Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. 51 Magnús Óskarsson, Sölvanesi, við nýja íbúðarhúsið. í hug. Sauðfjárrækt er nefnilega forsenda margs annars í þjóðfélag- inu. Um 44% af útfluttum iðn- varningi er ull. Það er mikið í húfi fyrir bændur og reyndar marga aðra um allt land að sauðfjárræktin verði efld. Kannski má selja lambakjöt sem villibráð erlendis - kjöt sem er laust við fúkka- og hormónalyf. Lyfjanotkun er alveg óskaplega mikil í landbúnaði víða.“ Æ fleiri vinna launavinnu utan heimilis Magnús og Elín segjast helst vilja vinna heima í Sölvanesi - þótt vissulega finnist þeim skemmtilegt að kenna. „Ástandið er einfaldlega þannig," segir Elín „að æ fleiri bændur verða að vinna utan síns heimilis. Fólk er úti um allar jarðir á vertíðum og í bygg- ingavinnu. Menn eru að borga niður fjárfestingar. Það þarf auð- vitað að vinna fyrir öllu. Og meðal annars vegna þessa, þá þarf að huga að því að hlutabændur fái stærri kvóta. Ef þeir væru ekki þá yrðu sveitarfélögin af tekjum og þjónustu. Kostnaðursveitarfélag- anna er vaxandi, það er stöðugt verið að setja lög um vaxandi kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga, viðhald skóla og annars, svo eitt- hvað sé nefnt. En svo er ekkert gert í því að efla tekjustofna sveit- arfélaganna." Sölvaneshjónin tala um kreppu í íslenskum landbúnaði - en finnst um leið að af henni geti sitthvað jákvætt stafað: kreppan eykur hug- arflugið, hugmyndaauðgina, „menn verða að finna nýjar leið- ir,“ segir Magnús. „Fiskeldi og margt fleira. Heimaöflunarstefnan - það þarf að draga úr innflutningi á fóðri, helst þannig að við verðum sjálfum okkur nóg í þeim efnum. Núna stendur hver eining land- búnaðarins ekki undir sér. Verði er haldið niðri. Og tekjum er hald- ið niðri. En hlutur milliliðanna vex. Endanleg útkoma er í mínus. Þeir barma sér líka sem best búa og þekkja sauðfjárbúskap á íslandi manna best,“ sagði Magnús Óskarsson, Sölvanesi. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.