Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Síða 26
26
DV. ÞRIDJUDAGUR 22'. APRÍL 1986.
Einar Ágústson sendiherra lést 12.
apríl sl. Hann fæddist í Hallgeirsey
i Austur-Landeyjum 23. september
1922. Foreldrar hans voru Ágúst Ein-
arsson og kona hans Helga Jónas-
dóttir. Einar varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1941.
Lögfræðiprófi lauk hann frá Háskóla
íslands árið 1947. Að loknu háskóla-
námi gerist Einar starfsmaður
Fjárhagsráðs og jafnframt skrif-
stofustjóri Sölunefndar varnaliðs-
eigna. Hann gegnir starfi fulltrúa í
fjármálaráðuneytinu 1954-57, en
ræðst þá til Sambands ísl. samvinnu-
félaga og verður fuiltrúi forstjóra og
sparisjóðsstjóri Samvinnuspari-
sjóðsins 1957 63. Jafnframt því að
veita forstöðu lífeyrissjóöi Sam-
bandsins til ársins 1960. Árið 1963
var hann ráðinn fyrsti bankastjóri
Samvinnubankans. Því starfi gegnir
hann til ársins 1971. í alþingiskosn-
ingum 1963 er Einar í framboði fyrir
Framsóknarflokkinn og vann þar
sinn annan kosningasigur. Hann er
svo þingmaður Reykvíkinga til árs-
ins 1978. Hann er skipaður sendi-
herra í Danmörku frá 1. janúar 1980.
Eftirlifandi eiginkona hans er Þór-
unn Sigurðardóttir. Þeim hjónum
varð fjögurra barna auðið. Af þeim
eru þijú á lífi. Útför Einars verður
gerð í dag kl. 13.30 frá Dómkirkjunni.
Gunnar Jónsson, fyrrverandi hús-
vörður Verslunarskóla íslands, er
látinn.
Soffia Riis, Háteigsvegi 4, andaðist á
öldrunardeild Landspítalans hinn 19.
apríl.
Sigurður Jónsson, Melabraut 57,
Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn
frá Neskirkju miðvikudaginn 23.
apríl kl. 13.30.
Elín Jóhannesdóttir, fyrrv. hjúkr-
unarkona, Patreksfirði, Álfheimum
22, Reykjavík, lést í öldrunardeild
Landspitalans 19. apríl.
Soffia Guðrún Vagnsdóttir frá Hest-
eyri, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 23. april kl. 15.
Sr. Leó Júlíusson, fyrrverandi pró-
fastur á Borg á Mýrum, andaðist 18.
apríl.
Regína Jakobsdóttir, Steinsbæ, Eyr-
arbakka, lést í sjúkrahúsi Suður-
lands, Selfossi 18. apríl.
Kristinn Kristjánsson, Bergstaða-
stræti 11A, áður til heimilis að
Brúarósi, Kópavogi, lést að kvöldi
16. apríl sl. Útförin fer fram frá Kópa-
vogskirkju föstudaginn 25. apríl kl.
15.
Guðjón Brynjólfsson, Búðargerði 3,
andaðist á Elli- og hjúkrunarheimil-
inu Grund 12. þ.m. Jarðarförin hefur
farið fram í kyrrþey.
Sigurbjörn Árnason frá Landakoti,
Sandgerði, lést í Borgarspítalanum
þann 17. apríl. Útförin verður aug-
lýst síðar.
Hallfríður Friðrika Jóhannesdóttir
andaðist á Hrafnistu, Reykjavík,
hinn 30. mars. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Skúli Magnússon kennari, Meistara-
völlum 13, andaðist í Landspítalan-
um 15. þ.m. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju föstudaginn 25. apríl
kl. 15.
Erik Södrin, lést 16. apríl.
Tilkynningar
Námsmeyjar - Löngumýri
veturinn ’65-’66.
Hafið samband í tilefni 20 ára af-
mælis við eftirtaldar: Viddý s. 74800,
Elfa s. 622269, Dóra s. 82896, Ellen
s. 671028 eftir kl. 20 sem allra fyrst.
Starfslaun listamanna
I fjárlögum 1986 eru ætlaðar kr.
