Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Síða 12
12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1986.
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogöSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SÍMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKUR HF. -Áskriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Einangrun og ágreiningur
Viðbrögðin við árás Bandaríkjanna á Líbýu hafa leitt
í ljós djúpan ágreining milli Bandaríkj anna og Vestur-
Evrópu. Bandarískir ráðamenn, fjölmiðlar og skoðana-
kannanir styðja árásina, en evrópskir ráðamenn,
fjölmiðlar og skoðanakannanir eru henni andvígir.
Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessum og öðrum
ágreiningi Vesturlanda, sem hefur aukizt síðan Reagan
tók við stjórnartaumunum í Washington. Ágreiningur-
inn er þó báðum að kenna og báðir verða að leggja að
sér við að reyna að hafa hemil á honum.
Athyglisvert er, að hryðjuverk hafa aðallega verið
framin í Vestur-Evrópu og Miðjarðarhafslöndunum, að
þau hafa mest verið rakin til annarra hryðjuverka-
manna en Kaddafis og að þau hafa komið meira niður
á Evrópumönnum en á Bandaríkjamönnum.
Samt voru viðbrögð Bandaríkjastjórnar miklu harð-
ari en stjórna vesturevrópskra ríkja og beindust
eingöngu að Kaddafi, en ekki að Assad í Sýrlandi, sem
er þó mun hættulegri. Þetta áttu Evrópumenn erfitt
með að skilja og neituðu Bandaríkjunum um stuðning
í Líbýumálinu.
Bandaríkjamenn líta aftur á móti á Vestur-Evrópu-
menn sem lélega bandamenn, er ekki sé hægt að treysta.
Þeim sárnar sérstaklega, að komið hefur í ljós, að um
tíma gilti leynisamningur milli Frakka og hryðjuverka-
stjórna um, að Frakkland hefði af þeim sérfrið.
Evrópumenn hafa þungar áhyggjur af, að Reagan
hafnar hverju tilboði Gorbatsjovs Sovétleiðtoga um tak-
mörkun vígbúnaðar, til dæmis betra tilboði en áður um
eftirlit. Þeir vilja kanna þessi tilboð nánar, en Banda-
ríkjamenn vara þá við að láta blekkjast.
Ágreiningsefnin eru mörg og hafa tilhneigingu til að
hlaða utan á sig. Um leið vill hið jákvæða gleymast.
Spánvérjar kusu að vera áfram í Atlantshafsbandalag-
inu, Danir að vera áfram í Efnahagsbandalaginu og
Hollendingar að taka við eldflaugunum.
Samt er í Bandaríkjunum vaxandi trú á, að Vestur-
Evrópa eigi að sigla sinn sjó. Hún vilji ekki takast á
herðar skyldur vegna bandalags Vesturlanda. Því sé
réttmætt að kveðja bandaríska hermenn frá álfunni og
beina varnarmættinum að ameríska virkinu sjálfu.
Bandaríkjamenn hafa verið að flytjast suður og vest-
ur. Reagan kemur frá Kaliforníu, þar sem menn horfa
út á Kyrrahafið, en ekki Atlantshafið. Vestur-Evrópa
er ekki eins þungvæg í heimsmynd Bandaríkjamanna
og hún var fyrir svo sem aðeins aldarfjórðungi.
Bandaríkjamenn hafa löngum verið fremur einangr-
aðir og átt erfitt með að skilja aðrar þjóðir. Ekki bætir
úr skák þeirra, að útlendingar geta yfirleitt talað ensku
og spara Ameríkönum að læra önnur mál. Sá sparnaður
hefur reynzt og mun áfram verða Bandaríkjunum dýr.
Til þess að skilja fólk, verður að læra mál þess, tala
við það og fylgjast með fjölmiðlum þess. Þeir, sem ein-
skorða sig við enska tungu, fá skekkta og ófullkomna
mynd af stöðu mála. Bandaríkjamenn vissu til dæmis
ekkert, hvað var að gerast í Iran, þegar keisarinn féll.
Þótt kenna megi Vestur-Evrópu margt, sem aflaga
hefur farið í samskiptum Vesturlanda, má rekja aukn-
ingu vandamálsins á síðustu árum einkum til þess, að
í Hvíta húsinu situr hugsjónamaður, sem hefur til-
hneigingu til að horfa á heiminn í svörtu og hvítu.
Hagsmunir Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu eru þó
svo samtvinnaðir, að í rauninni er þar ekkert rúm fyrir
einangrunarstefnu eða einstefnu, ef vel á að fara.
