Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Blaðsíða 22
TM.iiMW-n* Iiilii m t~k* A 22 DV. FIMMTUDAGUR 20. MARS1986; -> '■ i •;r i Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Allison fékk spark í Kuwait Malcolm Allison, knatt- spyrnuþjálfaranum litríka, var sparkað sem landsliðsþjálfara Kuwait um síðustu helgi. Hann hafði starfað þar í níu mánuði sem landsliðsþjálfari og ekki náð umtalsverðum árangri. Er hann fjórði landsliðsþjálfarinn sem olíufurstarnir reka á síð- ustu fjórum árum. Allison hefur viða náð umtalsverðum árangri sem þjálfari og stjóri á Englandi og í Portúgal, einkum þó hjá Man.City. hsím • Þýsku blöðin telja nú öruggt að Simon Schobel hætti sem landsliðsþjálfari Vestur Þýskalands í handknattleiknum - þýskir ekki ánægðir með þann árangur sem landsliðið hefur náð undir hans stjórn og vilja fá nýjan landsliðsþjálfara sem fyrst til að búa vestur-þýska landsliðið undir B-keppnina á Italíu næsta ár. Aðeins tvö efstu liðin þar vinna sér rétt á ólympíuleikana í Seoul 1988 og mörg sterk lið eru um boðið: Sovétríkin, Rúmenia, Danmörk, Tékkósló- vakía og Pólland, auk Vestur-Þýskalands. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið til að taka við landsliðsþjálfuninni hjá Vestur-Þýskalandi er Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari hjá Kiel og sálfræðingur. Ymsir telja að hann hafí mikla möguleika á starfinu hafi hann hug á því, enda mjög snjall piltur á sínu sviði. Myndin að ofan er táknræn fyrir gengi vestur-þýska landsliðsins undanfarna mánuði - vonbrigðin leyna sér ekki. Heiner Brand liðsstjóri gripur um höfuð- ið, Schobel er fyrir aftan hann og lengst til hægri er risinn Wunderlich. Björn Jilsén ekkí með og Redbergslid tapar - SAAB tapaði fyrsta leiknum um sæti í Allsvenskan Ajax stefnir áellefta bikarsigurinn Ajax, Amsterdam, er nú talið nær öruggt með sigur í hol- lensku bikarkeppninni eftir að Fortuna Sittard sló Feyenoord, Rotterdam, út í gær. Fortuna sigraði 2-1 með mörkum Arthur Hoyner og John Linford en litli snillingurinn Simon Tahamata skoraði eina mark Feyenoord. PSV Eindhoven er einnig úr leik í keppninni og Ajax virðist í sérflokki þeirra liða sem eftir eru. Ætti að vera létt fyrir leik- menn Iiðsins að tryggja Ajax sigur í bikarkeppninni í ellefta sinn. hsím Enn einn KR-sigur -íborðtennis KR bar sigur úr býtum í flokkakeppni íslands í borð- tennis, það er A-lið félagsins, en í úrslitum sigraði KR Stjörn- una. Hlaut 15 stig en Stjarnan 13 og hefur veldi KR ekki verið ógnað sem nú í fjöldamörg ár. í fyrri umferðinni varð jafnt hjá félögunum. Þess má geta að Stjarnan kærði eftir tapleikinn gegn KR í síðari umferðinni. Kærunni var vísað frá. I 3. sæti var A-lið Víkings með 8 stig, örninn A í íjórða sæti með 4 stig en B-lið KR féll í 2. deild. Þar sigraði B-lið Víkings. Hlaut 16 stig og leikur í 1. deild næsta keppnistimabil. Örninn B varð í öðru sæti með 10 stig, þá Stjarnan B með 8 stig, Víkingur C með 6 stig en KR C hlaut ekkert stig. I kvennaflokki var keppt í tveimur riðlum án ald- ursskiptingar. UMSB (Borgfirð- ingar) sigraði, KR A í öðru sæti, Stjarnan