4.692.000 til starfslauna listamanna.
Starfslaunin miðast við byrjunar-
laun menntaskólakennara og starfs-
tímann þrjá til tólf mánuði.
Umsóknir voru 120.
Starfslaun hlutu:
12 mánaða laun:
Haukur J. Gunnarsson leikstjóri
Jóhanna K. Yngvadóttir myndl.maður
6. mánaða laun:
Nína Gautadóttir myndlistarmaður
Sigurlaug Jóhannesd. myndl.maður
Sóley Eiríksdóttir myndlistarmaður
Steingr. E. Kristmundss. myndl.maður
Jóhannes Helgi rithöfundur
Stefanía Þorgrímsdóttir rithöfundur
Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona
3. mánaða laun:
Ásdís Sigurþórsdóttir myndlistarmaður
Ásgerður Búadóttir myndlistarmaður
Guðm. Thoroddsen myndlistarmaður
Guðrún Svava Svavarsd. myndl.maður
Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður
Hallgrímur Helgason myndlistarmaður
Haraldur Ingi Haraldss. myndl.maður
Haukur Dór myndlistarmaður
Helgi Þorgils Friðjónss. myndl.maður
Jónína Guðnadóttir myndlistarmaður
Kristján Guðmundsson myndl.maður
Kristján Steingr. Jónss. myndl.maður
Lísbet Sveinsdóttir myndlistarmaður
Sigrún Eldjárn myndlistarmaður
Sigurður Þórir Sigurðss. myndl.maður
Svala Sigurleifsdóttir myndlistarmaður
Sverrir Ólafsson myndlistarmaður
Þór Vigfússon myndlistarmaður
Þórður Hall myndhstarmaður
Þuriður Fannberg (llúrí) myndl.maður
Örn Þorsteinsson myndlistarmaður
Glúmur Gylfason tónlistarmaður
Gunnar R. Sveinsson tónlistarmaður
Hörður Torfason tónlistarmaður
Mist Þorkelsdóttir tónlistarmaður
Páll Eyjólfsson tónlistarmaður
Þórir Baldursson tónlistarmaður
Elísabet Þorgeirsdóttir rithöfundur
Valdís Óskarsdóttir ljósmyndari
Viðar Eggertsson leikari
Viðar Gunnarsson söngvari
Úthlutunarnefnd skipuðu: Birgir
Sigurðsson, sr. Bolli Gústavsson og
Knútur Hallsson, formaður.
Iðjuþjálfafélag íslands 10 ára
í mars 1986 náði Iðjuþjálfafélag
íslands merkilegum áfanga 10 ára
afmæli félagsins. Á rúmlega 10 árum
hefur iðjuþjálfum á íslandi fjölgað
úr einum einstaklingi í stéttinni í 38.
Reyndar eru íslenskir iðjuþjálfar 53,
en 15 eru erlendis.
Iðjuþjálfar á íslandi eru allir
menntaðir erlendis í u.þ.b. 10 mis-
munandi löndum, þó er gert ráð fyrir
námsbraut í iðjuþjálfun við Háskóla
íslands samkvæmt lögum um iðju-
.þjálfun sem fengu löggildingu 1977.
Við stefnum að stofnun iðjuþjálfa-
skóla á íslandi en vegna fámennis
og fjárskorts hefur það ekki tekist
enn. Yfírleitt eru á milli 20 og 25
manns í námi erlendis á hverjum
tíma. 4 iðjuþjálfar eru með masters
próf.
Iðjuþjálfar vinna nú á 18 mismun-
andi vinnustöðum hér á landi: á 4
sjúkrahúsum og 3 endurhæfíngar-
stöðvum. Iðjuþjálfar vinna líka á
vemduðum vinnustöðum, hjá sjálf-
stæðum félögum, í svæðisstjórn ( 1
iðjuþjálfi er framkvæmdastjóri einn-
ar svæðisstjórnar) og hjá Trygginga-
stofnun ríkisins. Nokkrir iðjuþjálfar
vinna við iðjutækni (ergonomi) bæði
í skólum og á vinnustöðum og 1 iðju-
þjálfi vinnur hjá hjálpartækjabank-
anum.
