Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Page 16
16
DV. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986.
Spurningin
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Ertu farin/n að spá í borgar
og sveitarstjórnarkosningarn-
ar?
Páll Ársælsson deildarstjóri:
Nei, ekki neitt. Ég þarf ósköp lítið
að spá í þessi mál. Eg held með Dav-
íð.
Anna Lilja Gunnarsdóttir, starfs-
maður Opals:
Jú, eitthvað. Ég les blöðin og svo
verða kosningafundir á mínum
vinnustað.
Óðinn Jóhannsson þjónn:
Nei. Ég þarf þess ekki. Ég hef þeg-
ar gert upp hug minn.
Sveinn Björgvinsson tónlistarmaður:
Já, það streyma kosningabækling-
amir inn um bréfalúguna hjá mér.
Enn er ég samt óákveðinn.
Stefán J. Sveinsson nemi:
Ég hef haft svo mikið að gera við
námið að ég hef hreinlega ekkert
athugað þessi mál.
Haukur Haraldsson deildarstjóri:
Já, ég hef setið nokkra kosninga-1
fundi. Ég er búinn að ákveða hvað!
ég ætla að kjósa.
Hátollaðar hljómplötur
Steinar Berg ísleifsson skrifar:
Ég reikna með að flestir hafi brosað
í kampinn og samglaðst Reyni Pétri
Invarssyni, er þeir lásu frétt undir fyr-
irsögninni „Keypti 40 hljómplötur"
sem birtist í DV 15.maí.
Fréttin vakti athygli mína af öðrum
ástæðum. Ég ætla ekki að Reyni Pétri
hafi verið gert að greiða innflutnings-
gjöld eða söluskatt af þessum innflutn-
ingi sínum fremur en þeim þúsundum
íslendinga sem árlega kaupa tug-
þúsundir, jafnvel hundruð þúsunda,
hljómplatna og kassettna í útlöndum
og koma með inn í landið sem hluta
af farangri. Nú vil ég síður en svo fara
að draga nafn og persónu Reynis Pét-
urs inn í umræður um íslensk tollalög
og framfylgd þeirra. En ég get ekki
orða bundist við að benda á skaðsemi
þeirrar hátollastefiiu sem hljómplötur
sæta, eða 75% af innflutningsverði.
Augljóst er að verslun á erlendum
hljómplötum hefur að mestu verið
færð út úr landinu. Þetta hlýtur að
vera eðlileg afleiðing langvarandi há-
tollastefnu á þessum vöruflokki og
aukinna ferða íslendinga til útlanda.
Afleiðingin er einnig miklu víðfeðmri
og alvarlegri.
Fótum hefur verið kippt undan þeim
fyrirtækjum sem fyrir nokkrum árum
höfðu hljómplötuinnflutning og ís-
lenska útgáfu að aðalstarfsemi.
Harðast hefur þetta þó komið niður á
íslenskri hljómplötuútgáfu, sem er að
þróast út í að verða nokkurs konar
heimilisiðnaður, þar sem lagahöfund-
ur, flytjandi, útsetjarar, upptöku-
stjómandi, útgefandi og dreifandi er i
flestum tilfellum sami aðilinn. Undir
slíkum kringumstæðum er mannlegt
og eðlilegt að gagnrýni og gæðakröfur
frá hinum margbreytilegu sviðum út-
gáfunnar sé í lágmarki. Enda útkoman
eftir því í langflestum tilfellum og eng-
ir möguleikar að við uppfyllum þær
gæðakröfur sem gerðar eru alþjóðlega
við slík skilyrði.
Það þarf enga reiknimeistara til að
reikna út slæma afkomu hinna ís-
lensku hljómplötufyrirtækja eða tap
ríkisins vegna innflutnings ferðafólks
á hljómplötum. Ummerkin blasa all-
staðar við. Ákvörðunartaka um
lækkun tolla á hljómplötum til sam-
ræmis við tolla á hljómflutningstækj-
um hlýtur að flokkast undir það sem
nefnt er heilbrigð skynsemi sem ég
veit að finnst í fjármálaráðuneytinu
ef vel er leitað.
