Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Blaðsíða 10
DV. FIMMTUDAGUR 20. MARS1986.
10.
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Innkaupa-
karfa
Verðlags-
stofnunar:
í samvinnu við aðila vinnumarkað-
arins hefur V erðlagsstofnun nú boðað
stórátak og aukið aðhald í verðlags-
málum. I kjölfar kjarasamninga og
tollalækkana hefur Verðlagsstofnun
staðið fyrir nokkrum verðkönnunum
sem ætlað hefur verið að ganga úr
skugga um að ákvæði um verðlækk-
anir séu uppfyllt.
Nýjasta könnun Verðlagsstofnunar
var gerð í stórmörkuðum og matvöru-
Verdkönnun sýnir 26%
mun milli verslana
20,5-21,0 þús. kr. Kostakaup, Reykjavíkurvegi 72. Halnarliröi
21,0-21,5 þús. kr. Kjötmi&stöðin, Laugalæk 2. Reykjavik Störmarkaöurinn, Skemmuvegi 4a. Köpavogi Fjaröarkaup, Hölshrauni 1b. Halnarlirði
21,5-22,0 þús. kr. Mikligaröur, v/Hoitaveg. Reykjavik Vogaver, Gnoðavogi 44-46. Reykiavik
i 22,0-22,5 þús.kr. Breiöholtskjör, Arnarbakka 2, Reykjavik Nóatún, Nóatúni 4. Reyk|avik Garöakaup, Miðbæ, Garðabæ Árbæjarkjör, Rotabæ9. Reyk|avik Laugarás, Norðurbrún 2, Reykjavik Nóatún, Rofabæ 39. Reykjavik Kaupfélag Hafnfirðinga, Miðvangi Hagkaup, Skeifunm 5, Reykjavik
22,5-23,0 þús.kr. Valgaröur, Leirubakka 36. Reykjavík SS, Laugavegi 116. Reykjavik Holagaröur, Lóuhólum 2-6. Reyk|avik Starmýri, Starmýri 2. Reykjavik Kjórval, Mosfellssveit Vörumarkaöurinn, Eiðistorgi. Seltjarnarnesi Hagabúöin, Hiarðarhaga 47. Reykjavík SS Glæsibæ Álfheimum 74. Reykjavik
23,0 - 23,5 þús.kr.
23,5 - 24,0 þú*. kr.
Owi naaici J /
Sunnukjör, Skaltahlið 24. Reyk|avik
KRON, Tunguvegi 19. Reykjavik
Ásgeir, Tindaseli 3. Reykjavík
KRON, Furugrund 3. Kópavogi
Kjöt og fiskur, Seljabraut 54. Reykjavik
Sundaval, Kleppsvegi 150. Reykjavik
Kaupfélag Kjalarnesþings
Víöir, Mjóddinni, Reykjavik
löufell, Iðufelli 4. Reykjavík
Melabúöin, Hagamel 39. Reykjavik
Straumnes, Vesturbergi 76. Reykjavik
KRON, Eddufelli 7. Reykjavik
JL húslö, Hrmgbraut 121. Reykjavik
Borgarbúðin, Hófgerði 30. Kópavogi
Kjörbúð Hraunbæjar, Hraunbæ 102. Reykjavik
Kópavogur, Hamraborg 18. Kópavogi
Grensáskjör, Grensásvegi 46. Reykjavik
Vörumarkaöurinn, Ármúla 1a. Reykjavík
Víöir, Austurstræti 17. Reykjavik
Kjötbúö Suðurvers, Stigahlið 45. Reykjavík
Matvörubúðin, Efstalandi 26. Reykjavik
M. Gllsfjörö, Bræðraborgarstíg 1. Reykjavík
KRON, Dunhaga 20. Reykjavík
SS, Hafnarstræti 5. Reykjavik _____________
24,0-24,5 þús. kr.
