Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Qupperneq 28
28
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1986.
i
Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Steven
Spielberg
(ékk ekki Óskar i ár vegna ö(-
undar gamalla leikstjóra i
Hollivúdd. Þeir sitja i verðlauna-
netndinni og þola engan veginn
velgengni þessa unga snillings.
Þetta er samdóma álit leikara í
kvikmyndaborginni á orsökum
tyrir því að gengið var (ramhjá
Spielberg að þessu sinni og
tyrstu viðbrögð voru mikil undr-
un ylir óskammteilni dómnetnd-
arinnar.
Jean Paul Getty
var alveg óður i konur. Hann
sainaöi kveniólki ai engu minni
ákata en aurum og tyllti heimili
sitt að Sutton Place af hinum
ýmsu eintökum beggja tegunda.
Aurarnir voru yfírleitt ekkert að
bögglast fyrir Getty en kvens-
urnar voru ósjaldan til vand-
ræða, enda litið hrifnar af þvi
að hittast við óliklegustu að-
stæður.
Larry Hagman
lifir sannkölluðu kóngalífi. Það
þakkar hann Dallasþáttunum
sem hafa malað honum gull á
síðustu árum. Launin fyrir þátta-
röðina eru ekkert til að gráta
yfir en mun hærri eru þó upp-
hæöirnar sem hann fær fyrir að
lána nafn sitt á alls kyns fram-
leiðsluvarning og láta sjá sig á
hinum ýmsu stööum. Hver þátt-
ur sem J.R. gefur Hagman 8J
þúsund dollara.
Joko Ono:
„Hvar ertu, Kyoko?“
Með syni sínum og Johns Lennon - Sean Lennon 11 ára.
Joko og John með Ky-
oko dóttur Joko Ono frá
fyrra hjónabandi með
kvikmyndaframleiðand-
anum Tony Cox.
Meira að segja heimsins frægasta
og auðugasta fólk á ekki alltaf sjö
dagana sæla, það fær sinn skammt
af sorgum og erfiðleikum lífsins
ekki síður en óbreyttir borgarar.
Joko Ono þurfti ekki aðeins að
sætta sig við morðið á eiginmanni
sínum, bítlinum John Lennon,
heldur leitar hún horfinnar dóttur
sinnar af örvæntingu.
Þetta er Kyoko sem í dag er orð-
in 22 ára. Fyrstu myndir af John
og Joko saman sýna oft litla dökk-
hærða stúlku í bak- eða forgrunni.
Þetta er Kyoko sem dvaldi hjá
móður sinni þar til faðirinn og fyrr-
verandi eiginmaður Joko birtist
einn daginn og hafði dótturina á
brott með sér. Síðan hefur ekkert
til þeirra spurst og Joko hefur
reynt að hafa uppi á þeim þrotlaust
síðustu íjórtán árin. Cox gerði
þetta af hræðslu við að Joko reyndi
að ná umráðaréttinum yfir bam-
Joko er orðin 52 ára gömul og á sér vin, hinn 33 ára Sam Havadtoy.
inu. Úr jólaheimsókn til föður síns
sneri Kyoko litla aldrei aftur, frá
jólakvöldinu 1971 hefur Cox hrein-
lega horfið undir yfirborð jarðar.
I örvæntingu sinni skrifaði Joko
Ono nýlega opið bréf í bandaríska
vikublaðið People Weekly:
„Kæra Kyoko, öll þessi ár hefur
enginn dagur liðið án þess að ég
saknaði þín. Þú verður alltaf í
hjarta mínu. En ég reyni ekki að
gera ráðstafanir til þess að hitta
þig því ég vil virða einkalíf þitt og
óska þér allrar lífshamingju sem
unnt er að finna. Ef þú einhvern
tíma vilt hafa samband við mig þá
vil ég að þú vitir að ég elska þig
heitt og yrði mjög glöð að heyra
frá þér. En viljirðu það ekki skaltu
samt ekki vera með sektarkennd,
þú átt virðingu mína, ást og stuðn-
ing alla ævi. Kær kveðja, mamma.“
En Joko hefur ekki ennþá fengið
svar frá Kyoko ...
Svíar tala nú ekki um annað en
Agnethu Fáltskog, fyrrum Abba-
stelpu. Hún hefur fundið sér nýjan
lífsförunaut sem er hljómplötu-
framleiðandinn Benny Hedlund.
Benny er þrítugur en Agnetha sex
árum eldri - skiptir engu máli,
segja Svíar en sjá samt ástæðu til
að skrifa um þá staðreynd.
Grannt hefur verið fylgst með
Agnethu frá því að hún var í Abba-
flokknum, hún nýtur mikillar
lýðhylli í Svíþjóð og segja þarlend
blöð að landsmenn óski henni til
lukku í væntanlegu hjónabandi.
Abbastelpan er ástfangin
Þeir voru aldrei nægilega ánægðir með fyrri
sambýlismanninn sem var lífvörður söng-
konunnar og henni á engan hátt samboðinn
að þeirra dómi. En Benny hinn nýi hefur
sumsé verið samþykktur til handa þessum
vinsælasta meðlim Abbahópsins fyrrverandi
og ekki er að efast um að fylgst verður náið
með samskiptum þeirra hjónaleysa á næs-
tunni.
Agnetha Fált-
skog er nokkr-
um árum eldri
og þá væntan-
lega reyndari.
Benny Hedlund
er þekktur
plötuframleið-
andi í Svíþjóð.
Aðeins ein
Connie Chung
sælt að vakna á morgn- **
ó, hve sælt að vakna á morgn-
ana! Hún Connie Chung brosir til
þín af skerminum af því fréttirnar
hjá NBC-sjónvarpsstöðinni í dag
eru góðar fréttir. Nei, hún brosir
ekki stöðugt, það eru ekki allar
fréttir góðar. En þá líka er yfir-
bragð hennar heillandi alvörugefið
og það er gott að láta þessa hríf-
andi konu segja sér hvað gengur á
í heiminum, hvort sem það er ják-
vætt eða neikvætt. Hún er svo
vinsæl að margar aðrar sjónvarps-
stöðvar í Bandaríkjunum eru
komnar með eftirlíkingar af henni.
En.... þó það megi ef til vill finna
einhverja ekki ólíka Connie Chung
í útliti er alveg vita vonlaust að
ætla að finna einhverja með sömu
persónutöfrana. Auðvitað - það er
nefnilega bara til ein Connie
Chung.
Connie Chung
býður þér góðan
daginn.