„Það þarf ekki reiknimeistara til að reikna út slæma afkomu íslenskra hljóm-
plötufyrirtækja..." segir Steinar Berg ísleifsson.
Aldrei nóg af fótbolta f sjónvarpinu, segir Róbert.
Aldrei nóg
af fótbolta
Róbert Albertsson hringdi:
Ég vil mótmæla því sem var sagt á
lesendasíðunni um daginn að of mikið
væri af fótbolta í íþróttaþættinum hjá
Bjama. Það er aldrei nóg af fótbolta
í þættinum. Þetta er tvímælalaust vin-
sælasta íþróttin hér og þess vegna
eðlilegt að sýnt sé mikið af svoleiðis
efni.
Ég vil einnig mótmæla því sem sagt
var að aðstoðarmaðurinn hans Bjama
stæði ekki í stykkinu. Þetta er ekki
rétt, hann stendur sig mjög vel.
íþróttaþættimir em flestir mjög góðir.
Skilaboð
til sjonvarpsins
G.B. hringdi:
Mig langar að koma á framfæri
þakklæti til sjónvarpsins fyrir að sýna
myndina Skilaboð til Söndm annan í
hvítasunnu. Ég hef verið sjúklingur í
mörg ár og þess vegna ekki átt þess
kost að fara í bíó. Það er mjög ánægju-
legt þegar sjónvarpið sýnir þessar
íslensku myndir sem margar hverjar
em mjög góðar.
Einnig vil ég þakka sjónvarpinu fyr-
ir endursýningamar á leikritum
Jökuls heitins. Hann var góður höf-
undur og bókin Skilaboð til Söndm,
sem myndin byggir á, er lýsandi dæmi
um það.
Húfulausir
kokkar
G.R.A. skrifar:
Það var sagt í einhverju dagblað-
inu um daginn að í bígerð væri veisla
ársins, jafhvel aldarinnar. Hún var
á vegum hóps matreiðslumanna sem
halda úti einhverjum sælkeraklúbbi.
Með þessari frétt birtist mynd af
nokkrum matreiðslumönnum sem
vom að undirbúa lostætið. En viti
menn. Það vantaði á kokkana höf-
uðfótin. Það er alvarlegur ágalli,
sem virðist vera landlægur hér, að
matreiðslumenn nota ekki tilskilin
höfuðbúnað, þ.e. kokkahúfuna - „La
togue du chef‘, aðaleinkenni hins
alþjóðlega matreiðslumanns. Ef
þetta vantar þá vantar punktinn yfir
i-ið.
Margir góðir veitingastaðir hafa
sprottið upp í seinni tíð og fjöl-
breytni hefúr stórum aukist, allt til
hins betra. Enn em þó margir van-
kantar á þessu sviði. Til dæmis er
alveg hætt að bera fram mat, jafhvel
á bestu veitingastöðum, nema á
diskum sem skellt er á borðið fyrir
framan mann svo glymur í borð-
plötunni. Dúkurinn er ekki klæddur
„filti“ sem á að dempa hljóð. Enn
er líka verið að bera fram rauðvínið,
gott eða slæmt, á borð gestanna
þannig að flöskum er skellt á borðið
eftir að úr þeim hefur verið hellt.
Ég veit ekki um neinn stað þar sem
notaðar em þar til gerðar vínkörfur
fyrir rauðvínið. Hvítvín er svo sjald-
an borið fram í kæli eða flaska skilin
eftir í honum við borð gesta.
Margt fleira mætti upp telja sem
látið er undir höfuð leggjast vegna
kæruleysis í þjónustu. Það er afleið-
ing þeirrar miklu spennu sem ríkir
hvarvetna i þjóðfélaginu, líka á veit-
ingastöðum, þar sem annars ætti að
vera fremur afslappað andrúmsloft,
bæði hjá gestum og starfsfólki.
Hér er „La togue du chef“ að minnsta kosti á réttum stað.