Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Qupperneq 31
DV. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986.
31
Sandkorn Sandkorn
Þorgeir Þorgeirsson rithöf-
undur.
Slegið á
léttari strengi
Nýlega var haldin árs-
hátíð Tékkneska-íslenska
félagsins. Skemmtu gestir
sér afar vel og segjast sum-
ir þeirra munu minnast
gleðinnar lengi.
Þetta á að sjálfsögðu sín-
ar skýringar eins og allt
annað. Samkvæmt hefð-
bundna forminu hefur
tékkneski sendiherrann
haldið ræðu kvöldsins.
Hafa þær tölur verið mjög
í andanum eins og eðlilegt
er.
En að þessu sinni hljóp
stjórn félagsins litillega út
undan sér. Hún fékk Þor-
geir Þorgeirsson rithöfund
til að mæla fram hátíðar-
ræðuna. Þorgeir hefur
dvalið í Tékkóslóvakíu og
er gjörkunnugur þar
eystra. Hann er sagður
hafa farið á kostum í ræðu
sinni og skopast eins og
honum er einum lagið, að
sjálfsögðu á mjög kurteis-
legan hátt. Höfðu gestir
hina mestu skemmtan af
málsnilli rithöfundarins.
Hæpinn
gróði
Það hefur komið fyrir að
hlaupið hefur bærilega á
snærið hjá þeim sem skipt
hafa við bensínsjálfsalana.
Tankarnir hafa gerst örlát-
ir og ælt úr sér miklu meira
magni en viðskiptavinur-
inn hefur greitt fyrir. En
menn eru misjafnlega
heppnir í þessum efnum
sem öðrum.
Maður einn þurfti að taka
bensin í Mosfellssveit.
Hann renndi upp að sjálf-
salanum og mataði hann á
300 krónum. Þegar hann
fór að dæla sá hann að ekki
var allt með felldu og hann
myndi fá fyrir miklu meira
en 300-kallinn. Kættist
maðurinn nú ákaflega og
dældi og dældi enda stór-
gróði í augsýn. En hann var
ekki eins kátur þegar hann
ætlaði að aka af stað. Hann
hafði nefnilega sett disilolíu
á bilinn í staðinn fyrir bens-
ín. Ökuferðin endaði því
þannig að draga varð bilinn
í bæinn.
Stórmenni
í heimsókn
Alþýðuflokkurinn aug-
lýsir þessa dagana sumar-
ferð til Ítalíu. Verður hún
væntanlega farin að kosn-
ingaslagnum afstöðnum.
Það sem vekur athygli
varðandi auglýsinguna þá
arna eru myndirnar sem
birtast i henni. Þær eru af
stórmennunum Guðlaugi
Tryggva Karlssyni hesta-
krata, Craxi, forsætisráð-
herra Ítalíu, og tónskáldinu
Þeir féiagarnir snæddu meö
prjónum.
Verdi. Skýringin á þessu er
sú að Guðlaugur Tryggvi
verður fararstjóri og Craxi
er formaður italskra krata.
Hins vegar mun erfitt að fá
nokkuð staðfest um flokks-
skirteini tónskáldsins. Er
það trú manna að myndin
af honum sé látin fljóta með
af því að hann og Jón Bald-
vin þóttu furðu líkir þegar
sá síðarnefndi kom fram í
sjónvarpinu í vetur.
En Craxi þessi mun hafa
í nógu að snúast við að taka
á móti gestum. Það er ekki
ýkja langt síðan sjálfur Re-
agan Bandarikjaforseti
sótti hann heim. Þá átu
þjóðhöfðingjarnir með
pijónum. Verður forvitni-
legt að vita hvaða borð-
búnað þeir Craxi og Jón
Baldvin munu nota við
rósakálið.