Kjöthöllin, Háaleitísbraut 58. Reykjavík
Vöröufell, Pverbrekku 8. Kópavogi
Sunnubúöin, Mávahlíð 26. Reykjavik
—stórátak í verðgæslu hafið
verslunum á höfuðborgarsvæðinu
10.-12. mars sl. I þeirri könnun var
miðað við almenn innkaup fjögurra
manna fjölskyldu á u.þ.b. einum
mánuði. Teknar voru yfir 60 vöruteg-
undir í 50 verslunum og var ávallt
miðað við lægsta verð á hverri vöru-
tegund. Helstu niðurstöður könnun-
arinnar urðu þær að ódýrasta inn-
kaupakarfan kostaði 20.800,- en sú
dýrasta 26.100,-, sem þýðir að verð-
munurinn á milli karfanna var um
26%. Það vekur athygli að vöruverð
í stórmörkuðunum, sem telja sig
bjóða lægra vöruverð, var samkvæmt
könnuninni ekki áberandi lægra en í
öðrum verslunum.
Umhugsun borgar sig
Aðrar niðurstöður, sem feiða má af
könnuninni, sýna að fólk getur spar-
að miklar fjárhæðir ef það gefúr sér
tíma til að velja á milli vörutegunda
og sýnir könnunin að ef fjögurra
manna fjölskylda kaupir ávallt ódýr-
ustu vörurnar í þeirri verslun sem
best kemur út getur hún sparað sér
70.000,- kr. á ári. Þannig var allt að
50% verðmunur á körfum úr sömu
verslun ef teknar voru 30 vörutegund-
ir sem mestur munur var á og miðað
var við 1 kíló af hverri vörutegund.
Til dæmis kostar 1 kg af Bragakaffi
219,- krónur en sambærilegt magn af
Gevalia Extra 543,- krónur. Mestur
var þó munurinn á grænum baunum,
1 kg af grænum baunum frá K. Jóns-
syni kostar 55,- krónur en 192,- krónur
kg af innfluttum baunum frá Talpe.
í ljós kom að verðmunur á dýrustu
og ódýrustu körfu innan sömu versl-
unar var mestur 15% sem þýðir um
40.000,- krónu mun á ársútgjöldum
sömu fjölskyldu.
Samstarf forsenda árangurs
Líkt og áður segir hefur nánu
samstarfi verið komið á milli verð-
lagsyfirvalda og aðila vinnumarkað-
arins og sagði Ásmundur Stefánsson
að verkalýðsfélög um allt land væru
nú að undirbúa herferð í verðgæslu-
málum þar sem tekið yrði við kvört-
unum og verðkannanir gerðar á
hverjum stað. „Tilgangurinn er að
auka verðskyn almennings og hvetja
fólk til að vera á verði gagnvart verð-
hækkunum hvaðan sem þær koma.
Við erum að hefja dreifingu á blaði
sem fer til allra félagsmanna okkar
þar sem gefið er upp samanburðar-
verð á ákveðnum vörutegundum og
gert ráð fyrir að fólk geti framkvæmt
sína eigin verðkönnun í næstu versl-
un. Það mun hafa mikil áhrif á kaup-
menn þegar þeir verða varir við að
verðgæslumönnum hefur fjölgað um
mörg þúsund og að fólk fylgist grannt
með verðlagningu."
Askorun til fyrirtækja
Á vegum Verðlagsstofnunar hefur
nú verið komið upp kvörtunarsíma
þar sem neytendur geta hringt og
komið á framfæri kvörtunum og at-
hugasemdum varðandi atriði sem
þeim þykja fara miður í verðlagsmál-
um. Með þessum hætti verður mun
auðveldara að vinna úr þeim ábend-
ingum sem berast. Georg Ólafsson
verðlagsstjóri sagði að nú væri verið
að dreifa áskorun til velflestra fyrir-
tækja í landinu þar sem forráðamenn
þeirra væru hvattir til að gera sitt
ýtrasta til að spara og hagræða í
rekstri og að þeir endurskoðuðu
verðákvarðanir í Ijósi breyttra að-
stæðna vegna lækkaðs olíuverðs,
lækkunar á opinberum gjöldum og
stöðugs gengis. í áskoruninni er jafn-
framt sagt að launaskrið verði ekki
viðurkennt sem tilefni til verðhækk-
ana. Georg sagði að átakið miðaðist
fyrst og fremst að því að auka aðhald
í verðlagsmálum án þess að gripið
yrði til beinna aðgerða eða íhfutunar
í verðlagningu fyrirtækja, en ef það
gengi ekki yrði ekki hikað við að
grípa inn í verðmyndunarkerfið.
