Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986. FRONSK STULKA 21 árs, óskar eftir vinnu á íslandi í eitt ár. Er stúdent og hefur lokiö einkaritaranámskeiði. Alls konar störf koma til greina. Upplýsingar í síma 18976. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta í Njálsgötu 102, þingl. eign Ingu Jóhannesdóttur, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka Islands, Jóns Ingólfssonar hdl„ og Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 26. maí 1986 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 14., 19. og 23. tbl. Lögbirtingablaðs 1986 á hluta i Rofabæ 43, þingl. eign Elísabetar Gísladóttur, fer fram eftir kröfu Þorvaldar Lúðviksson- ar hrl., Veðdeildar Landsbankans og Hákonar Árnasonar hrl. á eigninni sjálfri mánudaginn 26. mai 1986 kl. 11.45. __________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 134., 138. og 145. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta i Hverfisgötu 82, þingl. eign Jóns Guðvarðarsonar, fer fram eftir kröfu Lands- banka Islands á eigninni sjálfri mánudaginn 26. maí 1986 kl. 14.15. ___________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Blesugróf 31, þingl. eign Torfa Bryngeirssonar, fer fram eftir kröfu Skúla Bjarnasonar hdl. og Iðnaðarbanka Islands hf. á eigninni sjálfri mánudaginn 26. maí 1986 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik, Nauðungaruppboð sem auglýst var í 134., 138. og 145. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Brekkubæ 26, þingl. eign Þórðar Þórðarsonar og Þórðar Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Steingrims Eirikssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 26. maí 1986 kl. 11.30. __________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 134., 138. og 145. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Baldursgötu 14, þingl. eign Helgu Þorsteinsdóttur, fer fram eftir kröfu Sigurð- ar Sigurjónssonar hdl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Baldurs Guðlaugsson- ar hrl. á eigninni sjálfri mánudaginn 26. maí 1986 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 134., 138. og 145. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Óðinsgötu 7, þingl. eign Kvists hf„ fer fram eftir kröfu Landsbanka islands og Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 26. maí 1986 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta i Hverfisgötu 105, þingl. eign Byggingafél. Óss hf„ fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri mánudaginn 26. mai 1986 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Barónsstig 20, tal. eign Hauks Árnasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 26. maí 1986 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Brautarholti 18, þingl. eign Vilhjálms Ósvaldsson- ar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudag- inn 26. maí 1986 kl. 16.00. ____________________Borgarfógetaembasttið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Laugateig 29, tal. eign Önnu L Arnardóttur og Viðars Jóhannessonar, fer fram eftir kröfu Baldvins Jónssonar hrl„ Friðjóns Amar Friðjónssonar hdl„ Sigurðar Sigurjónssonar hdl„ Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudaginn 26. maí 1986 kl. 16.15. _____________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 134., 138. og 145. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Deildar- ási 19, þingl. eign Valgerðar M. Ingimarsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík, Veðdeildar Landsbankans og Búnaðarbanká íslands á eigninní sjálfri mánudaginn 26. maí 1986 kl. 10.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Neytendur Neytendur Neytendur Myndin sýnir nokkrar tegundir þvottaefna fyrir sjálfvirkar uppþvottavélar. Einungis eitt islensku efnanna, Upp frá Frigg, er merkt með varúðarmerkingum og aðeins eitt erlendu efnanna, Ouick frá Impex, er merkt á íslensku. Fremst á myndinni er Finish frá Matkaup h/f, en þetta efni olli hörmulegu slysi á rúmlega ársgömlum dreng, hálfu ári eftir að auglýsing heilbrigðisráðherra var birt. Eiturefni og merkingar Slóðaháttur stjómvalda gagnvýndur Umræðan um eiturefni og merking- ar hefur nú gengið um nokkurt skeið og hafa flestir þeir sem hlut eiga að máli lagt orð í belg. Nú er því kominn timi til að sjá einhverjar framkvæmdir og viljann í verki. Það verður að segj- ast eins og er að stjómvöld hafa ekki staðið sig sem skyldi hvað fram- kvæmdahliðina varðar og em menn að verða langeygir eftir einhveijum raunhæfum aðgerðum. Neytendafélag Reykjavíkur og ná- grennis átelur stjómvöld harðlega fyrir slóðahátt við a'ð framfylgja regl- um um merkingu nauðsynjavara, sem innihalda eiturefni, hættuleg efni eða önnur efni sem geta