Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 16
60 DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. , jKonungurinn er dáinn“ Sérstæð sakamál - Sérstæð sakamál - Sérstæð sakamál Vacharachi liðsforingi. Sunnudaginn 9. júní 1946 fannst Ananda, tuttugu og tveggja ára gam- all konungur Síams, látinn í svefn- herbergi sínu. Kúla úr .45 hlaup- víddar skammbyssu hafði hæft hann í höfuðið. Hafði konungurinn framið sjálfs- morð eða hafði hann verið ráðinn af dögum? Málaferlin stóðu í mörg ár og níu árum eftir dauða konungs- ins voru þrír menn teknir af lífi fyrir að hafa stytt honum aldur. Ekki hafa þó allir talið að niðurstaða réttarins hafi verið á rökum byggð og sumir hafa haldið því fram að konungurinn hafi framið sjálfsmorð af því að hann hafi verið ástfanginn af svissneskri prestsdóttur sem hann hafi vitað að hann myndi ekki geta átt. Ýmislegt mælir þó gegn sjálfsmorðskenning- unni. Var við nám í Sviss Ananda hafði búið í Sviss mestan hluta ævi sinnar en þar var hann við lögfræðinám er hann sneri um stund- arsakir heim. Ætlun hans var að fara aftur til Lausanne í vikunni á eftir til að ljúka lögfræðiprófi. Vegna langvarandi íjarveru að heiman var Ananda orðinn óvanur hitanum í Bangkok og á laugardeg- inum kallaði hann til sín lækni og kvartaði um meltingartruflanir. Bjó konungur þá í Stórhöllinni í Bang- kok. Læknirinn sá að konungur var með nokkurn hita en gaf honum síð- an lyf og góð ráð. Móðirin lítur inn til hans Um klukkan sex morguninn eftir, er konungur átti aðeins rúmar þrjár stundir ólifaðar, kom Mahidol prins- essa, móðir Anandas, i heimsókn til hans. Hann var þá sofandi en hún vakti hann og spurði hvernig honum liði. Hann kvað þá líðan sína góða. Annar af þjónum konungs, Butr, segist hafa komið til hans klukkan hálfníu með appelsínusafa og dag- blað eins og venja hans hafi verið. Hafi konungur þá gengið inn í svefn- herbergi sitt, sest á rúmið og starað fram fyrir sig. Annar þjónn, Nai Chit, sem kom til vinnu nokkru síðar, segist hafa tekið sér stöðu við hlið Butr fyrir framan íbúð konungs. Þjónamir sögðust svo hafa heyrt skothvell úr ibúðinni klukkan tuttugu mínútur yfir níu. Hafi Nai Chit þá litið inn í íbúð konungs en síðan farið til móð- ur hans, Mahidol prinsessu. Er hann kom til hennar sagði hann: „Kon- ungurinn hefur skotið sig.“ Á bakinu Er komið var að konungi lá hann á bakinu með hendur við hlið sér. Nálægt vinstri hönd hans var .45 hlaupvíddar skammbyssa en gat eftir kúlu var á enninu yfir hægri auga- brúninni. Brátt fylltist svefnherbergi kon- ungs af skelfdum ættingjum og samstarfsmönnum. Þeirra á meðal var forsætisráðherrann Pridi sem heyrðist hrópa á ensku: „Konungur- inn hefur framið sjálfsmorð." Yfir- maður lögreglunnar, sem kvaddur var á vettvang, áleit í fyrstu að kon- ungurinn hefði stytt sér aldur og ýmsir við hirðina voru einnig þeirrar skoðunar; en eins og áður segir þá fóru ýmsir síðar að efast um að sú skýring gæti verið rétt. Andlegur og verald- legur leiðtogi Síamskonungar (Síam heitir nú Thailand) eru ekki aðeins veraldlegir leiðtogar heldur æðstuprestar og því stundum nefndir lávarðar lífsins; en eins og kunnugt er eru landsmenn Búddatrúar. Þeir eru því enn þann dag í dag taldir annað og meira en venjulegir dauðlegir menn. Finnst mörgum landsmönnum því fráleitt að ræða um sjálfsmorð þegar kon- ungur landsins á í hlut. 2. júlí var loks gefin út opinber til- kynning um dauða konungs. Þar var vikið að veikindum hans en því síðan haldið fram að konungur, sem var mjög vanur meðferð skotvopna, hefði orðið fyrir slysaskoti. Þrálátur orðrómur Ekki lét almenningur sér þessa skýringu þó nægja og brátt komst á kreik þrálátur orðrómur um að ekki hefði allt verið með felldu með dauða konungs. Komust sögur um það meira að segja á prent. Ástæðan til þess var meðal annars sú að nokkrir læknar höfðu látið i ljós það álit að konungur hefði verið skotinn í hnakkann; nánari líkskoðun hafði leitt í ljós tvö kúlnagöt, annað á hnakka og hitt á enni. Pridi forsætisráðherra setti á lagg- irnar rannsóknarnefnd en það magnaði aðeins sögusagnir um að ekki hefði allt verið með felldu því að ýmsir grunuðu sjálfan forsætis- ráðherrann um græsku vegna stjórn- málaástandsins. Gengu sumir meira að segja svo langt að segja að liðs- foringi að nafni Vacharachi og lágreistur stjórnmálamaður að nafni Chaleo hefðu tekið þátt í samsærinu með Pridi en forsætisráðherrann hafði komið því til leiðar að báðir þessir menn voru ráðnir við hirðina þótt konungur hefði síðan látið segja þeim upp; Vacharachi fyrir að þykj- ast vera veikur og Chaleo fyrir vanrækslu í starfi og fyrir að sýna virðingarleysi. Byltingartilraun Pridi varð brátt afar óvinsæll og þar kom að höfuðandstæðingur hans í stjórnmálum, Pibul marskálkur, stofnaði nýjan stjórnmálaílokk, „Mátturinn ræður“. Ananda konungur með móður sinni, Mahidol prinsessu. Bhoomipol konungur, Sirikit drottning og börn þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.