Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1986, Síða 29
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1986. 29 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Nýjar skrifstofur vekja gleði Frá fréttaritara DV á Eskifirði: Emil Thorarensen. Eins og fram hefur komið í DV þá tók Hraðfrystihús Eskiíjarðar hf. í notkun nýtt 500 fm skrifstofu- húsnæði fyrir stuttu. Að sjálfsögðu var haldið upp á þessi merku tíma- mót í sögu fyrirtækisins en það hefur frá upphafi verið á hrak- hólum með skrifstofuhúsnæði. Auk Hraðfrystihúss Eskifjarðarhf. hafa þrjú önnur fyrirtæki nátengd því einnig aðstöðu í hinu nýja hús- næði, það eru Hólmi hf., Hólma- borg hf. og Jón Kjartansson hf. Heildarvelta þessara fyrirtækja á síðasta ári var um 850-900 milljón- ir króna og þau veita um þrjú hundruð manns atvinnu að öllu jöfnu. Það var góð stemmning sem ríkti meðal gesta þegar skrifstofurnar voru formlega teknar í notkun. Hraðfrystihúsinu bárust kveðjur frá viðskiptavinum og öðrum sem samglöddust yfir þessum áfanga í Stórlaxarnir Jónas Haralz bankastjóri, Aðalsteinn Jónsson,forstjóriHrað- rekstri þess. frystihúss Eskifjarðar, og Þorsteinn Sveinsson, kaupfélagsstjóri á Egils- stöðum. Björk Einarsdóttir í. Neskaupstað sagði Sigurveigu Jónsdóttur á Eskifirði nokkra Norðfjarðarbrandara. Gunnar Felixson, aðstoðarforstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar og Magnús Bjarnason, framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, á leiðinni upp á „hærra plan“. Fyrsta sýning óperu Tveir þekktir persónuleikar í léttum þönkum, Valdimar örnólfsson fimleikastjóri og Kristján Jóhannsson óperusöngvari. Þorsteinn Júlíusson lögfræðingur, Magdalena Schram blaðamaður og Hörður Erlingsson skrifstofustjóri. Lísa Schmaalense, danskur lektor á íslandi, og leikararnir Vala Kristjáns- son og Flosi Ólafsson. Allt skal ígrundað vandlega, hvort sem það eru fjárlög, löggjöf, fræðsluá- ætlun eða lög í léttari tónunum. Menntamálaráðherrann, Sverrir Hermannsson, með leikskrá og við hlið sér eiginkonuna, Grétu Kristjáns- dóttur húsmóður. v Ólyginn sagði... Zsa Zsa Gabor er löngu orðin lifandí goðsögn i Hollívúdd. Hún vakti almenna aðdáun fyrir klæðaburð viö af- hendingu American Music Awards, fjaðraskreyttur kjóllinn féll hárfínt inn i ímynd hinnar glæsilegu leikkonu gultaldrará- ranna í kvikmyndaborgínni. George Burns lætur ekki deigan siga þrótt fyr- ir aö hann hafi komist á tiræðis- aldurinn i janúar siðastliðnum. Þessi frægi háðfugl kemur enn- þá fram opinberlega og ævin- lega með vindilinn milli fingranna eða i munnvikinu. „Ég nota ellistyrkínn í vindtakaup og trúi ekki að með þvi að forðast saltát geti menn orðið þúsund ára,“ segir gamla kempan. Hann undirritaði fyrir nokkru samning um að koma fram London Palladium dagfnn sem hann verður aldargall - „... og það er ekkert. Hins vegar bók- uðu þeir mig í tvær vikur samfleytt og það finnst mér svo- litið mikið í einu.“ Liza Minnelii varð fertug um daginn og hefur ekki litið jafnunglega út og nú síðustu tíu árin. Það þakkar hún siöustu dvöl á Betty Fordhælinu sem hjálpaði henni aö ráða við vimuefnavandamál sem hafði verið fjötur um fót siðustu tutt- ugu árin. „Nú drekk ég bara kók og eyöi frístundum með vinum mínum sem eru úr öllum stétt- um og í öllum regnbogans litum,“ segir hin þrælhressa söngkona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.