Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Side 23
DV. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986.
23
Fallegir fákar og góðir tímar
Hvítasunnukappreiðum Fáks lauk
á mánudaginn með úrslitaröðun í
gæðingakeppni, kappreiðum og
verðlaunaafhendingu. Þetta mót
er eitt besta og stærsta hvítasunnu-
mót sem Fáksmenn hafa haldið um
árabil. Framkvæmd var örugg og
fumlaus og veður gott mestallan
tímann. Til marks um stærð móts-
ins má geta þess að 54 hestar voru
skráðir í B-flokk gæðinga og 43 í
A-flokk gæðinga. Sjö riðlar, hver
með fjórum hestum, voru í 250 m
skeiði en 16 hestar í 150 m skeiði.
Vegna þessa fjölda hófst mótið á
fimmtudeginum og stóð í fjóra
daga.
Ein af ástæðum fyrir öllum þess-
um fiölda er eflaust landsmótið sem
haldið verður á Hellu í sumar.
Ekki einungis voru knapar að
keppa um fyrstu sætin í gæðinga-
keppninni, heldur var ákveðið
fyrirfram að sjö efstu hestar kæ-
must á landsmótið sem fulltrúar
Fáks. Af þessum sökum var keppn-
in geysihörð því allir vilja komast
á landsmót með fáka sína.
Þrátt fyrir það var öll keppni
markviss og yfirbragð sýninga yfir-
leitt með ágætum. Ein mesta
breyting til góðs var klæðnaður
knapa. Svo til allir knapar voru
mjög snyrtilega klæddir og sumir
ákaflega fallegir sýnum. Til dæmis
voru þeir sjö knapar sem komust í
úrslit í barnaflokki til mestu fyrir-
myndar, snyrtilega klæddir og
reiðmennska þeirra fáguð og yfir-
lætislaus.
Gæðingakeppni
Hvítasunnukappreiðar Fáks hóf-
ust á fimmtudaginn með gæðinga-
keppni í B-flokki. Þar voru 54
hestar skráðir og mættu langflestir
til keppni. Það lá ljóst fyrir að sjö
knapar kæmust á landsmót með
hesta sína þannig að ekkert mátti
útaf bregða. Keppnin hófst klukk-
an 17.30 og stóð yfir til um það bil
23.00 um kvöldið. Þá höfðu spjalda-
sýningar með einkunnum verið
niður lagðar vegna tímaskorts.
Röðun í sæti var svo á mánudegin-
um. Þá riðu knapar einungis tölt
og brokk. Úrslit urðu þau að Sölvi,
Jóns Inga Baldurssonar, stóð efstur
þriðja árið i röð og hlaut að launum
til eignar bikar sem keppt hefur
verið um undanfarin ár. Sölvi hlaut
8,60 í einkunn. Knapi var sem fyrr
Gunnar Arnarson. I öðru sæti var
Gári, Fríðu H. Steinarsdóttur, sem
Sigurbjöm Bárðarson sat, og hlaut
8,59 í einkunn. Þriðji var Goði,
Jóhannesar Elíassonar, sem
Trausti Þ. Guðmundsson sat, og
hlaut 8,37 í einkunn, fjórði Núpur,
Sigurbjörns Bárðarsonar, sem Ei-
ríkur Guðmundsson sat, með 8,48
í einkunn, fimmti Kórall, sem Orri
Snorrason á og sat, með 8,46, sjötta
var Eva, sem Fríða H. Steinars-
dóttir á en Sigurbjörn Bárðarson
sat, með 8,36 í einkunn og sjöundi
Bikar, sem Bragi Ólafsson á en
Gunnar Arnarson sat, með 8,36 í
einkunn. Skýring á því hvers vegna
hestur í þriðja sæti er með lægri
einkunn en sá sem er í fjórða sæti
er sú að Goði í þriðja sæti lenti
hærra vegna röðunar, á mánudeg-
inum.
Ekki voru eins margir hestar í
A-flokki gæðinga, eða aðeins 43.