í þriðja og Víkingur B í fjórða sæti. í unglingaflokki sigraði A-lið KR en Stjarnan átti þijú næstu lið. Það hefur vakið talsverða athygli í Svíþjóð að Gautaborgarliðið Red- bergslid hefur tapað illa að undan- förnu, meðal annars fyrir botnliði Kristianstad um síðustu helgi 23-17 á útivelli. Stórskyttan Björn Jilsen lék Þjálfará Þingeyri Guðjón Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari Höfrungs á Þingeyri og mun hefja störf þar 1. mai. Höfr- ungur stefnir á að leika í 4. deild í knattspyrnunni í sumar. Guðjón hefur lengi fengist við þjálfun, m.a. þjálfað yngri flokka Víkings og hjá Leikni i Reykjavík. Einnig í Bolung- arvik, Skagaströnd og Akranesi. ekki með. Redbergslid hefur nú tapað fimm leikjum en er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti í fjögurra liða úrslitum um sænska meistaratitil- inn. Hins vegar virðist Lundarliðið LUGI nú vera að missa af möguleik- anum að komast í úrslitin eins og góðar horfur virtust ó um tíma. Lundarliðið steinlá fyrir Karlskrona um helgina þrátt fyrir stórleik landsliðsmarkvarðarins Mats Ols- son. Karlskrona sigraði 25-19 en þess má geta að landsliðsmaðurinn Steen Sjögren hefur ekki getað leikið með Lugi vegna meiðsla sem hann hlaut á HM í Sviss. Lugi vængbrotið lið án hans. Af öðrum úrslitum um helgina má nefna að Hellas og GUIF gerðu jafn- tefli, 21-21, Drott vann Kroppskultur 24-22 og Ystad sigraði H43 í Lundi 19-18. I fyrsta leiknum um sæti í Allsvenskan næsta keppnistímabil tapaði SAAB, liðið sem Þorbergur Aðalsteinsson þjálfar og leikur með, fyrir Skövde 25-24 á útivelli. Liðin leika saman á ný í Linköping á heimavelli SAAB 23. mars. Staðan i Allsvenskan er nú þannig: Redbergslid 20 14 1 5 498-424 29 Drott 20 11 5 4 464-425 27 Warta 18 10 3 6 504-463 23 GUIF 20 10 3 7 482-457 23 Ystad 20 9 4 7 464-461 22 LUGI 20 10 0 10 450-456 20 Kroppsk. 20 9 2 9 497-506 20 Hellas 20 6 7 7 451-474 19 Karlskrona 20 7 1 12 455-476 15 H43 20 7 0 13 441-475 14 Kristianstad 20 6 1 13 465-499 13 Frölunda 19 5 3 11 421^476 13 -hsím ÞROTTARAR Áríöandi fundur um framtíð handknattleiksdeildar Þróttar verður haldinn í Þróttheimum í kvöld, 20. mars, kl. 20.00. Aðalstjórn Þróttar DOMARIIBANN VEGNA NEKTARMYNDA Frá Kristjáni Bernburg, fréttarit- ara DV: Brasilíska knattspyrnusamband- ið hefur dæmt einn af dómurum sínum í keppnisbann fyrir að láta taka af sér nektarmyndir. Hin 22 ára gamla Vani Lucia Beria, ein af bestu kvendómurum Brasilíu, fékk að heyra þau tíðindi í Rio de Janero að hún mætti ekki fara meira út á knattspyrnuvelli til að dæma leiki. Astæðan var myndir sem birst höfðu í einu af mánaðar- blöðunum af henni nakinni. Hin ljóshærða Lucia hefur þó ekki tekið banninu þegjandi og hljóðalaust. Hún hefur fengið í lið með sér tvo lögfræðinga auk margra af þekktustu knattspyrnu- dómurum Brasiliu til að styðja við bakið á sér. „Knattspyrnan hefur verið mitt líf og yndi frá því að ég man eftir mér og ég ætla ekki að láta ýta mér fró henni þegjandi og hljóða- laust,“ sagði ljóskan sem vonandi fær flautuna sína aftur. -fros

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.