Félagið hefur gefið út stéttarblað
tvisvar á ári síðan 1979. í tilefni 10
ára afmælis félagsins var haldinn
glæsilegur aðalfundur 15 mars sl. í
húsnæði BHM. Þá var Jóna Kristo-
fersdóttir, fyrsti íslenski iðjuþjálfmn,
gerð að heiðursfélaga. Einnig var
Hope Knútsson heiðruð fyrir for-
mennsku í 10 ár. I tilefni afmælisins
hafa nokkrir félagsmenn, sem voru
með í stofnun félagsins, safnað sam-
an í 2 stórar og myndarlegar möppur
alls konar skemmtilegum pappírum,
myndum, greinum og skrám sem gefa
yfirlit yfir starfsemi félagsins síðast-
liðin 10 ár. Einnig gefum við út
afmælisblað í maí.
Þeir sem hafa áhuga á að fá annað-
hvort kynningarbæklinga um
menntun, hugmyndafræði og starfs-
svið iðjuþjálfa eða að gerast áskrif-
endur að iðjuþjálfablaðinu er bent á
að skrifa til:
Iðjuþjálfafélag Islands,
pósthólf 8845,
128 Reykjavík.
Styrkir úr minningarsjóði Þor-
gerðar S. Eiríksdóttur
Síðastliðin 8 ár hafa 18 tónlistarnem-
endur hlotið styrki úr minningar-
sjóði Þorgerðar S. Eiríksdóttur.
Sjóðurinn er í vörslu Tónlistarskól-
ans á Akureyri og styrkir eru veittir
við skólaslit. Nemendur, sem stund-
að hafa nám við Tónlistarskólann á
Akureyri og hyggja á, eða hafa þegar
byrjað háskólanám í tónlist, eiga
rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum.
Umsóknarfrestur er til 1. maí og
þurfa umsækjendur að greina frá
námsferli og námsáformum í umsókn
sinni. Sjóðurinn aflar tekna með
móttöku minningarframlaga og eru
minningarkort seld í Tónlistarskól-
anum á Akureyri og bókabúðunum
Huld og Bókvali. Árlega er efnt til
tónleika til styrktar sjóðnum.
Fundir
Sumarfagnaður eldri borgara
í Reykjavík og nágrenni.
Félag eldri borgara í Reykjavík og
nágrenni efnir til sumarfagnaðar í
Sigtúni við Suðurlandsbraut á sum-
ardaginn fyrsta, 24. apríl nk.
Samkoman hefst kl. 20. Skemmtiat-
riði og dans. Hljómsveitin Dansspor-
ið leikur danslög milli- og eftir-
stríðsáranna. Söngvari með
hljómsveitinni er Kristbjörg Löve.
Stjórn félags eldri borgara verður til
viðtals í Sigtúni á sumardaginn
fyrsta milli kl. 17 og 19 og gefur upp-
lýsingar uin fyrirhugaða starfsemi
félagsins. Á sama tíma hefst sala
aðgöngumiða. Aðgöngumiðaverð 200
krónur.
Aðalfundur Kvenfélags Bæjar-
leiða
verður haldinn í kvöld, þriðjudag 22.
apríl, kl. 20.30 í safnaðarheimili
Langholtskirkju.
Sumarfagnaður Húnvetninga-
félagsins
verður í Domus Medica miðvikudag-
inn 23. apríl (síðasta vetrardag) og
hefst kl. 22. Skemmtiatriði kl. 23.
Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir
dansi.
Sagnfræðifélag - félagsfundur
Fundur verður haldinn í Sagnfræði-
félagi Islands í kvöld, þriðjudag 22.
apríl, kl. 20.30 í Árnagarði við Suður-
götu, st. 423. Fundarefni er erindi
sem dr. Ingi Sigurðsson lektor flytur:
Skógrækt sem leið til lausnar á vanda
skosku hálandanna 1919-1985. Fund-
urinn er öllum opinn.
Tapað-Fundið
Högni tapaðist
frá Háteigsvegi
Grábröndóttur ungur högni tapaðist
frá Háteigsvegi á sunnudaginn sl.
