Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Síða 16
16 Spurningin Ætlar þú að borða páskaegg um páskana? Jóna Sigurðardóttir bankamær: Já, svona miðlungi stórt og ég ætla að kaupa það sjálf, annars hef ég alltaf fengið það gefið. Páll Aðalsteinsson, sjálfstæður at- vinnurekandi: Alveg örugglega, það hef ég gert svo lengi sem ég man eftir mér. Það verður miðlungsstórt. Lovísa Kristjánsdóttir fasteignasali: Nei, það held ég ekki - mig langar ekkert í svoleiðis, ég er lítið fyrir súkkulaði ogsælgæti almennt. Sigurður Jóhannsson húsgagna- smiður: Ég geri ekki ráð fyrir því, ekki nú orðið þegar maður er farinn að eldast, þau eru líka svo dýr, maður hefur ekki efni á þessu í dag. Guðmundur Árnason myndlistar- maður: Já, alltaf, þau tilheyra finnst mér og eru líka alltaf jafngóð. Sigurður örlygsson myndlistarmað- ur: Nei, aldrei páskaegg, ég er á móti þeim og mér leiðast páskamir. DV. FÖSTUDAGUR 21. MARS1986. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Islendingar neðstir á töflunni Sævar Óli Þórisson skrifar: Eins og landslýður hefur orðið var við hefur forkeppni Eurovision- sönglagakeppninnar farið fram hér á landi. Mér finnst þessi svikamylla hafa gengið of langt. Aftvö hundruð og eitthvað lögum vom 10 valin, ábyggilega síst til þess fallin að vinna keppnina. Annað eins gama- gaul hef ég aldrei heyrt. Af hverju endilega þessi 10 iög? Jú, dómnefnd- in hefur líklega fengið línu frá háttsettari mönnum, þess efnis að ísland hafi ekki efni á að halda keppnina næsta ár - ef svo færi að við ynnum. Ég veit að við getum unnið Eurovision-keppnina og því ekki að reyna. Ég lít á það sem niðurlægingu ef við stöndum okkur illa - en það væri mikil landkynning að vinna. Ég ætla að benda íslensku þjóðinni á að með vali sínu er okkur komið fyrir þar sem Norðmenn voru áður: neðst á stigatöflunni. Þegar rás tvö fór að hæla sigur- laginu í algjöru hófleysi gekk fram af mér - það fór út í algjöran áróður sem enginn gleypir við, síst af öllu íslendingar. Ég lýsi yfir mótmælum vegna forkeppninnar og sigurlags- ins. Því ég vil ekki þurfa að skamm- ast mín fyrir að vera íslendingur. H Sævar ÓLi er ekki ánægður með Gleðibanka Magnúsar Eiríkssonar. Hallæris- leg vöntun á skárri tónlist Tvær fúlar frá Flateyri skrifa: Það er alveg ferlega hallærislegt að það sé ekki hægt að sýna eitt lag með C. Lauper eða Madonnu í Poppkorni. Svo væri náttúrlega enn betra ef það yrðu sýndir tón- leikar með þeim, það er miklu skárra en að hlusta á kerlingu frá ísafirði. Við erum vissar um að Madonnu og C. Lauper aðdáendur eru okkur sammála. Plötur fyrir lanasiyo Aðdáandi skrifar: Ég er hér ein sem er algjör að- dáandi Herberts Guðmundssonar. Mig langar að vekja athygli á því hve góður söngvari hann er. Hann er sá allra stærsti hér á landi. Mig langar endilega að ía að sjá hann í Rokkarnir geta ekki þagnað. Mér finnst. að hann ætti að fa miklu meiri spilun á rás tvö. Eins og þegar hann komst í fyrsta sæti á rés tvö, þá var hann ekkert spilaður miðað við þegar til dæmis System Addict var í fyrsta sæti. Hann er nú að gefa þessar plötur út fyrir hlustend- ur á öllu landinu en ekki fyrir sjálf- an sig. Mér finnst nýja platan hans, Transmit, alveg frábær, þó sérstak- lega beri af lagið I Wont forget. Það er alveg einstakt. Svo í lokin vil ég þakka þeim sem eru með þáttinn A líðandi stundu fyrir góðan þátt, og þá sérstaklega