Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Blaðsíða 20
20 DV. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986. Iþróttir iþróttir • Hér sést þrumuskot Guömundar Torfasonar þjóta í gegnum varnarvegg Þoi en leikmönnum Fram tókst að trufla varnarvegginn hjá Þór og mynda þannii Tveir pólskir til Homburg Vestur-þýska liðið Homburg, sem nýlega vann sér sæti í Bundesligunni, eða 1. deildinni i Vestur-Þýskalandi, skýrði frá því i gær að tveir HM-leik- menn Póllands hefðu gert samning við félagið. Mundu þeir leika mcð því í Bundesligunni næsta leiktímabil. Leikmennimir eru Andrzej Buncol, scm leikið hefur með Legia í Varsjá, og Roman Wojcicki, Widzew Lodz. Þeir gerðu samning við Homburg til eins árs. Ekki var skýrt frá þvi hvað þýska félagið hefði greitt fyrir leik- mennina en talsmaður þess sagði að beðið væri eftir Ieyfi fyrir leikmennina frá pólskum íþróttayfirvöldum. hsím Staðaní 1. deild Staðan í 1. deild eftir sigur Fram á Þór í gærkvöldi, síðasta leiknum í 2. umferð. FH Breiðablik KR Akranes Fram Þór Víðir Keflavík Valur ÍBV Þriðja umferðin hefet á föstudag kl. 20. Þá leika Akranes-Víðir á Akra- nesi, Keflavík-Valur í Keflavík, og KR-FH í Frostaskjóli. Á laugardag kl. 14 leika Þór Vestmannaeyjar á Akureyri og Breiðablik-Fram í Kópa- vogi. -hsim Stórsigur Barcelona - á Real Madrid Barcelona vann stórsigur, 0-4, á Real Madrid í síðari leik liðanna í spænska deildabikamum nú í vikunni í 2. um- ferð. Leikið var í Madrid en í fyrri leiknum varð jafntefli, 2-2, í Barce- lona. Samanlagt vann því Barcelona, 6-2. Af öðrum úrslitum má nefna að Espanol og Valencia gerðu jafiitefli, 1-1. Valencia vann samanlagt, 6-3. Valladollid tapaði á heimavelli fyrir Atletico Madrid, 0-1. Atletico vann samanlagt, 4-3. -hsím Landsliðið enn ekki valið - í íraleikinn „Ég fór á leik Fram og Þórs í gær- kvöldi og þetta var besti leikurinn sem ég hef séð hér,“ sagði Sigfried Held landsliðsþjálfari sem enn er að skoða leikmenn í landsliðshópinn fyrir Reykjavíkurleikanna sem hefjast á sunnudaginn. „Ég sá margt gott til leikmanna í gærkvöldi en þeir leikir sem ég hef séð hingað til hafa ekki verið nógu góðir. I þessum liðum voru margir ágætir leikmenn sem landsliðið getur vel notað,“ sagði Sigfried. Enn hefur landsliðshópurinn ekki verið valinn endanlega. Þó er ljóst hvaða erlendir leikmenn koma í leik- ina. I fyrri leikinn koma þeir Bjami Sigurðsson, Brann, Arnór Guðjóns- son, Anderlecht, Pétur Pétursson, Hercules, Sigurður Jónsson, Sheffteld Wed. og Ragnar Margeirsson, Wat- erschei. Bjarni getur hins vegar ekki verið með í seinni leiknum. Þá koma þrír leikmenn frá Sviss, þeir Sigurður Grétarsson og Ómar Torfason hjá Luz- ern og Guðmundur Þorbjörnsson hjá Baden til liðs við hópinn. Eggert Guð- mundsson hjá Halmstad kemst ekki í þessa landsleiki. Það er því ljóst að það verður að bæta 11 leikmönnum hér að heiman við hópinn en ætlunin er að velja 19 leikmenn. Hveijir það verða er ekki ljóst enn. Það ætti væntanlega að skýr- ast fyrir morgundaginn en þá síðdegis mun ætlunin vera að kalla landsliðs- hópinn saman. -SMJ • Mark Þórs kom eftir mikil mistök í vörn Fram. Hlynur Birgisson nýtti sér þ: ..Erum með - sagði Ásgeir Elíasson, þjálfa „Ég er ánægður með strákana í þess- um leik, þeir gerðu eins og fyrir þá var lagt. Við unnum Þórsara hér i fyrra einnig 2-1 og ég held að við höfum sýnt hér að við erum með betra lið. Urslitin koma mér því ekki á óvart,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, en Fram sigraði Þór frá Akureyri í gærkvöldi á Valbjamarvelli í spenn- andi leik sem hefði getað farið á hvom veginn sem er. Það var Guðmundur Torfason sem tryggði Fram sigur með glæsilegu marki beint úr aukaspymu. Þrátt fyrir að leikurinn færi fram á Valbjamarvelli sem er frekar óheppi- legur fyrir knattspymu þá var hann ákaflega skemmtilegur á að horfa. Bæði lið em skipuð leiknum og nett- um leikmönnum sem geta látið bolt- ann ganga á milli sín. Fyrri hálfleikur- inn var þó miklu fjömgri enda komu öll mörkin í honum. Fyrsta færi leiksins kom á 10. mín- útu þegar Siguróli Kristjánsson átti hörkuskot yfir mark Fram eftir góða sókn Þórsara. Þór byrjaði leikinn und- an vindi og vom þeir heldur meira með boltann fyrri hluta hálfleikins. Margir Framarar vildu fá víti á 17. mínútu og Guðmundur Steinsson virt- ist hafa hugann meira við það heldur en að nýta sér ágætt færi sem hann var í. Fyrsta mark leiksins kom á 20. mín- útu. Pétur Ormslev tók þá homspymu og eftir mikið þóf fyrir framan mark Þórs tókst Guðmundi Steinssyni að ýta boltanum inn. Þama sváfu leik- menn Þórs á verðinum en þeir hefðu getað verið búnir að hreinsa frá marki. 