Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Qupperneq 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1986.
9
Breta-
drottn-
ing
sextug
Elizabeth Bretadrottning hélt há-
tíðlegt sextugsafmæli sitt í gær með
því að koma víða fram opinberlega
i Windsor og London en lögreglan
hafði mikinn öryggisviðbúnað af
kvíða fyrir hefndaraðgerðum vegna
loftárásarinnar á Líbýu í síðustu
viku. Afmælisins var minnst í öllum
blöðum, útvarpi og sjónvarpi og í
skófum víðast.
Þótt drottningin sé þar með komin
á þann aldur, sem almennt er búist
við að konur í opinberu starfi setjist
í helgan stein, þá hefur hún tekið
af allan vafa um að hún hyggst víkja
i bili fyrir syni sínum, Karli Breta-
prins.
Opinber hátíðahöld vegna afmæl-
isins hófust með konunglegri skrúð-
göngu í Windsor en síðar færði
hennar hátign sig til London til þess
meðal annars að hlýða á sérsaminn
afmælissöng sem 6 þúsund skólabörn
fluttu.
Allar fjórar kynslóðir konungs-
fjölskyldunnar bresku, mestöll ríkis-
stjómin og sex núlifandi forsætis-
ráðherrar Breta voru viðstödd
guðsþjónustu í kapellunni við
Windsorkastala um morguninn.
Auðæfí
Aquinos
í sviðs-
Ijósinu
Gizur Helgason, fréttaritari DV í
Zúrich:
Corazon Aquino gerði fyrir skömrnu
kunnugt að eignir hennar næmu um
17,7 milljónum peseta eða rúmlega 28
milljónum ísl. króna. í þessari upphæð
er andvirði fjölskylduhúss hennar rétt
hjá Boston i Magsachusettes, sem ný-
legar fréttir herma að hafi verið selt
fyrir 21 milljón króna, sem Aquino
mat til aðeins 10,5 milljóna í eignayfir-
liti sínu.
Þar voru skuldir upp á 4,4 milljónir
peseta og eignir sem námu 22,1 milljón
peseta. Fjölskylda frúarinnar á miklar
sykurplantekrur norður af Manila og
mat hún sinn hlut í þeim til 3,4 millj-
óna peseta. - Auðæfi Aquinos setja
hana í sjötta sæti í samanburði við
eignir þeirra átján aðila, sem sæti eiga
í ríkisstjóm hennar, en stjómin sú hin
sama hefúr nýverið sett lög um að
þeir sem starfa hjá ríkinu verði áð
gefa nákvæmlega upp fjárhagsstöðu
sína.
Elizabeth Bretadrottning
myndin var tekin þegar hún var krýnd.
Olíusöluríki eins og Kuwait hafa nú skrúfað frá olíukrönunum að fullu til þess að kaffæra keppinauta OPEC og ná aftur fyrri tökum á olíumarkaðnum.
OPEC heldur verð
stríðinu áfram
OPEC, samtök olíusöluríkja, ætlar
að halda áfram verðstríðsáætlun sinni
sem hefur leitt til þess að olíuverð
hefur fækkað um helming síðan í des-
ember og hofur um leið knúið nokkur
olíuframleiðsluríki utan OPEC til þess
að hætta framleiðslu í bili.
„Þegar menn hafa byrjað á ein-
hverju fara þeir ekki að hætta því,
þegar loks það fer að skila árangri,"
sagði olíuráðherra Kuwait í gær í
Genf þar sem var að ljúka fyrri hluta
16 daga aukafundar samtakanna.
Þrettán olíuráðherrar aðildarríkj-
anna ákváðu þó ekki í þessum áfanga
viðræðnanna neinar nýjar aðgerðir
sem haft gætu áhrif á verðþróunina.
Þeir geyma sér það til framhalds-
fundarins í júní. Þar með er ljóst að
viðhaldið verður óbreyttu ástandi í
framleiðslu til dæmis Saudi Arabíu
sem hefur leitt til þess að oh'uverðið
er komið niður í 11,50 dollara olíufatið
úr 28 dollurum frá því í desember.
Með framleiðsluflóðinu stefhir
OPEC að því að endurheimta sína
fyrri markaðshlutdeild í olíusölunni
sem glatast hefiir á síðustu árum til
nýrra framleiðsluríkja er standa utan
OPECs. Menn eru ekki grunlausir um
að verðstríðið beinist einnig gegn þeim
aðildarríkjum OPEC sem ekki hafa
fylgt framleiðslukvótum OPECs eða
verðákvörðunum.