Jónas Kristjánsson
Hvers vegna eru
íbúðir í Breiðholti
10-15% ódýrari
en annars staðar
Þeir, sem eiga íbúðir og hús í út-
hverfum Reykjavíkur, einkum í
Arbæjar- og Breiðholtshverfum, hafa
rekið sig á, að eignir þeirra geta
verið 10-15% verðminni en sam-
bærilegar 'eignir annars staðar í
borginni. Hér er um háar upphæðir
að ræða þegar litið er til þess að
einasta sparifé fólks er oftast hús-
næðið sem það hefur eignast. En
hvers vegna er húsnæði í þessum
hverium verðminna? A því eru ýms-
ar skýringar, en aðalskýringin er sú
að stjómendum Reykjavíkurborgar
hefur láðst að byggja upp eðlilega
verzlunar- og þjónustustarfsemi í
tengslum við þessi hverfi. Þannig
verður fólk að sækja þjónustu um
miklu lengri veg en ella, sem mikill
kostnaður hlýzt af, auk alls annars
óhagræðis.
Ábyrgð
Sjálfstæðisflokksins
Á þessu óðelilega ástandi ber Sjálf-
stæðisflokkurinn höfuðábyrgð.
Hann hefur mótað þá skipulags-
stefiiu sem fylgt hefur verið og
lengstum haldið um stjómvölinn í
Reykjavík. Verst er að sjálfstæðis-
menn sjá ekki vandann í þessu máli,
og hafa þar af leiðandi engar lausn-
ir á honum.
Fyrir þá, sem búa í úthverfum eins
og Breiðholtshverfum, er fjárhags-
dæmi þessa máls ekki aðalatriði, þó
að stórt sé, heldur hitt að þeir eiga
kröfu á því, að borgaryfirvöld sjái
fyrir skipulagi sem tryggi eðlilega
og sjálfsagða þjónustu við hverfin
og að rofin verði sú svefnbæjarþróun
sem viðgengist hefur allt of lengi.
Hvað ber að gera?
Svarið við sofandahætti Sjálfstæð-
isflokksins er að skapa rými fyrir
miðbæ, sem þjónar úthverfunum
austan Elliðaáa, austur-miðbæ
Reykjavíkur. Þessi miðbær á ekki
einungis að vera þjónustu- og verzl-
unarhverfi, heldur lifandi miðbær
með margs konar starfsemi á sviði
menningar, lista og skemmtunar,
eftirsóttur af íbúum úthverfanna og
öðrum íbúum Reykjavíkur, svo og
nágrannabæj anna.
Austur-miðbær Reykjavíkur
En hvar á austur-miðbær að rísa?
Er einhverju svæði óráðstafað? I
svonefndri Suður-Mjódd er óbyggt
svæði sem er 33 hektarar að stærð.
Þetta svæði er sunnan Breiðholts-
brautar og afmarkast að öðru leyti
af Seljahverfi í austrí og suðri en
landi Kópavogs í vestri. Á jaðri þessa
svæðis, þar sem Reykjavík og Kópa-
vogur mætast, liggur hin nýja
Reykjanesbraut, sem verður mikil
samgönguæð, enda mun hún síðar á
þessu ári tengja saman byggðina
sunnan Reykjavíkur, allt til Suður-
nesja. Því er staðsetning þessa
svæðis mjög eftirsótt vegna þess hve
miðsvæðis það er.
Breyttar forsendur
Sá hluti Suður-Mjóddar, sem þegar
er ráðstafað er íþróttasvæði ÍR í
suðausturhomi þess. Þar er um 6
ALFREÐ
ÞORSTEINSSON,
FORMAÐUR
FRAMSÓKNARFÉLAGS
REYKJAVÍKUR OG 2. MAÐUR Á
BORGARSTJÓRNARLISTA
FRAMSÓKNARFLOKKSINS
hektara svæði sem undir engum
kringumstæðum má hrófla við.
Þvert á móti þarf Reykjavíkurborg
að koma til skjalanna og hjálpa
iþróttafélaginu að byggja nauðsyn-
leg mannvirki og er það á stefnuskrá
fi-amsóknarmanna fyrir þessar kosn-
ingar.
En að öðm leyti hafa allar forsend-
ur á þessu óbyggða svæði breytst. Á
þeim 25-27 hekturum, sem óráðstaf-
að er, er ráðgert að byggja keppnis-
íþróttamannvirki á vegum
Reykjavíkurborgar. Sú hugmynd er
gömul og úr sér gengin þvi að reikn-
að var með að keppnisíþróttamann-
virkin í Laugardal dygðu ekki til að
þjóna íþróttafélögum borgarinnar,
nema til skamms tíma og því yrði
að reisa ný mannvirki. Sú breyting
hefur orðið síðan á að íþróttafélögin
hafa tekið upp þá stefnu að leika
kappleiki sína á eigin félagssvæðum,
Þetta hefur haft í för með sér að
notkun Laugardalsleikvangsins hef-
ur dregist saman og er því ljóst að
þörfin fyrir keppnisaðstöðu í Suður-
Mjódd er ekki lengur fyrir hendi, að
undanskildum íþróttamannvirkjum
ÍR.
Hvers konar borgarkjarni?
Forsenda miðbæja er að sjálfeögðu
fólk. Tilgangslaust er að ákveða
uppbyggingu nýs miðbæjar nema
öflug íbúðarbyggð sé í grennd hans.
