Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. 49 Kafarar á leið í björgunarleiðangur. Björgunarstörf ekki á færi leikmanna, segja atvinnukafarar. tekið að sér verkefni erlendis án þess að fara í sérstakt nám til þess. Eins og ástandið er í dag eru ís- lenskir kafarar ekki viðurkenndir í öðrum löndum, nema þá bara per- sónulega. Við fórum til dæmis tveir til Grænlands fyrir nokkrum árum og við urðum að bíða í mánuð eftir atvinnuleyfí þar.“ Kyrrsetumenn í björgunarsveitum „Við segjum það hins vegar að á meðan ekki er skóli hérna heima þá vorkennum við engum að fara utan og læra þetta. Það geta allir gert það. Það er ljóst að vinnan er orðin þannig í dag að það er enginn leikmaður sem fer í þetta. Menn byrja ekki á því að fara bara út í sjó og kafa. Ég tel að allir sem leggja út í erfið verkefni eigi að vera með atvinnuskírteini, þar á meðal björgunarsveitarmenn. Hér áður fyrr voru björgunar- sveitarmenn mjög oft sjómennirnir sjálfir. En hverjir eru í björgunar- sveitunum núna? Skrifstofufólk og kennarar og aðrir kyrrsetumenn sem leita eftir útivist og fá hana í björgunarsveitunum. Og það er al- veg kominn tími til að þessir aðilar gefi upplýsingar um það hve marg- ir menn hafa farist við æfingar hjá björgunarsveitum almennt. Og hverju eru þeir að bjarga? Mér vitanlega liggja engar tölur fyrir um slys eða dauðsföll hjá þess- um aðilum. Og slys eru nokkuð mörg einmitt á þessum æfingum. Þessir menn, sem björgunarsveit- irnar og slysavarnafélögin eru að senda í köfun, eru einfaldlega mjög oft reynslulitlir og lítið lærðir í köfun. Númer eitt er að vita fyrir víst hvað maður á ekki að gera. Og það er til dæmis það að fara ekki niður í sjó til þess að drepa sig, það er alveg klárt mál.“ Handbók i sjálfsmorðum „Þegar lögin voru sett vorum við helst gagnrýndir fyrir það að vilja banna mönnum að leika sér. Þá var að byrja að koma þessi létti kafara- búningur. En það var skýrt tekið fram af okkar hálfu, og kemur fram í lögunum, að atvinnumennska er algjörlega aðskilin frá áhuga- mönnum í köfum. Þeir mega bara gera það sem þeir vilja, nema helst ekki drepa sig. En þeir eiga alls ekki að vera að fást við verkefni eins og til dæmis þau sem björgunarsveitirnar hafa með höndum og þar sem stórslys hafa orðið. Þar eiga þessir menn ekki að vera, þar eiga eingöngu að vera þjálfaðir menn og þeir eiga að hafa forystu um hvernig aðgerð- um er hagað. Slysavarnafélagið gaf út bók sem heitir „Lærið að kafa“ og hún get- ur hreinlega virkað sem handbók i sjálfsmorðum. Hún er alls ekki fullnægjandi fyrir atvinnukafara og er eingöngu gerð fyrir sportkaf- ara. Það er ekki nógur skóli fyrir slysavarnafélagsmenn að lesa þessa bók og fara svo í sjóinn í björgunarleiðangur. Þeir menn sem eru notaðir í svoleiðis eiga að vera atvinnukafarar með atvinnu- skírteini og fullfærir um að vinna sín störf. Það eru nóg slysin samt, þótt annað bætist ekki við. Og það eru ótal dæmi þess að menn hafi sloppið með skrekkinn. Það hafa fundist á reki uppi á Mýrum kútar af köfurum. Það hafa fundist dýptarmælar í neti á um 100 metra dýpi, sem menn hafa misst af sér úti í sjó. Og það eru til dæmi um menn sem hafa verið að skera úr skrúfum á bát og þeir hreinlega tapast og fundist aftur fyrir algjöra tilviljun af öðrum bát úr flotanum. Og þetta eru slys sem ekki koma fyrir ef menn þekkja sitt fag.“ Sjómannaskólinn ekki staður til að kenna mönnum köfun „Annað sem við teljum mjög neikvætt í þessu snýr að Sjó- mannaskólanum. Þar hefur verið kennd köfun. Og þá er spurningin hver kennir og eftir hvaða náms- skrá. Við teljum þetta ekki vera kafara. Þessir menn fá ekki rétt- indi, af því að þeir hafa ekki lært þetta eftir þeirri námsskrá sem til þarf og þeim bókum og kennurum sem þarf. Við teljum þá ekki hæfa til að kenna atvinnumönnum köf- un. Við höldum því fram að það þurfi að kenna köfun hér á landi, en það á þá að standa rétt að því og út- skrifa atvinnukafara en ekki menn sem ekki fá atvinnuskírteini að loknu námskeiði. Sjómannaskól- inn er ekki staður til að kenna köfun, nema hann sé með allan þann tækjabúnað sem þarf til að geta kennt köfun og svo menntaða kennara að þeir séu færir um að gera þetta. Og þessu er hvorugu til að dreifa núna. Þannig lítum við á málin. Ef við eigum að standa jafnfætis öðrum þjóðum í þessu efni þá verð- ur þetta