Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 8
52 DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. Ný gerð kvenréttindakvenna - eftir dr. Leah Hertz Hvers vegna hafa svo margar sjálfstæðar konur, sem stefnt hafa að því að komast í góðar stöður, snúið baki við kvenréttindahreyf- ingunni? Hvers vegna setur að þeim hroll þegar látið er að því liggja að þær séu kvenréttindakon- ur? Hvað hafa kvenréttindakonur gert við kvenréttindastefnuna með þeim afleiðingum að margar konur, sem krefjast jafnréttis, vilja ekki fylgja henni? Mér hefur skilist að í rauninni sé kvenréttindastefnan aðeins jafnréttisstefha; lögð sé áhersla á fjárhagslegt og þjóðfé- lagslegt jafnrétti. Hver getur líka haldið því fram að svo rökrétt ályktun sé röng? En það hlýtur eitthvað að hafa farið úrskeiðis því að þessum einfalda boðskap er ekki trúað. Það sem úrskeiðis fór er að vinstrisinnaðar konur hafa rænt kvenréttindahreyfingunni. Þær túlka stefnuna á þann hátt að kon- ur eigi að hafna kapítalisma og þar með hefðbundnu hlutverki kon- unnar, fiölskyldulífinu og kapp- hlaupinu um efhislegu gæðin. Röksemdin á bak við boðskapinn um að hafna beri kapítalismanum er sú að hann feli í sér kúgun þeirra sem minna mega sín og þar sem konur nutu ekki fullra réttinda verði konur, sem krefiast jafréttis, að hafna kapítalisma. En sú firra! Það er einmitt kapítalisminn, sem býður konunni jafnrétti með því að færa henni vald, bæði á efna- hagssviðinu og stjómmálasviðinu. Eigi konur að bera sigur úr býtum í baráttu sinni verða þær að ná tökum á kapítalismanum og krefi- ast sinnar hlutdeildar í auði heimsins. í stað þess að hvetja konur til þess að takast á við þetta viðfangs- efni svo að þær geti náð jafnlangt og karlmenn á báðum þessum svið- um hafa svokallaðar kvenréttinda- konur boðið konum upp á auðveldari leið sem leiðir ekki til fulls árangurs. Þær hafa barist fyr- ir nýju skiplagi sem felur ekki í sér sömu erfiðleikana og konur myndu mæta í viðleitni sinni til að ná tök- um á kapítalismanum og afrakstur- inn yrði vissulega miklu minni, enda gerir þetta nýja skiplag ekki ráð fyrir því að konur þurfi að keppa við karlmenn. Hugmyndin hefur á.tt fylgi að fagna meðal þeirra sem hafa ekki getað tekið fullan þátt í baráttunni fyrir jafn- rétti vegna áhrifa karlmannanna. Konur áttu þó vissulega að fá að greiða hátt gjald fyrir að þurfa ekki að taka þátt í efnisgæðakapp- hlaupinu. Þetta fyrirmyndarskipu- lag - þar sem konur áttu að vera lausar undan borgaralegri áþján eins og því að fegra útlit sitt, eiga falleg heimili og yndisleg börn - átti sér hins vegar ekki þann efna- hagslega grundvöll sem hefur gert þjóðfélag okkar að því sem það er ídag. Það er þessi rangtúlkun á kven- réttindum sem hefur orðið til þess að áhugasamar konur, sem langt hafa náð og verið gætu fyrirmynd- ir, hafa sagt skilið við stefnuna. í hópi þeirra sem það hafa gert eru þó konur sem gætu hafa orðið fyrir- mynd yngri kynslóðarinnar vegna afreka sinna. Samtímis hafa millj- ónir réttindaskertra, vinnandi kvenna tekið höndum saman til að mynda breiðfylkingu öreiga undir fána kvenréttinda. Eftir voru skild- ar í einangrun ýmsar konur sem voru þegar komnar hálfa leið upp stigann og þurftu aðeins dálítinn stuðning annarra réttindaskertra kvenna og karla. Skyndilega voru þær einar á báti. Þær minntu á vel klæddar