Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Síða 14
14
DV. FÖSTUDAGUR 21. MARS1986.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverðá mánuði 450 kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Ráðherra færblóm
Því miður er ekki oft sem ráðherra verðskuldar lof.
Það gerðist þó nú í vikunni, að stjórnmálaandstæðingar
færðu Matthíasi Bjarnasyni blóm niður í þinghús. Tveir
alþýðubandalagsmenn og tveir alþýðuflokksmenn létu
taka mynd af sér með ráðherranum af þessu tilefni.
Þetta var vegna baráttu ráðherrans við verðhækkanir.
Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins,
sagðist vona, að ráðherrann beitti sér áfram af sama
þunga og með sama árangri á þessu sviði.
Margt orkar tvímælis í ráðherrastarfi Matthíasar
Bjarnasonar. En nú kom hann fram fyrir hönd neytenda.
Bankarnir höfðu hækkað þjónustugjöld sín verulega.
Almenningur borgaði brúsann. Bankastjórar sögðu, að
þessar hækkanir hefðu dregizt, þær væru rökréttar. Þær
voru þó ekki í anda nýgerðra kjarasamninga. Sam-
kvæmt samningunum á verð á ýmsu að fara lækkandi
og annað verð að hækka lítið. Hækkun bankanna kom
á óheppilegum tíma. Hún vó nokkuð þungt hjá sumum
viðskiptavinum þeirra. Ráðherrann tók sig þá til, mót-
mælti þessum hækkunum og hótaði jafnvel að stöðva
þær með lögum, gengi ekki öðruvísi. Því fór svo, að
bankarnir drógu hækkanirnar til baka.
Ráðherrann fékk blómin fyrir þetta afrek. Hann lét
ekki deigan síga heldur snerist einnig gegn fyrirhugaðri
fargjaldahækkun Flugleiða. Niðurstaða þess máls var
samkomulag í fyrradag þess efnis, að engar hækkanir
yrðu á fargjödum Flugleiða, sem seld eru innanlands,
með ákveðinni undantekningu þó. Farmiðar, sem keypt-
ir eru erlendis, hækka hins vegar um 3 prósent að
meðaltali í samræmi við hækkanir á alþjóðamarkaði.
Matthías Bjarnason hefur þannig tekið forystu í
baráttu gegn verðhækkunum í þessum efnurn. Vonandi
lætur hann ekki þar við sitja. Á þingfundi á þriðjudag
bað Guðmundur J. Guðmundsson ráðherrann að segja
tryggingamálaráðherra, sem var íjarverandi, að enn ^
væri eftir hlutur þess ráðherra.
Eðlilegast er, að verðmyndun sé frjáls. En það er því
aðeins mögulegt, að seljendur geti ekki haft samráð um
hækkanir.
Bifreiðatryggingafélögin höfðu hækkað iðgjöld
ábyrgðartrygginga um 22 prósent. Þetta gerðist strax í
kjölfar kjarasamninga, var mjög óheppilegt og um
samráð félaganna var að ræða, sem varla stenzt sam-
kvæmt lögum um verðlag, samkeppni og ólögmæta
viðskiptahætti.
Því var rétt að snúast gegn þessum hækkunum.
Matthías Bjarnason ráðherra hafði þó ekki forystu
um að keyra þessar hækkanir til baka, enda falla þær
ekki undir hann. Svo fór, að þungi andstöðunnar var
nægur til að hrekja tryggingafélögin til nokkurs undan-
halds, þótt lítið væri.
Verðlagsnefnd Alþýðusambandsins hafði átt árang-
urslaus viðtöl við Tryggingaeftirlit ríkisins og trygg-
ingaráðuneytið. Þá sneri nefndin sér beint til trygginga-
félaganna sjálfra með ósk um, að þau tækju hækkun
trygginganna til endurskoðunar. Það bar þann árangur,
að hækkun ábyrgðartryggingar var höfð 19 prósent í
stað 22ja.
Vel er, að fyrir atorku nokkurra manna hefur tekizt
að draga úr þeim hækkunum, sem seljendur þjónustu
stefndu að í kjölfar kjarasamninganna. Samningamir
verða ella ómerkilegt pappírsgagn.
