Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Blaðsíða 2
2
DV: ÞRÍÐJUDAGUR 22. ÁPRÍL 1986.
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Happdrætti Slysavamafélagsins
Sex íbúða-
vinningar á
miða
félagsins
Aðeins ein íbúð af sjö er gengin út
í happdrætti Slysavamafélags Is-
lands. Dregið var 8. apríl síðastliðinn
úr öllum útgefnum miðum. Miða-
fjöldi var 224 þúsund. Samkvæmt
upplýsingum frá Haraldi Henrys-
syni, forseta Slysavamafélagsins,
seldust rúmlega 60 þúsund miöar.
„Það em mjög litlar líkur á því að
einhver komi með vinningsmiða úr
þessu, en þó er það hugsanlegt,"
sagði Haraldur. Að öllum líkindum
renna hinar íbúðimar sex til Slysa-
vamafélagsins. Ibúðimar sem ekki
hafa gengið út em á miða númer
117336, 132917, 146387, 187263,
190464, 199381,
-KB
Hér fylgjast menn grannt með tölvunni velja vinningsnúmerin sjö í happ-
drætti Slysavarnafélags íslands. Á myndinni má m.a. sjá þá Þorkel Gíslason
borgarfógeta og Sigmar B. Hauksson.
Bæjarfógeti krefst nafn-
breytingar og hótar lokun
Verður skemmtistaðurinn Starlight í Keflavík innsigiaður?
Kvenfélagið í Grundarfirði, sem ber
nafnið Gleym mér ei, hélt nýlega
árshátíð. Þótti hún takast mjög vel
og skemmtu gestir sér hið besta. Á
myndinni má sjá nokkra þeirra og
leynir ánægjusvipurinn á andlitun-
um sér ekki.
DV-mynd Bæring
Löggu-
skandall
- leiðrétting
Á lesendasíðu DV sl. föstudag, 18.
apríl, birtist aðsent lesendabréf,
eignað fjórum nafngreindum lög-
reglumönnum. Lögreglumennimir
sendu blaðinu ekki þetta bréf. Les-
endabréfið birtist fyrir mistök. DV
biður |>essa nafngreindu einstakl-
inga afeökunar á mistökunum.
Athugasemd
viðfrétt
Röntgentæknar á Borgarspítalan-
um vilja koma eftirfarandi á fram-
færi:
Frétt DV 21.04., þar sem staðhæfl
er að ein af kröfum röntgentækna í
sérkjarasamningum sé þess efnis að
eyðnisjúklingar fai ekki aðgang að
salemum starfsfólks, er algerlega
röng og ekki frá röntgentæknum
komin.
Blaðamanni DV var gert ljóst að
þessi frétt væri úr lausu lofti gripin
og ætti sér enga stoð. Þrátt fyrir það
birti hann rangar upplýsingar og
hörmum við vinnubrögð sem þessi.
F.h. röntgentækna á Borgarspítal-
anum:
Auður Ó. Vatnsdal.
Ema Agnarsdóttir.
DV stendur við frétt sína. Hún er
byggð á heimildum sem blaðið telur
öruggar. Hitt er rétt að ekki er kom-
ist svona að orði í kröfúgerð rönt-
gentækna.
„Lögregluþjónar heimsóttu mig á
föstudaginn. Þeir komu með boðsend-
ingu frá bæjarfógetanum þar sem mér
var tilkynnt að ég yrði að breyta nafn-
inu Starlight innan sjö daga. í bréfinu
stóð að ef ég gerði það ekki yrði veit-
ingaleyfi mitt afturkallað,“ sagði
Ragnar Öm Pétursson, veitingamaður
í Keflavík og eigandi Veislu hf., veit-
ingahúss, Vesturbraut 17.
Ragnar sagðist hafa auglýst dans-
leiki undir nafhinu Starlight í blöðum
fyrir sl. helgi. „Ég var búinn að aug-
lýsa eftir nafrii á veitingastaðinn fyrir
stuttu. Engar nothæfar tillögur bár-
ust. Það var svo í sl. viku að ég ákvað
að kalla veitingastaðinn Starlight,"
sagði Ragnar.
„Við fengum ábendingu frá íslensku
málfarsnefndinni um að nafhið Starl-
ight væri brot á lögum frá 1982 um
nöfn á veitingastaði. Það mætti ekki
nota erlend nöfn á skemmtistaði.,,
Bannað er að nota önnur nöfn á veit-
ingastaði en þau sem skráð eru,“ sagði
Jón Eysteinsson, bæjarfógeti í Kefla-
vík.
„Þar sem hér var um brot á lögum
að ræða sendi ég Ragnari Erni Péturs-
syni, eiganda Veislu hf., bréf þar sem
ég fór fram á að hann breytti nafni
veitingastaðarins," sagði Jón.