fyrir að taka viðtal við þennan frábæra söngvara, Her- beilGuðmundsson. Della á dellu ofan H. Kr. frá Kirkjubóli skrifar: Mér finnst rétt að vekja athygli lesenda DV á því að svívirðingar þær sem Jón Óttar fær aftur og aftur birtar í blaðinu um Áfengisvamar- áð og þó einkanlega Jóhannes Bergsveinsson lækni em þannig vaxnar að Morgunblaðið hefur op- inberlega beðist afsökunar á því slysi að þær birtust þar einu sinni. DV birtir aftur og aftur það sem er undir virðingu Morgunblaðsins að birta einu sinni og ritstjórn þess þykir meiri háttar skömm að hafa látið sjást. Ég mun halda áfram að gera athugasemdir við það sem málefna- legt eða fræðilegt má kalla í rit- gerðum Jóns Óttars. Nú fullyrðir hann að „léttvínin og bjórlikið hafa stöðvað gífurlega aukningu á áfengisneyslu fyrri áratuga". Ég held að mætti heita verðlaun- um hverjum þeim sem fundið getur eitthvert vit eða rök í þessari full- yrðingu. Þessi tilvitnuðu orð dósentsins em mgl, marklaust mgl. Samt má segja það sé gott hjá öðm verra. A hitt er rétt að minna að bjórlíkið var ekki selt nema á veitingastöð- um. Menn fengu það ekki keypt umfram það sem þeir gátu komið í belginn og tekið þannig með sér heim eða losað sig við innan dyra til að rýma fyrir nýjum birgðum meðan á drykkju stóð. Það er allt önnur tilhögun sem nú er nefnd í bjórfrumvarpi. Nú er nefnilega lagt til að menn fái áfengan bjór í kössum ef þeir vilja og geti þannig safnað birgðum á heimili sínu og vinnustað. Þegar Jón Óttar segir að hags- munir fslendingsins séu aðrir en hagsmunir stúkumannsins er það rugl. Hann hefur viðurkennt að áfengisbindindi væri æskilegast og best þó að hann treysti sér ekki til að mæla með því. Nú segir hann að taka muni nokkrar aldir að ná því marki. Hvað sem um það er eru þó meiri líkur til að bindindi verði almennt en að hófdrykkja verði svo almenn að allir venjist áfengi og enginn drekki sér til skaða. Það er fullreynt. Hjólastuldur fer með mannorðið Faðir skrifar: Hvernig eiga börnin að geta haldið í hjólin sín þegar ekki aðeins ungling- ar, heldur líka fullorðið fólk og jafn- vel gamalmenni taka slíka farkosti ófrjálsri hendi hvar og hvenær sem færi gefst? Já, er það nema von að öskureið móðir láti í sér heyra og ráðist á þá sem hugsanlega stálu hjóli sonar hennar. Drengur og hjól eru sem eitt. 13 til 16 ára unglingum þykir að sama skapi hart að þurfa að þola ákúrur móðurinnar, þeir vita sem er að ekki verður hjá því komist að ganga gegnum þetta aldursskeið, en eiga erfiðara með að sætta sig við hið óskaplega ljóta mannorð sem fylgir því. Og skrifa því í blöðin og segja að það steli nú fleiri hjólum - jafnvel fullorðnir líka og kannski gamal- menni. Þar með eru allir orðnir jafn- spilltir, stela hjólum ef færi gefst og gera eflaust eitthvað fleira ljótt ef marka má þessar ákærur í lesenda- dálkum. Er nokkuð annað hægt að gera úr því sem komið er en að bregð- ast við eins og útlendingar: Dreifa hvítmáluðum reiðhjólum í þúsunda- tali um borgina fyrir hvern sem er, ungan sem aldinn, til notkunar þegar þörf krefur. Þannig hjólum væri ekki hægt að stela, þau teldust sameign borgaranna. Þá fyrst gætu þeir reynt að lappa upp á mannorðið. Þessi hjól eru bæði læst og verður vonandi ekki stolið. r'- '3'- AV />\ Q?' . LÆKNISVITJUN JÁVvy *-•>*-* Sex íslenskir læknar svara ^nsæða *, ; - vA ■9 að er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.