Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Page 40
Hafir þú ábendingu eða vitn-
eskju um firétt - hringdu þá í
síina 687858.
Fyrir hvert firéttaskot, sem
birtist eða er notað i DV,
greiðast 1.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í
hverri viku greiðast 3.000
krónur.
Fullrar nafnieyndar er gætt.
Við tökum við firéttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst, óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986.
Gæsla staðfest:
Tveir áfrýjuðu
til Hæstaréttar
Sexmenningamir voru í gærkvöldi
úrskurðaðir í gæsluvarðhald, fimm til
25. júní en einn þeirra, Sigurþór Guð-
mundsson, til 11. júní. Tveir mann-
anna, Björólfur Guðmundsson og Páll
Bragi Kristjónsson, áfrýjuðu úrskurð-
inum til Hæstaréttar.
Sjöundi maðurinn, sem handtaka
átti en er staddur í útlöndum, heíúr
haft SEunband við Rannsóknarlögregl-
una og er hann væntanlegur til
landsins á morgun.
Yfirheyrslur standa stöðugt yfir í
málinu en rannsóknin beinist að þvi
hvort forráðamenn Hafskips hafi gefið
Útvegsbankanum rangar upplýsingar
vun stöðu fyrirtækisins og þannig feng-
ið lán sem ella hefðu ekki fengist,
^Jjvort forráðamennimir haii notað fé
týrirtækisins í eigin þágu og hver sé
þáttur starfsmanna Ötvegsbanka fs-
lands, hvort einhver eða einhverjir
þeirra hafi gerst brotlegir við 141. gr.
refsilaganna sem kveður á um stór-
fellda eða ítrekaða vanrækslu eða
hirðuleysi í starfi.
Það hefur vakið athygli hve harka-
lega RLR gekk fram í handtöku
sexmenninganna er hún greip þá alla
í rúminu snemma á þriðjudagsmorgn-
inum. Aðspurður um þetta atriði sagði
Þórir Oddsson, vararannsóknarlög-
®reglustjóri ríkisins, að það gæfi
hugmynd um innihald skýrslu skiptar-
áðanda sem rannsóknin byggist á.
-FRI
Klippur á lofti
Lögreglan á Selfossi hefur verið með
klippur á lofti að undanförnu. Mikið
er um það að menn trassi að láta skoða
bifreiðar sínar. Lögreglan hefur tekið
þó nokkuð af bílum úr umferð síðustu
daga. í gær vom númer klippt af níu
bifreiðum á Selfossi. -SOS
Glataði
skjalatösku
Maður nokkur hafði samband við
lögregluna í gær og tilkynnti að hann
hafi glatað skjalatösku i verslunar-
húsnæði Glæsibæjar í Reykjavík. •
Mikil verðmæti vom í töskunni, um
hundrað þúsund krónur í peningum,
tékkhefti og stimplar. Málið er í rann-
sókn. -SOS
Djöfullinn danskur!
Haikaleg gagniýni bankaeftiiiítsins á Útvegsbankann í 10 ár.
Ónógar tiyggingar
á fjolda útlána
„Nægilegar greiðsluttyggingar
vantar fyrir miklum fjölda stærri og
smærri útlána,“ segir i skýrslu
bankaeftirlits Seðlabankans um
starfsemi Útvegsbanka íslands 1975.
Nákvæmlega sömu orð em höfð um
bankann í skýrslu 1978. Sams konar
niðurstöður er að finna í skýrslum
bankaeftirlitsins frá 1980 og 1985.
í samtali við Þórð Ólafsson, for-
stöðumann bankaeftirlitsins, sagði
hann það rétt vera að þrátt fyrir
þessar upplýsingar eftirlitsins,
skýrslur og tillögiu- í öll þessi ár
hefðu bankaráð og bankastjóm ekki
tekið í taumana. Hann sagði stöðu
bankans þá eftir Hafekipsmálið að
hann yrði að fa 420 milljóna króna
stuðning ríkisins ef hann ætti að
halda áfram sjálfetæðri starfeemi.
Rannsóknarlögregla ríkisins hefur
nú einmitt þennan tryggingaþátt
Hafekipsmálsins til athugunar um
leið og hún rannsakar athafhir
nokkurra yfirmanna skipafélagsins.
Útvegsbankinn er hins vegar rekinn
þessa mánuðina í skjóli Seðlabank-
ans, á meðan viðskiptaráðherra
leitar úrræða. Ólíklegt er að Útvegs-
bankinn verði rekinn í óbreyttu
formi miklu lengur.
Til greina kemur samruni við Bún-
aðarbankann með ýmsum tilfæring-
um á viðskiptum milli allra
ríkisbankanna. Einnig kemur til
greina sammni Útvegsbanka við
suma einkabankana, einnig með
frekari tilfærslu viðskipta innan
bankakerfisins. Ekki er búist við
endanlegri niðurstöðu um framtíð
Útvegsbankans fýrr en í haust.