Að því leyti er Suður-Mjódd afar
heppilega staðsett með möguleika á
að þjónusta Breiðholts-, Árbæjar-,
Ártúnsholts-, Selás- og Grafarvogs-
hverfi, samtals með nálægt helming
íbúa Reykjavíkur, og kaupstaðina,
sem eru í nálægð, þ.e. Kópavog,
Garðabæ og Hafnarfjörð.
En hvers konar starfeemi á að fara
fram í nýjum austur-miðbæ? Þar á
að fara fram öll hefðbundin mið-
bæjarstarfsemi í tengslum við verzl-
un og þjónustu, svo og margháttuð
starfsemi á sviði menningar, lista og
skemmtunar. í því sambandi má
nefna veitingahús og leikhús. Einnig
kæmi sterklega til greina að á þessu
svæði væri skemmtigarður fyrir böm
(tívolí), en allt of sjaldan er hugsað
um yngstu borgrana. Það ætti ekki
að vera frágangssök að reka
skemmtigarð í Reykjavík eins og i
Hveragerði. Einnig ætti vélfryst
skautasvell að risa á þessum stað.
Leggja verður rika áherzlu á að
nauðsynleg stjómsýslustarfeemi fari
fram á þessu svæði og gefa þarf gott
rými undir sérverzlanir ýmiss konar.
Hótelstarfsemi er ekki óeðlileg á
þessu svæði. Enn fremur má nefha
yfirbyggðar göngugötur í tengslum
við útimarkaðsstarfsemi, t.d. sölu
grænmetis. Þá má nefria torg þar
sem útihátíðarhöld og skemmtanir
færu fram.
Mjódd og Suður-Mjódd
tendgar
Sá vísir, sem kominn er í Mjódd-
inni norðan Breiðholtsbrautar, að
þjónustukjama, er aðeins lítið skref
í þá átt að reisa raunvemlegan mið-
bæ fyrir úthverfin. Með því að tengja
Mjóddina, þar sem veitingastaður-
inn Broadway, verzlunin Víðir,
útibú Landsbankans og önnur fyrir-
tæki em þegar komin, við Suður-
Mjódd, myndu bæði svæðin mynda
samfelldan miðbæ með fjölbreyttri
þjónustu.
Þar sem Reykjanesbraut liggur að
þessu svæði kemur mjög til greina
að flugmiðstöð fyrir utanlandsflug
(air terminal) verði í austur-miðbæ,
enda óeðlilegt að flugfarþegum sé
ekið milli tveggja flugvalla eins og
nú er gert.
Fossvogsbraut óþörf
Með tilkomu austur-miðbæjar
verður fyrirhuguð Fossvogsbraut
óþörf því að umferð úr úthverfum
borgarinnar til að nálgast ýmiss
konar þjónustu hlýtur að minnka
vemlega. Þungamiðja verzlunar í
gamla miðbænum og í nýja mið-
bænum flyzt að hluta til í austur-
miðbæ. Þar með er brostin forsenda
fyrir Fossvogsbraut, sem hefur verið
mikið deiluefhi.
Víkja ber endanlega til hliðar hug-
myndum um Fossvogsbraut, en þess
í stað að taka upp viðræður við
Kópavog um sameiginlegt útivistar-
svæði i Fossvogsdal sem tengja má
Elliðaárdal í austri og Nauthólsvík
í vestri. Slíkt útivistarsvæði í hjarta
borgarinnar yrði einstakt í sinni röð
og svaraði kröfum nýs tíma um
aukna aðstöðu til útivistar.
Skipulagsmistök
Það em augljós skipulagsmistök
að gera ekki ráð fyrir öflugum mið-
bæjarkjama í tengslum við úthverfi
Reykjavikur. Sömuleiðis em það
mistök að hafa ekki hugað að at-
vinnustarfsemi frekar em gert hefur
verið. Atvinnutækifæri í Breiðholts-
hverfum em ekki nema 5% allra
atvinnutækifæra í borginni. Mjög
kemur til greina í því sambandi að
taka svæði norðan Stekkjahverfa
undir létta atvinnustarfsemi, t.d.
gróðurhúsarækt og smáiðnað.
Sjálfstæðisflokkurinn
tillögulaus
Sú skipulagshugmynd, sem kynnt
hefur verið, er stórmál fyrir Reyk-
víkinga er búa í úthverfum austan
Elliðaáa. Hún miðar að því að auka
þjónustu við þá og hækka íbúðaverð
til samræmis við önnur hverfi borg-
arinnar sem em nær þjónustu. í
þessu máli hefur Sjálfstæðisflokkur-
inn verið tillögulaus, enda mjög
staðnaður í mörgum málaflokkum
er varða hag Reykvíkinga.
Alfreð Þorsteinsson
A „Það eru augljós skipulagsmistök að
^ gera ekki ráð fyrir öflugum miðbæjar-
kjarna í tengslum við úthverfi Reykjavík-
ur.“