Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Blaðsíða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Útvarpsstöð kristinna í Líbanon segir að sprengjutilræðið í morgun hati átt sér stað á nákvæmlega sama stað og i fyrra er bílsprengja drap 41 vegfaranda og særði á annað hundrað. Bílsprengja skekur Beirút (1) > X> X X cö T-l T-l cx JD Ákaflega forn í mér enda alinn upp á safni Viðtal við Þórarin Eldjárn bJD cö Arkitektalegur, lista- mannslegur, fríkaður fatahönnuður og skrif- (N -er ti Á BLAÐSÖLUSTÖÐUM w Alltsem þig hefuralltaf langað til að vita um kræklinga.., en þorðir ekki að spyrja Að minnsta kosti þrír létu lífið og 63 særðust i öflugri sprengingu á versl- unargötu á annatíma í kristum hluta austur-Beirút í morgun. Talið er að sprengjunni hafi verið komið fyriri bifreið er stóð við götuna. Töluverðar skemmdir urðu á húsum í nágrenninu auk þess sem margar bifreiðir við verslunargötuna eyði- lögðust. Brak úr byggingum og bif- reiðahræ töfðu mjög fyrir fjölmennu liði björgunarmanna er vann að því að koma særðum á sjúkrahús. Talið er að enn séu einhveijir fastir í braki húsa í nánd við sprengjustað- inn og er unnið að björgun þeirra. Útvarpsstöð kristinna i Líbanon sagði í morgun að sprengjunni hefði verið komið fyrir á nákvæmlega sama stað og bílsprengju er í fyrra drap 41 og særði á annað hundrað manns. Blóðugir bardagar hafa átt sér stað í Beirút að undanförnu og hafa að minnsta kosti 40 manns fallið frá því á miðvikudag í átökum kristinna og múhameðstrúarmanna. Argentína slít- ur stjórn- málasambandi Ríkisstjóm Argentínu hefur slitið stjómmálasambandi við Suður-Afríku vegna árásar þeirra á þijú grannrík í norðri á dögunum. Frá því lýðræði var endurreist i Arg-. entínu hefur fordæming argentínskra stjómvalda á aðskilnaðarstefnu suð- ur-afrískra stjómvalda stöðugt aukist og samskipti ríkjanna versnað til muna. Á dögum herforingjastjómar í Arg- entínu, frá 1976 til 1983, stóðu sam- skipti landsins við Suður-Afríku með miklum blóma og ræddu stjórnvöld ríkjanna í mikilli alvöru um stofhun vamarbandalags ríkja við Suður- Atlantshaf. Suður-afrískir stjómarerindrekar í Bueinos Aires verða að hafa sig á braut ffá Argentínu fyrir lok þessa mánaðar. Sögulegt sorp Embættismenn í Fort Worth í Texas grófú í vikunni hylki með sorpi, sem valið var af handahófí, fyrir sagn- fræðinga framtíðarinnar að rannsaka. „Þetta óvenjulega hylki ætti að verða áhugavert eftir tuttugu til þrjá- tíu ár, þegar sorp verður orðið allt öðmvisi en það er í dag,“ sagði Bob Bolen borgarstjóri. Meðal þess, sem var sett í hylkið, var notaður sími, illa farinn hjálmur slökkviliðsmanns, leikskrá úr leikhúsi í borginni og gömul dagblöð. Séifræðingar hreinsunardeildar borgarinnar, sem hyggjast setja upp skilti til að merkja staðinn, segja að hylki af þessari tegund muni endast í að minnsta kosti 30 ár án þess að það sjálft, eða innihaldið, skemmist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.