Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Blaðsíða 6
6 DV. FIMMTÖDAÖtJR 20. MARS1986. Viðskipti Viðskipti Peningamarkaðurinn Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarn- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 19,5% og ársávöxtun 19,5%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 14% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 20%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 21,55% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 18% nafnvöxtum og 18,8% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 19% nafnvöxtum og 19,9% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 15% nafnvöxtum og 15,6% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 18% nafnvöxtum og 18,8% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs' reiknings reynist ht^n betri. Af hverri úttekt dragast 1% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggö- * ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- urígildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 12%, eftir 2 mánuði 13%, 3 mánuði 14%, 4 mánuði 15%, 5 mánuði 16%, og eftir b mánuði 18%, eftir 12 mánuði 18,6% og eftir 18 mánuði 19%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7.5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum. nú 18.8%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburöur er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir. 12%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. E>á ársíjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 16,42% eða eins og á verðtryggð- um 6 mánaða reikningum mtið 2,5% nafn- vöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast al- mennir sparisjóðsvextir, 12,5‘X>, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Inn- legg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum. 16.5%, með 17,2% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 12%. Vextir færast misserislega. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs fslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, ýeni. þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afTöllum og ársávöxtun er al- mennt 12-16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán. nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán. nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 195 þúsund. 2-4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjölskylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa. annars mest 290 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki'greitt af höfuðstól. ‘aðeins vextirög verðbætur. Útlán lifeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt. lánsupp- hæðir. vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnyextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím- ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 2.75% á mánuði eða 33% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,9167%. Vísitölur Lánskjaravísitala í mars 1986 er 1428 stig en var 1396 í febrúar og 1364 stig í janúar. Miðaðerviðgrunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 1. ársíjórðungi 1986 er 250 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3699 stig á grunni 100 frá 1975. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 11 -20.03. 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUIV1 'fi f Ig SJA sérlista il 11 X <6 11 !i 11 lí i! !! ii n INNLÁN ÓVERÐTRYGGÐ SPARISJÓÐSBÆKUR Úbundin innstæða 13,0 13.0 12.5 12,0 13,0 12.0 12.0 12.0 12.5 12.