Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 13
í DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. 57 Heilir og sælir, lesendur góðir. Löngum hefur verið vani hagyrð- inga og skálda á íslandi að yrkja um hesta sína. Stefán Ólafsson, prestur í Vallanesi, kvað: Bylur skeiðar virktavel, vil ég þar á gera skil. Þylur sanda, mörk og mel, mylur grjót og syndir hyl. Litfari minn ljúfur er, liggur hann úti flatur. Hann mun þegar héðan fer hrafna- og tófumatur. Hér kemur svo brot úr hestaminn- Stefán Eggertsson, bóndi í Steðja í Borgarfirði, kvað: Heims um gljána herðir skeið hún með tána svarta. Þetta er bjána bölvuð reið, brátt mun Grána kvarta. Þorsteinn Magnússon frá Gilhaga kvað eftirfarandi lýsingu á hesti: Þrekinn stóð í straumi þungum, sterkur óð hann kröpin blá. Klaka tróð á breiðum bungum, beinin góð hann treysti á. Elín Jónsdóttir frá Árnesi í Tungu- sveit kvað eftirfarandi hestavísur: Forlög þjóðar, fáks og manns, fótspor saman undu, íslending og hestinn hans, heillastrengjum bundu. Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka í Austurdal í Skagafirði kvað: Vaknar yndi ýtum hjá, öllu hrindir táli. Lífsins myndir ljósar þá, ljóða bindast máli. Andlegt skammdegi Vonir bjartar bregðast því bilar hjartans styrkur. Það er hart að þola á ný þetta svartamyrkur. Orðin falla ekki á glæ, allra síst hjá konum. Nú vilja allar fá sér fræ og fjölga kjúklingonum. Um stúlku eina kvað Einar: Þó hún byrst á brúnir sé og brosið minni á vetur, samt er hún ekki öll úr tré ef þú skoðar betur. Þegar augun geisla grá, grun ég í það renni, að inni fyrir ólgi þrá, sem einhverntima brenni. Sigluvíkur-Sveinn (Sveinn Sveins- son) kvað: Jurt er enga frjóvgun fær fölnuð hengir blómin. Tómas Guðmundsson skáld kvað: Hárin mér á höfði rísa, er hugsa ég um kærleik þinn. Þetta er annars ágæt vísa, einkum seinni parturinn Kristján Níels Jónsson, K.N., kvað í gamni: Leið ég hata hófsemdar, heiðurs glata vana. Breið er gata glötunar, greiðir Satan hana. Þetta er b j ána bölvuð reið ingu eftir Sveinbjöm Bjömsson frá Narfakoti á Vatnsleysuströnd en hann fæddist um miðja síðustu öld: Þó að næddu niðdimm él, nauða klædd í trylli, áfram þræddi veginn vel, visku gæddur snilli. Margan sprettinn þekkan þá, þreif hann réttu spori, yfír klettaklungur grá, krafta mettur þori. ísabungum breiðum á, byljir sprungu úr skorum. Undir sungu svellin blá, Svifti þungum sporum. vandaðaðar vörur Hleðslutæki 6,12 og 24 volta. Margar gerðir. BENSÍNSTÖÐVAR SKELJUNGS Skeljungsbúðin Síðumúla33 símar 681722 og 38125 vandaðaðar vörur \Rafkapals- tromlur 110 og 20 metra. | Afar hagstætt verð. bensin- Shell STDÐVARNAR Skeljungsbúðin SíÖumúla33 Símar 681 722 og 38125. Þreytti skeiðið þolinn æ, þjóðarleiðum vanur. Yfír heiðar, engi, snæ, ötull reiðarsvanur. Traustur, lipur, fríður, frár, fjörsins gripinn ráði, Fram á svipul elliár, aldrei fípast náði. Firna grettið fljót og myrkt, frjálst í glettustandi eins og klettur stóð hann styrkt - stefndi rétt að landi. Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáld á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði, kvað: Séra Einar Friðgeirsson, prestur á Borg á Mýrum um og fyrir síðustu aldamót, orti eftirfarandi vísur: Þann ég undrast sólarsið að sótroðna á kvöldin. Ætli það sé af andstyggð við eitthvað bak við tjöldin. Augun tapa yl og glans, ástin fegurðinni, ef að besta brosið manns botnfrýs einu sinni. Séra Einar kvað eftirfarandi á kvennanámskeiði þar sem rætt var um garðyrkju og hænsnarækt: Það er ætíð meining mín, megnan bætir trega, brúði mæta og brennivín, að brúka gætilega. Ekki veit ég af hvaða tilefni Sveinn orti eftirfarandi níðvísu: Þú ert varla af nýtum nýtur, nauðug falla afþér tár. Þú ert allra skíta skítur, skítahallarlalli grár. Sigurður Jónsson frá Katadal kvað: Innra lengi ungri mær anna þrengir dróminn. Aldrei brenni bragða ég vín né bragi nenni að tóna. Fellt hefur ennþá ást til mín engin kvenpersóna. Og svo hér að lokum hringhenda eftir Ármann Dalmannsson: Fjöllin klæðir kaldur snær, kristals þræðir titra. Ljómar bæði land og sær, Ijós í hæðum glitra. Verið þið sæl að sinni. Stefán Jóhannesson, Kleifum, Gilsfirði, 371 Dalasýsla. Sími 93-4772. Nýtt hefti á blaðsölustöðum núna. 4. HEFTI - 45. ÁR - MAÍ 1986 - VERÐ KR. 160 Hversvegnamenn berja konursínar ...... 3 Hvaðþýðadraumarnir? .................. 9 Góðráðtiltölvunotenda ................ 15 Kossinn ogsaga hans .................. 17 Einntilatlöguviðsjóræningja .......... 22 Rugluð Rúmenia Ceausescus ............ 29 Ótrúlegt en satt: Skórinnsemkomúrheiðskírulofti ........ 35 Fórnarlambið ......................... 38 Siglingará þurru landi ............... 41 Hugsuníorðum ......................... 46 Hvað þýða draumarnir? Bls. 9 Kossinn og saga hans Bls. 17 Siglinqar á þurru landi Bls. 41 Syndin er að breytast Bls. 68 VEGNA MENN BERTA KQNtÍR SINAR Bls. 3 Helstu trúarbrögð heims; Gyðingdómur ........ 48 Urvalsljóð ................... 66 Syndineraðbreytast . 68 Völundarhús .................. 76 Postojna -Arnarhellarnir undursamlegu . 77 Ungafólkiðogumferðin . 85 Kolefni: Efni sem likaminn hafnarekki . 88 Framliðnir vilja endurnýjast . 93

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.