Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Side 35
DV. FÖSTUDAGUR 21. MARS1986.
47
Föstudagur
21.mars
Sjónvaip
19.25 Brúðuleikur - Endursýn-
ing. Höfundar og flytjendur
Sigríður Hannesdóttir og Helga
Steffensen.
19.40 Björninn og refurinn.
Fimmti þáttur. Teiknimynda-
flokkur í fimm þáttum. I>ýðandi
Trausti Júlíusson. (Nordvision
Finnska sjónvarpið.)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Frcttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Unglingarnir í frumskóg-
inum. Umsjónarmaður Jón
Gústafsson. Stjórn upptöku
Gunnlaugur Jónasson.
21.10 Knstljós. Þáttur um innlend
málefni. Umsjónarmaður Sonja
B. Jónsdóttir.
21.45.00 Sá gamli (Der Alte). Nýr
flokkur-Fyrsti þáttur. Þýsk-
ur sakamálamyndaflokkur í
þrettán þáttum. Aðalhlutverk:
Siegfreid Lowitz og Michael
Ande. „Sá gamli“ hefur ekki
síður notið vinsælda í heima-
landi sínu en Derrick, starfs-
bróðir hans. þótt hann beiti ekki
alveg sömu aðferðum til að ráða
fram úr flóknum málum. Þýð-
andi Kristrún Þórðardóttir.
22.40 Seinni fréttir.
22.45 Bjarnarey. (Bear Island).
Bresk/kanadísk bíóm.vnd frá
1979, gerð eftir samnefndri bók
eftir Alistair McLean. Leikstjóri
Don Sharp. Aðalhlutverk: Don-
ald Sutherland, Vanessa
Redgrave, Richard Widmark,
Christopher Lee, Lloyd Bridges
og Barbara Parkins. Vísinda-
menn við rannsóknir á norður-
slóðum komast í hann krappan.
Margt bendir til að í hópnum séu
útsendarar nasista í annarlegum
erindagjörðum. Þýðandi Björn
Baldursson.
00.50 Dagskrárlok.
Útvarprásl
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
Tónleikar.
14.00 Miðdegissagan: „Á ferð
um ísrael vorið 1985“ Bryndís
Víglundsdóttir segir frá (5).
14.30 Sveiflur - Sverrir Páll Er-
lendsson. (Frá Akureyri)
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar. a.
Píanósónata í A-dúr op. 120 eftir
Franz Schubert. Ronald Turini
leikur. b. Ótókvartett í F-dÚr
K. 370 eftir Wolfgang Amadeus
Mozart. Iíinleikarar úr Fíl-
harmóníusveit Berlínar leika.
17.00 Helgarútvarp barnanna.
Stjórnandi: VemharðurLinnet.
17.40 Úr atvinnulifinu - Vinnu-
staðir og verkafólk. Umsjón:
Hörður Bergmann.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.35 Tilkynningar.
19.45 Þingmál. Umsjón: Atli
Rúnar Halldórsson:
19.55 Daglegt mál. örn Úlafsson
. flytur þáttinn.
20.00 Lög unga fólksins. Þóra
Björg Thoroddsen kynnir.
20.40 Kvöldvaka. Umsjón: Helga
Ágústsdóttir.
21.30 Frá tónskáldum. Atli
Heimir Sveinsaon kynnir feril
Hafliða Hallgrímssonar.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgun-
dag8Íns. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Lestur Passíusálma (47)
22.30 Kvöldtónleikar. a. „Frau-.
enliebe und Leben", lagaflokkur
op. 42 eftir Rotert Schumann.
Sigríður Ella Magnúsdóttir
syngur; Ólafur Vignir Alberts-
son leikur á píanó. b. Tilbrigði
eftir Witold Lutoslawski við stef
eftir Niccolo Paganini. Gísli
Magnússon og Halldór Har-
aldsson leika á tvö pt'anó.
23.00 Heyrðu mig eitt orð.
Umsjón: Kolbrún Halldórsdóttir.
24.00 Fréttir.
00.05 Djassþáttur - Jón Múli
Árnason.
01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á
RÁS2til kl. 03.00.
ÚtvaiprásII
14.00 Pósthólfið í umsjá Valdísar
Gunnarsdóttur.
16.00 Léttir sprettir. Jón Ólafs-
son stjórnar tónlisUirþætti með
íþróttaívafi.
Útvarp Sjónvarp
Bíómynd kvöldsins í sjónvarpinu, Bjarnarey, er gerð eftir samnefndri sögu eftir Alistair McLean.