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsógn 14,0 14.5 14.0 13.0 13,5 14.0 13.0 14,5 14.0 13.0 6 mán.uppsogn 17.0 17.7 17.0 14.0 15,0 17.0 15,5 15.5 14.0 12 mán uppsógn 18.S 19.4 18.5 15.0 18.0 SPARNAÐUR - LÁNSRÉTTURSparað 3 5 máp 17.0 17.0 13.5 14.0 12.0 14.5 14.0 13.0 Sp. 6 mán. ogm. 17.0 17.0 14.0 15.5 15.5 14,0 TÉKKAREIKNINGAR Avísanareikningar 11.0 11.0 4.0 5.0 5.0 4.0 5.0 5.0 4.0 Hlaupareikningar 5.0 4.0 4.0 5.0 5.0 4.0 5.0 5.0 4.0 INNLAN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsógn 1.5 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mán.uppsogn 3.5 3.5 3.5 3.0 3,5 3.0 3.0 2.5 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.0 7.5 7.0 7.5 7.5 Sterlingspund 11.5 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5 11.5 11,5 11.5 Vestur-þýsk mórk 4.5 4.5 3.5 4.0 3.5 4.5 3.5 4.5 4.5 Oanskar krónur 10.0 9.5 7.0 8.0 7.0 9.0 7.0 10.0 8.0 LITLÁN ÓVERDTRYGGÐ ALNIENNIRVlXLAR (forvextir) 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 VIÐSKIPTAVlXLAR 2} (forvextir) kge 24.0 kge 24.0 kge kge kge kge ALMENN SKULDABRÉF 3) 20.0 20,0 20.0 20.0 20.0 20,0 20.0 20.0 20.0 VIÐSKIPTASKULDABRÉF2) kge 24,5 kge 24.5 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRÁTTUR 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF3) Að 2 1/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en21/2ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRANILEIÐSLU SJÁNEÐANMÁLS1) 1) Lán til mnanlandsframleiðslu eru á 19,25% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 10,0%. í Bandaríkjadollurum 9,5%, í sterlingspundum 14,25%, í vestur-þýskum mörkum 6,0%. 2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum. 3)Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og óverðtryggð láa Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Rafeindavirkjadeila föst í rembihnút „Ólögmætar verkfallsaðgerðir," segir ríkisvaldið. „Akvæði stjórnarskrárinnar um félagafrelsi ekki viðurkennd af rík- isvaldinu," segja rafeindavirkjar. Um 120 rafeindavirkjar hjá Pósti og síma og Ríkisútvarpinu hættu störfum um síðustu helgi eftir að félagsdómur úrskurðaði að verk- fallsboðun Sveinafélags rafeinda- virkja væri ólögleg. Ahrif brotthvarfs rafeindavirkj- anna eru þegar farin að koma fram. Dagskrá útvarps og sjónvarps hefur raskast. Símnotendur eru farnir að finna fyrir erfiðleikum við að ná sambandi. Fimm ár aftur í tímann Sveinafélag rafeindavirkja rekur í fréttatilkynningu frá því í fyrradag aðdraganda deilunnar: „Arið 1981 voru stéttir útvarps- virkja, skrifrvélavirkja og símvirkja sameinaðar í eina iðngrein, raf- eindavirkjun. Árið 1984 skrifuðu 97 prósent rafeindavirkja í þjónustu ríkisins undir viljayfirlýsingu þess efnis að sameina stéttina í Sveinafélagi raf- eindavirkja. í framhaldi af því sögðu þeir sig úr viðkomandi félög- um innan BSRB. Sveinafélag raf- eindavirkja óskaði með ótal bréfum og viðtölum við ráðamenn eftir viðræðum um sameininguna. Engin svör bárust. Skilyrt uppsagnarbréf send 122 rafeindavirkjar skrifuðu bréf til stofnana sinna 30. september 1985 þar sem þeir lýstu því yfir að frá og með 1. janúar 1986 myndu þeir ekki starfa hjá stofnuninni nema á samningum Sveinafélags rafeindavirkja. Er það í samræmi við lög um stéttarfélög að þau semji um kaup og kjör félagsmanna sinna. Rafeindavirkjar eru óumdeilanlega iðnaðarmenn og samkvæmt því undanþegnir lögum um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna. Verkfalli frestað 23. desember 1985 boðaði félagið vinnustöðvun hjá Póst- og síma- málastofnun og Ríkisútvarpinu frá og með 2. janúar 1986. Fjármála- ráðuneytið taldi boðaða vinnu- stöðvun ólögmæta og óskaði eftir því við félagið að deilunni yrði vísað til félagsdóms. Félagið varð við þeirri ósk ráðuneytisins. Samkomulag milli Sveinafélags rafeindavirkja og fjármálaráðu- neytis var gert 1. janúar 1986 um að fresta boðuðu verkfalli og bera ágreining um lögmæti verkfalls undir félagsdóm. Samkomulag var um að frestun á boðuðu verkfalli hefði ekki áhrif á afstöðu manna til bréfa starfsmanna frá 30. september 1985. Jafriframt beindi félagið þeim tilmælum til félagsmanna að fresta gildistöku uppsagna fram yfir úrskurð félags- dóms. Urðu félagsmenn við þeirri áskorun. Aðilar voru sammála um að nið- urstaða félagsdóms myndi