Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Síða 30
42
DV. FÖSTUDAGUR 21. MARS1986.
s«M
HEIÐURSSÆTIÐ
FRANK SINATRA
- NEW YORK NEW YORK
(WEA)
Það er lygi líkast að þetta
lag skuli vera komið í efstu
sæti breska vinsældalist-
ans; lög af þessu tæi hafa
hingað til ekki átt erindi
þangað. En batnandi
mönnum er best að lifa og
maður getur ekki annað en
tekið ofan fyrir tónlistar-
smekk breskra kynhverf-
inga (hvernig á eiginlega
að skrifa þetta?) en þeir ku
eiga stærstan þátt í vel-
gengni þessa lags.
VIÐ FÓTSKÖRINA
DAWID BOWIE(VIRGIN)
ABSOLUTE BEGINNERS
Meistarinn kominn á kreik
með lag úr væntanlegri
kvikmynd samnefndri og
ekki bregst hann frekar en
fyrri daginn. Það er léttur
andi yfir þessu og svo
syngjum við öll með á
frumsýningunni á skírdag.
NOKKRUM ÞREPUM
NEÐAR
HOWARD JONES - NO ONE
ISTO BLAME(WEA)
Hávarður hækkar heldur í
áliti hjá mér við þetta lag;
þetta er hin prýðilegasta
melódía þar sem rafpíanó
leikur æði stórt hlutverk
og syngjandi bassinn á
góða spretti inná milli.
Hann leynir á sér strákur-
inn.
SIMPLY RED
- JERICO (WEA)
Þetta er afskaplega sjarm-
erandi hljómsveit og þó svo
þetta sé ekki hennar besta
lag stendur það upp úr
fjöldanum eins og kaktus í
eyðimörk. Ekkert átakalag
en á góða spretti og söngv-
arinn er meiriháttar.
SHADY (OWENS)
- GET RIGHT NEXT TO YOU
(FUNKIN MARVELLOS)
Þetta er ekki einleikið með
stælingarnar á Madonnu,
nú er Shady vinkona okk-
ar, sem var byrjuð að
syngja um svipað leyti og
Madonna lærði að ganga,
látin stæla stúlkubamið í
bak og fyrir. Lagið er svos-
um allt í lagi en það er
voðaleg verksmiðjulykt af
þessu.
KARIN & ANDERS
GLENMARK - JUST LIKE
THAT (POLAR MUSIC)
Abba gengin aftur? Næst-
um því; lagið eftir þá Bjöm
og Benny en aðrir söngvar-
ar. Sama Abba poppið sem
vaggar manni ljúflega í
svefn... zzzzzz -SþS-
HHH1 ROBERT WYATT - OLD ROTTENHATS
TONUSTIN BYR
EKKIÍ TÁNUM
Robert Wyatt er enginn nýgræðing-
ur á akri tónlistarinnar. Fljótlega upp
úr 1960 hóf hann feril sinn, tók að
leika á trommur í hljómsveit sem eftir
nokkrar manna- og nafnabreytingar
tók sér seint og síðar meir endanlegt
nafn eftir einni af bókum bandaríska
rithöfundarins Bill Burroughs - Soft
Machine. Fyrstu plötur þeirra félaga,
þær komu út á árunum í kringum
sjötíu, höfðu mikil og góð áhrif á
breska tónlist og snúast enn í dag á
sumum fónum. En einhverra hluta
vegna gekk samstarf Soft Machine-
sveitarinnar ekki sem skyldi og þar
kom að höfuðpaurinn, Robert Wyatt,
tók hattinn sinn og hélt út á sóló-
brautina.
Þegar hann hafði gefið út eina plötu
lenti hann í slysi, hryggbrotnaði og
lamaðist fyrir neðan mitti. En ferill
hans síðan sannar enn hið fom-
kveðna að oft kemst fótalaus fyrna-
langt. Robert Wyatt nýtur í dag
mikillar virðingar sem tónlistarmað-
ur en hann er meira en það: Textar
hans eru svo góðir að þeir skipa
honum á bekk með skáldum. Hann
er ötull og beinskeyttur talsmaður
þeirra sem eiga undir högg að sækja,
ekki síst breskra verkamanna. Fyrsta
lag Old Rottenhats er einmitt fyrir
þeirra hönd, Alliance - aldeilis frá-
bært, rólegt og hljóðlátt, vel samið,
söngurinn ólýsanlegur. Þó öll platarj
sé gríðarlega sterk held ég að mér
finnist byrjunin rísa hæst. Segi ég
þangað til kemur að næsta lagi,
United States of Amnesia, um
gleymdar syndir þeirra fyrir vestan.
Wyatt syngur tungum tveim og blístr-
ar skemmtilegt sóló af snilld.
