Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Qupperneq 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1986.
Spurningin
Hvernig fannst þér Euro-
vision-lögin á sunnu-
dagskvöld?
Íris Ingvadóttir nemi:
Eins og Eurovision-lögin eru, hræði-
leg. En ...íslenska myndbandið var
langbest og Gleðibankinn þar að
auki skásta lagið af þessum sex.
Jón Helgi Eiðsson logsuðumaður:
Mér fannst þau ágæt, Lúxemborgar-
lagið best, en ég vil ekki dæma alveg
strax. Islenska lagið á ensku kom
betur út en öll hin.
Haraldur Þráinsson vélsmiður: Mér
finnst íslenska lagið langbest ef ég á
að vera alveg hreinskilinn. En Lúx-
. emborgar- og Júgóslavíulögin voru
líka ágæt.
Þórdís Gissurardóttir ellilífeyrisþegi:
Mér leist þokkalega á, var hrifnust
;af norska laginu.
/éttm
ira Sveinbjörnsdóttir nemi: Mér
nnst íslenska lagið best og mynd-
tndið best en ég held að það besta
eftir.
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Margur verður af aurum api
Smábóndi skrifar:
Þessa dagana er um fátt meira talað
en kvóta og skerðingu á mjólkurfram-
leiðslu bænda. Það er mikið talað um
erfiðleika bænda, og satt er það að
þeir bændur, sem byggt hafa fjós á
síðustu 3 árum og verða nú að borga
okurvexti af lánum, eru mjög illa sett-
ir og tímaspuming hvenær sumir
þeirra fara á hausinn. Þá fara bændur
með lítil bú mjög illa út úr skerðing-
unni þvi á þá er lögð hlutfallslega mun
meiri skerðing en stórbænduma.
Það em skuldlausir stórbændur sem
fara best út úr þessu en samt kveina
þeir hæst og berja mest lóminn. Þegar
fjölmiðlar fóru að segja frá einstökum
skerðingartilfellum létu stórbændum-
ir sér það vel líka og höfðu á orði að
mál væri til komið að þjóðinni færi
að skiljast hve þeir ættu bágt. En svo
varð bónda nokkrum það á í samtali
við fréttamann útvarpsins að tilgreina
skerðinguna í lítrafjölda en ekki pró-
sentum, og hann meira að segja
verðlagði lítraíjöldann. Þá kom í ljós
að blessaðir stórbændumir eru með
margföld verkamannalaun fyrir
mjólkurinnleggið og þar að auki koma
svo tekjur af kjötsölunni. Og þetta em
sömu mennimir sem löngum hafa
hjalað um það á torgum og gatnamót-
um að þeir fari ekki fram á annað en
sambærileg laun og svonefhdar við-
miðunarstéttir!
Margir bændur, og þá einkum við á
minni búunum, hlýddu því kalli að
minnka framleiðsluna. Fæstir stór-
bændanna önsuðu þessu kalli, þeir
héldu áfram að auka framleiðsluna og
ekki nóg með það, því mörg dæmi em
um það að skuldlausir stórbændur
fengu aukinn kvóta fram á síðasta ár
með hjálp pólitískra vina á „hærri“
stöðum, og þetta var meira að segja
viðurkennt af einum starfsmanni bún-
aðarsamtaka ekki alls fyrir löngu. Og
nú er allt komið í óefrii; óseljanlegar
birgðir hlaðast upp og stórbændumir
geta ekki lifað lengur í þeirri trú að
það sé allt í lagi að framleiða sem
mest og allt verði borgað upp í topp,
og nú skammast þeir yfir því sleifar-
lagi að ekki skuli leitað markaða
erlendis. Vita þessir menn ekki að í
öllum nálægum löndum er offram-
leiðsla á landbúnaðarvörum?
Ein ástæðan fyrir offramleiðslunni
er misgengið milli verðlags og kaup-
gjalds. Á seinustu misserum hefúr
vöruverð farið síhækkandi en laun á
vinnumarkaði nánast staðið í stað.
