Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Qupperneq 25
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1986.
25
Sandkorn Sandkorn
Kýrnar á Hvanneyri eru taugaóstyrkar og skapvondar.
Stuðmenn létu
bíða eftir sér
Skagamenn eru ekki
hrifnir af óstundvísi hljóm-
listarmanna, samkvæmt
frásögn Skagablaðsins.
Blaðið greinir lesendum
sínum frá dansleik, sem
hljómsveitin Stuðmenn
hélt á hóteli bæjarins ný-
verið. Segir blaðið að ekki
hafi farið leynt að margir
gestanna hafi verið orðnir
ansi þreyttir á að bíða eftir
goðunum, sem hófu ekki
spilamennsku fyrr en
klukkan eitt eftir miðnætti
þrátt fyrir að dansleikurinn
ætti að hefjast klukkan 23.
„Fannst mörgum Stuð-
menn setja niður við þessa
framkomu í garð Skaga-
manna,“ segir Skagablað-
ið. Reyndar kemur einnig
fram í blaðinu að mikil
stemmning hafi verið á
ballinu.
Brennivínið
skráð á
húsverðina
í móttöku í Höfða nýlega,
þar sem vel var veitt, flutti
Davíð Oddsson borgarstjóri
ávarp og minntist á risnu
borgarsjóðs. Sagði Davíð
að þegar vinstrimenn kom-
ust síðast til valda í borg-
inni, sem gerðist á 1100 ára
fresti að jafnaði, hefði leið-
togi vinstrimanna, Sigur-
jón Pétursson, farið ofan í
risnukostnað fyrri ára en
aðeins fundið lágar tölur.
Skýringuna á þvi að Sigur-
jón fann engar háar tölur
sagði Davíð vera þá að aðal-
risnan væri alltaf falin
undir liðnum „húsverðir og
annað“. Það væru auðvitað
alltaf húsverðirnir sem
væru sendir út til að kaupa
brennivínið.
Taugaóstyrkar
og skap-
vondar kýr
f svari Jóns Helgasonar
landbúnaðarráðherra á Al-
þingi við fyrirspurn Ólafs
Þórðarsonar alþingis-
manns um rikisbú kemur
fram að Bændaskólinn á
Hvanneyri neyðist árlega
til að selja nokkrar mjólk-
urkýr þar sem ógerlegt sé
að nota þær til kennslu.
Ástæðan er sú að kýrnar
eru taugaóstyrkar og skap-
vondar.
f sama svari kemur fram
að bændaskólinn hafi uppi
áform um að farga öllum
holdanautunum.
Skagamönn-
um kennd
stundvísi
Hinn nýi þjálfari Skaga-
liðsins í knattspyrnu,
Englendingurinn Jim Barr-
on, kann ýmis ráð við
óstundvísi. Þegar knatt-
spyrnuliðið var í Reykja-
víkurferð á dögunum þótti
þjálfaranum einhverjir
leikmenn fullseinir út i rútu
eftir snæðing. Refsingin var
aukaþrekhlaup á næstu æf-
ingu.
Nokkrum dögum síðar
átti varaliðið að keppa æf-
ingaleik við Borgnesinga.
Þjálfarinn bað leikmenn
um að mæta þremur kort-
erum fyrir leik. Þeir sem
komu eftir það voru hund-
skammaðir og einn sem
mætti þegar tæpur hálftími
var i leik fékk alis ekki að
vera með. Skagablaðið seg-
ir að enski þjálfarinn sé nú
kallaður „Iron man“.
Fats Domino
gáttaður á
viðtökunum
Fats Domino og fjórtán
manna hljómsveit hans
hafa undanfarin kvöld
skemmt landsmönnum í
veitingahúsinu Broadway
við fádæma undirtektir.
Hefur gamli rokkarinn
sjálfur verið gáttaður á við-
tökunum. Gífurleg fagnað-
arlæti við upphaf og endi
hvers lags. Jafnvel virðu-
legustu borgarar hafa
hoppað uppi á stólum á tón-
leikum Fats Domino.