Og platan snýst, ef ég held áf'ram
að skrifa um hvert einstakt lag verð
ég að strika út það sem ég sagði um
Alliance. Það væri þá helst síðastá
lag hliðar eitt, Behind the Dotted
Line, sem ekki rís hæst, að því und-
anskildu er Old Rottenhats ein af
þeim plötum þar sem hvert lag er
betra en lagið á undan. Og hún er
þar að auki ólík annarri tónlist,
Robert Wyatt hefur allan sinn feril
verið um margt sérstæður listamaður,
ekki farið alfaraleiðir, heldur þroskað
sinn eigin stíl.
Það má vera að einhverjum þyki
tónlistin á Old Rottenhats einum of
þunglamaleg eða dauf, kannski of
fáguð - en þó held ég að miklu fleiri
fái illa staðist töfra hennar, sem ef til
vill má kalla töfra einfaldleikans.
Allt er svo rólegt og jú, vissulega
nógu fágað, hljóðfærin hvorki mörg
né hávær, t.d. heyrist varla nokkurn
tíma í bassatrommu.
Þetta er ekki ekta popp og ef ég á
að vera djarfur myndi ég halda því
fram að Robert Wyatt væri undir
áhrifum frá David Crosby, Joni Mitc-
hell, Weather Report og Cleo Laine,
en eiginlega skortir mig yfirsýn og
dirfsku til að benda á hugsanlega
ættingja hans, þó ég neiti því ekki
að allt þetta tónlistarfólk er óljóst á
sveimi í huga mínum er ég hlusta á
Old Rottenhats. Sem ég mæli eindreg-
ið með. JSÞ.
DREAM ACADEMY - DREAM ACADEMY
Draumatónlist
Það er ákaflega sjaldan að á vegi
manns verða plötur sem innihalda
tónlist sem verður þess valdandi við
hlustun að sæluhrollur hríslast niður
eftir bakinu á manni.
Einmitt þess vegna verður maður
svo óumræðilega glaður þegar slíkar
plötur skjóta upp kollinum. Ein slík
er plata Dream Academy sem ber
nafn hljómsveitarinnar og kom út
seint á síðasta ári.
Dream Academy er bresk hljóm-
sveit skipuð þremur ungmennum;
þeim Gilbert Gabriel, sem leikur á
hljómborð og syngur, Nick Laird-
Clowns, sem leikur á gítar og munn-
hörpu og syngur aðalrödd, og Kate
St. John, sem leikur á óbó, píanó,
sópran, saxófón og syngur með meiru.
Sú síðasttalda gefur hljómsveitinni
ansi skemmtilegan blæ með þeim
hljóðfærum sem hún leikur á auk
þess sem strengjaútsetningar setja
mikinn svip á tónlist hljómsveitarinn-
ar.
Tónlistin er á heildina litið nokkuð
gamaldags í uppbyggingu og stíl en
um leið mjög fjölbreytt þannig að
platan er sífellt að koma manni á
óvart þó svo hlustað hafi verið á hana
æði mörgum sinnum.
Og svo eru perlurnar sem valda
hrollinum fyrrnefnda en þær eru
nokkrar á plötunni og eiga það sam-
eiginlegt að vera fyrst og fremst gull-
fallegar melódíur en mig grunar að
heillandi óbóleikur eigi sinn þátt í
því að gera þær jafn ómótstæðilegar
og raun ber vitni. Óbóið skapar visst
klassískt yfirbragð án þess að ég sé
þar með að segja að klassískt yfir-
bragð sé nauðsynlegt til að gera lag
gullfallegt í mínum eyrum. Þetta fer
bara einkar vel saman í þessu tilviki.
Lögin sem valda hrollinum eru Life
In A Northem Town, This World og
The Party en það fyrstnefnda hefur
heyrst víða enda nýlega mjög vinsælt
í Bandaríkjunum.
Önnur lög á plötunni standa þessum
þrem lítt að baki og ætti lesendum
þá að vera ljóst um hvílíkan kjörgrip
er hér að ræða.
Ég held að það þurfi ekki að segja
meira um þessa plötu. Hlustun er
hóli ríkari.
-SþS-
CRUZADOS ■ CRUZADOS
Beturmá efduga skal
Ekki veit ég til að Cruzados hafi
áður látið í sér heyra á plötu né hvort
þeir séu komnir til að vera. Þetta er
spænskættuð hljómsveit en ekki er
að heyra að þjóðlegra áhrifa gæti í
tónlistinni. Eitt lag er að vísu sungið
á spænsku, Flor de mal, og sker það
sig nokkuð frá öðrum lögum plötunn-
ar.
Það væri í sjálfu sér engin eftirsjá
að því þó Cruzados sneru sér að öðru
en tónlist, þá stæði platan, er ber
nafn hljómsveitarinnar, sem lítill
minnisvarði meðal annara lítilla
minnisvarða sem enginn tekur eftir.
