Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Page 28
40
DV. FÖSTUDAGUR 21. MARS1986.
Andlát
Gunnar Einarsson frá Hjörsey an-
daðist aðfaranótt 15. þ.m. Útförin fer
fram frá Fossvogskirkju þriðjudag-
^ inn 25. mars kl. 13.30.
Halldór Jósefsson, Sólbakka á Bergi,
Kefiavík, er látinn. Jarðsungið verð-
ur frá Keflavíkurkirkju mánudaginn
24. mars kl. 14.
Líney Sigurjónsdóttir frá Sauðár-
króki, síðast til heimilis að Norður-
brún 1, andaðist miðvikudaginn 19.
þ.m.
Þorgils Jónsson, Ægissíðu, Rangár-
vallasýslu, andaðist í Landakotsspít-
ala 18. þessa mánaðar.
Jón Lárusson, Framnesvegi 46, lést
að morgni 20. mars í Borgarspítalan-
um í Reykjavík.
Helga Helen Andreasen, Brattholti
6c, Mosfellssveit, sem lést af slys-
förum 16. mars, verður jarðsungin frá
Lágafellskirkju laugardaginn 22.
mars kl. 14.
Hinrik Gíslason, Skólavegi 15, Vest-
mannaeyjum, sem andaðist sunnu-
daginn 16. mars, verður jarðsunginn
frá Landakirkju í Vestmannaeyjum
laugardaginn 22. mars kl. 14.
Útför Jóns L. Jónssonar frá Hrísum,
sem andaðist 15. mars, fer fram 22.
mars kl. 14 frá Víðidalstungukirkju,
V-Hún. Farið verið í áætlunarbíl frá
Reykjavík. Þeir sem hafa áhuga á
fari hringi í síma 21896 og 20554.
Jón Konráðsson lést á Elliheimilinu
á Selfossi 19._mars.
Anna Lísa Ólafsdóttir, Stífluseli 1,
verður jarðsett föstudaginn 21. mars
kl. 15 frá Bústaðakirkju.
Ferðalög
Ferðaáætlun Útivistar 1986
er komin út
6 lengri ferðir um páska.
Ferðaáætlun ferðafélagsins Úti-
vistar er nýlega komin út. 1 henni
er að finna fjölbreytt úrval lengri og
skemmri ferða um ísland þar sem
áhersla er lögð á gönguferðir og
útiveru við allra hæfi. í ferðaáætlun-
inni eru samtals 225 ferðir sem skipt-
ast í 125 styttri ferðir, 82 helgarferðir
og 18 sumarleyfisferðir. Aukaferðir
verða teknar upp og auglýstar sér-
staklega. A síðasta ári tóku 5620
manns þátt í ferðum Útivistar sem
er mesta þátttaka á 10 ára starfsferli
félagsins en félagið var stofnað þann
23. mars 1975 og er því 11 ára nú á
sunnudaginn. Ferðir Útivistar eru
öllum opnar óg félagsmenn geta allir
orðið gegn greiðslu árgjalds. Innifal-
ið í árgjaldi er ársrit. Útivist fer
eftirfarandi ferðir um páska: 1.
Snæfellsnes-Snæfellsjökull, 5 dagar.
Gist er á Lýsuhóli og farið í göngu-
ferðir um fjöll og strönd. Brottför á
skírdag kl. 9. 2. Snæfellsnes-Snæ-
fellsjökull, 3 dagar með brottför á
laugard. kl. 8. 3. Ný gönguskíðaferð
í Esjufjöll í Vatnajökli. Gist í skála
Jöklarannsóknarfélagsins. 4. Þórs-
mörk, bæði 5 og 3 daga ferðir. Gist
í skálum Útivistar í Básum og farið
í gönguferðir um Mörkina. 5. Öræfi-
Skaftafell. Gist í félagsheimilinu
Hofi. Gefinn verður kostur á snjó-
bílaferð á Vatnajökul í þeirri ferð.
