Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1986.
3
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
Göng undlr Miklubraut
Hermann fyrir rétt í júní
- segist koma heim
„Hermann hringdi í mig á fimmtu-
daginn og staðhæfði að hann myndi
snúa heim og verða viðstaddur réttar-
höldin. Þau verða haldin snemma í
júní,“ sagði Ólöf Pétursdóttir, héraðs-
dómari við bæjarfógetaembættið í
Kópavogi. Ólöf mun dæma í okurmáli
Hermanns Björgvinssonar.
Hermann Björgvinsson er sem
kunnugt er staddur í Bandaríkjunum
ásamt fjölskyldu sinni. Brottför hans
af landinu vakti nokkum úlfaþyt með-
al yfirvalda og óskaði Ólöf Péturs-
dóttir eftir því að Hermann hefði
samband við sig og útskýrði ferðalag
sitt: „Hermann hringdi í mig á tilsett-
um tíma og það var gott í honum
hljóðið," sagði Ólöf.
- Vissirðu hvaðan hann hringdi?
„Nei, enda kemur mér ekkert við
hvar Hermann er á ferðalagi. Honum
er frjálst að ferðast," sagði Ólöf Pét-
ursdóttir.
-EIR
Innbakaður hanakambur
- matarveisla ársins fyrir 3500 krónur
Réttimir verða 8 og seldir miðar
aðeins 80 í stórveislu matreiðslumeist-
ara er haldin verður í Kvosinni 13.
maí næstkomandi.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara
sem stendur fyrir sælkeraveislu þess-
ari sem í nágrannalöndum okkar
gengur undir nafninu „Gala dinner“.
Matseðillinn hefúr þegar verið ákveð-
inn og kennir þar ýmissa grasa:
í forrétt verður Terrine með sniglum,
skelfiski og kavíarsósu, innbakaður
hanakambur með madeirasósu, hrá
ýsa (hituð í tvær mínútur í ofiji) á blað-
lauksblöðum og kampavínssorbet.
f aðalrétt verður boðið upp á fyllt
andalæri með olífusósu og hreindýra-
liíúr og matarveislunni lýkur með
„dylgjum kokksins" er mun vera sitt
lítið af hveiju. í lokin verður borið
fram koníak, kaffi og konfekt.
Undir borðum mun Jón Sveinsson,
kennari í Hótel- og veitingaskólanum,'
flytja erindi um hvemig maginn vinn-
ur úr matnum og stefnt er að því að
fá einhvem vínfróðan til að halda tölu
um gæðavín.
Klúbbur matreiðslumeistara stefnír
að þvf að gera matarveislu þessa að
árlegum viðburði í bæjarlifi Reykja-
víkur. Miðaverð hefur verið ákveðið
3500 krónur.
-EIR
........ .. ......................i ,
Eldri borgarar á Setfossi í heimsókn í Mosfellshreppi
Frá Regínu Thorarensen, fréttaritara
DV á Selfossi:
Félag aldraðra og sveitarstjómin i
Mosfellshreppi buðu eldri borgurum á
Selfossi nýlega til kaffidrykkju. Já,
ráðandi menn í Mosfellssveit kunna
að taka á móti gestum.
Haldið var af stað í tveim stórum
sérleyfisrútum frá Selfossi. Var stopp-
að við öndvegissúlur Davíðs borgar-
stjóra. Þar komu Sigsteinn á
Blikastöðum og Jón stórkjúklinga-
bóndi á Reykjum í rútumar. Kynntu
þeir ferðafólkinu það sem fyrir augu
bar í ferðalaginu um Mosfellssveit.
Jón var kynnir í rútunni sem ég var
í og var mál hans áheyrilegt. Hann
yrði áreiðanlega góður kennari.En
það er nú önnur saga.
Ekið var um Mosfellshrepp þveran
og endilangan og var það ánægjuleg
ferð. Var m.a. stoppað við Lágafells-
kirkju en hún var því miður lokuð.
Síðan var boðið til kaffidrykkju í fé-
lagsheimilinu. Þar var blessuð kaffi-
lyktin í öndvegi og miklar kræsingar
á borðum, þar á meðal tvær svo risa-
stórar tertur að Guðjón Vigfússon,
smiður á Selfossi, sagðist aldrei hafa
séð aðrar eins. Kvaðst hann ætla að
mæla þá bökunarofna sem hann kæm-
ist í tæri við til að athuga hvort hægt
væri að baka svona stórar tertur í
heilu lagi.
Undir borðum las Sigríður Þorvalds-
dóttir leikkona upp skemmtilega sögu
eftir Gunnar Gunnarsson. Matthías
spilaði á harmóníkuna af mikilli list
og stjómaði dansi af röggsemi. Þá
hélt oddviti hreppsins, Magnús Sig-
steinsson, ræðu.
Eldri borgarar á Selfossi munu lengi
minnast þessarar ferðar og ráðamanna
í Mosfellshreppi sem stóðu fyrir ógley-
manlegum móttökum.
Unnið hörðum höndum við að leggja nýja pípu í hitaveitusfokk-
inn við Elliðaárnar. Nýja pipan er mun stærri en sú fyrri, enda
borgin orðin mjög vatnsfrek. Verkinu þarf að vera lokið fyrir lax-
veiðitímabilið þvi ekki má fæla laxana. En unnið verður áfram við
gamla Reykjastokkinn, hann veður endurnýjaður að Öskjuhlíð.
-KB