Þar sigraði Sókron, Þórdísar Sig-
urðardóttur, og hlaut 8,55 í ein-
kunn. Þetta er í þriðja skipti sem
Sókron sigrar í A-flokki gæðinga
hjá Fáki. Fyrst árið 1983, svo 1984
og loks nú 1986. Knapi var Hregg-
viður Eyvindsson. I öðru sæti var
Heljar, Matthíasar Sigurðarsonar,
með 8,35 í einkunn. Albert Jónsson
sat Heljar. Heljar var í fimmta
sæti eftir dóma en tókst að vinna
sig upp í 2. sætið í röðun. Þriðji
var Ljúfur, Marinós Sigurpálsson-
ar, sem Albert sat einnig, en
Ragnar Hinriksson í röðun. Ljúfur
hlaut 8,43 í einkunn. Fjórði var
Smári, Hallgríms Þorsteinssonar,
sem Hafliði Halldórsson sat, með
8,41 í einkunn, fimmti Gormur, sem
Sigurbjörn Bárðarson á og sat, með
8,32 í einkunn, sjötti Djákni, sem
Sigurbjöm Bárðarson á en Eiríkur
Guðmundsson sat, með 8,36 í ein-
kunn og sjöundi Glanni Ómar, sem
Hákon Jóhannsson á en Kristján
Birgisson sat, með 8,28 í einkunn.
Sýning á mánudaginn, er A-flokks
hestunum var raðað í sæti, verður
eftirminnileg mörgum áhuga-
manninum um hestamennsku því
þar voru margir snjallir knapar
með góða hesta. Sáust því fallegir
skeiðsprettir og örugg handtök.
Sjö hæstu í unglingaflokki.
Úrslit í 350 metra stökki.
Leistur setur íslandsmet í 250 metra skeiði.
Töltkeppnin
Nú er svo komið að ekki er hald-
ið hestamót án töltkeppni. Þar
koma fram ágætir töltarar og
keppa sín í millum. I töltkeppninni
sigraði að þessi sinni Viðar Halld-
órsson á Fagra-Blakk. Gunnar
Arnarson var annar á Sölva, Al-
bert Jónsson þriðji á Bróður,
Kristbjörg Eyvindsdóttir fjórða á
Sváfni og Erling Sigurðsson fimmti
á Snjalli. Á landsmótinu, sem allt
miðast við um þessar mundir, verð-
ur einmitt keppt í tölti. Ekki er
búið að ákveða lágmarkseinkunn
þeirra sem mega keppa þar, en ljóst
er að sú einkunn verður að vera
há svo að ekki verði um of marga
hesta að ræða heldur einungis 10-
15 yfirburða tölthesta.
Sölvi, efstur i B flokki gæðinga
DV-myndir: EJ
Unglingar og börn
Það var gaman að fylgjast með
keppni í barna- og unglingaflokki.
Feður og mæður fylgduust með og
reyndu að leiðbeina afkvæmunum,
oft með góðum árangri. Enda voru
flestallir knaparnir fallega og
snyrtilega klæddir og hestarnir
ágætir. í bamaflokki sigraði Ró-
bert Petersen á Stelki, leirljósum
klár, ákaflega reistum og glæsileg-
um. Hjörný Snorradóttir varð
önnur á Ópali, Edda Sólveig Gísla-
dóttir þriðja á Seifi, Edda Rún
Ragnarsdóttir fiórða á Silfra, Gísli
Geir Gylfason fimmti á Skáta, Guð-
rún Valdimarsdóttir sjötta á Sokka
og Sigurður Matthíasson sjöundi á
Dótlu.
