Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Síða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1986.
11
Grænlenskt
skip kyrrsett
af fógeta
Grænlenska fiskiskipið Bjal Jun-
ior var kyrrsett í Hafnarfj arðarh öfn
eftir að bæjarfógetinn í Hafnarfirði
setti á það hafnbann þegar það ætl-
aði að láta úr höfn á föstudagskvöld.
Ástæðan fyrir hafnbanninu er sú að
skipstjóri átti ógreiddan reikning við
Véltak hf. í Hafnarfirði, sem hljóðar
upp á u.þ.b. eina og hálfa milljón
króna.
Véltak hefur haft milligöngu um
kaup á skelfiskverksmiðju sem Bjal
Junior átti að flytja með sér til
Grænlands. Verksmiðjan er að
stærstum hluta keypt af íslenskum
matvælum hf. en einnig var samið
um kaup á einni vél frá Véltaki.
Véltak sá einnig um flutning og nið-
ursetningu verksmiðjunnar í bátinn
en einmitt um það virðist deilan snú-
ast þvi skipstjórinn heldur því fram
að reikningur fyrir niðursetningu sé
óeðlilega hár, í kringum 230 þúsund.
„Það voru allir samningar varð-
andi kaup á verksmiðjunni undir-
skrifaðir og samið um verð nema
fyrir niðursetningu, en það er erfitt
að áætla fyrirfram," sagði Guðbjart-
ru- Einarsson, eigandi Véltaks, í
samtali við DV í gær. „Skipstjórinn
hafði því einfaldlega ekki næga pen-
inga með sér til að greiða þennan
kostnað og þá bregður hann því fyr-
ir sig að reikningur fyrir niðursetn-
inguna sé allt of hár auk þess sem
hann segir að niðursetning vélanna,
eins og hún er nú í skipinu, geti
ógnað öiyggi þess. Og síðan ætlaði
hann að stinga af eftir að hafa sagt
ósatt til um málavöxtu í samtali við
fréttamann útvarpsins. Það kom því
ekki annað til mála en að kyrrsetja
skipið." -BTH
Grænlenska skipið Bjal Junior kyrrsett í Hafnaríjarðarhöfn. Á innfelldu myndinni er skipstjórinn Allan Idd Jensen
sem neitar að viðurkenna verð Véltaks fyrir niðursetningu skelfiskverksmiðjunnar auk þess sem hann segir hana
ógna öryggi skipsins.
DV-mynd PK.
Selföss:
Snyrtistofan
flytur
Frá Regínu Thorarensen, fréttaritara
DV á Selfossi:
Snyrtistofa Þórhildar Karlsdóttui-
flytur á næstunni í nýja félagsheimilið.
Þórhildur flutti á Selfoss fyrir réttiun
tveim árum. Setti hún þá strax upp
snyrtistofu. Vakti það mikla ánægju
hjá fólki að fá þessa þjónustu í bæinn
í stað þess að þurfa að sækja hana til
Reykjavíkur. Snyrtihúsið, en svo heit- '
ir stofa Þórhildar, býður upp á alla
almenna snyrtingu og 30% afslátt fyr-
ir ellilífeyrisþega.
Talsvert er um að hópar, svo sem
kvenfélög og þ. h„ hafi notfært sér
þessa þjónustu. Þá hefur Þórhildm-
farið heim til lífeyrisþega á Selfossi
sem ekki eru ferðafærir. Biðja þeir
einkum um fótsnyrtingu, bæði karlar
og komn-.
Þórhildur flytur, eins og áður sagði,
í nýja félagsheimilið þegar það verður
opnað um næstu mánaðamót. Þar
verður stofan í 60 fermetra húsnæði.
Pylsuvagn
nýtur vaxandi
vinsælda
Frá Reginu Thorarensen, fréttaritara
DV á Selfossi:
Magnús Jakobsson er eigandi að.
pylsuvagninum sem stendur við
Tryggvatorg á Selfossi. Tvö ár eru síð-
an Magnús setti upp þennan nýtísku
pylsuvagn sem nýtur nú vaxandi vin-
sælda bæjarbúa. En þeir kviðu í
upphafi fyrir því að fá hann vegna
bamanna.
En Magnús kann vel til verka og
notar fyrsta flokks efni í allt semhann
selur enda er salan eftir þvi. Húsmæð-
ur á Selfossi og nágrenni kaupa
franskar kartöflm- þegar þær gera fjöl-
skyldunni dagamun í mataræði.
Magnús er kjötvinnslumaður að iðn.
Ég spurði hann hvers vegna hann
hefði farið út í að reka pylsuvagn.
Hann sagði að mikið væri gefandi fyr-
ir að vera eigin húsbóndi þótt maður
þyrfti að vinna helmingi lengri vinnu-
tima og óneitanlega fylgdu þvi
áhyggjur að vera með eigin atvinnu-
rekstur. En lífið væri mörgum sinnum
skemmtilegra er menn væru með eigin
atvinnurekstur.
Þess má geta að lokum að Magnús
hefur gott lag á unglingunum sem
ganga vel um pylsuvagninn. í ná-
grenni hans sést hvergi rusl eins og
annars er algengt við sjoppur og
pylsuvagna.