Þetta sívaxandi bil milli vöruverðs og
launa hefur stórlega dregið úr sölu á
landbúnaðarvörum. En á þetta
minnast stórbændumir aldrei. Hvem-
ig skyldi standa á því?
Nú er farið að brydda á hnútukasti
milli norðlenskra og sunnlenskra stór-
bænda og kenna nú hvorir öðrum um
offramleiðsluna. Vill nú ekki einhver
fjölmiðillinn taka sig til og birta skrá
yfir ársinnlegg í öll mjólkurbú og
mjólkursamlög landsins, t.d. síðustu
5-6 árin? Ef þetta yrði gert ættu málin
eitthvað að skýrast um það hvar fram-
leiðsluaukningin er mest. En eitt er
vist, offramleiðslan er ekki okkur smá-
bænduniun að kenna, hún er ein-
vörðungu verk stórbændanna.
Og þá kem ég að óhrjálegasta þætti
þessa kvótamáls og er sá þáttur
kveikjan að þessu greinarkomi. Nú
gæla margir stórbændur við þá hug-
mynd, og fara ekki dult með, sem sé
að flæma okkur smábændur af jörðum
okkar og ná þannig í kvóta okkar svo
þeir geti haldið háum tekjum sínum
óskertum. Öll lærðum við í æsku þessa
fögru kenningu: „Það sem þið gerið
einum af mínum minnstu bræðrum,
það gerið þið mér.“ Þessi kenning
virðist í hugum sumra manna dofna
því meir sem pyngjan þyngist. Og hvað
um úlfaldann og nálaraugað? En
skyldi ekki mörgu sveitarfélaginu
bregða við ef við smábændur verðum
Laufey Sveinbjörnsdóttir verslunar-
maður: Mér fannst það íslpnska best,
hin voru svona la la.
Skopsaga
aldarinnar
Bókaormur, 6946-3525, skrifar:
Einhver hroðalegasta sóun á fjár-
munum almennings er úthlutunin
úr Launasjóði rithöfunda. Svo sem
komið hefúr fram í grein í DV er í
þeim hópi, sem þar fá úthlutað fé,
vart að finna nokkum sem ritað
hefúr ævifrásagnir sínar eða ann-
arra eða það sem flokkast undir
sagnfræði, þ.e. um raunverulega lífs-
sögu fólksins í landinu. Nokkur ár
fyrir og eftir síðari heimsstyrjöldina
eru slíkur kafli í þjóðarsögunni að
allra heimilda er þörf fyrir eftirkom-
enduma eins og Indriði G. Þor-
steinsson drap á í ágætu viðtali í
sjónvarpinu. Slíkar frásagnir á að
verðlauna en síður lélegar skáldsög-
ur svo að ekki sé minnst á þá sem
komið hafa á prent pésum með órím-
uðum Ijóðum sem rykfalla í hillum
bókasafna.
I huga minn kemur hálaunað skáld
(af almannafé). Aldrei hefi ég heyrt
nokkum mann vitna til ljóða eftir
þann mann eða að bóndinn á drátt-
arvélinni, sjómaðurinn við vírinn og
verkamaðurinn með hakann hafi
nokkum tíma látið sér um munn
fara vísupart eftir skáldið.
Fyrir alllöngu kom út bók, ævi-
saga dugnaðarmanns sem hafði frá
mörgu merkilegu að segja, slík var
hans lífesaga. Einn hinna sjálfsögðu
launþega Launasjóðsins skrifaði
niðrandi ritdóm um þessa bók sem
svo náði metsölu. Ritdómarinn fann
bókinni það helst til vansa að þar
væm of mörg mannanöfn.
Ekki veit ég til að höfundurinn,
sem ritfærði frásagnimar, sé á jötu
úthlutunamefndar Launasjóðs rit-
höfúnda.
Ef litið er yfir nafnalistann frá
þeirri nefhd er þar að finna kynlegan
hóp þótt einn og einn snillingur
slæðist kannski með. Sá listi verður
skopsaga aldarinnar, endurtekin ár
eftir ár.