Foreldrar þriggja ára, telpu, sem
haldin er eyðnisjúkdómnum, segjast
gefast upp á að reyna að lifa eðlilegu
lífi í Ástralíu vegna fjandsamlegrar
afstöðu samborgara þeirra. Vilja þau
flytjast til Nýja-Sjálands.
Eve van Grafhorst fékk sjúkdóminn
með blóðgjöf við fæðingu og þótt heil-
brigðisyfirvöld hafi marglýst því yfir
að engin hætta sé á að annað fólk
smitist af henni hafa meðborgarar
hennar í bænum Gosford í Nýja Suð-
ur-Wales ekki látið sannfærast. Það
eru dæmi þess að nágrannarnir hafi
hrækt í andlit litlu telpunnar, reynt
að aka yfir hvolpinn hennar og reist
háar stálgirðingar til þess að koma í
veg fyrir að hún umgangist þeirra eig-
in börn.
Foreldrarnir fóru í vetur með telp-
una til Nýja-Sjálands til læknisrann-
sókna þar og fengu staðfestingu á
niðurstöðum ástralskra lækna. En þar
mætti dóttir þeirra slíkri samúð að þau
ætla að flytja þangað með hana.
Mál þetta hefur ýtt við Áströlum,
sem um sfðustu helgi skutu saman 140
þúsund krónum til þess að létta fjöl-
skyldunni flutningana. - Afi og amma
Evu búa á Nýja-Sjálandi.
Stjórn Corazon Aquino beitti sér fyr-
ir lagasetningu sem skyldar háttsetta
opinbera embættismenn til þess að
gera opinberlega grein fyrir fjár-
hagsstöðu sinni.
Úrá 840 þúsund
svissneska
franka
Gizur Helgason, fréttaritari DV i
Zurich:
Dýrasta úrið á evrópsku úra- og
skartgripasýningunni, sem nú
stendur yfir í Bem, kostaði 840
þúsundir svissneskra franka. Það
var smíðað sérstaklega fyrir fyrir-
tæki eitt í Genf.
Úrið hefur eilífðardagatal, en er
stillt fram til ársins 2100.
Ódýrasta úrið er frá Hong Kong
og kostar hingað komið tæpa þrjá
franka.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
3ja ára eyðni-
sjúklingur flýr
frá Ástralíu
EBE-löndin snúastgegn Líbýu
Fyrrum diplómat frá Líbýu hefur
verið handtekinn í Róm grunaður um
samsæri til þess að myrða sendiherra
Bandaríkjanna, Egyptalands og Saudi
Arabíu í fyrra. Um leið hafa Efnahags-
bandalagsríkin kunngert ýmsar
aðgerðir gegn Líbýu vegna meintrar
hlutdeildar Líbýuyfirvalda í hryðju-
verkum á Vesturlöndum.
Aredi Mohammed Fituri (47 ára) var
þar til í fyrra sendiráðsritari í líbýska
sendiráðinu í Róm. Hann og annar
líbýskur diplómat, sem fór frá Ítalíu á
síðasta ári, eru taldir hafa verið í sam-
særi með þriðja landa þeirra sem
handtekinn var í fyrra með skamm-
byssu á sér innanklæða. Fituri naut
diplómatahelgi í fyrra og var þá vísað
úr landi en hann kom til Ítalíu aftur
í vetur.
Samtímis hefúr Ítalíustjóm kunn-
gert að hún ætli að takmarka fjölda
líbýskra diplómata í landinu og raunar
fjölda líbýskra borgara, sem fái land-
vist. Sömuleiðis er ætlunin að fækka
í ítalska sendiráðinu í Trípólí.
Er það í samræmi við fyrirhugaðar
aðgerðir tólf aðildarríkja EBE.
í V-Berlfn hefúr lögreglan handtekið
ríkisfangslausan Palestínuaraba
vegna gruns um hlutdeild í sprengju-
árásinni á diskótekið þar 5. apríl
síðasta. í Bretlandi hefur lögreglan
handtekið annan mann til viðbótar
vegna rannsóknar á sprengjutilræð-
inu við ísraelsku farþegaþotuna á
dögunum.