Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. 47 Enginn vandi - Að sjálfsögðu gerir þú við hjólin strákanna, sagði konan mín um daginn þegar vorboðinn ljúfi var farinn að spranga um stóru rúðuna í stofunni í þríriti og angan af hús- dýraáburði barst inn um gluggann með suðaustanáttinni. Daginn áður hafði ég gert við brauðristina, það var laus í henni teinn og þegar ég ætlaði að koma honum í réttar skorður með vísi- fmgri hægri handar komst ég að raun um að þegar brauðrist er í BENEDIKT AXELSSON sambandi er allt innvolsið í henni rafmagnað. Skömmu áður hafði ég tekið vekjaraklukkuna okkar í sundur af því að hún hætti allt í einu að ganga og þegar viðgerð var lokið gengu af þrjár skrúfur og eitt hjól og giskaði ég á að það væri því að kenna að klukkan hélt áfram að vera rétt tvisvar á sólarhring. Sennilega hafa þessi afreksverk mín í viðgerðum sannfært konuna mína um að ég gæti gert við hjól. Enginn vandi ef maöur kann það Fyrir nokkru var allmikið rætt um lögverndun starfsheitis kenn- ara og létu menn á alþingi í ljósi efasemdir um að uppeldis- og kennslufræði væri endilega hið rétta starfsnám fyrir kennara en hins vegar var ekki farið fram á það 'á þessu stigi málsins að þeir sem önnuðust uppfræðslu barn- anna okkar væru annaðhvort handleggsbrotnir eða geðveikir en mér er sagt að forðum daga hafi þeir þótt einna nýtilegastir til kennslu sem hafi getað sannað það að þeir væru aumingjar eða að minnsta kosti í svo lélegu líkam- legu og andlegu ástandi að þeir væru ekki færir um að moka flór- inn sem var allmikið ábyrgðarstarf. Alllöngu seinna var hætt að gera svona miklar kröfur til kennara og núna mega þeir víst vera tiltölu- lega heilsuhraustir og slaga hátt upp í þingmenn hvað geðheilsu snertir. Okkur er sem sagt, eins og gamla fólkið segir, alltaf að fara aftur en þó gæti þetta viðhorf breyst ef við fengjum að sjá blaðamann Morg- unblaðsins skera ákveðinn þing- mann upp við botnlangabólgu með aðstoð lektors við Háskóla íslands. En nú er ég kominn út fyrir efnið því að ég ætlaði að segja ykkur dálítið til í hjólaviðgerðum því að það er eins með þær og kennsluna og þingmennskuna, þetta er enginn vandi ef maður kann til verka. Mikill vandi ef maður kann það ekki Þegar ég var að alast upp punkt- eruðu hjól stundum og þá varð að líma slönguna en á þessum síðustu og bestu tímum springa þau og þá er keypt ný slanga. Það er enginn vandi að kaupa nýja slöngu, maður fer bara tvisvar inn í hjólhestaverslun, í fyrra skiptið kaupir maður slöngu sem er of stór. Þegar búið er að kaupa réttu slönguna er farið með hjólið upp í eldhús og þegar þangað er komið spyr konan manns hvem fjandann maður sé að gera með þetta hjól í eldhúsinu. Maður ætlar að fara að skipta um slöngu. Síðan nær maður sér í töng sem er á sínum stað en vegna þess að enginn veit hvar þessi staður er tekur hálftíma að leita að honum og sá sex ára byrjar á frystikist- unni en hættir að leita um leið og hann kemst að því að hún er tóm. - Fundin, galar táningurinn og veifar tönginni sigri hrósandi yfir höfði sér. Með tönginni er hjólið skrúfað af og að því búnu er sprungna slangan tekin úr og sú heila sett í og svo er pumpað í hana lofti og að því búnu er hjólið skrúfað á aftur og ef svo vel vill til að ekkert gengur af er viðgerð lokið, þakka þeim sem hlýddu, góðar stundir. Ef menn lenda hins vegar í því að ná ekki keðjunni af og þar með ekki hjólinu ráðlegg ég fólki að fara að dæmi mínu og fá löggiltan reiðhjólavirkja til