Sjónvarpið kl. 22.45
BJARNAREY
í kvöld verður sýnd bresk-kanadísk
bíómynd frá 1979, Bjarnarey. Er hún
gerð eftir samnefndri bók eftir Alista-
ir McLean. McLean hefur notið gifur-
legra vinsælda hér á landi sem reyf-
arahöfundur og bækur hans undan-
tekningarlaust verið metsölubækur
fyrir hver jól. Hafa margar sögur
hans verið kvikmyndaðar og notið
mikilla vinsælda.
Bjamarey er afskekkt heimskauta-
eyja þar sem vísindamenn frá Sam-
einuðu þjóðunum starfa við lofts-
lagsrannsóknir. Þar var kafbátahöfn
Þjóðveija í seinni heimsstyrjöldinni
en nú er þessi óbyggilegi staður hluti
af vamarkerfi Nato.
I vísindamannahópnum eru margir
með leyndardómsfulla fortíð: Þar er
amerískur líffræðingur, Frank Lans-
ing (Donald Sutherland), Hedi Lind-
quist, (Vanessa Redgrave) sem er
norskur læknir. Prófessor Otto Ger-
ran (Richard Widmark) sem er þýskur
og foringi hópsins. Einnig er þarna
pólskur prófessor sem Christoper Lee
leikur ásamt fleira fólki.
Fljótlega fer ýmislegt merkilegt að
gerast þarna í einangruninni og dul-
arfullir atburðir eiga sér stað. Margt
bendir til þess að þama séu útsendar-
ar nasista í annarlegum erindagjörð-
um. Kemur þá ýmislegt í ljós varðandi
fortið leiðangursmanna.
Frægir leikarar
Það er mikið um fræga leikara í
þessari mynd enda hefur það verið
einkennandi fyrir myndir eftir sögum
McLean að þar er alltaf mikið leik-
araval. Hins vegar hafa þær ekki
alltaf tekist sem skyldi einhverra
hluta vegna. Frægust er sjálfsagt
Arnarborgin en það var mjög góð
spennumynd.
Donald Sutherland, sem leikur í
myndinni, er frá Kanada og varð
frægur í lok sjöunda áratugarins.
Hann hefur leikið í mörgum frægum
myndum enda er hér úrvalsleikari á
ferð. Hann sló fyrst í gegn i stríðs-
myndunum M.A.S.H. og Kellv's
Heroes. Síðan lék hann m.a. í Klute
og Don’t Look Now. Einnig lék hann
í Nálarauganu sem var sýnd hér í
kvikmyndahúsi nýlega.
Leikara eins og Vanessu Redgrave,
Richard Widmark og Christopher Lee
ætti ekki heldur að þurfa að kynna.
Kvikmyndahandbókin gefur mvnd-
inni hálfa stjörnu sem er ekki sérstök
einkunn. En þó ætti að vera í lagi
að horfa á mvndina ef fólk hefur
ekkert annað að gera. -SM J
Sjónvarpið kl. 21.45:
Sá gamli - nýr leynilögreglumaður
í kvöld kemur nýr leynilögreglumað-
ur til að stytta okkur stundir á föstu-
dagskvöldum. Það er orðinn fastur
liður að hafa sakamálaþætti á föstu-
dagskvöldum og er það ágætur siður
en leynilögregluþættir eru mjög vin-
sælt sjónvarpsefni.
Þessi nýi þáttur fjallar um lögreglu-
mann sem gengur undir nafninu Sá
gamli og er hann samlandi okkar
ágæta félaga, Derricks. Hefur hann
að sögn notið svipaðra vinsælda og
Derrick þó hann beiti ekki sömu
aðferðum við að leysa gáturnar. Þetta
er þrettán þátta röð og aðalhlutverk-
in eru leikin af þeim Siegfried Lowitz
og Michael Ande. Sá gamli heíúr
aðstoðarmann eins og Derrick og
Holmes en aðstoðarmennirnir eru
ekki síður mikilvægir fyrir uppbygg-
ingu myndarinnar.
Þessi íyrsti þáttur heitir Liðhlaup-
inn. Segir hann frá manni einum sem
vingast við prófessorsdóttur. Hann
er glæpamaður en vill hætta því þegar
hann kynnist þessari stúlku sem hann
er mjög hrifinn af. En það er ekki svo
auðvelt að losna út úr því umhverfi
sem hann hefur lifað í til þessa. Menn
ganga víst ekki svo auðveldlega út
úr þessum félagsskap og gengur
honum illa að losa sig við sína fyrri
félaga. Kemur að því að sá gamli
verður að hefja afskipti.
Það er Kristrún Þórðardóttir sem
þýðir þættina og segir hún að þeir séu
mjög spennandi og skemmtilegir.
Atburðarásin er hröð en hver þáttur
ersjálfstæður. -SMJ
< ' -m.
Það er leikarinn Siegfried Lowitz sem
leikur þann gamla sem heitir reyndar
Erwin Koster.