ekki leysa mál rafeindavirkjanna. Ósk- aði félagið eftir að tíminn yrði not- aður til viðræðna, sem ráðuneytið hefur ekki orðið við. Það er því ljóst að vilji fjármála- ráðuneytisins til lausnar deilunni er enginn og þegar meirihluti fé- lagsdóms, það er að segja þrír af fimm dómurum, hefur dæmt boðað verkfall ólögmætt, hlítir félagið dómnum og verkfall kemur ekki til framkvæmda. Á valdi hvers og eins félagsmanns hvort hann hættir störfum Um uppsagnir manna gildir það samkomulag sem aðilar gerðu og því er það á valdi hvers og eins félagsmanns hvort hann hættir störfum." Þetta var úr yfirlýsingu Sveinafé- lags rafeindavirkja. Álit meirihluta félagsdóms, sem Fréttaliós Kristján Már Unnarsson þeir Ólafur St. Sigurðsson, Gunn- laugur Briem og Þorsteinn Geirsson mynduðu, er þetta: „Rafeindavirkjar þeir sem mál þetta varðar eru 122 talsins sam- kvæmt því sem málsgögn greina. Eigi verður talið að liin einhliða yfirlýsing um uppsögn ráðningar- kjara hafi þau réttaráhrif að staða umræddra rafeindavirkja sem opin- berra starfsmanna breytist að eðli til né heldur að slíkt megi með öðru leiða af nefndu ákvæði eins og öll- um atvikum er hér háttað. Svo sem framan var rakið var í niðurlagi bréfs 79 rafeindavirkj- anna Jýst yfir uppsögn úr starfi fallist Póst- og símamálastofnun ekki á breytt ráðningarkjör og krafist skýrra svara um það fyrir 1. desember 1985. Eigi talin fullnægjandi og lögmæt uppsögn Þegar það er virt, að uppsagnará- kvæði þetta er háð því að sá sem því er beint til taki afstöðu til ákveðinnar kröfu uppsegjanda og honum gefinn ákveðinn umþóttun- artími þar til það verði virkt, verður Þetta staðlaða bréf sendu 79 rafeindavirkjar Pósts og síma þann 30. septemb- er. Menn greinir á um hvort í því felist fullnægjandi og lögmæt uppsögn. Þeir eru allir ráðnir eða skipaðir í stöður sínar hjá ofannefndum ríkis- stofnunum og verða þar með í upp- hafi opinberir starfsmenn með þeim réttindum og skyldum sem því er samfara. Um rétt þeirra til samn- inga um kaup og kjör hefur hingað til farið eftir þessari stöðu. Aðila greinir á um það hvort þessi réttar- staða þeirra gagnvart atvinnuveit- enda sínum, ríkinu, hafi breyst og orðið allt önnur fyrir sérstakar aðgerðir þeirra sjálfra og stéttarfé- lags þeirra og vegna fyrirmæla í settum lögum. Ríkið skal ráða iðnaðarmenn samkvæmt samningum stéttarfélaga þeirra Allir hafa rafeindavirkjarnir, sem hér um ræðir, sagt upp ráðningar- kjörum sínum skriflega til yfir- manna viðkomandi stofnana með tilvísun til þess meðal annars að f gildandi lögum væri að finna af- dráttarlaus lagaboð um að iðnaðar- menn í þjónustu ríkisins skuli ráðn- ir á þeim kjörum sem stéttarfélög þeirra semji um. Er hér bersýnilega vitnað til 4. töluliðs 2. málsgreinar 1. greinar laga númer 62 frá 1985 um kjarasamninga opinberra stárfs- manna. eigi talið að það sé fullnægjandi og lögmæt uppsögn úr opinberri stöðu miðað við 1. janúar 1985.“ Tveir dómarar í félagsdómi, þeir Jón Þorsteinsson og Björn Helga- son, skiluðu sératkvæði. Þeir segja: „Þessi uppsögn er lögmæt. En á það ber að líta að rafeindavirkjar þessir vildu í reynd, þrátt fyrir uppsögnina, halda áfram störfum á nýjum kjaragrundvelli. Þess vegna var það eðlilegt og f samræmi við öll málsatvik að rafeindavirkjar áréttuðu þetta sjónarmið í uppsagn- arbréfinu og gerðu þar lokatilraun til þess að fá ný ráðningarkjör samþykkt." Rikiö gæti krafist skaðabóta Þrátt fyrir álit meirihluta félags- dóms líta rafeindavirkjarnir svo á að þeir hafi sagt upp. Þeir eru hættir störfum hjá ríkinu og ein- hverjir farnir að vinna annars stað- ar. Þeir verða vart dæmdir til starfa að nýju. Ríkið gæti þó krafið þá skaðabóta. Deilan er f hnút. Fulltrúar ríkis- valdsins vilja ekki ræða við raf- eindavirkja fyrr en þeir snúa aftur til starfa. Rafeindavirkjar halda fast við uppsagnir sínar. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.