liðs við sig. Eftir allar þessar misheppnuðu tilraunir mínar í viðgerðum treysti ég mér ekki til að taka að mér við- gerðir á þvottavélum eða baðvigt- um sem gefa til kynna að fólk sé að minnsta kosti þremur kílóum of þungt miðað við hæð. Hins vegar gæti ég vel hugsað mér að taka annaðhvort sæti á al- þingi eða gerast blaðamaður því að ég treysti mér til að hlaupa á mig jafnoft og hver annar. Kveðja Ben.Ax. Hyldýpið - Þetta voru samantekin ráð, seg- ir íslenski tónlistarunnandinn bitur. - Skilaboðin gengu manna á milli síðustu dagana og það fór ekki hjá því að við færum illa út úr því. Hann er búinn að læsa plötusafn- ið sitt niðri og hugmyndin um að kaupa sér leisigeislaplötuspilara hefur verið lögð til hliðar um sinn að minnsta kosti. Hann getur ein- faldlega ekki hugsað sér að hiusta á tónlist í bili, það er of sárt. - Hvað vorum við líka að láta hafa okkur út í þetta? Við erum bókmenntaþjóð, skáld og lista- menn, engir andskotans popptón- listarmenn. Hann horfir þungbúinn í kaffi- bollann og áður en nokkrum manni gefst færi á að skipta um umræðu- efni er hann kominn af stað að nýju og nú eru það frændur okkar á Norðurlöndunum sem fá það óþvegið fyrir smekkleysi sitt á tón- list, stöðug vélabrögð gegn Islend- ingum og undirlægjuhátt fyrir engilsaxneska menningarheimin- um, „ef hægt er að orða Engilsaxa við menningu, sem ég stórlega efa,“ bætir hann við með fyrirlitn- ingarsvip. - Ég veit ekki hvort er meira móðgandi, heldur hann áfram, núllið, sem við fengum frá Dönum, Finnum og Norðmönnum, eða þessi skitnu tvö stig sem við fengum frá Svíum. Við nánari íhugun sýnist mér sem þessir tveir, sem við feng- um, séu ófyrirgefanleg móðgun, verri en núllin þrjú og ærin ástæða til þess að hætta öllu starfi í Norð- urlandaráði. Þar að auki finnst mér að við eigum að slíta stjórnmála- úr Evrópu sambandi við þessi fjandans Norðurlönd og krefjast þess að all- ir Norðurlandabúar, sem hingað komi, sæki um vegabréfsáritun með minnst tveggja ára fyrirvara! Hann þagnar aftur en ekki lengur nú en í fyrra skiptið því að hann ætlar alls ekki að leyfa viðstöddum að taka upp léttara hjal. Og nú rennur skyndilega upp fyrir honum að það er ekki aðeins við Norður- löndin að sakast í þessu máli. - Þessir fjandans Evrópubúar, allir saman, ættu reyndar að fara til fjandans! Þetta voru samantekin ráð þeirra allra, eflaust brugguð á Evrópuþinginu! Gamlar, staðnaðar nýlendukúgaraþjóðir sem ekki mega til þess hugsa að hinar yngri þjóðir nýja heimsins reynist þeim kraftmeiri, frumlegri og músík- alskari. Hann lyftist allur upp, slær í borðið og ber sig eins og hann hafi skyndilega uppgötvað svarið við hinstu gátu tilverunnar. - Auðvitað! Það er ekki nóg að segja skilið við þessi Norðurlanda- ræksni, sem eru hvort eð er ekkert nema kantsteinninn á Evrópu! Næst rennusteininum, bætir hann við og hlær móðursýkislega. - Við verðum að segja okkur úr Evrópu. Þetta var dægurlaga- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva, þegar allt kemur til alls, svo við verðum að ná okkur niðri á allri álfunni. Við hættum öllu samstarfi við evrópskar þjóðir og tilkynnum heiminum öllum það að þar sem stærri hluti landsins liggi vestan megin við Atlantshafshrygginn viljum við framvegis telja okkur til amerísku heimsálfunnar! Svo get- um við bara gefið þessum frændum langt nef og farið að syngja vest- Olafur B. Guðnason okkar á skandínavíska skaganum ræna sveitatónlist! ■" 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.