Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 18
62 DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. Með tilvísun til laga um skiptaverð- mæti og greiðslumiðlun innan sjávar- útvegsins ber öllum framleiðendum sjávarafurða að senda Fiskifélagi ís- lands yfirlit yfir birgðir afurða sinna miðað við að kvöldi 14. þ.m. Yfirlit þetta skal sendast Fiskifélaginu eigi síðar en 23. maí. Fiskifélag íslands. Námsstyrkur við Kielarháskóla Borgarstjórnin í Kiel veitir íslenskum stúdent styrk til námsdvalar við háskólann þar í borg næsta vetur, að upphæð 870 þýsk mörk á mörk á mánuði í 10 mán- uði, frá 1. okt. 1986 til 31. júlí 1987, auk þess sem kennslugjöld eru gefin eftir. Um styrk þennan geta sótt stúdentar sem hafa stund- að háskólanám í a.m.k. tvö ár. Umsækjendur verða að hafa góða kunnáttu í þýsku. Umsóknir skal senda skrifstofu Háskóla íslands eigi síðar en 15. júní 1986. Umsóknum skulu fylgja náms- vottorð, ásamt vottorðum a.m.k. tveggja manna um námsástundun og námsárangur og eins manns sem er persónulega kunnugur umsækjanda. Umsókn og meðmæli skulu vera á þýsku. Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir- farandi: RARIK-86008: 75 stk. 25 kVA einfasa stauradreifi- spennar. Opnunardagur: Þriðjudagur 10. júní 1986 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudegi 1 2. maí 1 986 og kostar 300 kn hvert eintak. Reykjavík 7. maí 1986. Rafmagnsveitur ríkisins. AUGLÝSiNG íbúð fræðimanns í húsi Jóns Sigurðssonar i Kaup- mannahöfn er laus til afnota tímabilið 1. september 1986 til 31. ágúst 1987. Listamenn eða vísindamenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmanna- höfn, geta sótt um afnotarétt af íbúðinni. I íbúðinni eru fimm herbergi og fylgir þeim allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður. Hún er látin í té endurgjaldslaust. Dvalartími í íbúðinni skal eigi vera skemmri en 3 mánuðir en lengstur 12 mánuðir, en venjulega hefur henni verið ráðstafað til þriggja mánaða í senn. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist stjórn húss Jóns Sigurðssonar, Islands Ambassade, Dantes Plads 3, 1556 Köbenhavn V, eigi síðar en 20. maí nk. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með dvöl sinni í Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störf- um. Þá skal tekið fram hvenær og hve lengi óskað er eftir íbúðinni, svo og fjölskyldustærð umsækjenda. Tekið skal fram að hússtjórn ætlast til að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaupmanna- höfn. Sérstök umsóknareyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Alþingis í Alþingishúsinu í Reykjavík og á sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Stjórn Húss Jóns Sigurðssonar. Eiserfeld 24. apríl 1986. Á íslandi tíðkaðist það áður fyrr að fara á grasafjall og úr grösunum voru lagaðir heilsudrykkir í þvi skyni að efla flör til líkama og sál- ar. I Þýskalandi, aðeins þó í fjall- lendissvæðum, er farið á „högg- fjall" eins og kallað er. í Siegerland hefur frá aldaöðli vaxið villtur eik- arskógur í fjöllunum. Hann sáir sér eins og illgresi og því ríkir í honum skipan náttúrunnar. Víða hefur honum verið eytt að miklu leyti og plantað greni í auðu svæðin. Því má sjá breiður ræktaðs skógar og villts hlið við hlið; greni í þráð- beinum línum með vel lagaða stofna en í eikarskóginum eru trén þvers og kruss og stofnamir fjöl- breyttir að lögun. Hér í Siegerland hefur töluverður hluti hans fengið að standa. Fyrr á tímum var mikil járn- framleiðsla hér með tilheyrandi ofnum sem þurftu gífurlega orku til járnbrennslunnar. Orkan var framleidd með viðarkolum sem voru unnin úr eikarskóginum. Vegna lögunar trjánna, sem verða t.d. aldrei mjög sver og meira eða minna skökk og skæld, hefur villti skógurinn ávallt verið nýttur að- eins til framleiðslu varmaorku. Til þess að hann yxi sem best var hann ýmist grisjaður, svo þau tré sem eftir stæðu döfnuðu betur, eða höggvinn burt á ákveðnu svæði. Smábændum í nágrenninu, sem oft unnu einnig við jámframleiðsluna, var úthlutað skika af skóglendinu, sem þeir gátu síðan nýtt t.d. næstu