Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Qupperneq 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1986. 5 Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Þjóðhagsstofnun metur vegagerðarátakið - fjármálaráðherra hefur ekki harðlæst á verktakatilboðið „Það var auðheyrt á íjármálaráð- herra að hann er uggandi um afkomu ríkissjóðs og áuknar skuldir í hlutfalli af þjóðarframleiðslu. En hann lofaði okkur að athuga mat Þjóðhagsstofnunar á tillögu okkar, það mat berst væntanlega í vi- kunni,“ sagði Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Verktakasam- bandsins, eftir fund í gær með Þorsteini Pálssyni. Verktakasamband íslands hefur lagt fram tillögu um að flýta vega- framkvæmdum innan þeirrar lang- tímaáætlunar sem unnið er eftir. Með því vilja þeir bjarga sér út úr ógöngum, en vegna gríðarlegs sam- dráttar í jarðvegsframkvæmdum stendur um helmingur af vélakosti verktaka ónotaður þetta árið. Þeir benda jafhffamt á að samkvæmt mati séu varanlegir vegir arðbær- asta fjárfestingin í þjóðfélaginu. í þeirri vegaáætlun sem Alþingi samþykkti og unnið er eftir átti að verja til vegagerðar í ár 1.352 millj- ónum króna. Alþingi skar þetta niður í 902 milljónir við afgreiðslu fjárlaga. Verktakamir leggja til 1. 600 milljóna króna framkvæmdir. Tillaga þeirra nær raunar yfir þrjú ár, 1986-1988. Þeir vilja 5.100 millj- óna framkvæmdir á því tímabili, en vegaáætlun gerir ráð fyrir 4.451 milljón. Með sama niðurskurði og í ár yrði framkvæmdaféð hins vegar aðeins 2.708 milljónir króna. Fjármagn til þess að framkvæma Verktakar telja að um helmingur vinnuvélaflotans standi ónotaður í ár vegna verkefnaskorts, fjöldi fyrirtækja fari á hausinn og hundruð manna í greininni missi atvinnuna. Þeir eru svartsýnir nema til komi úrræði eins og þeir leggja til í vegagerð. jafhmikið á þessum tíma og verktak- amir leggja til og þetta fljótt ætla þeir að fá aðallega með sölu sér- stakra skuldabréfa á innlendum lánsfjánnarkaði. Að hluta til gætu komið til tekjur af bensíngjaldi, enda gera verktakamir ráð fyrir að bens- ínverð lækki þá ekki nema í 28 krónur á lítra. Meiri lækkun á inn- kaupum komi ffam í hækkun bensíngjalds beint til vegagerðar- innar. Að sjálfsögðu koma svo til þau ffamlög sem Alþingi ákveður á fjár- lögum hverju sinni. Hugmyndimar um skuldabréfin hafa verktakamir mótað í samráði við Kaupþing hf. sem telur að unnt sé að rífa upp nýjan kaupendahóp undir kjörorðum eins og betri vegir, bætt lífekjör. Greinilegt er að fjár- málaráðherra er ekki jafnviss um þetta og óttast samkeppni við spari- skírteirú ríkissjóðs. Það er meðal annars þetta sem Þjóðhagsstofhun fjallar nú um, auk hagkvæmni til- lagnanna. I rökstuðningi Verktakasam- bandsins vegna þeirra er meðal arrnars bent á að samdráttur í vega- gerð, virkjana- og byggingarffam- kvæmdum verði liklega 1.500-2.000 milljónir á þessu ári. Áhrif þess á starfsemi verktaka verði stórfellt atvinnuleysi í greininni, sérþjálfað starfslið tvístrist, stöðvun og gjald- þrot margra fyrirtækja og loks kosti það stórfé að byggja greinina upp á ný þegar framkvæmdir aukist aftur eftir fáein misseri. HERB i AftacmiiMftAP LrllMflwC 11 ■II í FULLUM GANGI Garðabær: Listi Alþýðubanda- lagsins Framboðslisti Alþýðubanda- lagsins í Garðabæ hefur verið ákveðinn fyrir bæjarstjómarkosn- ingamarí vor. Hilmar Ingólfsson skólastjórí skipar efsta sæti listans. I öðm sæti er Albína Thordarson arki- tekt, í þriðja Vilborg Guðnadóttir háskólanemi, í fjórða Hallgrímur Sæmundsson yfirkennari, í fimmta Hafsteinn Hafsteinsson yfirkenn- ari, í sjötta Saga Jónsdóttir leik- kona og í sjöunda Ingólfur Freysson íþróttakennari. -APH Um þessar mundir er mikið að gera hjá þingmönnum og fjölmörg frumvörp afgreidd sem lög frá Al- þingi. Á fyrri fundum þingdeilda í gær vom fimm frumvörp lögfest. Frum- varp um breytingar á söluskatti varð að lögum. Það gerir ráð fyrir að inn- heimtur verði söluskattur af þeirri þjónustu sem innt er af hendi innan fyrirtækja. Algengt er að stór fyrir- tæki sjái sjálf um að þjónusta sig í stað þess að kaupa þjónustuna ffá öðrum aðilum. Þá varð svokallað eldspýtnaffumvarp að lögum. Það gerir ráð fyrir að afhuminn verði einkaréttur ríkisins af sölu á eld- spýtum og vindlingapappír. Frum- varp um almannatryggingar varð einnig að lögum. Þar er gert ráð fyrir að ferðkostnaður sjúklinga verði greiddur að 3/4 hlutum enda séu ferðir fleiri en 30 á sex mánaða tímabili. Einnig var lögfest frumvarp um breytingar á greiðslum úr At- vinnuleysistryggingasjóði vegna nýgerðra samninga við fiskverkun- arfólk. Frumvarp um þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra varð svo að lögum í gær. Þar er gert ráð fyrir að stöðin geti fengið sérfræði- þjónustu með samningi við augn- deild sjúkrahúss. -APH BENID0RM Beint flug ísólina Ennfremur leiguflug á þriggja vikna fresti til annarra eftirsóttra sólskinsstaða. Mallorka, Costa Brava, Costa del Sol Sólarlandaferðir á viðráðanlegu verði Gerið sjál verðsamanburð. Brottfarardagar og okkar 16. mai 5.júni 26. júni 18. sept. 17. júli 7. ágúst 28. ágúst ótrúlega hagstæða verð 9. okt. 2 i smáibúð, 3 vikur 20.460,- 24.640,- 26.780,- Hótei með morgunverði og kvöldverðarhlað- borði 29.690,- 33.840,- 36.240,- íbúðir og hótel á eftirsóttustu stöðunum. íslenskir fararstjórar og fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Uppselt i nokkrar ferðir og lítið eftir i flestar hinar. = FLUGFERÐIR = SGLRRFLUG , Vesturgötu 17 símar 10661,15331, 22100.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.