Fyrirgreiðslan
í algleymingi
Nú stendur atkvæðaver-
tíðin sem hæst enda nálgast
kosningar óðum. Öllu er
beitt sem tiltækt er því
kvótinn er enginn og því
hægt að mokveiða fram á
síðasta dag. Fyrirgreiðslu-
pólitíkin er alls ráðandi og
virkilega gaman að lifa.
í Vestmannaeyjum vakti
það athygli þegar húsið
Landlyst, sem bærinn á,
var skyndilega látið einum
frambjóðenda Sjálfstæðis-
flokksins í té til eigin
afnota. Að því er fregnir
herma höfðu margir reynt
að fá húsið en án árangurs.
Telja illgjarnir fullvíst að
þarna sé um stórpólitískt
mál að ræða sem aldrei
hefði fengið framgang
nema fyrir kosningar.
Og í ljósi þessa íhuga
Vestmannaeyingar nú
hvernig þeir geti sem best
nýtt sér þetta stutta fyrir-
greiðslutimabil fram að
kosningum. Sjá margir
fram á blómatíð sem gæti
litið einhvern veginn svona
út:
Bátaáhugamenn gætu
fengið Lóðsinn til frjálsra
afnota. Unglingahljóm-
Það er enginn kvóti á atkvæða-
vciöunum.
sveitir fá æflngapláss hjá
bænum hið snarasta. Moto-
cross-strákarnir geta
hreiðrað um sig í áhalda-
húsi bæjarins og dyttað þar
að tækjum sínum. Tölvu-
áhugahópurinn fær Ráð-
húsið til eigin afnota og
sjóstangaliðið fær að renna
í flskabúrin í Fiskisafninu.
Já, það getur orðið fjör í
Eyjum.
Umsjón:
Jóhanna S.
Sigþórsdóttir.
Kvikmyndir__________Kvikmyndir
Austurbæjarbíó - Flóttalestin
★ ★ ★
★★★★ Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit
Köld spennumynd
Heiti: Flóltalestin (Runaway Train).
Leikstjóri: Andrei Konchalovsky.
Handrit: Djorde Miljcevic, eftir handriti eft-
ir Akira Kurosawa.
Kvikmyndun: Alan Hume.
Tónlist Trevor Jones.
Aðalleikarar: Jon Voight, Eric Roberts,
Rebecca DeMomay og John P. Ryan.
Andrei Konchalovsky hefur greini-
lega aðlagast bandarískum lífsvenj-
um nokkuð vel því Flóttalestin er
fyrst og fremst vel heppnuð spennu-
mynd á bandaríska visu. Horfinn er
rómantíski blærinn sem einkenndi
Elskhuga Maríu (Maria’s Lovers)
og gerði þá mynd meira evrópska. í
staðinn er komin köld spenna sem
heltekur áhorfandann allan þann
tíma sem Flóttalestin tekur í sýn-
ingu.
Flóttalestin gerist í Alaska. I ramm-
gerðu fangelsi situr Mannheim (Jon
Voight), fangi sem hafði verið lokað-
ur af í þrjú ár vegna stroktilrauna
sinna. Honum er þvert gegn vilja
yfirmanns fangelsisins, Rankin
(John P. Ryan), hleypt úr klefa sín-
um. Rankin, sem hatar Mannheim,
egnir hann til flótta. Það gerir
Mannheim með aðstoð ungs fanga,
Buck Logan (Eric Roberts). Þeir ná
að flýja úr fangelsinu út í kuldann
og halda til næstu jámbrautarstöðv-
ar. Þar velja þeir sér lest til að flýja
i. Svo illa vill til að stjómandi lestar-
innar deyr meðan lestin er á fúllri
ferð og æðir nú lestin stjómlaus um
auðnir Alaska og eykur jafht og
þétt hraðann. Reynt er að stöðva
lestina en allar tilraunir til þess mis-
takast.