Ríkisstjóm gegn
samneyslu
Margir hægrimenn telja ríkisum-
svif af hvaða tagi sem er af hinu
illa. Vinstrimenn leggja hins vegar
áherslu á samneyslu sem tæki til
að jafna aðstöðu fólks og efla
menningarstarfsemi.
Ef litið er á stefnu ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar að
þessu leyti hefur hún staðið sig vel
á mælikvarða hægrimanna en afar
illa í augum vinstrimanna. Þetta
er ójafnaðarstjóm nánast hvar sem
á verk hennar er litið.
Látum tölur koma í stað orða.
Ég lagði fyrr í vetur fram fyrir-
spurn á Alþingi til Þorsteins Páls-
sonar fjármálaráðherra um fram-
lög ríkissjóðs til opinberra fram-
kvæmda árin 1982-1986. Svar fjár-
málaráðherra liggur nú fyrir og eru
helstu atriði þess birt í tveimur
töflum með þessari grein.
Ríkisframlög 110% hærri 1983
I töflu I kemur fram hversu gífur-
legur samdrátturinn er í framlög-
um ríkissjóðs til opinberra fram-
kvæmda í tíð núverandi ríkis-
stjómar. Miðað við reikninga árs-
ins 1982 og fjárlög 1986 þyrftu
heildarframlög til opinberra fram-
kvæmda að hækka um 57% og um
hvorki meira né minna en 110%
borið saman við niðurstöður ársins
1983, þ.e. síðustu fjárlög fyrri
stjómar. Niðurskurður af þessu
tagi er a.m.k. Evrópumet, þann-
ig að afrek Thatcherstjómarinnar
í Bretlandi blikna í samanburði við
hægristefnu Steingríms Her-
mannssonar og Alberts Guð-
mundssonar.
Á sama tíma og fjárveitingar til
opinberra framkvæmda em saxað-
ar niður ár frá ári hafa ríkisút-
gjöldin í heild vaxið og skatt-
byrði á launafólk síður en svo
minnkað. Hins vegar hefur rík-
isstjórnin og þingmeirihluti
hennar létt sköttum af atvinnu-
rekstri svo um munar. Ragnar
Arnalds upplýsti nýlega á Alþingi
að rúmur helmingur fyrirtækja í
landinumeð meira en hálfrar millj-
ón króna veltu á ári greiddi engan
tekjuskatt, þ.e. 1968 fyrirtæki. Hin
fyrirtækin, 1922 talsins, greiddu
samtals aðeins 700 milljónir króna
í tekjuskatt árið 1984 af 136 millj-
arða króna veltu! Á sama tíma
greiddu launamenn um 2100 millj-
ónir króna í tekjuskatt til ríkisins.
Grunnskólar:
150 milljóna
niðurskurður
Á hverjum bitnar svo þessi niður-
skurður á framkvæmdafé? Sumir
kunna að halda að hér sé einkum
um að ræða þarflausar fram-
kvæmdir og meira og minna ranga
fjárfestingu. Við skulum því
skyggnast í upplýsingar Þorsteins
Pálssonar fjármálaráðherra eins
og þær birtast okkur í töflu II, þar
sem allar tölur eru færðar til sama
verðlags.
Þar er sundurliðuð skrá yfir átta
Kjallarinn
HJÖRLEIFUR
GUTTORMSSON,
ÞINGMAÐUR FYRIR
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
framkvæmdaflokka og ég hef lagt
saman heildarfjárveitingar til
þeirra á hverju ári. Eins og lesa
má út úr töflunni er á árinu 1986
varið 548 milljón krónum lægri
fjárhæð til þessara málaflokka
í heild samkvæmt fjárlögum en
árið 1982 og 637 milljón krónum
lægri upphæð miðað við árið
1983. Framlögin hefðu þurft að
hækka um 94% í ár til að ná fram-
kvæmdamagni ársins 1983. Menn
skulu hafa í huga að hér er um
jafngildar krónur að ræða.
