Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Qupperneq 10
54 DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. í sumar eiga mjúku linurnar að fá að njóta sín. Kvenlegir kjólar og fal- legir skartgripir eiga mjög upp á pallborðið hjá tískuhúsunum núna. Hér er ólíkum munstrum blandað saman á mjög skemmtilegan hátt. Takið eftir því að meira að segja sólgleraugun, sokkarnir og skórnir eru munstruð. Sumartískan Stutt pils og skærir litir Nú er sumarið loksins komið og þá er ekki seinna vænna að fara að huga að sumartískunni. Flestar búðir eru reyndar löngu búnar að taka upp sumarfatnaðinn og margir sjálfsagt búnir að kaupa sér heilmikið af sumarfatnaði. Hvað um það, okkur á helgarblaðinu þótti upplagt í tilefni af hækkandi sól að hafa smáumfjöllun um sumart- ískuna á því herans ári 1986. Skærir litir koma til með að setja mikinn svip á sumarfatnaðinn. Grænt, gult og appelsínugult eru ákaflega vinsælir litir. Áfram eru ríkjandi miklar andstæður í e&iisvali, litum og munstri. Það er blandað saman silki, blúndum og gallaefnum, appelsínugulu og grænu, röndóttu og doppóttu. Allt er leyfilegt og um að gera að nota ímyndunaraflið og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Mikið er um þröngan og aðskorinn fatnað, bæði pils og kjóla, og síddin er venjulega rétt fyrir ofan hné eða þá um ökklann. Mínipilsin eru líka vinsæl og þá gjarnan með litlu koti, helst sem stystu, því samkvæmt því sem tískukóngarnir segja er um að gera að láta sjást í beran magann. Buxur eru ýmist hafðar frekar þröngar eða þá hólkvíðar, víðari heldur en þær hafa verið lengi. Jakkar eru yfirleitt hafðir hálfsíðir og herðapúðar notaðir til þess að gera axlasvipinn sem breiðastan. Föt úr denimefnum eru mikið farin að ryðja sér til rúms aftur eftir nokkurt hlé. Denímið er gjaman haft mjög þunnt og létt og oft með eins konar glansáferð. Og eins og áður sagði er mikið um að fínni efni, eins og silki og alls kyns blúnduefni, séu notuð með gallafatnaðinum. Silkiblússur, blúnduvesti og blúnduklútar með gallabuxum og gallapilsum er mjög vinsælt. Oft er sagt að tískan gangi í hring og sennilega má það til sanns vegar færa. Allavega voru föt í svörtu og hvítu mjög vinsæl á sjöunda áratugnum og þeim er spáð miklum vinsæld- um í sumar. Fötin er oftast höfð í miklum mynstrum og virðast engin takmörk vera fyrir því hversu ólíkum mynstnxm er leyfi- legt að blanda saman. Meira að segja skór og sokkar eru hafðir munstraðir og jafnvel sólgleraugun eins og sést á mynd- inni hér annars staðar á opnunni. Kvenlegar og mjúkar línur njóta nú aftur vinsælda eftir að hafa verið úti í kuldanum um nokkurt skeið. Töluvert er um kvenlega kjóla og pils úr fínlegum efhurn og mjúkum litum og punkturinn yfir i-ið eru miklir skartgripir. Fjölbreytni er þó sennilega það sem setur mestan svip á tísk- una í dag. Það er því um að gera að notfæra sér það, nota ímyndunaraflið og vera sjálfstæður, velja það úr sem hentar eigin stíl og persónuleika í stað þess að apa hugsunarlaust upp eftir öðrum og kaupa rándýran fatnað sem fer svo illa. -VAJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.