Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Page 19
DV. FÖSTUDAGUR 21. MARS1986. 31 óttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Ribe kemur til íslands í apríl - mun að ollum líkindum leika þrjá leiki í lok mánaðarins Danska handknattleiksliðið Ribe, með Islendingana Gunnar Gunnars- son og Gísla Felix Bjarnason innan- borðs, mun koma í keppnisferðalag til Islands í lok næsta mánaðar. Reyndar er óvíst hvort Gísli getur leikið með liðinu því hann á við meiðsli að stríða. Forsaga málsins er sú að bærinn Ribe verðlaunar árlega þá aðila sem best hafa kynnt borgina út á við. Á síðasta ári var engin spurning um það hverjum hefði tekist það best. Handknattleikslið Ribe vann 2. deildina örugglega og hefur staðið sig vel það sem af er þessu keppnis- tímabili í 1. deild. Bærinn verðlaun- aði þvi félagið og stjórn þess ákvað að láta leikmenn njóta góðs af styrknum. íslandsferð reyndist vera efst á óskalista leikmanna. Félagið setti sig í samband við Sigurð Svavarsson hjá handknatt- leiksdeild Fram en Fram lék við Ribe í æíingaferð félagsins síðastliðið haust. Þjálfari Riþe er enginn annar en Anders Dahl Nielsen, fyrrum lands- liðsfyrirliði Dana. Hann þjálfaði KR hér um árið við góðan orðstír og mun upphaflega hafa átt hugmyndina að förinni hingað. Mikill áhugi er hjá leikmönnum liðsins að leika við KR, en allt er í lausu lofti enn hvort eitt- hvað verður af leik liðanna. „Það hefur ekki enn verið gengið frá því við hverja Ribe leikur. Hug- myndir eru uppi um það að láta liðið leika við Reykjavíkurúrvalið og ef til vill að liðið fari eitthvað út á land og leiki. Ennþá hefur þó ekkert verið frá því gengið. Þá er það einnig inni í dæminu að flétta komu liðsins eitt- hvað við bikarúrslitin er verða á svipuðum tíma,“ sagði Sigurður. Þau handknattleiksfélög er áhuga hefðu á að leika við Ribe geta samið um það við Sigurð. Liðið keihur hingað til lands þann 25. apríl og mun dveljast hér á landi í viku. -fros ii er hann tróð tveimur boltum í einu. DV-mynd Brynjar Gauti \a nn fuknattleik með tíu stiga rifin í troðslukeppninni Olafur Jónsson og Björn Jóhannsson háðu skotkeppni sín á milli og íþróttafréttamenn léku við stjörnu- lið skipað Eiríki Haukssyni stór- söngvara og fleiri seigum köppum. -fros FÆR MARCO VAN BASTEN GULLSKÓINN? Hollendingurinn hefur skorað 34 mörk í 22 leikjum með Ajax. Real Madrid að stinga af? Allt útlit er nú fyrir að Hollending- urinn Van Basten, sem leikur með Ajax, hreppi gullskóinn eftirsótta sem franska knattspyrnutímaritið France Football og ADIDAS veita þeim leikmanni í evrópskri knatt- spyrnu sem skorar flest mörk. Bast- en hefur skorað 34 mörk í 22 leikjum með Ajax og um síðustu helgi skoraði hann eitt mark fyrir lið sitt. Sovétmaðurinn Protassov, sem leikur með Dniepr, skoraði 35 mörk ■ í 34 leikjum með liði sínu en keppnis- tímabilinu í Sovétríkjunum er lokið. Van Basten hefur því alla möguleika á að komast upp fyrir Sovétmanninn því nokkrar umferðir eru enn eftir í Hollandi. Næstur á eftir þeim Prot- assov og Basten kemur Belgíumað- urinn Van der Berg, sem leikur með Anderlecht, en hann hefur skorað 25 mörk í 29 leikjum. Gary Lineker, Everton, kemur næstur með 24 mörk í 34 leikjum. Real Madrid að stinga af? í keppni félagsliða er spænska liðið Real Madrid í efsta sæti með tveggja stiga forskot, hefur 16 stig en Juvent- us frá Ítalíu er í öðru sæti með 14 stig. Paris St. Germain frá Frakk- landi er með 13 stig, Werder Bremen, Þýskalandi, og PSV Eindhoven, Hollandi, með 12 stig og Stuttgart, Nantes, Manchester United og Barc- elona eru öll með 11 stig. -SK Hanna Mjöll vann tvöfalt -á bikarmótin SKÍ í unglingaflokki ieð miklum tilþrifum. DV-mynd Brynjar Gauti. Bikarmót í unglingaflokki 13 til 14 ára var haldið á Dalvík um siðustu helgi. Úrslit urðu þessi: Svig drengja: sek. 1. Arnar Bragason. Húsavík 77,19 2. Jóhannes Baldursson, Akureyri 77,39 3. Vilhelm Þorsteinsson, Akureyri 78,55 4. Jón Áki Bjarnason, Dalvík 79,30 5. Kristinn Björnsson, Ólafsfirði 79,44 Stórsvig stúlkna: 11. Hanna Mjöll Ólafsdóttir, ísaf. 102,68 2. Sara Halldórsdóttir, ísaf. 104,13 3. María Magnúsdóttir, Akureyri 105,15 4. Ása Þrastardóttir, Akureyri 106,51 5. Erna