Nánari upplýsingar eru á skrifstof-
unni að Lækjargötu 6a.
Ymislegt
Sólheimaleikar
„Reynir Pétur Ingvarsson, göngu-
garpurinn sem gekk hringinn í kring
um landið sl. sumar til fjáröflunar
fyrir byggingu íþróttaleikhúss á
Sólheimum, býður öllum fötluðum til
íþróttamóts, „Sólheimaleikanna", í
nýja húsinu fyrstu helgina í septemb-
er í haust. I söfnunina höfðu um
áramót borist kr. 8.500 þús„ en söfn-
unarfé er ennþá að berast. Auk
beinna framlaga og efnisgjafa hefur
fyrirgreiðsla einstaklinga og fyrir-
tækja varðandi framkvæmdir verið
með eindæmum. Nokkurt fé vantar
þá enn til að ljúka íþróttaleikhúsinu,
en söfnunin tekur á móti framlögum
í öllum útibúum Landsbanka íslands.
Þá hefur það færst í vöxt að áheit
berist í söfnunina frá fólki sem heitið
hefur á Reyni í tengslum við per-
sónulega hagi sína, svo sem próf,
vinnuumsóknir, happdrætti, veður-
far og aflasæld. Framkvæmdum hef-
ur miðað eftir áætlun. Verið er að
ljúka innréttingu vinnustofa í kjall-
ara hússins og verða þær teknar í
notkun á næstunni. Á efri hæð er
unnið a6 útboði á innréttingu
íþróttasalar og búningsklefa. Verð-
ur það verk væntanlega unnið í vor
og sumar. „Sólheimaleikarnir“ verða
haldnir helgina 6.-7. september í
haust. Þeir heíjast með íþróttamóti
þar sem keppt verður í sundi, bocchia
og borðtennis. Á sunnudeginum
verður fjöldaganga eða göngukeppni
og geta þátttakendur valið milli 24
km, 10 km og 5 km göngu. Leikunum
lýkur með skemmtun og dansi í nýja
húsinu“.
„Mátíþriöja sinn“
Dregið hefur verið úr réttum lausn-
um í skákkeppni „Mát í þriðja leik“
sem Samband ísl. samvinnufélaga
Tgekkst fyrir á 12. Reykjavíkurskák-
mótinu. Á myndinni sést þegar hinir
ungu skáksnillingar Þröstur Áma-
son og Hannes Hlífar Stefánsson
draga úr réttum lausnum. Vinnings-
hafi er Rögnvaldur Örn Jónsson,
Ljósheimum 22 Reykjavík. Hlýtur
hann að launum veglegt taflborð og
vandaða taflmenn.
Utvarp
Sjónvarp
Þórhildur Gunnarsdóttir sölumaður:
Fimmtudagskvöldin góð
Áður fyrr voru fimmtudagskvöld
í sérstöku uppáhaldi hjá mér vegna
leikritanna og enn í dag reyni ég
yfirleitt að hlusta á útvarp á
fimmtudagskvöldum. Mér finnst
líka alveg frábært að hafa sjón-
varpslaust kvöld, Qölskyldulífið fær
annan blæ á þessum kvöldum, það
ríkir önnur stemmning á heimilinu.
Ég hef tekið eftir því að þegar ég
hef sagt útlendingum frá þessum
sjónvarpslausu kvöldum virðast
þeir öfunda okkur - þeir með allar
sínar rásir.
En varðandi útvarpið verð ég hins
vegar að segja að með tveim rásum
og svæðisútvarpi er upplýsinga-
streymi miklu meira en áður þegar
bara var rás eitt alltaf troðfull.