Hvað ætlar Ragnar Öm að gera?
„Ég hef nú málið í athugun. Það verð-
ur tekin ákvörðun um það á morgun
hvað gert verður,“sagði Ragnar Örn
Pétursson.
-SOS
NYTT HAPPDRÆTTI
BÆTIST í HÓPINN
Frumvarp um talnagetraunir, stund- band íslands, Ungmennafélag íslands Þeim svipar til getraunaseðla í íþrótt-
um nefhdar lotto, var í gær samþykkt og Öryrkjabandalag íslands starfræki um; í stað leikja koma talnaraðir.
sem lög frá Alþingi. saman talnagetraunir. Getraunir sem
Lögin gera ráð fyrir að íþróttasam- þessar eru nýtt fyrirbrigði hér á landi. -APH
Mikil afköst á Alþingi:
Fimmtán
frumvörp
afgreidd
sem lög
Fimmtán frumvörp voru afgreidd frá
Alþingi í gær sem lög. Fundi í neðri
deild lauk laust fyrir klukkan fjögur
í nótt og í þeirri efri rétt eftir mið-
nætti. Þá höfðu þingmenn fundað nær
sleitulaust frá því klukkan tvö um
daginn.
Frumvarp um lögvemdun starfs-
heitis og starfsréttinda kennara var
samþykkt sem lög. Þar er m.a. gert ráð
fyrir að óheimilt sé að ráða réttinda-
lausa kennara til starfa. Þó er hægt
að sækja um undanþágu þegar ókleift
reynist að fá réttindamann. Þá varð
hið margumtalaða frumvarp mennta-
málaráðherra um þjóðarátak til
byggingar Þjóðarbókhlöðu að lögum
í gær. Þá var lögfest frumvarp sem
gerir ráð fyrir að dráttarvextir falli á
vangoldin meðlög. Frumvarp um
ógildingu húsaleigusamninga var
einnig samþykkt sem lög.
Samkvæmt frumvarpi, sem sam-
þykkt var í gær, er Happdrætti
Háskóla íslands heimilt að reka
skyndihappdrætti með peningavinn-
ingum. Mikill og nýr Iagabálkur um
vamir gegn mengun sjávar varð að
lögum. Þá var samþykkt að stofna
Útflutningsráð íslands. Hlutverk þess
er m.a. að efla ráðgjöf í því skyni að
auka útflutning. Þá vom gerðar breyt-
ingar á nýju útvarpslögunum. Þær
fela í sér að aldraðir og öryrkjar verði
undanþegnir afnotagjöldum. Loks var
samþykkt frumvarp um ógildingu lög-
geminga.
-APH
Nýju lánareglumar:
Milliþinganefnd
móti stefnuna
í sumar
Frumvarp um nýjar úlánareglur
Húsnæðisstofnunar var afgreitt og
samþykkt í neðri deild Alþingis í nótt.
Enn á það eftir fá umfjöllun í efri deild.
Samþykktar vom minniháttar
breytingar á frumvarpinu m.a. að í
stjóm Húsnæðisstofnunar skuli sitja
fulltrúi frá VSÍ.
I meirihlutaáliti félagsmálanefhdar
kemur fram að samkomulag hafi orðið
um að milliþinganefhd starfi áfram að
mótun framtíðarstefnu í húsnæðismál-
um og hún skili tilögum að hausti.
Nefnd em tíu atriði sem sérstaklega
skal vinna að. Meðal þein-a atriða er
að finna reglur um veðhæfhi íbúða og
félagslegs húsnæðis, einnig að gerðar
verði ráðstafanir til að koma á móts
við þá sem hafa orðið illa úti i hús-
næðismálum eftir 1980 og einnig að
stærðarmörk íbúða verði könnuð sér-
staklega.
Fulltrúi Alþýðuflokksins, Jóhanna
Sigurðardóttir, skilaði séráliti og lagði
fram breytingartillögur sem fólu m.a.
í sér að lánað yrði til svokallaðra
kaupleiguíbúða. Tillögur hennar vom
felldar. -APH
Sverrir leysir
ffá skjóðunni
Menntamálaráðherra, Sverrir Her-
mannsson, ætlar í dag að upplýsa
þingmenn og þá er vilja á hlýða um
hvað hann hyggst fyrir í málum Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna.
Upphaflega stefhdi ráðherrann að
því að leggja fram nýtt frumvarp um
sjóðinn. Ekki verður úr því á þessu
þingi vegna andstöðu framsóknar-
manna. Efhi þessa frumvarps hefur
aldrei formlega verið opinberað. Það
ætti að koma fram í skýrslu er ráð-
herra hefur samið um Lánasjóðinn.
-aph