I fyrstu vita þeir félagar ekki hvað
er að gerast. Það fá þeir aftur á
móti að vita þegar þriðji farþeginn
í lestinni birtist. Það er ung stúlka
sem var aðstoðarmaður ekilsins. All-
Jon Voight í hlutverki hættulegs sakamanns gerir hér tilraun til að stöðva
stjómlausa lestina.
ar tilraunir þeirra þriggja til að
stöðva lestina mistakast og virðist
ekkert nema dauðinn bíða þeirra...
Það verður að segjast eins og er að
langt er síðan önnur eins spennu-
mynd hefur sést á hvíta tjaldinu.
Allt hjálpast að. Frábær kvikmynda-
taka þar sem kuldalegt landslag
Alaska nýtur sín. Lestin sjálf, sem
er ógnvekjandi, og síðast en ekki
síst frábær leikur þeirra Jon Voight
og Eric Roberts í hlutverkum stór-
hættulegra glæpamanna sem bera
enga virðingu fyrir lífinu.
Jon Voight tekst ávallt að skapa
sterkar persónur í myndum sínum.
Hér hefúr honum tekist að skapa
sérstaklega eftirminnilega persónu.
Mannheim er dýr á yfirborðinu.
Maður sem hefur alla ævi lifað glæp-
samlegu lífi en er harður sem stál
og þótt langt sé í tilfinningamar em
þær fyrir hendi eins og kemur í ljós
í síðasta hluta myndarinnar. Þótt
Eric Roberts falli aðeins í skugga
Jon Voight tekst honum samt vel
að lýsa þessari einskis nýtu persónu
sem Logan er.
Andrei Konchalovsky er með Flótta-
lestinni kominn nokkuð langt ffá
uppruna sínum í rússneskri kvik-
myndagerð þar sem hann var talinn
meðal meistara. I staðinn hefur hon-
um tekist með tveimur fyrstu
myndum sínum í Bandaríkjunum að
skapa sér nafti og á örugglega eftir
að kveða mikið að honum í framtíð-
inni enda greinilegt að hér er á
ferðinni leikstjóri sem veit svo sann-
arlega hvað hann vill og hefúr vítt
sjónarsvið.
Hilmar Karlsson.
Frá og meö 15. maí 1986 kom til framkvæmda breyting
á útlánakjörum Iðnlánasjóðs og eru þau sem hér segir:
Vélalán undir kr. 700.000,00
og byggingalán undir kr. 5.000.000,00 bera
vexti og eru bundin lánskjaravísitölu.
Vélalán yfir kr. 700.000,00 og byggingalán
yfir kr. 5.000.000,00 bera
vexti og eru bundin gangi SDR.
Lán til vöruþróunar og markaðsleitar bera
vexti og eru bundin lánskjaravísitölu.
Frá og með sama degi varð samsvarandi breyting á
útistandandi lánum, þar sem ákvæði skuldabréfa
heimilaslíkt.
TOYOTA
Opið á laugardögum
kl. 13.00-17.00
Isuzu Trooper árg. 82, bensin, Daihatsu Charade árg. 80, ekinn
ekinn 70.000, hvítur. Verö 440.000. 87.000, grár. Verö 130.000.
Toyota Tercel árg. 80, 4ra dyra, Toyota Camry dísil turbo 84, ekinn
ekinn 72.000, brúnn. Verö 170.000. 10.000 á vél. Verö 520.000.
Toyota Cressida árg. 78, ekinn 119.
000, grænn. Verð 145.000.
Toyota Crown disil árg. 80, 5 gíra,
ekinn 92.000, rauöur. Verö 290.000.
BMW 518 árg. 82, ekinn 70.000,
gylltur. Verð 420.000. Aukahlutir:
læst drif, vökvastýri, útvarp/segul-
band, litað gler.
Range Rover árg. 84, sjálfsk., ekinn
40.000, beige. Verö 1250.000. Skipti
á ódýrari.
TOYOTA
Nýbýlavegi8 200 Kópavogi S. 91-44144