Starfsmenn veitingahúss-
ins segjast aldrei hafa séð
annað eins. Hafa gestir haft
á orði að þær 2.900 krónur,
sem aðgöngumiðinn kost-
aði, hafi verið vel þess virði.
Heilt hverfi
sameinast
um gervi-
hnattadisk
Það færist nú í vöxt að
nágrannar slái saman í
kaup á búnaði til móttöku
sjónvarpssendinga frá
gervihnöttum. DV hefur
greint frá nokkrum dæm-
um, svo sem á Patrek'sfirði,
í Vestmannaeyjum og (jöl-
býlishúsi í Reykjavík. Og
frá Akranesi berast þær
fréttir að íbúar einbýUs-
húsahverfis þar hafi ákveð-
ið að sameinast um kaup á
gervihnattadiski. Búnaður
Skagamanna kostar með
öllu um eða innan við 200
þúsund krónur. Þegar búið
er að deila honum niður
koma um fimm þúsund
krónur í hlut hverrar íbúð-
ar.
Umsjón: Kristján Már Unn-
arsson.
Kvikmyndir Kvikmyndir
BÍÓHÖLLIN - A CHORUS LINE ★ ★
Þar sem samkeppnin er hörð
A Chorus Line.
Leikstjóri: Richard Attenborough.
Handrit: Arnold Schulman eftir samnefnd-
um söngleik.
Kvikmyndun: Ronnie Taylor.
Tónlist Marvin Hamlisch.
Dansstjórnandi: Jeffrey Hornaday.
Aðalleikarar: Michael Douglas, Michael
Blevins og Alyson Reed.
A Chorus line er vinsælasta sýning
sem sett heíur verið upp á Broad-
way. Þar hefiir söngleikurinn gengið
síðan 1976 og er ekkert lát á aðsókn-
inni. Að ekki sé búið að kvikmynda
þennan vinsæla söngleik íyrr er
skiljanlegt.
A Chorus Line hefúr allt það sem
gott Broadway-„show“ þarf að hafa
- góða tónlist, dansa sem eru í sér-
flokki og þar að auki fjallar leikur-
inn um Broadway. Hann gerist í
raun á einum eftirmiðdegi þegar
verið er að ráða átta dansara úr
hundrað sem prófaðir eru.
Það gefúr að skilja að erfitt hlýtur
að vera koma þessu afmarkaða verki
í kvikmyndaform, enda er það svo
að þrátt fyrir að öll tæknivinna sé
fyrsta flokks, dansararnir frábærir
og lögin skemmtileg, þá vantar eitt-
hvað líf í kvikmyndina þegar hún
er skoðuð í heild.
Það er lítið hægt að nota þá óravídd
sem kvikmyndaformið býður upp á.
A Chorus Line gerist á leiksviði og
út fyrir það er ekki farið. Dansaram-
ir segja að vísu frá högum sínum og
eru mjög persónulegir þegar leik-
stjórinn, Zack (Michael Douglas),
lætur þau tjá sig í máli til að kanna
leikhæfileika þeirra. En líf þeirra
snýst um dans og aftur dans og eðli-
legt líf kemur ekki til greina fyrr en
starfsaldri þeirra lýkur. Þá byrjar
lífið, eins og einn dansaranna kemst
að orði.
1 byrjun myndarinnar höfum við
Dansarnir eru margir hverjir stórkostlegir í A Chorus Line.
fjölmarga dansara sem allir gera sér
vonir um að verða ráðnir. Sextán
eru valdir úr hópnum og þessum
sextán er strax gert ljóst að það
verða aðeins átta ráðnir.
Dansararnir, sem allir eru fi-ábær-
ir, vita að það er ekki aðeins
danskunnátta þeirra sem ræður úr-
slitum um ráðningu, heldur einnig
hvemig svör þeirra verða við spum-
ingum leikstjórans. Það verða þvi
mikil vonbrigði hjá helmingi þeirra
um leið og gleðin er mikil hjá þeim
sem fá ráðningu í lokin. Inn í þenn-
an söguþráð spilar svo persónuleg
ástamál leikstjórasns og dansmeyjar
einnar sem hafði yfirgefið hann.