- segir Friðrik Pálsson forstjóri Sölumiðstöðvarinnar
„Sá mikli útflutningur á ferskum
fiski í gámurn, sem nú tíðkast, er fyrst
og fremst kvótakerfinu að kenna,“
sagði Friðrik Pálsson, forstjóri Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna, í
samtali við DV á ráðstefnu sem haldin
var á dögunum um framtíð íslensks
fiskiðnaðar.
„Ég benti á það, þegar kvótinn var
settur á, að það kynni að skapast
ójafhvægi við verðlagningu í Verð-
lagsráði ef fiskseljandinn „ ætti“
fiskinn í sjónum eða a.m.k. réttinn til
að sækja hann. En menn höfðu ekki
miklar áhyggjur af því. En hver hefur
raunin orðið. „Eigendur", auðlind-
anna okkar, útgerðarmenn og sjó-
menn þeirra, gefa fiskkaupendum bara
langt nef. Þeir fara með „eignir" sínar
eins og þeim sýnist og sigla með aflann
til útlanda og selja hann þar, án tillits
til þess hver áhrif það hefur á fisk-
vinnsluna, fiskvinnslufólk eða rekstur
þjóðarhúsins," sagði Friðrik.
Útgerðin „á“ fiskinn
- Er nokkur framtíð í íslenskum fisk-
iðnaði, þegar mun hagkvæmara virð-
ist, við núverandi aðstæður, að sigla
með fiskinn beint á erlenda markaði?
„Ef útgerðin heldur áfram að „eiga
fiskinn", og ef verðið heldur áfram að
vera hátt erlendis þá mun draga úr
fiskvinnslunni. En það mundi þýða að
æ erfiðara yrði að halda uppi eðlileg-
um lífskjörum meðal þorra þjóðarinn-
ar. Tekjuskiptingin mundi raskast
mjög og tekjumar dreifast á fárra
hendur.
„Ég hef þó trú á því að þetta ástand
muni jafna sig áður en alvarlegt
ástand skapast fyrir fiskvinnsluna hér
og að fiskvinnslan eigi fyrir sér bjarta
framtíð. Þegar til lengri tíma er litið
er að sjálfsögðu mun hagkvæmara
fyrir þjóðina í heild að vinna fiskinn
hér. Okkur hættir til að gleyma þessu,
við erum ekki komin nógu langt af
veiðimannastiginu."
Erlend skip í íslenska landhelgi
Friðrik sagði á ráðstefhunni um
framtíð islensks fiskiðnaðar að ekki
væri svo ýkja rnikill munur á því að
hafa hér í landhelginni erlend skip,
sem veiða fyrir erlendan markað, eða
islensk skip sem gera það sömuleiðis
og að hugsanlegt væri að meira feng-
ist fyrir fiskinn í landhelgi okkar ef
við mundvmi veita erlendum fiski-
skipaeigendum rétt til þess að veiða
innan landhelginnar. „Að tala um
þetta i alvöru myndi sjálfsagt kallast
landráð," sagði Friðrik.
- Er útflutningur fisks í gámum þá
i raun landráð?
„Nei, ekki vil ég kalla það landráð,
heldur frekar mjög óskynsamlega
leið.“
- Hvaða kerfi í sjávarútvegi mundi
hugsanlega koma í veg fyrir að fisk-
vinnslan koðnaði niðui'? „Engin ein
leið er algóð. Hugsanlega gæti frjáls
fiskmarkaður breytt talsverðu en þá
yrði að leggja kvótann niður. Gamla
skrapdagakerfið gæti komið í stað
kvótans, til þess að takmarka sóknina.
Önnur leið væri að kvótanum væri
skipt niður á vinnslustöðvarnar sem
síðan semdu við aðra útgerðarmenn
eða áhafnii- eigin skipa um að ná í
þann afla, sem þeir hefðu fengið út-
hlutað, á sem hagkvæmastan hátt.
Þeir myndu síðan frj’sta aflann eða
salta eða flytja hann ferskan á erlend-
an markað, unninn eða óunninn, allt
eftir því sem mest gefur í aðra hönd
fyrir þjóðarbúið í heild.
Aðalvandamálið er ekki það að fisk-
urinn sé fluttur ferskur í gámum,
heldur að ákvarðanatakan um það er
ekki í réttum höndum. Mun eðlilegra
væri að ákvarðanatakan væri í hönd-
um fiskverkenda, þeirra sem eiga að
hafa yfirsýn yfir alla markaðina og eru
best til þess fallnir að meta það hvaða
vinnslustig gefi mest af sér hverju
sinni. Þannig myndi þjóðbúið i heild
njóta góðs af en ekki aðeins nokkrir
menn, eins og gerist við núverandi
gámaútflutning. “ -KB
Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sagði á ráðstefnu um framtíð íslensks fiskiðnaðar, sem haldin var fyrir skömmu, að núverandi kvóta-
kerfi væri undirrót þeirra vandamála sem fylgdu í kjölfar útflutnings á ferskum fiski í gámum.
Ákvarðanatökuna í
hendur fiskverkenda