1- 0 fyrir Fram, nokkuð gegn gangi leiksins. Á 23. mínútu braut Nói Bjömsson, fyrirliði Þórs, illa á Steini Guðjónssyni og varð harrn að fara af velli. Ljót brot hjá Nóa en oft var óþarflega mik- il harka í leiknum sem getur stafað af því hve völlurinn er lítil. Frábært mark hjá Guðmundi Torfasyni. Þórsarar jöfnuðu leikinn á 29. mín- útu og var ákaflega klaufalega að því staðið hjá leikmönnum Fram. Om Valdimarsson átti þá lausa sendingu aftur á Jón Sveinsson sem virtist hafa boltann ömgglega. Það vildi þó ekki betur til en svo að hann missti af bolt- anum. Hlynur Birgisson var fljótur að átta sig, náði knettinum, renndi sér framhjá Friðriki markverði og sendi knöttinn í netið. Snyrtilega gert hjá Hlyni en þetta vom ljót mistök í vöm Fram. Staðan 1-1. En leikmenn Fram vom fljótir að kvitta fyrir þessi mistök. Einni mínútu síðar, eða á 30. mínútu, fengu þeir aukaspymu rétt fyrir utan vítateig Þórs, fyrir miðju marki. Það var Guð- mundur Torfason sem tók spymuna og það var engin smáspyma! Þrumu- skot hans þaut í gegnum vamarvegg Þórs, í þverslána og þaðan í markið, án þess að Baldvin Guðmundsson, markvörður Þórs, kæmi neinum vöm- um við. Ótrúlega fallegt mark sem kemur ömgglega vel til greina sem mark ársins. Fram komið aftur yfir, 2- 1. • StefiB Graf. Ný stjarna Vestur-þjóðveijar hafa eignast nýja stjömu í tennis - undrabarn á þessu sviði að sögn þeirra sem best þekkja til. Á sunnudag, í úrslitum vestur- þýska meistaramótsins í einliðaleik kvenna í Vestur-Bcrlín, sigraði hin 16 ára StefE Graf bestu tenniskonu heims, Martinu Navratilova, Banda- ríkjunum, mjög létt í tveimur lotum, 6-2 og 6-3. Ótrúleg úrslit. hsím Norðurianda mót í boccia Kaupmannahofn arsson, ÍFA. Þjálfarar og fararstjórar em Anna Bjamadóttir og Jón Haukur Damelsson. Á Norðurlandamótinu síðasta, sem háð var fyrir tveimur árum, hafnaði íslenska sveitin í fjórða sæti en var aðeins hársbreidd frá því að leika um 1.-2. sætið. Myndina að neðan tók Brynjar Gauti af íslensku keppendun- um í íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær. Þeir héldu til Kaupmannahafhar í morgun. -hsím - hja fötluðum Sex íslenskir þátttakendur verða á Norðurlandamóti fatlaðra í boccia, sem fer fram í Kaupmannahöfn um helgina og auk þess tveir fararstjórar. íslensku keppendumir munu allir keppa í einstaklingskeppni og sveita- keppni. íslensku keppendur em Sigurður Bjömsson, ÍFR, Haukur Gunnarsson, ÍFR, Láms Ingi Guðmundsson, IFR, Sigurrós Karlsdóttir, ÍFA, Bjöm Magnússon, ÍFA, og Tryggvi Gunn- Erik Hajas til Maritim - liðsins sem Hans Guðmundsson leikur með Sænski landsliðsmaðurinn kunni í handknattleikniun, Erik Hajas, Hellas, hefur gert samning við spánska liðið Maritim, Tenerife, sem leikur í 1. deild. Hans Guðmundsson, fyrrum leikmað- ur FH og íslenska landsliðsins, lék • Erik Hajas. einmitt með þessu liði síðari hluta keppnistímabilsins og skoraði grimmt. Liðið komst upp og ekki er annað vit- að en Hans haldi þar áfram. Tveir aðrir íslendingar leika nú á Spáni, Einar Þorvarðarson og Sigurð-' ur Gunnarsson, Tres de Mayo, einnig Tenerife, og Viggó Sigurðsson lék þar um tíma og varð spænskur meistari með Barcelona. Erik Hajas verður fimmti sænski leikmaðurinn til að leika með spænskum handknattleiks- liðum. Landsliðsmarkvörðurinn frægi, Claes Hellgren, var tvö ár hjá Tres de Mayo og Bjöm Jilsen eitt ár. Sig- urður og Einar tóku síðan stöður þeirra hjá félaginu. Pelle Carlén leikur með Grenollers í Barcelona og Lenn- arth Ebbinge með Maritim. Þá má geta þess að næsta leiktímabil mun Bjöm Jilsen leika í Vestur-Þýskalandi með Wiesbaden í 2. deild. Hellgren er orðinn þjálfari í Bandaríkjunum. hsím

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.