húsmæður í útliti en voru í rauninni eins og harðsnúnir við- skiptajöfrar, en þó einmana. Og það voru ekki bara kvenréttinda- konurnar sem sneru baki við þeim heldur einnig þær sem heima sátu. Þær vildu heldur ekkert með þær hafa. í þeirra augum minntu þessar konur á persónur sem litu út eins og konur en hugsuðu eins og karl- menn. Er þetta rétt? Eru ákveðni, met- orðagirnd og velgengni einkenni karlmennsku? Getur kona ekki náð góðum árangri og samt verið falleg og notið þess að vera í félagsskap annarra kvenna? Auðvitað getur hún það. Það er kominn tímí til að kalla inn úr kuldanum allar þær konur sem náð hafa langt en skilið hafa við kvenréttindahreyfinguna og öfgakonur til vinstri. Konur sem hafa styrk og úthald til að berjast í heimi karlmannanna eiga það skilið að kvenréttindahreyfingin sé skýrgreind á nýj an hátt. Það er kominn tími til að koma lagi á hlutina með því að kynna nýja gerð af kvenréttindakonu: kapítalisku kvenréttindakonuna. Hver sú kona sem telur sig jafn- ingja karlmanna og trúir því að hún eigi að bera jafnmikið úr být- um á sviði efnahagsmála og stjórn- mála og fer að berjast fyrir því getur talið sjálfa sig kapítaliska kvenréttindakonu. Það besta við kapítalisku kven- réttindakonumar er að afrek þeirra em áþreifanleg. Þær gegna vel launuðum stöðum, hafa meiri áhrif á stjórnmálasviðinu og eiga meira á bankareikningunum sínum en aðrar konur. Og einmitt af því að afrek þeirra eru svo áþreifanleg þá eru kapítal- isku kvenréttindakonurnar mun meiri baráttukonur en gömlu kven- réttindakonumar. Margaret Thatcher er dæmigerð kapítalisk kvenréttindakona og það má einn- ig segja um Joan Collins og Jennifer D’Abo sem stjórnar Ry- manverslununum. Allar ásettu þær sér að krefiast síns á sviði efna- hagsmála, stjórnmála eða í við- skiptum og þær náðu allar markmiði sínu. Kapítaliskar kven- réttindakonur eru mun hættulegri andstæðingar fyrir karlmenri en gömlu kvenréttindakonurnar af því að þær búa yfir svo mörgum eiginleikum. Þær hafa komið auga á það sem leiðir til velgengni og þær viða að sér úr mörgum áttum til að auka fiölhæfni sína. Þær vita líka hvenær þær eiga að vera kven- legar og hvenær þær eiga að beita hörku. Þær klæðast því sem tískan býður, láta fræga hárgreiðslu- meistara greiða hár sitt og þoka sér í áttina til meiri áhrifa og valds án þess að karlmenn átti sig raun- verulega á því að þeir hafi eignast keppinauta. Svo gera þær kröfu til þess sem þær hafa lagt hald á og gerast fyrirmynd annarra kvenna. Þar sem kapítalisku kvenrétt- indakonumar geta hvorki talist karlmannlegar né fylgj endur hóp- hreyfinga kvenréttindakvenna þá vita sumir karlmenn ekki hvernig þeir eiga að mæta þeim. Þær eru laglegar, vel klæddar og aðlaðandi, en um leið hæfar og ákveðnar. Þær vita hvað þær vilja og hvernig þær eiga að ná marki sínu; og þær tala rólega og frekar lágt. Þær eru því sannarlega bæði frábrugðnar kon- um í hefðbundnum skilningi og gamaldags kvenréttindakonum. Þessi nýja gerð kvenna kann að reynast karlmönnum erfið viður- eignar. En hvers vegna ættum við að vera að hafa áhyggjur af vanda- málum karlmanna? Þeir láta sig okkar vandamál ekki svo miklu skipta. Dr. Leah Hertz hefur skrifað nýja bók, The Business Aamazons, og kemur hún út hjá breska útgáfufyr- irtækinu André Deutsch nú í maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.