-HERB
Ærin Leggja á bænum Brimnesi á Árskógsströnd bar síamstvilembingum,
dauðum, aðfaranótt þriðjudags. Fyrst átti hún eitt lamb, heilbrigt, en siðan
komu síamstvíburarnir. Þeir voru fastir saman á kviði og varð Arnar Gústafs-
son, 21 árs bóndasonur á bænum að deyða þá til að ná þeim.
„Eg fór með höndina inn og fann fyrir tveim hausum og hélt að lömbin
kæmu bæði í einu en þegar hausinn af öðru var kominn sat alit fasL Þá vissi
ég að þau voru samföst en því miður var þá orðið of seint að ná í dýra-
lækni," sagði Arnar. Leggja var hin borubrattasta i gær og lambinu hennar
líður vel. DV-mynd JGH/Akureyri
Veðrið á morgun:
Dæmigert
vorveður
Hæð yfir Grænlandi og lægð við
Færeyjar halda veðri á landinu svo
til óbreyttu á morgun. Nokkuð hvöss
norðaustanátt verður áfram ríkj-
andi. Kalsarigning verður á Norð-
austur- og Austurlandi og hvorki
meira né minna en slydda og snjó-
koma á Norðurlandi vestra og
Vestfjörðum. Skýjað verður með
köflum sunnanlands, sums staðar
smáskúrir.
Hiti verður á bilinu 0-4 stig fýrir
norðan og 4-7 stig ú sunnanverðu
landinu.
Hafskipsmálið:
Starfsmenn
Útvegsbank-
ans yfirheyrðir
„Það má sjálfeagt búast við því að
einhverjir starfemenn Útvegsbankans
verði yfirheyrðir en slíkt þarf ekki að
hafa neikvæða merkingu. ,“ sagði
Þórir Oddsson, vararannsóknarlög-
reglústjóri ríkisins, í samtali við DV
er við ræddum við hann um þátt Út-
vegsbanka Islands í rannsókn RLR á
Hafskips-málinu.
Aðspurður um umfang Útvegs-
bankaþáttarins í rannsókninni sjálfri
sagði Þórir að hann tæki ákveðið pláss
enda um að ræða aðalviðskiptabanka
Hafekips.
„Bankastjórar Útvegsbankans
komu á fund okkar að eigin frum-
k væði og lýstu þar vilja sínum til koma
til liðs við okkur í rannsókninni og
að láta okkur í té allar þær upplýsing-
ar sem við óskum eftir,“ sagði Þórir.
Hvað rannsóknina sjálfa varðaði
sagði Þórir að gífurlegt verk væri
framundan. Rannsókn þeirra yrði ál-
gerlega sjálfetæð.
-FRI
Ferjubakkamálið:
Konan kafnaði
Krufning á líki konunnar sem fannst
látin að Feijubakka 10 er lokið. Rann-
sóknin hefur leitt í ljós að konan hafi
kafriað. Eins og hefur komið fram þá
viðurkenndi eiginmaður konunnar,
Magnús Friðrik Óskarsson, að hafa
bundið hana á höndum og fótum, og
keflað til að koma í veg fýrir að hún
færi úr íbúðinni.
Magnús Friðrik var í gær úrskurð-
aður í gæsluvarðhald til 3. september
að kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Honum var jafhframt gert að sæta
geðrannsókn.
-sos
Amarflug
verr statt?
„Ég kannast ekkert við þessar upp-
lýsingar," sagði Haukur Bjömsson,
stjómarformaður Amarflugs, er DV
bar undir hann frétt Morgunblaðsins
í morgun þess efnis að staða Arnar-
flugs sé það slæm að óvíst sé hvort
boð flugfélaganna Air Lingus og KLM
um skuldbreytingu nægi til að tryggja
áframhaldandi rekstur fýrirtækisins.
Blaðið segir að afkoma Amarflugs
sé mun verri en bráðabirgðayfirlit gaf
til kynna. Fyrirtækið hafi tapað vem-
lega á fýrstu mánuðum þessa árs.
Haukur Bjömsson kvaðst ekki hafa
tölur um rekstur Amarflugs fýrsta
ársfjórðunginn.
„Það er gefið mál að það er tap á
rekstri flugfélaga í sjö mánuði á ári,
þar á meðal fýrstu þijá mánuðina. Það
þýðir h'tið að skoða það tímabil ein-
angrað. Sagan sést ekki fýrr en
skoðaðir em tólf mánuðir," sagði
Haukur Bjömsson.
-KMU
Kjaradómi
frestað
Kjaradómur fékk í gær frest til 15.
júlí til að úrskurða um sérkjarasamn-
inga aðildarfélaga innan BHMR.
Kjaradómur óskaði eftir þessari
frestun vegna tímahraks. Ríkisstjóm-
in féllst á þessa beiðni og gaf út
bráðabirgðalög sem kveða á um þessa
frestun. -APH