„Nokkur ár fyrir og eftir síðari
heimsstyijöldina eru slíkur kafli í
þjóðarsögunni að allra heimilda er
þörf fyrir eftirkomenduma eins og
Indriði G. Þorsteinsson drap á í
ágætu viðtali í sjónvarpinu.“
„...blessaðir stórbændumir em með margföld verkamannalaun fyrir mjólk-
urinnleggið og þar að auki koma svo tekjur af kjötsölunni."
flæmdir í burtu? Hverjir ætla að borga
skattana þegar við erum famir? í
mörgum sveitarfélögum em það smá-
bændumir sem bera tiltölulega hæstu
skattana og útsvörin.
Ég efa ekki að stórbændavaldinu og
vinum þess á „hærri“ stöðum takist
að flæma okkur smábændur af jörðum
okkar því við eigum formælendur fáa
og verðum því fyrr eða síðar leiddir á
höggstokkinn. Og þá skulum við að
endingu litast um á aftökustaðnum,
og með hliðsjón af því sem á undan
er gengið er ekki ýkja erfitt að gera
sér í hugarlund það sem þar fer fram.
Við smábændumir röflum eflaust og
spyrjum hvað verði um bömin okkar
ung og smá, en társtokkin sveit stór-
bænda, sem mætt er á staðnum,
huggar okkur með svofelldum orðum:
„Ó, hve þið eigið gott. Mikið vildum
við gefa til að mega fylgja ykkur, en
forlögin hafa áskapað okkur að lifa
enn um stund við sult og seym í þess-
um auma táradal búmarks og kvóta.
Líf er eftir þetta líf, elsku vinir. Nú
hverfið þið til sælla heima á vit refa-
ræktar og fallandi skinnaverðs og ekki
þurfið þið að kvíða framfærslukostn-
aði því í hvert mál munu fáeinir
fisktittir úr eldispollum Jóns metta
ykkur, og skiptir þá engu hve mörg
þið emð, því tími kraftaverkanna er
ekki á enda mnninn. Amen.“
„Þar sem kommar skammast sín svo mjög fyrir upprunann sem raun ber vitni
- þ.e.a.s. að þeir em flestir ættaðir úr söfnuði Stalíns sáluga & Company - hvem-
ig væri það þá fyrir áðurnefnda flokksleiðtoga að leitast við að finna rætur
tegundarinnar í köldum gusti og dragsúgi?“
Um uppruna
tegundarínnar
Elín Jóhannsdóttir skrifar:
Margir hérlendra kommaleiðtoga
láta gjaman í það skína að þeir hafi
alist upp á skikkanlegum íhalds- og
krataheimilum en að þeir hafi síðan
fyrir rás atburðanna snúist til vinstri,
m.a. vegna vondra aðgerða Banda-
ríkjamanna og annarra auðvalds-
sinna. Alkunnar em frásagnir ritstjóra
Þjóðviljans, t.a.m., og formanns Al-
þýðubandalagsins (sem kosinn hefur
verið „leiðinlegasti þingmaðurinn" af
starfshópi á Alþingi) í þessa vem.
Þessar frásagnir kommaleiðtoganna
minna um sumt á gamla skipsögu um
konu nokkra er .orðið hafði bams-
hafandi, og þótti henni með ólíkindum
þar eð hún hefði eigi haft náin kynni
af karlmönnum. Taldi konan einna
sennilegast að þunginn mundi stafa
af dragsúgi í baðstofunni. í fyllingu
tímans ól svo konan bam. Var það
stúlka er síðan var neftid Guðrún
Trekkvindsdóttir.
Þar sem kommar skammast sín svo
mjög fyrir uppmnann sem raun ber
vitni - þ.e.a.s. að þeir em flestir ættað-
ir úr söfnuði Stalíns sáluga &
Company - hvemig væri það þá fyrir
áðumefnda flokksleiðtoga að leitast
við að finna rætur tegundarinnar í
köldum gusti og dragsúgi?