Á næstu vikum er áætlað að gera
örar verðkannanir á ýmsum vöruteg-
undum og er fólk hvatt til að leggja
hönd á plóginn með því að taka þátt
í verðkönnunum verkalýðsfélaganna
og hringja í kvörtunarsíma Verðlags-
stofnunar ef það verður vart við
óeðlilegar verðhækkanir eða verð-
mun á milli verslana.
-S.Konn.
Hér sjást, frá vinstri, Jóhannes Gunnarsson, Georg Ólafsson og Guðmundur
Stefánsson við körfurnar tvær sem sýna þær 30 vörutegundir sem mestur
verðmunur reyndist vera á eftir vörumerkjum. Munurinn er allt að 50% í sömu
verslun. Mynd-PK
Maupákarúifyr^mr vikur, matur og hreinlætisvara
&
-góð vöm gegn
verðhækkunum
Alþýðusamband íslands beinir þeim tilmælum
riii alls launafólks að það taki virkan þátt í
■ verðlagseftirliti. I meðf. töflu eru upplýsingar ji
Verðlagsstofnunar um verð á nokkrum vörurm V
Pú getur gerst virkur þátttakandi í
verðgæslunni með því að skrá niður
verðið þar sem þú verslar.Fáir þú ekki (
fullnægjandi skýringu á því verði sem
þú þarft að greiða hringdu þá í kvörtun-
arsíma Verðlagsstofnunar 91-25522,
sendu kvörtun til Verðlagsstofnunar
Borgartúni 7, 105 Reykjavík eða
hafðu samband við þitt verkalýðs-
eða neytendafélag.
KÖNNUNVERÐLAGS STOFNUNAR tlí- Vef ÐCÆSLA
Vörutegundir Alg. verö í stórmörkuðum á höfuðb.sv. Alg. verð í kjörbúð á höfuðb.sv. Nafn á búð: Nafn á búð: Nafn á búð: Nafn á búð:
Kjúklingar 1 kg 210 kr. 230-260 kr. '
Vínarpylsur 1 kg 240-270 kr. 270 kr.
Egg Ikg 98-120 kr. 98-120 kr.
Fransman fr. kart. 700 g 95 kr. 105 kr.
Þykkvabæjar fr. kart.700 g 95 kr. 105 kr.
Hvítkál 1 kg 27-30 kr. 30-40 kr.
Tómatar 1 kg 170-180 kr. 190-220 kr.
Alpa smjörlíki 400 g 65 kr. 69 kr.
Akrablómi smjörlíki 400 g 68 kr. 72 kr.
Robin Hood hveiti 5 Ibs. 95 kr. 102 kr.
Pillsbury hveifi5lbs. 75 kr. 81 kr.
Juvel hveiti 2 kg 45 kr. 55 kr.
Dansukker strásykur 2 kg 40 kr. 43 kr.
Keilogg's corn flakes 375 g 98 kr. 103 kr.
K. Jónsson gr.baunir'/2 dós 29 kr. 30 kr.
Ora gr. baunirV^dós 31 kr. 35 kr.
Tabinnih.30d 19 kr. 19 kr.
Egils pilsner innih. 33 cl 29 kr. 29 kr.
MSísll 107 kr. 107 kr
í samstarfi Alþýðusambandsfélaganna og neyt-
endafélaga einstakra byggðalaga mun verð á
þessum og fleiri vörum verða kannað víðs vegar um
landið nœstu daga.
ALÞVÐUSAMBAND
ÍSLANDS