Söguþráður er ekki mikil svo á
einhverju öðru verður myndin að
byggja. Það em dansarnir sem hrífa
áhorfendur með sér og þeir dansarar
sem sýna listir sýnar í myndinni em
hreint út sagt stórkostlegir. Söngur-
inn aftur á móti, þótt lögin séu ágæt,
hægir nokkuð á myndinni og í söng-
atriðunum virkar myndin gamal-
dags og væmin.
Það kom svo sannarlega á óvart
þegar Richard Attenborough fékk
það verkefni að leikstýra A Chorus
Line. Eftir sigur hans og óskarsverð-
laun fyrir Gandhi áttu menn von á
einhverju öðm viðfangsefni frá þeim
ágæta manni. En sjálfsagt hefur
hann fundið fyrir einhverri ögrun
við að taka að sér leikstjórn á jafn
ólíku viðfangsefni og A Chorus Line.
Og leikstjómin er ekki illa leyst
af hendi. Það er aftur á móti skoðun
mín að Attenborough hafi ekki verið
rétti maðurinn til að stjóma A Chor-
us Line. Dettur mér í raun aðeins
einn maður sem hefði getað farið
betur með efniviðinn. Það er Bob
Fosse, sem auk þess að vera góður
leikstjóri er fyrrverandi dansari og
þekkir manna best Broadway. Það
má þó geta þess að dóttir hans, Nic-
ole Fosse, er ein dansara í myndinni.
Þrátt fyrir ýmsa vankanta við
kvikmyndagerð A Chorus Line má
hafa gaman af myndinni og þá sér-
staklega dönsunum, en það breytir
því ekki að A Chorus Line er fyrst
og fremst sviðsverk og frábært sem
sh"kL Hilmar Karlsson.
k'k'k'k Frábær kkk Góð kk Miðlungs k Léleg 0 Afleit
Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður
færð á kortið.
Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar
og ganga frá öliu í sama simtali.
Hámark kortaúttektar í síma er kr. 2.050,-
Smáauglýsingadeildin
verður opin miðvikudag-
inn 23. apríl til kl. 22.00.
Lokað verður fimmtudag-
inn 24. apríl.
Smáauglýsingar, sem birt-
asteiga í blaðinu föstu-
daginn 25. apríl, þurfa að
berast fyrir kl. 22 miðviku-
Gleðilegt sumar!
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Norðurnesi 49, Möðruvöllum I, Kjósarhreppi,
þingl. eign Stefáns Bjarnasonar og Benedikts Þórðarsonar, fer fram á eign-
inni sjálfri föstudaginn 25. apríl 1986, kl. 17.00.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 95., 98. og 99. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eign-
inni Efstalundi 8, Garðakaupstað, þingl. eign Steinunnar H. Gunnarsdóttur,
fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði og Gjaldheimtunnar í Garða-
kaupstað á eigninni sjálfri föstudaginn 25. apríl 1986, kl. 14.15.
Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Markarflöt 35, Garðakaupstað, þingl. eign Pét- urs Ó. Þorsteinssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 25. april 1986, kl. 14.45. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð annað og siðasta á eigninni Bugðutanga 9, Mosfellshreppi, þingl. eign Lárus- ar Eiríkssonar, ferfram á eigninni sjálfri föstudaginn 25. april 1986, kl. 16.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 55., 66. og 72. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Áslandi 18, Mosfellshreppi, þingl. eign Jóhanns Guðjónssonar, fer fram eftir kröfu Skúla J. Pálmasonar hrl„ Jóhanns H. Níelssonar hrl„ Veðdeildar Landsbanka íslands og Baldurs Guðlaugssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudag- inn 25. apríl 1986, kl. 16.15. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.