Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Blaðsíða 33
DV. FOSTUDAGUR 21. MARS1986.
45’
Sviðsljós Sviðsljós
Ef hægt er að tala um hundrað prósent sveiflu þá var þessi hundrað og
þrjú prósent hjá Harris og félögum. Frá vinstri: bassaleikarinn Ralph
Armstrong, tommarinn Sherman Ferguson og Eddie Haris.
Akureyri:
Rafinagnaóur
Eddie
Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni
DV á Akureyri:
Jassarinn og grínistinn Eddie
Harris fékk frábærar undirtektir
þegar hann lék í Alþýðuhúsinu á
Akureyri síðastliðið sunnudags-
kvöld. Margir voru mættir til að
klappa, sneisafullur Alli hlustaði á
snillinginn og félaga hans, bassa-
leikarann Ralph Armstrong og
trommarann Sherman Ferguson.
Tónleikarnir á Akureyri voru fyrstu
tónleikar Harris í þessari Islands-
heimsókn hans. Hann lék kvöldið
eftir í Broadway og síðar í Vest-
mannaeyjum. Jass í heimsklassa og
írábærir náungar, Harris og félagar.
Það fer í verra ef prestinum vefst
tunga um tönn...
Brúðarkjóllinn á meðfylgj-
andi myndum er danskur og
þykir kannski heldur í djar-
fara lagi. En fyrir þá sem eru
að byggja og hafa lítil aurar-
áð er það þó huggun harmi
gegn að efnið er ekki dýrt í
Efþú
baxa
... en hann er þó heppinn að þurfa
ekki að segja margt að lokum.
alklæðnað af þessu tagi og
eftir athöfnina má endur-
nýta ,,átfittið“ í slaufur,
gluggatjöld og borða af hin-
um ýmsu stærðum og gerð-
um.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Hólmfríður
Karlsdóttir
er isköld eins og fósturjörðin að
sögn danska blaðsins Se og Hor.
Augun sem iskristallar og tenn-
urnar hvitar sem nýfallin mjöll.
Að vera fegursta kona heims er
henni eingöngu hrein og klár
viðskipti segir sama blað og
bætir við að þetta hafi hún lært
á undanförnum mánuðum. Og
svo á hún lika kærasta sem les
lög heima á íslandi og er öfund-
sverðasti karlmaður i veröldinni
- þeir eru með þetta allt á hreinu
frændur okkar á flatlendinu.
John
Forsythe
hoppaði þegar hann fann heilan
flokk málara í svefnherberginu
sinu einn daginn þegar hann kom
heim úr vinnunni. Hvað þeir voru
að gera þarna? Auðvitað að
mála kytruna í hólf og gólf. Karlin-
um líkaði ekki bara illa við nýja
litinn heldur vildi ráða sjálfur
hvenær og hvernig svefnstaður
hans væri farðaður. Þegar leið á
daginn kom nágranninn á næsta
horni og hirti til sin vinnuflokkinn,
sem átti víst upphaflega að snyrta
til hjá honum en ekki Forsythe.
Nú á leikarinn frægi von á málur-
unum aftur fijótlega - til þess að
mála svefnherbergið aftur í uppr-
unalega litnum.
Paul Anka
á að minnsta kosti einn aðdáanda
ennþá. Gamla poppkempan söng
á sviði í Las Vegas í vetur og
meðal áheyrenda var arabiskur
olíusjeik. Hann féll kylliflatur fyrir
hljóðunum i Anka og sendi þakk-
argjöf að loknum hljómleikunum
- eitt stykki sportbíli á litlar tiu
milljónir króna. Paul gamli Anka
kom ekki upp nokkru hljóði lengi
á eftir.
Fiskréttir frá kr. 160,-
Kjötréttir frá kr. 200,-
OPIÐ KL. 8-21.45
ALLA DAGA.
Smurbrauðstofqn
BJORNINN
SMURT BRAUÐ OG SNITTUR - Njálsgötu 49 - Sími 15105.
ötluvv
Laugaveg 34a-Sími 14165
auglýsir:
Kjötbær er ekki einungis góð kjötbúð, hjá okkur
færð þú allar mjólkurvörur, brauð, fisk, ávexti,
grænmeti og flest annað er viðvikur matargerð.
í hádegi bjóðum við upp á 6-8 Ijúffenga rétti sem
þú getur borðað á staðnum eða tekið með út.
Kjötbær, Laugavegi 34, sími 14165.
Opið laugardaga til kl. 2.
^RARIK
BL. ^ RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
RAFEINDAVERKFRÆÐINGUR/
-TÆKNIFRÆÐINGUR
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir aö ráða, rafeinda-
menntaöan starfsmann til starfa á rafeindadeild stofn-
unarinnar.
Starfið er aðallega fólgið í áætlanagerð, hönnun og
verkumsjón með framkvæmdum og tæknilegum
rekstri á fjargæslu- og fjarskiptakerfum. Starfið býður
upp á fjölbreytt og áhugaverð verkefni við rafeinda-
búnað, tölvur og hugbúnað almennt.
Leitað er að manni með próf í rafeindaverkfræði/-
tæknifræði eða sambærilega menntun.
Upplýsingar um starfið veitir deildarverkfræðingur
rafeindadeildar RARIK í síma 91-17400.
Umsóknum, er greini menntun og fyrri störf, ber að
skila til starfsmannadeildar, Laugavegi 118, Reykjavík,
fyrir 10. apríl 1986.
Rafmagnsveitur ríkisins.
Laugavegi 118,105 Reykjavík.
í G.
im
Auglýsendur, athugið.
Síðasta blað fyrir páska
kemur út MIÐVIKU-
DAGINN 26. MARS og
fyrsta blað eftir páska
kemur út ÞRIÐJUDAG-
INN l.apríl.