegt um póló og það er ómetan- Fergusonopinberuðutrúlofunsína legur eiginleiki ef umgangast á í gærdag og er þá kvennagullið í syni Elísabetar af einhverjum inni- konungsfjölskyldunni á leið í ör- leika. Þar stendur hún feti framar ugga höfn hjónabandsins. Hérna Díönu sem hefur andstyggð á þeirri koma fyrstu myndirnar af því til- íþrótt - eini gallinn sem ennþá efni-íjölskyldumyndirafkonuefni hefur fundist á hinni væntanlegu Andrews - Fergie, eða Söruh drottningu Bretaveldis. Ferguson. Bókstaflega allt sem Prinsessan tilvonandi ólst upp máli skiptir er dregið upp um stúlk- hjá föður sínum í Windsor en kaus una og kryddað með öllu mögulegu ung að lifa eigin lífi, flutti að heim- sem gengið gæti í lesþyrstan al- an og leigði íbúð með jafnöldrum. menning. Sarah er alin upp meðal Það sama gerði Díana prinsessa og þeirra réttu - er aðalsættar - og þær eru reyndar úr sama kunn- því tilvalið konuefni fyrir Andrew. ingjahópi frá þeim árum, báðar Hún er góð vinkona Díönu prins- skilnaðarbörn frá heimilum aðals- essu, alin upp í Windsorkastala og manna og fara að heiman og virðist ekki með neina meiri háttar menntast á eigin spýtur. Fergie ágalla sem féllu illa í kramið innan segist vera dæmigerð „selfmade" hallarmúranna bresku. manngerð og þykir það bara kostur fyrir verðandi eiginkonu Andrews Að vísu eru foreldrar hennar í framtíðinni - það þarf sterk bein skildir - móðir hennar gerðist svo til þess að standa af sér stórviðrin djörf að stinga af með pólóleikara á toppnum. -slæmtmálþaráferðinni. Enþetta Búist er við brúðkaupi með hefur hins vegar kennt Fergie haustinu. Fyrsta myndin sem náðist af Andrew og meintu konuefni, tekin 19. júní i fyrra á Ascotveðreiöunum. Með Diönu prinsessu á pólóleik. Diana hefur andstyggð á póló en Fergie hefur mikinn áhuga á íþróttinni. i tilefni giftingar Jane, eldri systur Söruh, kom móðir þeirra til Windsor og þá var þessi fjölskyldumynd tekin. Móðirin Susan, Ronald Ferguson, Jane og Sarah.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.