Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. 59 Svefnherbergi Ferdinands Marcos var í raun sjúkrastofa - þar sem hann hafði komið fyrir mynd af sjálfum sér. 250 þúsund maxms hafa heimsótt Marcosar-höll Ofgnóttarsa&iiö Tveir mánuðir hafa liðið siðan Ferdinand og Imelda Marcos flúðu úr íbúðarhöll sinni í Manilla á Filippseyjum þar sem auðæfa þeirra var vandlega gætt af vopnuðum vörðum. í skjóli myrkurs flúðu þau í útlegð þar sem þau nú segjast enn hafa trú á því að þau muni ein- hvern daginn snúa aftur til hallar sinnar, Malacanang í Manilla. Þessa dagana eru enn langar biðraðir að sniglast gegnum höll- ina sem nú hefur verið breytt í safn. 250 þúsund manns hafa heimsótt höllina til þessa. Og sérhver sá sem séð hefur glæsiíbúð forsetaparsins myndi afþakka það að það fólk kæmi aftur til að ríkja yfir Filipps- eyjum, segja fararstjórarnir, sem fara með blaðamenn og aðra gesti um höllina. - Gestir hér hafa séð ofgnóttina af öllu hér, bruðlið og lúxusinn og hina sjúklegu eignagleði þessarar fj ölskyldu sem hér bj ó. Og vissulega sér maður merki þessarar sjúklegu eignagleði þegar maður gengur um höllina. - Ég gæti skilið það að einhver kona vildi endilega eignast fleiri skó, kannski tíu pör, kannski hundrað pör. Ég gæti jafnvel skilið nauðsyn þess að einhver kvenmaður ætti þrjú hundruð pör af skóm - kona, sem oft verður að koma fram opin- berlega. En þrjú þúsund - það finnst mér bara of mikið, sagði far- arstjórinn við blaðamanninn. Þegar maður lítur öll þessi skó- pör og föt sem sýnd eru í Malacan- ang-höll þessa dagana, þá dettur manni helst í hug franska keisara- hirðin um það leyti sem stormur frönsku byltingarinnar var í nánd. „Guö minn góður!" Þetta er „guð minn góður!“- herbergið, segirfararstjórinn. Þeg- ar gestir koma hingað inn þá segja þeir „guð minn góður!“ án þess að hugsa sig um því nfgnóttin af öllu veldur þeim þvílíkri undrun. Fararstjórinn gengur um her- bergið - og ferðamennirnir taka myndir af hillum með ýmsum varn- ingi. Myndirnar ætla þeir margir Maður, sem farinn er að hafast við í svona herbergi, á sér ekki við- reisnarvon. í útlegð sinni segir Marcos: 7 Ég er heilsugóður og til í stríð. í Manilla er stöðugt á kreiki orð- rómur um að fylgismenn Marcosar séu að undirbúa árásir gegn stjórn landsins. Orðrómurinn snýst um furðulega liðsflutninga og æfinga- búðir fyrir hermenn sem enn eiga að vera tilbúnir til að berjast fyrir hinn burtstokkna forseta. - Það eru engar upplýsingar til sem gætu styrkt sannleiksgildi þessa orðróms, sagði talsmaður hersins fyrir viku. Það eru ein- faldlega ekki til svona herflokkar sem vilja berjast fyrir Marcos. Nýtt stolt Mitt í þeim orðrómi sem sífellt gýs upp og hjaðnar svo í Manilla, er lífið þó komið í fastar skorður. En aðkomumaður, sem nokkrum sinnum hefur komið til Manila, verður þó var nýrrar tegundar stolts og þrjósku hjá íbúunum - það eru tilfinningar sem aldrei bar á fyrir byltinguna í febrúar sl. Þegar leigubílstjóri blaðamanns- ins iendir í smávægilegum árekstri, lætur hann sem hann heyri ekki ógnunina í rödd mannsins sem ók á hann: „Veistu ekki hver ég er!“ Leigubílstjórinn var nefnilega í rétti og hann rífst á móti. Maður- inn á stóra bílnum verður að hypja sig. - Svona háttalag er alveg nýtt hér. Fyrir byltinguna hefði leigu- bílstjórinn beygt sig fyrir ógnun- inni í rödd mannsins. En ekki nú, segir Kúbani einn sem kominn er til Filippseyja til að rannsaka al- þýðumóralinn og þá stefhu sem þjóðlífið virðist ætla að taka um þessar mundir - og kennir nú við háskólann í Manilla. „Það er þetta stolt og þessi þrjóska fólksins sem við viljum nýta til að láta þá byltingu takast sem fylgja verður í kjölfar þeirrar pólitísku þróunar sem hófst í febrú- ar,“ segir Ed Garcia - kominn frá Kúbu. (úr DN) að sýna fátækum verkalýð og bændum heima í þorpunum á Filippseyjum. - Nú fáum við loks- ins að vita með vissu hvers konar fólk þetta var sem stjórnaði okkur árum saman, segir einn gestanna. Þarna inni er hilla eftir hillu með skóm, slá eftir slá með glæsikjólum, 67 slár og um það bil 25 kjólar á hverri. Og á einum gálganum hangir hvítur silkikjóllinn sem Imelda var klædd þegar Ferdinand Marcos fór með forsetaeiðstafinn þann 25. febrúarsl. Að þeim eiðstaf lesnum hófu íbú- ar hallarinnar að undirbúa flótta sinn. Og níu tímum eftir að forseta- hjónin fóru af svölunum, þar sem dyggir stuðningsmenn höfðu hyllt þau, fluttu þau úr höllinni. Framan við skóhilluröðina er pappakassi fylltur af sólgleraugum. Imelda Marcos átti nóg af fötum til Og í einu horni herbergisins er stór skápur, fullur af tómum skart- gripaskrínum. - Það er ekki nema brot af dýr- gripunum eftir hér. Margt af forngripunum er horfið. Það verð- mesta hirti parið með sér þegar það fór, segir fararstjórinn, sem hafði heimsótt höllina áður en fjölskylda Marcosar tók til fótanna. Heimsókn í höllina er eins og upprifjun á þeirri óraunveruleika- stemmningu sem jafnan var kring- um forseta Filippseyja, einkum undir það síðasta. Enn ríkir seuna stemmning nærri forsetaparinu fyrrverandi - þau hafa ekkert sam- band við raunveruleikann, það sést best af þvf að þau tala opinberlega um að snúa aftur til Filippseyja. Fyrir tveimur vikum ávarpaði Marcos fylgismenn sína gegnum síma. Og enn stendur hópur fólks í mótmælastöðu utan við banda- ríska sendiráðið í Manila. - Þeir sem mótmæla utan við sendiráðið eru engin ógnun fyrir nýju ríkisstjórnina, segir stjórnar- erindreki einn. Þeir greiða 50 pesos fyrir stæðið á gangstéttinni dag- lega. Sjúkrahúsherbergi Og fylgismenn forsetans gamla hafa augsýnilega tapað sínu stríði það sér maður þegar maður lítur vistarverurforsetahjónanna. Fylg- ismennirnir vilja fá aftur til sín mann sem orðinn var fárveikur þegarhann yfirgaf Manilla. Svefn- herbergi hans var sjúkraherbergi. Herbergið var tengt með lyftu við vel útbúið meðferðarherbergi. skiptanna - klæði hennar og skæði töldust í þúsundum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.