Nú er miklu auðveldara að fylgjast
vel með því sem er að gerast auk
þess sem rás eitt er orðin opnari:
Þá er það dagskráin og er fyrst
að segja að Morgunútvarpið er
frábært. Reyndar tek ég ofan fyrir
útvarpinu í heild, það er til fyrir-
myndar. Mitt uppáhald er meðal
annars ferðaþættir en ég varð fyrir
vonbrigðum með Svein Einarsson í
gær, hann var ekki eins góður og
ég hafði reiknað með, leiddi mig
ekki alveg nógu vel um þann heim
sem hann hafði upplifað. Svo ég
skipti yfir á rás tvö, þar var viðtal
við Ágnési Bragadóttur, mjög
skemmtilegt, bæði opið og persónu-
legt, þær báðar hressar og það er
gaman að hlusta á hresst fólk i
útvarpi.
Ég hlusta alltaf á Svavar, hann
er einn af okkar bestu útvarps-
mönnum, kann að vekja athygli á
því sem hann er með. Hann hefur
ótrúlega mikla yfirsýn yfir tónlist
og er með skemmmtilegt val.
Síðan hlustuðum við hjónin á
fimmtudagsumræðu á rás eitt, það
var rætt um áhugamál okkar og
allra foreldra - Unga fólkið og fíkni-
efnin - Ásdís Rafnar stýrir sínum
umræðum alltaf vel, ákveðið en þó
mjúklega, hún á auðvelt með að fá
fólk til að tala. Sem sagt: þetta var
gott kvöld, eins og fimmtudags-
kvöld yfirleitt - verst að þurfa að
skipta milli rása því þær eru báðar
ágætar.
Iþróttir
Skíðanámskeið
skíðadeildar Víkings
Skíðadeild Víkings heldur sitt árlega
skíðanámskeið dagana 25.-30. mars
nk.
Að venju má búast við að yfirfullt
verði á þessu námskeiði sem öðrum
og er því öllum, sem áhuga hafa á
þessu námskeiði, beint á að skrá sig
sem allra fyrst.
Á námskeiðinu er boðið upp á
margvíslega skemmtun, svo sem
kvöldvökur, leiki, keppnir og margt
fleira. Að venju lýkur síðan nám-
skeiðinu með hinu vinsæla páska-
eggjamóti.
Fyrir þessa daga borga innanfé-
lagsmenn með árskort kr. 4000 en
utanfélagsmenn kr. 4.500. Innifalið í
þessu verði er matur, rútuferðir,
lyftugjald, skálagjöld ogþjálfun.
Allir krakkar, á aldrinum 6-16 ára,
eru velkomnir.
Nánari upplýsingar fást í símum
76902 og 38668, og síminn á skíða-
svæðinu er 99-4666.
KÖKUBASAR
Kökubasar verður haldinn laugar-
daginn 22. mars 1986 kl. 15.00 (kl.
3.00) í Framheimilinu við Safamýri.
Framkonur.
Blöð / Tímarit
Morr«Mt»MtU IIKJ.
**»*!• Mk kwmotrrt M«rxMwtn«uk
JUrttnW KrffW l«r*n
Rnt^tcvkmr ttotouratkt j
Húsfreyjan komin út
1. tölublað 37. árgangur af Húsfreyj-
unni er komið út. Meðal efnis í blað-
inu eru greinar, viðtöl, smásaga, fé-
lagsmál KÍ, handavinnuþáttur með
páskaskrauti, matreiðsluþáttur,
heilsurækt og margt fleira.
íslensku barnabókaverðlaunin
Dómnefnd vinnur um þessar mundir
að því að velja handrit það sem hljóta
skuli íslensku barnabókaverðlaunin
á þessu vori en þá verða þau veitt í
fyrsta sinn. Talsvert á fimmta tug
handrita af bókum fyrir börn og
unglinga barst í samkeppni þá sem
verðlaunasjóður íslenskra barna-
bóka efndi til á síðastliðnu ári, en
skilafrestur rann út um áramótin.
