Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 2
46 DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. Konur og svín Baráttan milli hins heittrúaða minnihluta í ísrael og meirihlutans, sem kærir sig lítt um trú, brýst oft upp á yfirborðið. Meirihlutinn vill ráða öllu í pólitískum efnum en minnihlutinn vill einnig láta að sér kveða. í Jerúsalem eru nokkrir rabbínar, afar fastir við sinar trúarsetningar og hafa verið dregnir fyrir rétt, vegna þess að þeir brenndu niður strætis- vagnaskýli og máluðu yfir auglýs- ingaskilti í þeim skýlum sem þeir ekki brenndu til grunna. Skiltin sýndu konur mjög svo létt- klæddar að auglýsa sólarolíu eða áfengi. Það var ekki varningurinn sem þeir rétttrúuðu eru á móti heldur klæðleysi kvennanna. í Petah Tikvah, sem er úthverfi í Tel Aviv, hafa rabbínar og lærisvein- ar þeirra hótað að mótmæla utan við kvikmyndahús eitt með hrópum og blístri vegna þess að þar eru kvik- myndasýningar á sabbatskvöldið, föstudagskvöldið. Hópur, sem nefnist Tanach og stendur fyrir skemmdarverkum á eigum hinna trúuðu hefur nú tekið upp baráttu í Jerúsalem. Hópurinn hefur málað myndir af nöktum kon- um á fáeinar synagogur (bænahús gyðinga) og grísamyndir einnig í hverfi hinna trúuðu, Mea Shearim. Tanach-hópurinn hefur boðað frekari málverk í sama dúr haldi hin- ir trúuðu áfram að eyðileggja strætó- skýlin sem skýla Jerúsalembúum fyrir vindum, regni og sól. Gleyparar í borg, sem heitir Kortezubi í Baskahéraði á Spáni, eru nokkrir vitleysingar sem af og til keppa í þeirri íþrótt að gleypa. Breiðsíðan hefur aldrei keppt í þessari grein og veit ekki til að hún sé ólympíu- grein. En bjálfarnir í Kortezubi gleypa af miklum móð, helst snigla og kjúklinga. Maður, sem heitir Valentin Flor- entino, tróð í sig 2,1 kg af kjúklingum á tíu mínútum og þrjátíu og sjö sek- úndum. Annar brjálæðingur, sem heitir Jose Basterretexa, gleypti 87 snigla á einni mínútu og fimm sekúndum. Við skulum ekki einu sinni leiða að því hugann hvernig þeim hefur liðið á eftir. Ástarbréf á þrykk Eldheit ástarbréfin, sem þau Wally Simpson og þáverandi prins af Wales skiptust á, eru farin að birtast í Lundúnablaðinu Daily Mail. Bréfin fylla heilar átta síður í blað- inu nú þegar og meira á eftir að sjást. Blaðið keypti bréfin af dánarbúinu fyrir nærri 30 milljónir króna. Frú Simpson dó um daginn, 89 ára að aldri og var jarðsett í konungleg- um grafreit í London. Hún hét hertogaynjan af Windsor í bókum bresku konungsfjölskyldunnar. Her- toginn af Windsor, maður hennar, var Játvarður áttundi, Bretakóngur - og fórnaði krúnu sinni til að geta gifst frú Simpson á sinni tíð. Það var einhver mesti skandall sinnar tíðar. Frú Simpson hafði tvívegis skilið, Viðtal við Shady Owens gÆSKA OG KYNFERÐISFRÆÐSLA ,* ^ ý- ítarleg umfjöllun VAR MIKIÐ SUNGIÐ Á ÞÍNU HEIMILI Rabbað við Skriðjökla var ekki af aðalsættum - og að auki bandarísk. Ung móðir Níu ára gömul stúlka frá Kenya hefur alið barn. Það er áreiðanlega nærri þvi að vera heimsmet - móður og barni heilsast vel. Gamli refurinn „Neue Zuricher Zeitung" hefur kallað hann „vinsælustu sjónvarps- persónuna í hópi þýskra leynilög- reglumanna". Köster yfirforingi, eða „Gamli refur“, leysir glæpagáturnar á sinn persónulega hátt - og espar tíðum aðra rannsóknarlögga gegn sér vegna aðferðanna sem hann beit- ir - og hinna barnalegu spurninga sem hann spyr sakborninga. Siegfried Lowitz lék „gamla ref ‘ í níu ár. í níu ár í röð gerði hann einn þátt í mánuði - sem naut vaxandi vinsælda, er sýndur í ótal löndum, þar á meðal í A-Evrópu. En nú eru dagar gamla Siegfrieds Lowitz í þessu hlutverki taldir. Hundraðasti þátturinn verður hans síðasti - þá á hann að falla fyrir byssukúlu í þætti sem nefnist „Tvö líf‘. En eftirmaður hans, Leo Kress foringi (Rolf Schimpf - sjá mynd) er tilbúinn að axla ábyrgðina eftir „gamla ref‘. Dýrir vindlar Hermann marskálkur Göring skildi eftir sig níu óreykta vindla sem um daginn voru seldir á uppboði í Munchen fyrir 30 þúsund krónur stykkið. Ástkona Hitlers, Eva Braun, skrif- aði dagbók sem „útlent safn“ keypti á þessu uppboði þar sem vindlarnir seldust. Dagbókin fór á 250 þúsund krónur. Vínber í klessu Manni einum í Dallas í Texas mis- tókst um daginn að grípa vínber. Vínberjunum var kastað út um glugga af 72. hæð á húsi einu í Dall- as - og þau smullu í gangstéttina við fætur mannsins. Þegar maðurinn gerði sér grein fyrir að hann hafði tapað veðmáli, ekkert berjanna hafði lent í opnum munni hans, sparkaði hann í útflött berin á stéttinni, datt um kolli og sneri sig um ökklann. Barn er fætt Stöku sinnum kemur það fyrir að rík börn fæðast - eða réttar sagt: börn fæðast rík. Nú síðast var það að barnkríli upp á 4,8 kg fæddist á sjúkrahúsi í Lon- don. Móður og barni líður vel. Móðirin heitir Anne-Marie fyrrum Danaprinsessa og Grikkjadrottning. Hún er 38 ára. Faðirinn er Konstant- ín, fyrrum Grikkjakóngur, hrakinn frá völdum árið 1967. Nýja barnið er fimmta barn þeirra. Þau sem áður eru fædd heita Alexía, sem orðin er tvítug, Paul, átján ára, Nicholas, sem er sextán ára og Theo- dora sem er tveggja ára. -Það var svo skemmtilegt að eign- ast Theodoru að við reyndum bara aftur, sagði faðirinn stoltur. Fjölmenn veisla Mawati þriðji, kóngur af Swazi- landi hefur boðið öllum þegnum sínum, 600.000 manns, í garðveislu heima hjá sér. Hann er líka búinn að skjóta ljón af því tilefni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.