að breytast. Það sem er brýnast að gera í þessum málum núna er að endurmennta þá kafara sem hafa atvinnuskírteini í dag, í stað þessa að unga út fleiri og fleiri mönnum." Að fá menn til þess að vinna fyrir lítið „Við erum heldur ekki sáttir við hlut tryggingafélaganna í þessum málum. Til dæmis hefur Trygg- ingamiðstöðin styrkt Sjómanna- skólann með þvi að gefa honum tækjabúnað. Þetta er aðferð til þess að fá menn til að vinna fyrir lítið. Tryggingafélögin hvetja Sjó- mannaskólann til að kenna köfun í þeim tilgangi að fá menn til að fara í sjóinn og skera úr skrúfu úti á hafi. En við segjum hins vegar að það verði að vega það og meta sérstaklega hvort taka eigi slíka áhættu. A að senda mann niður á hafi úti, upp á von og óvon um að sjá hann aftur. Eða á bara hrein- lega að taka skipið í tog og fara með það í var og haga sér eins og maður við þetta. Þetta er málið. Það skýtur reyndar dálítið skökku við að skólastjóri Stýri- mannaskólans skuli vilja standa svona að málum. Hann er mjög ákveðinn í að aðeins skuli ráðnir réttindamenn á skip, á sama tíma og hann ungar út köfurum sem ekki fá atvinnuskírteini og taka vinnu frá okkur. Siglingamálastofnun á að fram- kvæma lögin en þama rekast á hagsmunir tveggja opinberra stofnana, eins og Sjómannaskólans og Siglingamálastofnunar. Það virðist vera ákveðin feimni þarna á milli og önnur stofnunin þorir ekkert að segja við hina, þaggar þetta bara niður og leiðir það hjá sér.“ Atvinnukafarar ætla í hart „Það er ýmislegt að gerast í þess- um málum. Sem dæmi má nefna laxaræktina í landinu. Hún þarf mikið á þjónustu kafara að halda. Allar stöðvarnar, held ég, þurfa á því að halda að nota kafara meira eða minna og þeir þurfa bara að læra sitt fag, mennirnir, og fá sin réttindi til að stunda þetta. Þannig að málið þolir enga bið og við ætl- um í hart og fá þessi lög í fram- kvæmd. Við óskuðum eftir því við forr- áðamenn Landhelgisgæslunnar að þeir vernduðu okkar hagsmuni á hafi úti, þannig að ef þeir kæmu að réttindalausum mönnum að kafa úti í sjó þá stöðvuðu þeir það og settu sína menn í staðinn. Þeir sem kafa hjá Gæslunni eru allir með atvinnuskírteini. Gæslan taldi sig hins vegar ekki geta gert þetta. Atvinnukafarar eru núna með herferð í gangi í að kæra þá sem stunda köfun í atvinnuskyni án þess að hafa tilskilda pappíra. Við viljum bara stöðva þetta. Þetta er lögvernduð atvinnugrein og sem slík er hún til. Með aðgerðum sín- um, í þágu mannúðar að sjálfsögðu, eru björgunarsveitar- og slysa- varnafélagsmenn að gera út af við þessa atvinnustétt. Og afleiðingin er, eins og ég hef áður sagt, alltof tíð slys og ástæðulausar mann- fórnir. Við höfum safnað saman skýrslum um mörg þessara slysa. Og við teljum okkur geta sýnt fram á að í mörgum tilvikum hafi ungir menn verið að kveðja heiminn á stöðum þar sem engin ástæða var til að láta lífíð. Og það getur hver sem er fengið að sjá þessar skýrsl- ur.“ Atvinnukafarar alltaf reiðubúnir til aðstoðar „Það er bara tvennt framundan í þessu. Annaðhvort verða þeir það fjölmennir, slysavarna- og björgun- arsveitarmenn, að þeir hirða bara alla köfun á landinu eins og hún er í dag, og það þýðir ekkert nema afturför í greininni, eða þá að það verða atvinnumenn sem stunda þetta. Og að því ætlum við að vinna. Ég hef sjálfur unnið mikið fyrir slysavarnafélögin og er alltaf til- búinn til að gera það og allir þeir atvinnukafarar sem ég þekki, þeir eru alltaf tilbúnir alveg á stundinni að leggja fram sína aðstoð án þess að spyrja um peninga. Ég get tekið sem dæmi þegar Bervíkin fórst á Breiðafirði, þá var óskað eftir að- stoð okkar við að senda mann til að fara inn í skipið. Það var alveg sjálfsagt og við gerðum það. Við gerðum þetta allt fyrir ekki neitt. Kafarinn hjá okkur fékk ekkert kaup og við borguðum aðstoðar- manninum hans. Þetta sama á við um hvern og einn einasta félaga í Félagi ís- lenskra kafara. Við atvinnukafarar erum reiðubúnir til aðstoðar hvar sem er og hvenær sem er. Þannig að þetta er þarflaust brölt hjá þess- um aðilum," sagði Kristbjörn Þórarinsson og bætti við: „Þessum slysum verður að linna og það verður best tryggt með því að endurmennta þá atvinnukafara sem fyrir eru og koma í veg fyrir að fúskarar og áhugamenn séu að fást við hluti sem þeir ráða ekki við.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.