I unglingaflokki sigraði Guðrún
Edda Bragadóttir, en hún er af vel
þekktri knapaæ.tt, dótturdóttir
Hinriks Ragnarssonar. Hún sat
Eril. í öðru sæti var Ragnhildur
Matthíasdóttir á Vin, Arna Kristj-
ánsdóttir þriðja á Gimsteini,
Hörður A. Haraldsson fiórði á Háfi,
Páll Briem fimmti á Skjóna, Páll
Bragi Hólmarsson sjöundi á Háfeta
og Jón Ólafur Guðmundsson sjö-
undi á Neista. Þrjár stúlkur efstar,
allt glæsileg ungmenni á fallegum
hestum.
Kappreiðar
Undanúrslit í kappreiðum og úr-
slit í 150 m skeiði og 300 m brokki
voru á laugardeginum en 250 m
skeið og úrslit í kappreiðum á
mánudeginum. Mikill fiöldi áhorf-
enda var á kappreiðunum á
mánudaginn og var um að ræða
marga hestamenn víða af landinu.
Þeir voru að kanna hestaforða
Fáksmanna. Tímar voru yfirleitt
mjög góðir og var eitt íslandsmet
sett. Leistur frá Keldudal rann 250
m skeiðið með knapa sinn, Sigur-
björn Bárðarson, á 21,4 sekúndum.
Leistur á einnig metið í 150 m
skeiði, 13,8 sek., sett 1983. Eigandi
Leists er Hörður G. Albertssoii. í
öðru sæti í 250 m skeiði var Gorm-
ur á 22,1 sek. en Sigurbjöm
Bárðarson á og sat Gorm. í þriðja
sæti var Litli-Jarpur, Elíasar Guð-
mundssonar, sem Ragnar Hinriks-
son sat, á 22,5 sek. Tímar voru mjög
góðir í 250 m skeiði. Fimm hestar
komu í mark á undir 23,0 sek. 150
m skeiðið vann Linsa, sem Sigur-
björn Bárðarson á og sat, á. 15,1
sek. Sleipnir, sem Hreggviður Ey-
vindsson á og sa.t, var annar á,15,3
sek. og Fjalar, sem María Dóra
Þórarinsdóttir á en Orri Snorrason
sat, var þriðji á 15,8 sek. Neisti, sem
Guðmundur Jónsson á og sat, sigr-
aði í 300 m brokkinu á 32,8 sek. sem
er mjög góður tími. Trítill, sem
Jóhannes Þ. Jónsson á og sat, varð
annar á 38,1 sek. og Nafni, sem
Svanur Halldórsson á og sat, varð
þriðji á 47,5 sek. 250 m unghrossa-
hlaup sigraði Gasella Harðar G.
Albertssonar á 17,09 sek. Knapi var
Erlingur Erlingsson. Þota Guðna
Kristinssonar varð önnur en Ró-
bert Jónsson sat hana á 17,9 sek.
Lonta, sem er dóttir Gjálpar og í
eigu Þorkels Bjarnasonar og Gylfa
Þorkelssonar, varð þriðja á 18,8
sek. Knapi var María Dóra Þórar-
insdóttir. f 350 m stökki sigraði
Spóla Harðar G. Albertssonar á
24.3 sek. Knapi var Erlingur Erl-
ingsson, Úi Guðna Kristinssonar
varð annar á 24,3 sek. (sami tími
en sjónarmunur) og Lótus þriðji á
24.4 sek. Kristinn Guðnason er eig-
andi Lótusar. Róbert Jónsson sat
Úa. Neisti sigraði í 800 m stökkinu.
Eigandi hans er Hörður G. Alberts-
son en knapi María Dóra Markús-
dóttir. Tími 61,0 sek. Örn þeirra
Ingu og Þórdísar Harðardætra
varð annar á 61,2 sek. Knapi Erl-
ingur Erlingsson. Kristur Guðna
Kristinssonar varð þriðji á 63,7 sek.
en hann sat Róbert Jónsson. Þess
má geta að lokum að veitt voru
verðlaun Hinriki Bragasyni fyrir
besta árangur knapa yngri en 20
ára í skeiði en hann sat Jón Hauk
sem rann 250 metra skeiðið á 23,1
sek.
v3 óo jjpl^U^^ÓnöQJLt,