Búist er við að niðurstaða dómnefnd-
ar liggi fljótlega fyrir og stefnt að
því að verðlaunabókin komi á mark-
að í vor, en útgefandi verður Vaka/
Helgafell. Verðlaunasjóðurinn var
stofnaður á síðasta ári í tilefni af 70
ára afmæli barnabókahöfundarins
vinsæla, Ármanns Kr. Einarssonar.
Fjölskylda Ármanns og bókaútgáfan
Vaka lögðu fram stofnfé sjóðsins
200.000 krónur. Tilgangur sjóðsins
er að örva fólk til að skrifa bækur
fyrir börn og unglinga og stuðla jafn-
framt að auknu framboði íslensks
lesefnis fyrir áðurnefnda aldurshópa
á öðrum tímum árs en fyrir jól.
Höfundur besta handritsins, að mati
dómnefndar, hlýtur 40.000 króna
verðlaun að viðbættum höfundar-
launum samkvæmt samningi Rit-
höfundasambands Islands og Félags
íslenskra bókaútgefanda. Dómnefnd
barnabókaverðlaunanna skipa Ólaf-
ur Ragnarsson útgefandi, Hildur
Hermóðsdóttir, bókmenntafræðing-
ur og gagnrýnandi, Eðvarð Ingólfs-
son rithöfundur, Sigrún Klara Hann-
esdóttir lektor og Halldóra Jóns-
dóttir, formaður Nemendafélags
Hlíðaskóla.
Hús og híbýli
hjá ungu fólki
I nýútkomnu tölublaði H&H eru
myndir úr þrem íbúðum sem inn-
réttaðar hafa verið af ungu fólki af
mikilli smekkvísi. Alþingi er heim-
sótt, þetta virðulega hús við Austur-
völl, sem byggt var fyrir einni öld.
Myndskreytt grein er um húsnýting-
arstefnuna sem látin var ráða við
innréttingu húsnæðis fyrirtækisins
Marel við Höfðabakka. Greint er frá
starfsemi fyrirtækisins Parketgólf
sem hefur vakið athygli fyrir lagn-
ingu parkets úr gegnheilum parket-
fjölum.
Sagt er frá heimsókn blaðamanns
H&H til hinnar þekktu verksmiðju
Villeroy & Boch í Þýskalandi.
Memphis-stíllinn svokallaði er skil-
greindur í myndskreyttri grein.
Uppskrift er að páskaborðdúk og
tilheyrandi. Sagt er frá hinum þekkta
hönnuði Luigi Colani sem hannað
hefur ólíkustu hluti fyrir stórfyrir-
tæki um allan heim.
Loks má geta þriðju greinarinnar
um það hvernig stjörnurnar eiga að
hafa áhrif á það hvernig fólk inn-
réttar híbýli sín. Að þessu sinni er
sagt frá híbýlum vatnsbera, hrúta og
fiska.
H&H kemur út sex sinnum á ári
og er þetta fyrsta tölublað þessa árs
en næsta blað kemur út í lok apríl.
Ritstjóri er Þórarinn Jón Magnús-
son. Utgefandi er SAM-útgáfan.
Kosningar í
borgarstjóm
Meirihlutinn í borgarstjóm, sjálf-
stæðismenn, felldi í gær þá tillögu
fulltrúa Framsóknarflokks, Alþýðu-
bandalags og Alþýðuflokks að versl-
unin Mikligarður skyldi fá starfsleyfi
til fimm ára. Áður hafði meirihlutinn
samþykkt í borgarráði að framlengja
leyfi Miklagarðs um tvö ár.
í borgarstjóm var einnig kosið milli
tveggja umsækjanda í stöðu forstöðu-
manns dvalarheimilis aldraðra við
Dalbraut. Margrét S. Einarsdóttir,
sjúkraliði og varaborgarfulltrúi,
hlaut 12 atkæði. Hrönn Jónsdóttir
hjúkmnarfræðingur hlaut 7 atkvæði.
Minnihlutinn lét bóka að hér væri
um augljósa pólitíska veitingu að
ræða. -KMU'