Finnandi vinsamlegast hringi í síma
21178.
Tónlist
Jazzkvöld í
Stúdentakjallaranum
Þriðjudagskvöldið 22. apríl leikur
norrænn jazzkvartett í Stúdenta-
kjallaranum. Þár koma fram sax.
Anders Kortsen, píanó Sven-Eric
Johansson, bassi Birgir Bragason,
trommur Jón Björgvinsson. Jazz-
kvöldið hefst kl. 21.30 en barinn
verður opnaður kl. 21.
50 ára afmæli á í dag, þriðjudag 22.
apríl, Einar Pálmason skipstjóri,
Sóltúni 5, Keflavík. Hann er frá
Snóksdal í Miðdölum. Hann er
kvæntur Jóhönnu Auði Árnadóttur.
Hann er á sjó í dag. Nk. laugardag,
26. apríl, ætla þau að taka á móti
gestum í safnaðarheimili Innri-
Njarðvíkurkirkju eftir kl. 20.
Spilakvöld
Kvenfélag Kópavogs
heldur spilakvöld í kvöld, þriðjudag
22. apríl, kl. 20.30 í Félagsheimilinu.
Handsnyrting á hárstofunni
Cortex
Nýlega opnaði Ebba Kristinsdóttir
aðstöðu til acilnaglagerðar og al-
mennrar handsnyrtingar á hárstof-
unni Cortex, Bergstaðastræti 28a
sími 621920.
Ferðalög
Giktarfélag íslands
Vorferð félagsins til Ítalíu er 26. maí
til 16. júní. Enn eru nokkur sæti laus.
Upplýsingar í síma 29740.
ÚTIVIST
10 ÁRA
Útivistarferðir
Fimmtudagur 24. april, sumardag-
urinn fyrsti:
1. Kl. 10.30, þjóðleið mánaðarins:
Svínaskarð. Þessi forna þjóðleið úr
Kjósarskarði yfir að Hrafnhólum var
fjölfarin fyrrum. Gott útsýni úr
skarðinu. Tiltölulegaauðveld leið.
Verð 400 kr.
2. kl. 10.30, Móskarðshnúkar.
Svínaskarðsleið gengin að hluta.
Verð 400 kr.
3. Kl. 13, Sumarkinn - Tröllafoss.
Gengin ný, skemmtileg leið bak við
Haukafjöllin i tilefni sumarkomu.
Verð. 400 kr., frítt f. börn m. fullorðn-
um. Brottför frá BSl, bensínsölu.
Sunnudagur 27. apríl:
Kl. 10.30, Esja - Hátindur - Esju-
horn.
Kl. 13.00, kræklingafjara í Hvalfirði.
Helgarferðir:
1. Fimmvörðuháls, gönguskíðaferð
24.-27. apríl. Gist í húsum. Gengið á
Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul. Kveðjið
veturinn á frábæru skíðasvæði.
Brottför sumardaginn fyrsta kl. 8.30.
Farastj. Reynir Sigurðsson.
2. Sumri heilsað í Þórsmörk 25.-27.
apríl. Brottför föstud. kl. 20. Gist í
Utivistarskálanum í Básum. Göngu-
ferðir við allra hæfi. Kvöldvaka með
sumarsöngvunum. í'ararstj. Ingi-
björg S. Ásgeirsdóttir. Uppl. og farm.
á skrifstofunni, Grófinni 1 (Vesturg.
4), símar 14606 og 23732. Ath., skrifst.
er flutt úr Lækjarg. 6a. Sjáumst.
Ferðafélagið Útivist.
KRR
REYKJAVIKURMOT
MEISTARAFLOKKUR
i kvöld kl. 20.30.
FYLKIR - KR
Á GERVIGRASINU Í LAUGARDAL
□
□
□
□
□
□
□ Blaðbera vantar
g STRAX
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
£ \ AFGREIÐSLA 9
U Þverholti 11 - Sími 27022 U
□□□□□□□□□□□□□^
KÓPAVOGUR:
Sæbólsbraut
Marbakkabraut
Hraunbraut
Kársnesbraut 1-39