Káradóttir, Akureyri 109,14 Stórsvig drengja: 1. Jóhannes Baldursson, Ákureyri 94,76 2. Jón Ólafur Árnason, ísaf. 95,73 3. Magnús Karlsson, Akureyri 98,23 4. Kristinn Björnsson, Ólafsfirði 98,71 5. Bjarni Jóhannsson, Dalvík 98,77 Svig stúlkna: 1. Hanna Mjöll Ólafsdóttir, Isaf. 89,48 2. Anna fris Sigurðard., Húsavík 98,68 3. María Magnúsdóttir, Akureyri 91,14 4. Jóna Linda Sævarsdóttir 92,28 5. Margrét Rúnarsdóttir , ísaf. 93,03 • Anders Dahl. Góðar minningar frá íslandi. íslands- meistarar kiýndir í kvöld? -er Þróttur mætir ÍS Síðari úrslitaleikur Þróttar og ÍS um íslandsmeistaratitilinn í blaki karla verður í Hagaskóla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19. Liðin léku fyrri úrslitaleikinn fyrir viku. Þróttur sigraði þá, 3-1. Sömu úrslit urðu i bikarúrslitaleiknum í fyrrakvöld. Sigri Þróttur í kvöld er liðið ís- landsmeistari sjötta árið i röð. Sigri ÍS verða liðin að mætast aftur. -KMU Gapozvann stórsvigið - í heimsbikarnum Svisslendingurinn Joel Gapoz tryggði sér heimsbikarinn í stórsvigi er hann sigraði á móti í Lake Placid í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Ro- bert Erlacher frá ítaliu varð annar og Svíinn Ingemar Stenmark, sem flestir álitu sigurstranglegastan, lenti í þriðja sæti. .fr0s Sovét gaf eftir - og Englendingar og Sovétmenn leika landsleik í knattspyrnu á miðvikudag Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, blaða- manni DV í Englandi: Nú er ljóst að Englendingar leika landsleik í knattspyrnu gegn Sovét- mönnum í Tiblisi næsta miðvikudag. Nokkur kergja hefur verið í sam- skiptum Englendinga og Sovét- manna undanfarið vegna þess að Sovétmenn vildu að Englendingar millilentu í Moskvu. Það vildu enskir ekki. Englendingar gáfu Sovétmörmum frest til hádegis í gær til að leysa þessa deilu og tveimur mínútum fyrir tólf í gær barst loks skeyti frá sov- éska knattspyrnusambandinu þar sem lögð var blessun yfir beint flug enska landsliðsins til Tiblisi. Málið er því leyst og þjóðirnar munu mætast á miðvikudaginn. -SK :" ?! • Terry Venables. -hann hættírhjá Barcelonaíjúní I yfirlýsingu, sem forráðamenn spænska knattspyrnufélagsins Barcelona gáfu út i gær, kom fram að þjálfari Iiðsins, Englendingurinn Terry Venables, hefði sagt upp störf- um hjá félaginu 28. febrúar síðastlið- inn. Venables hættir hjá félaginu í júni. Forráðamenn Barcelona sögðu í gær að V enables hætti af persónuleg- ^ _ um ástæðum. Þeir sögðu ennfremur að þeir heföu óskað eftir því við Venables að hann þjálfaði lið Barce- Iona í tvö ár til viðbótar og að þeir teldu hann besta knattspymuþjálf- araíheimiídag. Rætt hefur verið um þann mögu- leika að Venables taki við fram- kvæmdastjórastöðunni hjá Totten- ham Hotspur en slíkt hefur ekki verið staðfest. Forráðamenn Totten- ham sögðu í gær.að ekki væri tíma- bært að ræða þessi mál enn sem komið væri. Þess má geta að Terry ' ' Venables var um tíma leikmaður hjá Tottenham. -SK - hjá ÍBR á morgun Fyrsta aukaþing íþróttabandalags Reykjavíkur i 41 ár verður haldið á morgun að Hótel Esju. Ástæðan fyrir því að til aukaþings er boðað að þessu sinni er sú, að ^ forystumenn iþróttamála i Reykjavik töldu þörf á að ræða innra skipulag og starfshætti bandalagsins og leggja drög að framtiðarstefnu íþróttamála í Reykjavík. Á þinginu verður einnig rætt um samstarf íþróttahreyfingar- innar(félaganna) og borgai-vfirvalda. -SK Tennismót í Digranesi Tennisdeild ÍK heldur tvö tennis- mót i tvíliðaleik um páskana, annars vegar opið tvíliðaleiksmót ÍK og hins vegar FYRIRTÆKJAKEPPNI, en þar ' gildir sú regla að tveir a-menn mega ekkileikasaman. Keppni fer fram í íþróttahúsinu Digranesi dagana 27., 29. og 31 mars. Þátttöku í bæði mótin skal tilkynna fyrir kl. 20 þriðjudaginn 25. mars í eftirtalin simanúmer: 45991 (Guðný), 41019 (Einar) eða 42542 (Amar). Nán- ari upplýsingar um mótin fást einnig í þessum símum. KRANKL ATOPP-10 Hans Krankl, knattspyrnumaður- inn marksækni, sem leikur nú með 2. deildar liðinu Vín í Austurríki, hefur sýnt á sér nýja hlið. Krankl söng inn á litla plötu sem náð hefur inn á topp-tíu í Austurríki. Hann söng þar gamalt lag Paul Anka, Lonely Boy.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.