Samdrátturinn milli áranna 1983
og 1986 er eftirfarandi i einstökum
málaflokkum:
Landsbyggðin harðast úti
Þetta er næsta ótrúlegur listi en
kemur mönnum ekki á óvart víða
um land. Vissulega bitnar þessi
samdráttur á landsmönnum öllum;
nemendum og kennurum í skólum,
foreldrum bama, sjúklingum og
starfsliði heilbrigðisstofnana, sjó-
mönnum og farmönnum, flug-
mönnum og farþegum.
Ótvírætt verður þó lands-
byggðin harðar úti en höfuð-
borgarsvæðið á flestum sviðum
í þessum niðurskurði og verst
þeir staðir sem skemmst eru á
veg komnir með uppbyggingu.
Ofangreindar tölur segja raunar
ekki alla sögu því að drjúgur hluti
af framlögum yfirstandandi árs fer
upp í skuldagreiðslur vegna fram-
kvæmda sem unnar voru á fyrri
árum.
Hafnarmálin verða þannig mun
harðar úti en hér kemur fram. Til
ráðstöfunar í framkvæmdir við
hafnir á öllu landinu eru í reynd
aðeins um 25 milljónir króna.
Sums staðar ríkir neyðarástand í
hafnarmálum þar sem ekki er einu
sinni unnt að halda við mannvirkj-
um. Á Eskifirði er t.d. löndunar-
bryggjan við loðnuverksmiðjuna
að hrynja saman en við fjárlaga-
gerð var ekki hægt að fá krónu úr
ríkissjóði til úrbóta. Þó var á Eski-
firði landað ámóta miklum sjávar-
afla í fyrra og í Reykjavík og Hafn-
arfirði til samans.
Þannig eru áherslur þeirrar rík-
isstjómar sem fékk fæðingarvott-
orð sitt frá Verslunarráði Islands.
Finnst mönnum ekki kominn tími
til að efna í útförina fyrir þá stefnu
sem þegar hefur getið af sér ófá
minnismerki í bönkum og verslun-
arhöllum á meðan undirstöður
samfélagsins fúna?
Hjörleifur Guttormsson
Tafla I
Framlög ríkissjóðs til opinberra framkvæmda nema alls eftirtöldum
fjárhæðum (í þús. kr.):
Verölag hvers árs Verólag miöaö viö fjárlög 1986 Visitala (1986 = 100)
Reikningur 1982 1 156 172 4 038 697 157
Reikningur 1983 2 633 505 5 405 894 210
Reikningur 1984 2 249 671 3 783 706 147
Reikningur 1985 2 323 354 2 973 864 115
Fjárlög1986 2 578 485 2 578 485 100
Tafla II
Framlög til einstakra liða á verðlagi fjárlaga 1986 nema eftirfar-
andi fjárhæðum (i þús. kr.):
Samdráttur M/kr. hlutfallsleg lækkun
Mennta- og fjölbrautaskólar 71 57%
Héraðsskólar 6 35%
Bygging grunnskóla 151 56%
Dagvistarheimili 15 27%
Bygging íþróttamannvirkja 0 0
Bygging sjúkrahúsa 140 37%
Hafnarmannvirki og lendingarbætur 164 58%
Framkvæmdir á flugvöllum 90 59%
Reikningur 1982 Reikningur 1983 Reikningur 1984 Reikningur Fjárlög 1985 1986
Mennta- og fjölbrautaskólar 123 543 125 467 121 152 72 127 54 700
Héraðsskólar . 23 247 17 054 13 205 18 560 11 000
Bygging grunnskóla 218 679 271 142 207 450 224 085 120 345
Dagvistarheimili 49 254 55 412 53 215 44 673 40 000
Bygging íþróttamannvirkja 33 426 31 602 34 479 40 140 31 650
Bygging sjúkrahúsa 403 659 380 389 296 957 326 063 240 610
Hafnarmannvirki og lendingarbætur 271 761 282 370 271 989 157 500 118 322
Framkvæmdir á flugvöllum 103 136 151 786 107 199 81 919 61 000
Allsm.kr. 1226,7 1315,2 1105,6 965,4 677,6
Haukur Helgason.