Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Side 6
6
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1986.
Pemngamarkaðurinn
Viðskipti Viðskipti Viðskipti
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
íyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn-
stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74
ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri
með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru
verðtryggðir og með 8% vöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán-
uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á
óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13%
nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið-
réttingu.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og
15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt-
um. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð. Á
hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk
1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út
tvisvar á hverju 6 mánaða tírrrabili án þess
að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06.
og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða
ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
100 ára afmælisreikningur er verðtryggð-
ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25%
og breytast ekki á meðan reikningurinn verð-
ur í gildi.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8,
50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6
mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir
18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6
mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún
um hávaxtareikninginn.
18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir
og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 13%, eða ávöxtun 3ja mánaðá
verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum
sé hún betri. Samanburður er gerður mánað-
arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út
af reikningnum gilda almennir sparisjóðs-
vextir, 8%,-þann mánuð.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársfjórðunga, sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni, eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 12,9% eða eins og á verðtryggðum
6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari-
sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila
ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á
ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf
lausir til útborgunar.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með
13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist
trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun
bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður
innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega.
12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél-
stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði,
óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir
eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun e:
því einnig 15,5%.
18 mánaða reikningar. Nokkrir stærri
sparisjóðanna eru með innstæðu bundna
óverðtryggða í 18 mánuði en á 14,5% nafn-
vöxtum og 15,2% ársávöxtun.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem
eru 50 þúsund að nafnverði.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með
þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, Qög-
urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur,
vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól
við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14
ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun
er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni
og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert.
Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð-
stól. Gengistryggð skírteini eru til fímm ára.
Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til-
tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku
marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%.
Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í
einu lagi við innlausn.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða
óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum.
Þau eru seld með affollum og ársávöxtun er
almennt 12-16% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 1. ársQórðungi 1986: Til
einstaklinga 782 þúsundum króna, 2 4 manna
fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 391 þúsund krónur til einstakl-
ings, annars mest 195 þúsund. 24 manna
fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu
kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns-
tími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að
lánsrétti er 30450 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-1000 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað-
ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir
reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári
verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður
þá hærri en nafnvextimir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma-
bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því
10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu
dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún
getur jafnvel orðið neikvæð.
Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á
10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft-
ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur
og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni
6 mánuðina. A endanum verður innstæðan
því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á
mánuði eða 27% á ári.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í apríl 1986 er 1425 stig
en var í mars 1428 stig og í febrúar 1396 og
janúar 1364 stig. Miðað er við grunninn 100
í júní 1979.
Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986
er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924
stig á grunni 100 frá 1975.
Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04.
en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi
vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar
sem við hana er miðað sérstaklega í samning-
um leigusala og leigjenda.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÚÐA (%)
21.-30.04. 1986
INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM
sja sérlista
li
iillfliijlililíl
INNLÁN ÚVERÐTRYGGÐ
SPARISJÓÐSBÆKUR Úbundin innstæða 9.0 9.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 10.0 10.25
6 mán.uppsögn 12.5 12,9
12 mán.uppsógn 14.0 14.9
SPARNAÐUR - LÁNSRÉTTUR Sptrað 3-5 min 13.0
Sp. 6mán.ogm, 13.0
TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 6.0
Hlaupareikningar 4.0
INNLÁN VERÐTRYGGÐ
SPARIREIKNINGAR 3jamán.uppsögn 1.0
6 mán.uppsogn 3.5
innlAn gengistryggð
GJALDEYRISREIKNINGAR B.mU.lki>doll«.. 8.0
Sterlingspund 11.5
Vestur-þýsk mörk 4.5
Danskar krónur 8.0
ÚTLÁN ÚVERÐTRYGGÐ
ALMENNIR VlXLAR (fnmenir) 15.25
VIÐSKIPTAVlXLAR 3) (Inrenni.)
ALMENN SKULDABRÉF 2) 15.5
VIOSKIPTASKULDABRÉF 3)
HLAUPAREIKNINGAR VFIRDFlATTUR 9.0
ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ
SKULDABRÉF AÍ2I/2Í.Í 4.0
Lengrien21/2ár 5,0
ÚTLÁN T1L FRAMLEIÐSLU
SJÁNEÐANMÁLS1)
8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0
10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0
12.5 9.5 10.5 10.0 10.0 12.0 10.0
14,0 11.0 12.6 12.0
13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0
13.0 9.0 11.0 10,0 10.0
6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0
3.0 2,5 3,0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0
1.0 1.0 1,0 1,0 1.0 1.0 1.0 1.0
3.0 2.5 3.0 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0
7,5 6.5 7.0 6.5 7,5 7.0 7.0 6.5
11,5 10.5 11,0 11.5 11,5 11.5 11.5 10,5
4.0 3.5 4.0 3.5 4.0 3.5 3.5 3.5
9.5 7.0 8.0 7.0 7.5 7,0 7.0 7.0
15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15,25
kge 19,5 kge 19.5 kge kg« kge kge
15,5 15.5 15.5 15,5 15.5 15,5 15.5 15.5
kge 20,0 kge 20.0 kge kge kge kge
9.0 9.0 9.0 7,0 9.0 9.0 9.0 9.0
4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn-
ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,25%, í sterlingspundum 11,5%, í vestur-
þýskum mörkum 6%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%,
bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskipta-
skuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim
bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum.