En Cruzados er óráðið dæmi, það er
ekki laust við að þeir hafi einhvem
neista sem segir mér að þeir ætli
áfram. En það verður þá að blása
kröftuglega í þann neista því það er
nokkuð langt írá því að platan sé
góð. Ég væri að vísu ekkert hissa þó
hún höfðaði til þeirra sem hafa án-
ægju af að hlusta á þungarokk, hún
er á þeim slóðum, en samt er eins og
Cruzados viti ekki alveg hvaða öngli
þeir eigi að beita. Þó laglínumar séu
í anda þungarokkssveita - fremur
bragðdaufar - er krafturinn langt frá
því nógu mikill til að vera hrífandi.
Fyrir nýja hljómsveit er þessi plata
engan veginn nógu afgerandi, annað
hvort verður Cruzados tvö að vera
i
margfalt betri eða það þýðir ekkert
að vera að þessu. Ég mun aldrei setja
hana á fóninn minn aftur, ekki það
að hún sé svo léleg að ég hafi þjáðst
af að hlusta á hana, heldur bara af
því það era til svo ótal margar plötur
með svipaða tónlist sem era margfalt
betri. Hljóðfæraleikurinn er til dæmis
ekki nema rétt sæmilegur - þó það
heyrist lifandis ósköp í gítarnum er
greinilega enginn snillingur sem slær
strengina. Söngurinn er að vísu
ágætur, ekki ólíkt því að Graham
Parker sé við hljóðnemann, en það
er líka helsta hrósyrðið sem ég vil
hafa um Cruzados.
-JSÞ.
POPP-
SMÆLKI
Sæl oy blessuð. . . Þær
dapurlegu fréttir hafa borist
frá Bandarikjunum aó hljóm-
borðsleikari og eimi af upp-
haflegu stofnendum hljóm-
sveitarinnar The Band, Ric-
hard Manuel, sé látinn.
Manuel stytti sér aldur án
nokkurrar sýnilegrar
ástæðu, á hóteli i Florida.
The Band hafði nýlega hafið
störf aó nýju og var á hljóm-
leikaferð sem gekk glimr-
andi vel þegar þessi hörmu
legi atburður átti sér stað. .-
. Pete De Freitas trommu-
leikari Eclio And The
Bunnymen hefur yfirgefið
hljómsveitina og hefur Blair
Cunningham fyrrum trymhill
í Haircut 100 tekið sæti
hans. Engar sérstakar
ástæður hafa verið gefnar
upp fyrir brottför De Freitas,-
. . Málaferli út af nafni
hljómsveitarinnar Status
Quo eru nú til lykta lcidd.
Upphaf málsins var brottför
bassaleikarans Alan Lan-
cester úr hljómsveitinni fyrir
nokkru en hann sagðist eiga
nafnið Status Quo og hann-
aói þeim Francis Rossi og
Rick Parfitt að nota það'
Framar. Þeir voru hins vegar
ekki á þeim buxunum aö
gefa sig og fóru i mál við
Lancaster. Dómur féll á
dögunum á þann veg að
Rossi og Parfitt fá að halda
nafninu. . . Nýju stjörnurnar
í Bretlandi Sigue Sigue
Sputnik fá ekki alls staðar
jafn góóar móttökur. Á tón-
leikum nýlega i Reading fóru
segulbönd hljómsveitarinnar
i flækju og til aó bjarga þvi
sem bjargað varó reyntlu
liðsmenn hljómsveitarinnar
að liafa ofanaf fyrir áheyr-
endum með vafasömum
bröndurtim um svertingja og
aðra minnihlutahópa. Eitt-
hvað féll húmorinn i grýttan
jarðveg því áheyrendur
grýttu ýmsu lausleyu í
hljómsveitina svo sem eins
ag flöskum og fleiru nær-
tæku. Einn hljómsveitar-
manna svaraði i söntti mynt
og afleiðingin var kæra
i/egna þess aó sá er fyrir
flöskunni varð þurfti um
þrjátiu! spor í ennið á næstu
saumastofu. Hafi honurn
t/eriö í nöp við hljómsveitina
á eftir gat hann tekiö gleði
sína aftur eftir hljómleika
SSS i Coventry en þá var
dæminu snúið við og einn
liðsmanna SSS fluttur á
saumastofuna eftir að liafa
skallað flösku. Hann þurfti
sjö spor. . . Ekki er ein báran
stök hjá eymingja Andrew
V
Ridgeley. Vart hafði liann
misst djobbió i Wham! er
hann missti djohbið sem
kappakstnrsbi Istjóri hjá
Renaultfyrirtækinu. Kunnug-
ir segja að forstjórunum hafi
borist viógerðareikningur-
inn . . Ekki nieir um það. . .