verið skaðleg heilsu manna. Reglur þessar vom sett- ar þann 28. febrúar 1985 og nú, 15 mánuðum síðar, em sáralítil merki þess að framleiðendur og innflytjendur taki tillit til þeirra og merki vörur sín- ar samkvæmt þeim. Um árabil hafa Neytendasamtökin og Neytendafélag Reykjavikur og ná- grennis barist fyrir bættum vörumerk- ingum og upplýsingum fyrir neytendur. Aðal áherslan hefur verið lögð á merkingu hættulegra vara. Vegna þessarar baráttu skipaði heil- brigðisráðherra nefod árið 1984 til þess að vinna að gerð reglugerðar um þessi mál. Neytendasamtökin áttu fúlltrúa í nefndinni og að fengnu áliti hennar gaf ráðherra út áðumefhdar reglur í febrúar 1985. Neytendafélagið fagnaði þessum áfanga og hefur lagt traust sitt á að stjómvöld tryggðu að reglum þessum yrði fylgt. Þeim vonum hafa stjómvöld bmgðist. Félagið kannaði nýlega framboð í verslunum á þeim vörum, sem falla undir reglugerðina, og kom þá í ljós að reglumar em þverbrotnar. Yfirvöld hafa nú loks sent frá sér tilkynningu um að reglunum verði stranglega framfylgt. Neytendafélag Reykjavíkur og ná- grennis mun fylgjast náið með þróun mála hjá stjómvöldum, framleiðend- um og innflytjendum. Verði ástandið ekki komið í viðunandi horf innan eins mánaðar mun félagið beita öllum tiltækum ráðum til þess að vemda hagsmuni neytenda. Félagið fordæmir þijósku framleið- enda og innflytjenda, sem ekki fara eftir settum reglum og lítilsvirða þannig líf og heilsu neytenda. Á und- anfömum árum hafa orðið hörmuleg slys af völdum hættulegra efria, og má álíta að varúðarmerkingar gætu hafa komið í veg fyrir stóran hluta þeirra. Neytendafélag Reykjavíkur og ná- grennis fagnar því stórkostlega framtaki Slysavamafélags Islands að gefa út leiðbeiningarrit fyrir almenn- ing um viðbrögð við slysum vegna notkunar hættulegra efna. Félagið skorar á almenning að geyma öll lyf og efnavömr til heimilisnota á trygg- um stað. (Úr fréttatilkynningu) Það sem skiptir öllu máli hér er að neytendur sjálfir veiti aðhald og séu vakandi fyrir því að vemda hagsmuni sína. Við höfum áður birt hér á síð- unni lista yfir 12 vömr sem em komnar á bannlista og ættu ekki að sjást í neinni verslun fyrr en búið er að bæta úr merkingum. Það er því ekki úr vegi að birta þennan lista aft- ur og beina um leið þeim tilmælum til neytenda að þeir kanni ástandið hjá kaupmanninum á hominu eða þeim verslunum sem verslað er í og bendi á ef miður fer. -S.Konn. Sælubitar verðlaunaeftir- réttur á Matarlist '86 í tengslum við sýninguna Matar- list ’86 var haldin samkeppni um bestu uppskriftir að eftirréttum, en fyrir þessari samkeppni stóðu Mat- arlist og Rás 2. Nú er búið að velja þrjár bestu uppskriftimar og til að lesendur Neytendasíðunnar geti nú gert sér glaðan dag og fúllkomnað máltíðimcU með rúsínunni í pylsu- endanum birtum við hér þá uppskrift sem hlaut 1. verðlaun í uppskrifta- samkeppninni . Sælubitar, 1. verðlaun Það sem þarf er: 600 grömm steinlausar sveskjur sérrí, Bristol Cream 100 grömm hnetur eða möndlur, muldar í smekklega stærð 6 eggjahvítur 360 grömm flórsykur 3 tsk. edik 6 dl ijómi koníak Matreiðsla 1. Sjóðið 600 grömm af sveskjum í 5 mínútur í litlu vatni og leggið þær síðan í bleyti í sérrí svo fljóti yfir. 2. Ristið hnetumar/möndlumar þar til þær verða ljósgullinbrúnar á lit. 3. Stífþeytið eggjahvítumar og bætið við flórsykri og ediki. 4. Þeytið rjómann. Blandið svo hnetunum saman við eggjahvítumar og setjið á bökunar- pappír eða í lítil form á bökunarplötu og bakið við vægan hita í u.þ.b. 45 mínútur. Þegar marengsinn er tilbúinn er honum og sveskjunum blandað laus- lega saman og ijómanum sprautað á eða hann borinn fram með. Réttinn skal bera strax fram og athugið að marengsinn linast í bleyti. Á þeytta rjómann er gott að setja koníak til að bragðbæta hann og hnetur fyrir þá sem hafa smekk fyrir þær. Með marengsnum og sveskjunum má setja litla bananabita til skrauts. Ef marengskökumar verða of stórar má brjóta þær í minni bita áður en öllu er blandað saman. Sú sem átti þessa uppskrift heitir Sigríður Bjamadóttir úr Staðarsveit á Snæfellsnesi. Henni stendur nú til boða að fara í ferð til London eða fá að öðrum kosti senda heim 10 manna veislu með öllu tilheyrandi. Við óskum Sigríði Bjamadóttur til hamingju með vinninginn og mun- um birta þær uppskriftir sem lentu í 2. og 3. sæti á næstu dögum. -S.Konn. UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐTSFT ,OKKSTNS_______________ Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð. Símar: 688322 og 688953 Upplýsingar um kjörskrá o.fl. Sjálfstæðisfólk, vinsamlegast látið skrifstofuna vita um alla kjósendur sem verða ekki heima á kjördegi, 31. mat nk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.