SeHjamames:
Bærinn keypti
ísbjamarhúsin
á 25 milljónir
Tuttugu og íimm milljónir fær
Grandi hf. íyrir gömlu ísbjamarhúsin
á Seltjamamesi. Kaupandi er bærinn,
sem fær að greiða upphæðina á 19
árum, en hún er verðtryggð og með
2% ársvöxtum. Húsin, sem þama er
um að ræða, em vinnslusalir og frysti-
klefar, alls 6-7 þúsund fermetrar.
Að sögn Sigurgeirs Sigurðssonar
bæjarstjóra er hluti húsanna í leigu
og ætlunin er að leigja þau að mestu
leyti íyrir geymslur. Þannig á að nást
fyrir kaupunum að mestu eða öllu.
Megintilgangurinn með kaupunum er
annars sá að tryggja bænum umráð
yfir lóðinni vegna framtíðaruppbygg-
ingar á miðbæjarsvæðinu.
HERB
Istak byggir þak fyrir
25-27 milljónir króna
Nú má telja fúllvíst að ístak hf. byggi
og komi upp þakinu yfir miðbæ Sel-
tjamamess fyrir 25-27 milljónir króna.
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri sagði
DV að samningar væm á lokastigi.
Þakgrindin verður bæði úr tré og áli
og ýmist verður notað gler eða plast
í gluggana.
Eftir útboð vegna þessa verks fengu
bæjaryfirvöld bakþanka þar sem
kostnaður virtist ætla að fara upp úr
öllu valdi. Þau tilboð sem komu næst
upphaflegum áformum hljóðuðu upp á
46-52 milljónir króna. Með því að
nota tré að vemlegum hluta í grind
og plast í glugga lækkar kostnaðurinn
næstum um helming.
Að sögn bæjarstjórans hafa enn
komið upp nýjar hugmyndir um mikil-
væg tæknileg atriði, eins og opnanlega
glugga. Þær munu þó ekki verða til
þess að tefja verkið og er reiknað með
að því verði lokið seint í haust eða í
byrjun vetrar. HERB
Meira en 100 milljónir
í vinninga hiá DAS
Nýtt happdrættisár er að hefjast hjá
DAS. Heildarverðmæti vinninga á ár-
inu verður 11,5 milljónir króna.
Utanlandsferðum mun fjölga úr 770 í
1440 á ári. Vinningar til bílakaupa
verða 48 á 200 þúsund krónur, en auk
þess verða þrír valdir bílar: Ford Si-
erra GL. 2000 í júni, Toyota Land
Crusier STW station HR í desember
og Saab 900 árgerð 1987 er verður
dreginn út í febrúar á næsta ári. Vinn-
ingar til íbúðakaupa verða á 600
þúsund krónur en í 1. flokki á 1 millj-
ón. Og að venju verður einn stór
aðalvinningur í seinasta flokki ársins,
apríl 1987: húseign eftir vali að upp-
hæð 3,5 milljónir króna. í fréttatil-
kynningu frá happdrættinu segir að
það sé von happdrættisins að vinning-
ur þessi falli til viðskiptavina, sem þó
hefur ekki skeð undanfarin tvö ár,
þótt viðskiptavinir spili á tæp 70%
útgefinna miða og happdr t því á
rúm 30%. Húsbúnaðarvinnmgar á 10
þúsund verða einnig samtals 1440 og
lægstu vinningar verða á 5 þúsund
krónur. Afrakstur happdrættisins
rennm- til framkvæmda sjómanna-
dagsráðs.
Nýlokið er við endurhæfingadeild
Hrafhistu í Hafnarfirði og liggur næst
fyrir að endumýja og endurbæta
Hrafnistu í Reykjavík. -MS
Lánskjarabólgan 6,1%
- vísitalan hækkar um 0,46% 1. maí
Lánskjaravísitalan, sem lækkaði
lítillega um síðustu mánaðamót,
hækkar afitur um næstu mánaða-
mót. 1. maí verður hún 1432 stig og
þar með 0,49% hærri en núna í
apríl. Ef sama þróim héldi áfram í
heilt ár yrði Iánskjarabólgan 6,1%
það ár.
Sé sömu reikningskúnst beitt, en
miðað við þróun lengra aftur í tím-
ann, sést hver gjörbreyting hefur
orðið á verðbólgu og lánskjarabólgu.
Miðað við hækkun lánskjaravísitölu
síðustu þrjá mánuði yrði árshækkun
10,7%. Ef vísitöluhækkunin síðustu
sex mánuði gilti í heilt ár yrði hún
21,2%.
HERB