þrjú árin en ekki lengur því þá vom hríslurnar, sem móðir náttúra hafði séð um að planta, komnar talsvert á veg með að verða að skógi á ný. Fyrsta árið ræktuðu bændur t.d. hafra á skikanum sín- um, annað árið kartöflur og þriðja árið beittu þeir hrossum og kúm á svæðið sem þá þegar var orðið þak- ið plöntum. Á þessum tímum ríkti á þennan hátt jafnvægi milli manns og náttúru og gerir að nokkm leyti enn sem betur fer. Loks þótti ekki lengur svara kostnaði að vinna jám úr jörðu hér í Siegerland. Af þeim sökum var stór hluti eikarskógarins víða höggvinn og plantað arðbærari tegundum í staðinn. Á hinn bóginn hafði sú skipan komist sums staðar á að smábændur og þorpsbúar höfðu eignast litla skika í honum Hjalti Jón Sveinsson skrifarfrá Þýskalandi. og af hagkvæmnisástæðum tók fólk sig saman fyrr á þessari öld og stofnaði sameignarfélög. Skógur- inn hefur síðan verið æ meir nytjaður til eldiviðarframleiðslu. Hann skilaði litlum arði í fyrstu en þegar olíuverðið hækkaði upp úr öllu valdi fyrir um tíu ámm jókst eftirspurnin gífurlega eftir eldiviði. Tekið til óspilltra málanna Flest hús hér um slóðir, sem mjög mörg voru byggð um og eftir alda- mót, eru búin tvenns konar kynd- ingarkerfi; þ.e. bæði olíukyndingu og gömlu kamínunni sem getur hitað upp stóran hluta hússins. Mörg nýrri húsanna hafa verið byggð með báða möguleikana í huga. Þegar t.d. hart er í ári og olíuverð hátt þá á fólk kost á því að hita meira upp með eldiviði. Þegar betur árar verður síðan hlut- fall olíunnar meira. Margt ungt fólk, sem býr í nýbyggðum húsum, hefur valið þann kostinn að gera aðeins ráð fyrir viðar- og kolakynd- ingu enda er unnt að kaupa mjög fullkomið kerfi í þessu skyni. Eitt þeirra atriða, sem minnir íbúa Siegerlands á að vorið sé kom- ið, er þegar auglýst er uppboð á trjám úti í skógi. Sameignarfélögin standa að þeim og á hverju vori þarf að grisja „höggfjallið" hæfi- lega á ákveðnum svæðum. Skógin- um er þá skipt í jafnstórar spildur og þær eru síðan boðnar upp. Fólk flykkist á staðinn og síðan er boðið í. Kaupin eru mishagstæð þar sem spildurnar geta verið ærið misjafn- ar og aldrei séð fyrir hver hlýtur mestan eldivið fyrir minnstan pen- ing. Þegar uppboðinu er lokið ganga fulltrúar félaganna með kaupendunum um skóginn og merkja þau tré sem fjarlægja má. Gífurleg vinna bíður þessa fólks við að fella trén, saga þau niður í hæfilega stóra hluta, bera þá að bílnum, flytja viðinn heim þar sem hann er loks höggvinn niður í kubba sem þurfa síðan að standa vel varðir til næsta árs eða þangað til þeir eru orðnir nægilega þurrir. En flestir hafa gaman af þessari vinnu sem kætir samviskuna auk þess á allan hátt. Fólk sparar sér umtalsverða fjármuni og í annan stað er þetta kærkomið tækifæri til að svitna, hreyfa sig og jafnvel leggja af. Þetta er heilsusamleg vinna undir eðlilegum kringum- stæðum a.m.k. Oft má sjá heilu fjölskyldurnar starfa samhentar í „höggskóginum“ þar sem einn sag- ar; vopnaður hávaðasamri vélsög, því skógarhögg tíðkast ekki leng- ur, annar ber, þriðji heggur af greinar o.s.frv., o.s.frv. Eftir nokkr- ar vikur má aftur sjá skóginn eins og vel hirtan aldingarð sem áður var fullur af illgresi. Gildi þessarar skógarvinnu er mikið. Hún stuðlar t.d. að aukinni sjálfsbjargarviðleitni fólks, hún kemur því í náið samband við nátt- úruna. Fólkið lærir að meta gildi gróðurs jarðar, það fer að skilja þarfir skógarins, grisjar hann hæfi- lega svo hann þrífist betur og geti séð því um ókomin ár fyrir nægum eldiviði. Foreldrarnir hjálpast að við að uppfræða bömin um nátt- úrufræðina og gildi vinnunnar. Stundum taka nágrannar sig sam- an, bjóða í nokkrar spildur og vinna síðan sem einn maður að því að ljúka verkinu. Ég var svo lánsamur um síðustu helgi að fá að upplifa einn dag í „höggskógi" með húseigendunum sem ég leigi hjá og nágrönnum þeirra. Þessi laugardagur verður mér ógleymanlegur fyrir margra hluta sakir, einkum vegna þess að ég er íslendingur úr skóglausu landi. - Gerum öll ár að „ári trés- ins“! Hjalti Jón Sveinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.