Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Qupperneq 5
DV. FÖSTUDAGUR 21. MARS1986.
5
Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál
Hverá Garðastrætiskrógann?
Stjórn Verkamannasambandsins
hefur mótmælt þeim ummælum
Steingríms Hermannssonar forsæt-
isráðherra að hann hafi átt frum-
kvæði að nýgerðum kjarasamning-
um. Það sé tilhæfulaus pólitískur
áróður því það rétta sé að frum-
kvæðið hafi komið frá verkalýðs-
samtökunum og vinnuveitendum.
Bjami Guðnason, sem nú situr á
Alþingi í íjarveru Jóns Baldvins
Hannibalssonar, lýsti þessum þræt-
um á gamansaman hátt á Alþingi í
fyrradag. Hann sagði að fyrir
nokkru hefði krangi nokkur fæðst
í Garðastræti. Hann hefði verið
fagur og vel skapaður. Allir hefðu
síðan viljað eigna sér þennan
hnokka, sem hefði verið muð gullna
lokka og blíðleg augu. I Morgun- ■
blaðinu, sem stundum væri nefnt
fréttablað Hvíta hússins, hefði fjár-
málaráðherra verið sagður eiga
hann. Ráðherra hefði með þessu
sannað manndóm sinn, sem þó hefði
verið nokkur fyrir. En fleiri vildu
eigna sér krógann. Steingrímur
hefði lýst því yfir á framsóknarþingi
að hann ætti hann. Og ráðherra
hefði sýnt mikla karlmennsku að
koma honum í heiminn.
En sagan er ekki öll. Þessi Garða-
strætiskrógi hefði verið klæðalaus
og berleggja. Þetta hefði runnið
viðskiptaráðherra til rifja. Hann lét
því bleiu á hnokkann. Fyrir það
fékk hann ilmandi blómakörfu. Þá
kom frétt frá aðilum vinnumarkað-
arins þar sem sagt var að þeir ættu
krógann. Það hefði sést til þeirra
reikna út samninginn.
Þeir sem eru með tekjur undir 35
þúsundum króna hafa hins vegar
ekki viljað kannast við þetta bam.
Það sé ekki þeirra barn því það sé
með sultardropa í nefinu. Þessi
hópur vonaði að þegar nýr krógi
kæmi í heiminn, að ári liðnu, yrði
hann ekki með sultardropa.
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra sagði að Bjarni hefði
gleymt félaga sínum, Jóni Baldvini,
í þessari upptalningu. Hann hefði
nefnilega reynt að eigna sér þetta
barn í Garðastræti líka, a.m.k. ein-
hverj ar krullur úr hári þess.
-APH
Helgi Már í Mannlífi:
Alþýðu-
flokkurinn
verður mið-
stýrður
ogsmár
„Þeir sem gerðu ráð fyrir, eða von-
uðust til, að Jón Baldvin myndi beita
sér í þágu lýðræðisaflanna í þjóð-
félaginu, sem hann hefur alla burði
til að gera, hafa orðið fyrir vonbrigð-
um með þróunina innan Alþýðu-
flokksins," segir Helgi Már Arthurs-
son í grein sem hann skrifar í tíma-
ritið Mannlíf.
Helgi Már hefur starfað í innsta
hring Alþýðuflokksins. Hann segir
einnig: „Jafnaðarmenn sem trúðu á
drauminn um stóra, víðsýna, vald-
dreifða flokkinn, verða að horfast í
augu við, að frumkvæðið kemur ekki
frá Alþýðuflokknum. Alþýðuflokkur-
inn kann að eflast með því að hjakka
í hjólfari smáflokksins, en hann verð-
ur ekki stór. Hann verður miðstýrður
og smár.“ Mannlíf kom í verslanir í
gær.
Neskaupstaður:
Niðurstöður
í prófkjöri
Kristinn V. Jóhannsson var í efsta
sæti í prófkjöri Alþýðubandalagsins
í Neskaupstað sem fram fór um síð-
ustu helgi. Kristinn skipaði fyrsta
sæti í síðustu kosningum. Helstu
breytingamar eru þær að Elma Guð-
mundsdóttir, sem var í öðru sæti, féll
niður í sjötta sæti í prófkjörinu.
Kjörsókn var nokkuð góð. Alls
kusu 169 eða 32 prósent miðað við
síðustu kosningar. Kosið var um 22
sem gáfu kost á sér í níu efstu sætin.
í öðm sæti varð Smári Geirsson, í
þriðja Þórður M. Þórðarson, í fjórða
Einar Már Sigurðarson, í fimmta
Guðmundur Bjarnason, í sjötta Elma
Guðmundsdóttir, í sjöunda Guðrún
Sigurðardóttir, í áttunda Sigrún
Geirsdóttir og í níunda sæti Steinunn
Aðalgteinsdóttir.
í fimm efstu sætunum er Einar Már
Sigurðarson nýr á lista. Alþýðu-
bandalagið á nú fimm fulltrúa í bæj-
arstjórn og hefur meirihluta þar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar-
flokkur hafa tvo fulltrúa hvor. -APH
Framsókn
áSel-
tjamarnesi
Framboðslisti framsóknarmanna á
Seltjarnarnesi hefur verið ákveðinn.
Efsta sætið skipar Guðmundur
Einarsson forstjóri og eini núverandi
fulltrúi flokksins í bæjarstjóm. Ásdís
Sigurðardóttir skipar annað sætið,
Karl Óskar Hjaltasort það þriðja,
Ásta Sveinbjamardóttir fjórða og
Ema Kolbeinsdóttir það fimmta.
19
IMISSAIM
Nissan Mid 4
Sýnum framtíðarbíl Nissan verksmiðjanna laugardag og
sunnudag kl. 14-17 og næstu daga. Síðan verður þessi
fullkomnasti sportbíll í heimi sendur aftur utan á alþjóð-
legar bílasýningar.
Allt er þegar fernt er.
fjórhjéladrif
Q órhj ©lastýring
fjórir yfirliggjandi knastásar
fjórir ventlar á hvern strokk, alls 24 ventlaar
Notið þetta einstaka tækifæri að sjá hvað framtíðin
ber í skauti sér.
INGVAR HELGASON HF
Sýningarsalurinn/Rauöagerði, simi 33560.